Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. marz 1976 TÍMINN 9 i þessu húsi er bifreiðaeftirlitið á Blönduósi, brunabilar og snjóbiil, auk ýmissa tækja björgunarsveit- anna á Blönduósi. Blönduós: Góð aðstaða bifreiðaeftirlitsins MÓ—Reykjavik —Bifreiðar Hún- vctninga eru skoðaðar við betri aðstæður, en bifreiðar flestra annarra landsmanna. i fyrravor var tekið i notkun nýtt húsnæði fyrir bifreiðaeftirlitið. Ýmsan tækjabúnað vantar þó ennþá i skoöunarstöðina, en hann er væntanlegur innan tiðar. Svavar Pálsson, bifreiðaeftir- litsmaður á Blönduósi, sagði i viðtali við Timann að stefnt væri að þvi að koma upp skoðunar- stöðvum viðs vegar um land. Væri mikill munur að skoða bil- ana inni, heldur en að vera við það úti, eins og viðast þyrfti enn- þá. Um siðustu áramót voru 1471 bifreið skráð i Húnavatnssýslum. Hafði þeim fjölgað um 100 frá þvi árið áður. Nú stendur yfir meiraprófs- námskeið á Hvammstanga, og eru þar 38 þátttakendur. 1 sama húsnæði og bif- reiðaeftirlitið á Blönduósi er i, eru einnig tveir brunabilar, og þar er einnig aðstaða til að geyma snjóbil og tækjabúnað björgunar- Svavar Pálsson, bifreiðaeftirlitsmaður á Blönduósi, f nýju skoðunar- sveitanna stöðinni. Fyrirlestur um umferðarslys og varnir gegn þeim Um þessa helgi kemur til Is- lands á vegum læknadeildar Há- skóla íslands og Umferðarráðs dr. med. Jörgen B. Dalgaard, prófessor i réttarlækningum við Háskólann i Árósum. Hann mun halda hér tvo fyrirlestra, annan fyrir lækna og hinn fyrir almenn- ing og verður hinn siðarnefndi haldinn i Norræna húsinu við Hringbraut mánudaginn 29. marz og hefst kl. 17.00. Nefnist fyrir- lesturinn: Umferðarslys og varn- ir gegn þeim. Jörgen B. Dalgaard lauk prófi i læknisfræði árið 1943 og næstu ár á eftir starfaði hann viða um Norðurlönd, var m.a. yfirlæknir i danska hernum og prosektor við Háskólann i Bergen. Þá var hann um nokkurt skeið prófessor i vefjafræði og réttarlækningum við Háskólann i Minnesota. A seinustu árum hefur hann helgaö sig rannsóknum á umferðarslys- um og þá sérstaklega i saman- burði á tæknilegum atriðum til skýringar á slysum og notagildi á árangri rannsókna til fyrirbyggj- andi aðgerða. Hann er kunnur fyrirlesari og hefur sem slikur ferðast viða um heim. Eftir hann liggur mikill fjöldi rita um réttar- fræðileg málefni á sviði læknavis- inda og varnir gegn umferðar- slysum sem birzt hafa i timarit- um um allan heim. Hann á sæti i fjölda alþjóðl. nefnda á vegum danska rfkisins. Jörgen B. Dal- gaard er einn þeirra fjögurra vis- indamanna sem skipaðir voru af Norræna umferðaröryggisráðinu til að hafa með höndum rannsókn á notagildi bilbelta og mun hann m.a. fjalla um það mál i fyrir- lestri sinum i Norræna Húsinu. Nemendaráð Kennaraháskólans um frumvarpið um námslán og styrki SJ-Reykjavik Timanum hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá nemendum Kennarahá- skólans vegna frumvarps um námslán og námsstyrki: „Fundur nemendaráðs Kenn- araháskóla Islands, haldinn 23. marz 1976, fordæmir harðlega framkomið frumvarp um náms- lán og námsstyrki. Frumvarpið er ósvifin árás á námsmenn i framhaldsnámi og virðir að vettugivilja þeirra. Við krefjumst þess, að i nýjum lögum verði kveðið á um fulla brúun umframfjárþarfar. Við mótmælum harðlega endurgreiðslukerfi frumvarpsins og bendum á, að það yrði flestum endurgreiðendum óbærileg byrði, næði það fram að ganga. Við skorum á þingmenn að koma frumvarpi rikisstjórn- arinnar i skynsamlegt form, svo það megi þjóna kröfunni um efna- hagslegt jafnrétti til náms, en ekki auka óréttlætið. Við mótmælum harðlega fram- komu rikisvaldsins við náms- menn og þvi hálfkáki i lánamál- um, sem einkennt hefur aðgerðir þess undanfarin ár. Jafnframt lýsir fundurinn full- um stuðningi við aðgerðir og til- lögur kjarabaráttunefndar náms- manna i lánamálum.” ítaki til ítaks Greinargerð frd stjórn Arkitektafélags íslands varðandi samninga um hönnun Seljaskóla í frahaldi af ályktun félags- fundar Arkitektafélags Islands frá 9. marz s.l. sem send var dagblöðum borgarinnar til birtingar, þykir rétt að gera nokkuð nánari grein fyrir afstöðu félagsins og þeim forsendum, sem fyrir þessari samþykkt eru. Fræðsluyfirvöld Reykjavikur hafa nú um hálfsannars árs skeið staðið i samningum við fyrirtæki að nafni ítak h.f., um hönnun Seljaskóla i Breiðholtshverfi og jafnframt hefur fyrirtækinu verið falin frumvinna verksins án þess að um það væri gerður sérstakur samningur. Fyrirtækið ttak h.f., er stofnað i nóvembermánuði 1974, að þvi er virðist til i að taka að sér þetta verkefni fyrir Reykjavikurborg. Enginn stofnenda þess eða fyrir- svarsmanna hafði þá menntun eða réttindi á nokkru sviði, sem skilyrðislaust er krafizt hér á landi af þeim aðilum, sem standa fyrir hönnun mannvirkjá, stórra sem smárra. Stofnendur fyrirtækisins eru 5 talsins.: Jens Óli Eysteinsson, garð- prófastur Már Gunnarsson, lögfræðingur. Gestur Þorgeirsson, læknir Tómas Ásgeir Einarsson, tann- læknanemi Elisabet Benediktsdóttir, frú. Samanlagt hlutafé er 200.000.- kr. Starfsemi fyrirtækisins er með öllu óhugsandi án þess að það hafi i þjónustu sinni fagmenntaða starfsmenn, sem hver á sinu sviði bera persónulega fagábyrgð gagnvart byggingaryfirvöldum og byggjanda. Um þá ábyrgð er ekki hægt að stofna hlutafélag „áhugamanna” en i byggingar- samþykkt Reykjavikur segir m.a. (11. gr.): „Sá, sem uppdrátt gerir, skal undirrita hann með eigin hendi,og ber hann ábyrgð á, að uppdrátturinn sé réttur og gerður skv. gildandi lögumog reglum og brjóti ekki i bág við rétt annarra.” Mátti þvi frá upp- hafi vera ljóst, að hlutafélagið Itak var að þessu máli alls óþarf- ur milliliður, sem ekki gat boðið þær ábyrgðir, sem lög kveða á um að fylgja skuli ráðgjafastarfsemi á þessu sviði. Stjórn A.I. og ýmsir félagar hafa haldið uppi fyrirspurnum um þetta mál hjá réttum yfir- völdum nú um nokkurt skeið. Engin rök hafa þar komið fram, sem gætu gefið svo mikið sem grun um að þessi nýstárlegu vinnubrögð opnuðu nokkra leið, sem ekki væri jafn vel eða betur fær með milliliðalausu samkomu- lagi aðila, né að Reykjavikurborg hafi nokkurn sýnilegan hagnað af þessu ráðslagi. Helzt hefur mátt skilja, að með samningi við fyrirtækiö vilji borgin tryggja sig gegn sviksemi og/eða vanhæfni hönnuða svo og fyrirhugað sé að bjóða byggingu skólans út miðað við tvær mis- munandi byggingaraðferðir. Um fyrra atriðið er það að segja, að eins og bent hefur veriö á hér að framan, þá eru ábyrgðir hönnuða persónulegar, og þvi mun borgin þurfa að semja við þá hvern og einn um þeirra þátt I verkefninu, verkframlag þeirra og hönnunartima, aldeilis án til- lits til samningagerðar við Itak h.f. Hugsanleg ábyrgðartrygging sem tryggja ætti borgina fjár- hagslega gegn göllum i bygging um, sem stafa af rangri hönnun, hlýtur einnig, eðli málsins sam- kvæmt, að bindast viðurkenningu tryggingarsala á reynslu þess starfsmanns, sem áritar teikningar og ber ábyrgð á þeim. Um siðara atriðið, útboð miðað við mismunandi byggingarað- ferðir, ætti einnig að vera óþarfi að fjölyrða. Það hefur allt til þessa dags þótt sjálfsagt að engan raillilið þyrfti sérstaklega i slikum tilvik- um, og svo mun vera enn. Á ein- um stað segir i röksemdarfærsl- unni fyrir ágæti Itakssamning- anna, að „ýmsir hafi haldið þvi fram, að hús byggð úr einingum væri 20—30% ódýrari”. Er sannarlega ekki nema eðli- legt að sú hugmynd freisti þeirra sem falið er að gera mikil verk af litlum efnum. En sá er hængur á, að „ýmsir” eru i þessu dæmi sölumenn Itaks h.f., og tölurnar fengnar úr kostnaðarágizkun, sem þeir hafa lagt fram án nokkurra skuldbind- inga, áður en raunveruleg hönnun .bygginganna er hafin og jafnvel áður en fyrir liggur hvar þær eiga að standa. Enda mun það svo, að þeir sér- fræðingar borgarinnar, sem um byggingarmál fjalla, hafa ekki tekið þessa áætlun ýkja hátiðlega. En eins og kunnugt er starfræk- ir Reykjavikurborg byggingar- deild, sem hefir eftirlit með fram- kvæmd verksamninga og fram- kvæmdum almennt, sömuleiðis hefur deildin eftirlit með undir- búningi útboða. Við skrifstofu fræðslustjóra hefur nú einnig verið ráðinn reyndur verkfræðingur til að ann- ast verksamninga við hönnuði og til að undirbúa og samræma hönnun skólabygginga. Sé hinsvegar fyrirtækinu Itaki h.f., ætlað einhverskonar eftir- litshlutverk með hönnunarstarf- inu fyrir hönd byggjanda, eins og einnig hefir flogið fyrir, þá hljót- um vib að benda á að við blasir öllu háskalegri mynd. Þarf raun- ar ekki auðugt imyndunarafl til að sjá fyrir hvert stefnir, ef farin er sú braut að fela fjármálafyrir- tækjum eftirlit með eigin gerðum fyrir hönd opinberra aðila. Viðvaranir og athugasemdir A.l. beinast fyrst og fremst gegn þvi, að teknir skuli upp samning- ar um hönnum bygginga á vegum opinberra aðila við fyrirtæki á borð við Itak h.f., sem ekki eru undir stjórn né i eigu fagmanna á þvi sviði. Með þessu er gengið á svig við það meginsjónarmið, sem hingað til hefur verið haft i heiðri þegar til samstarfs er stofnað milli byggjanda og hönnuðar, að hönnuður tekur að sér persónulega ráðgjöf á sinu fagsviði, og að ráðgjafastörfin byggist á gagnkvæmu trúnaðar- trausti milli ráðgjafa og þess aðila, sem ráðgjafastörf eru unn- in fyrir. Með þvi að troða þá braut, sem nú virðist mörkuð, setur byggjandinn það milliliðum eða tillviljunum á vald hvaða ein- staklingum er falin forsjá hinnar raunverulegu fagvinnu, eða jafn- vel hvort nokkur hæfur hönnuður fylgir verki frá upphafi til loka. Séö undir þessu horni er milli- liðurinn ekki aðeins nauðsynja- laus byrði, heldur báöum aöilum, byggjanda og hönnúði til beinnar óþurftar. Nú hefur það gerzt siðan A.l. tók þetta mál til opinberrar um- ræðu, að hluthöfum fyrirtækisins sem um er rætt hefur skyndilega fjölgað um helming. 1 tilkynningu framkvæmdastjórans fylgir kynning og afrekaskrá hinna ný- tilkomnu, ásamt sérstakri yfir- lýsingu (að gefnu tilefni) um að hans fyrirtæki sé sko arkitekta og verkfræðingafyrirtæki. Nú dylst að sjálfsögðu engum hvaða leik er verið að leika né að einn arkitekt og tveir verk- fræðingar eru orðnir aðilar að fyrirtækinu, a.m.k. að nafninu til. Hitt dylst heldur engum, að það Itak, sem Reykjavikurborg hóf samninga við fyrir einu og hálfu ári var ekki arkitekta og verk- fræðifyrirtæki, þannig að „Nýtt Itak ” er greinilega til orðið. Er nú enn eftir að sjá hvort borgaryfir- völd telja sig geta hlaupið svo eft- ir hverfulleik heimsins og flutt skuldbindingar sinar átakalaust frá Itaki til Itaks. Og einmitt þessi auðvelda myndbreyting Itakanna skýrir i myndum það, sem við höfum r^ynt aö gera skiljanlegt með orðum: Hvað sem liður yfir- lýsingum og nafnagiftum, þá starfa svona itök ekki á sama átt og arkitekta og verkfræði fyrir- tæki né lúta þau sömu lögmálum. Þau eru verzlunarfyrirtæki i eðli sinu og hlita fyrst og siðast lögum kaupmennsku. I dag hentar þeim að selja „arkitektúr”, á morgun verða það kannski fiskinet, kannski is- skápar, allt eftir þvi hvar fé hlut- hafanna vinnur þeim bezt. Og þegar svo er komið, að þeir sem itökin eiga, telja ekki lengur hag- kvæmt að verzla með hönnun, þá spyr enginn um það hverjir séu hagsmunir Reykjavikurborgar eða annarra viðsemjenda. Það er nefnilega svo skelfing auðvelt að stofna til nýrra itaka eða breyta gömlum, ef skuldbindingar fara að verða til byrði. tFrá stjórn At) Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.