Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 16
]6 TÍMINN. Föstudagur 26. marz 1976 r r r \ A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall lika. Hún fylgdi henni eins og skuggi hvert sem hún fór. Og nú — nú var Venetia sjálf að koma til Parísar. Hún átti að dansa í óperunni, það yrði skrifað um hana, talað um hana og hún tignuð. Hún kæmist ekki hjá að verða minnt á hana og Brent um leið... Hún hrökk upp úr hugsunum sínum við að doktor Bai- ley kom inn. — Ég hitti Gabriellu þína, sagði hann um leið og hann sá David. — Við borðuðum á La Belle Aurore, höfðum það verulega notalegt — og ég kyssti hana góða nótt. — Það hefurðu fjárann ekki gert! — Jú.. og henni geðjaðist að þvi. — Hún er frönsk. Hún hefur bara verið að þakka þér fyrir matinn. David stóð upp, deplaði öðru auganu til Myru og fór f ram. — Þessi ungi maður ætti að fara að verða fullorðinn, sagði Bailey og hellti kaff i í bolla handa sér. — Hvernig var svo þessi Gabrielle? spurði Myra for- vitin. — Alveg eins og ég bjóst við, mín kæra. Nákvæmlega eins. Ég hef hitt tvifara hennar í London og víðar. Har- wey ætti að líta í kringum sig eftir arftaka hennar á heimaslóðum...hann gæti f undið indælis hjúkrunarkonur hérna, ef hann nennti að taka eftir þeim. Og þá sérstaklega einni, eftir orðum lafði Lowell að dæma, hugsaði Myra. Hafði hún á réttu að standa, hvað Pollý Friar viðvék? Hún hafði á tilfinningunni, að Estelle Lowell skjátlaðist sjaldan. Það gæti orðið gaman að gera sig fína eitt kvöld og vera ekkert annað en ung kona í samkvæmi, í staðinn fyrir doktor Henderson í hvítum slopp. Dyrnar opnuðust aftur og Mark Lowell kom inn. — Ég veit, að þið eruð vön að fá ykkur kaff i á þessum tíma, sagði hann.— Er til bolli handa mér lika? Mayra hellti í handa honum og hann horfði athugándi á hana, meðan hann drakk. — Þér lítið ekki hressilega út, þrátt fyrir frídaginn, sagði hannm — Hvernig eydduð þér honum? — Éq fór í qönquferð —anzi langa reyndar. — Það hefði átt að hressa yður. Hún átti ekkert svar við þessu, svo hún sagði ekkert — Sváfuð þér vel í nótt? spurði hann. — Já, skrökvaði hún. — Ekki er svo að sjá. Þér haf ið skugga undir augunum og ég get ekki sagt, að mér geðjist að því. Hún leit hissa á hann. Gat verið, að þessi maður bæri einhverja umhyggju fyrir henni? Eins og hann hefði les- ið hugsanir hennar, sagði hann stuttlega: — Það er sjúkrahúsið, sem ég er að hugsa um. Hvorki ég né sjúk- lingarnir höfum nokkuð að gera með þreytta lækna. Sér til undrunar heyrði hún sjálfa sig segja: — Hefðuð þér yfirleitt nokkuð að gera við kvenkyns lækni, doktor Lowell? Höndin með kaffibollann nam staðar á leiðinni upp að andliti hans. Hann leit snöggt á hana, en sagði svo: — Þegar skortur væri á öðru betra, yrði hún að minnsta kosti að reyna að verða að gagni. Þetta hafði hún nánast beðið um. Síðan sagði hún alvarlega: — Afsakið, ég var svolítið frökk, ég ætlaði ekki að vera það. Henni til undrunar fór hann að hlæja. — Ó, jú, þér ætluðuð það. Þér urðuð reið og brugðust við á dæmigerð- an, kvenlegan hátt. Takk fyrir kaff ið. Hann setti frá sér bollann og fór fram. Myru fannst að henni hefði aldrei verið jafn illa við nokkurn mann. 8. kafli. Jósep gamli leit í kring um sig. Einhver kom til hans, kona i hvítum slopp. Hún sagði: — Allt í lagi, hjúkrunar- kona, þú skalt bara halda áfram og stúlkan, sem horft hafði spyrjandi á hana, hélt áfram verki sínu. Myra nam staðar við rúm Jóseps gamla og hann sá, að hlustunartæki stóð upp úr vasa hennar. — Almáttugur. Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér séuð læknir? Svei mér, ef ég vil láta telpukrakka skoða mig! — Ég rannsaka yður, þegar ég er á vakt, sagði Myra róleg. Hún var stutt í spuna, en augun og röddin voru vin- gjarnleg. Falleg augu, hugsaði hann. — Snúið yður upp í birtuna, sagði hann. — Mig langar til að skoða yður svolítið nán- ar. Undrunarsvipur leið yfir andlit hennar og hann hló of- an í skeggið. — Nú, svo þér eruð hissa? Það er greinilegt, að þér eruð ný hér, annars væruð þér ekki hissa á neinu, sem ég segi. Ekkert hinna er það, hvorki hjúkrunar- konurnar né læknarnir. Nú þekkið þér mig. Ef eitthvað væri að myndum við Svona hættu þessu j Geiri.bú hjálpaöii 'þeim til sjálfstæðis mainstu? Þaðer’ éitthváð meira en þetta fíjá þér núna. ■ iHWltt FÖSTUDAGUR 26. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunstund barnanna kl. 8.45: „Safnarana” 9.30. Þingfréttir Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntón- leikarkl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (3). 15.00 Miðdegistónieikar Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóniu nr. 5 i B-dúr op. 100 eftir Prokofjeff, André Previn stjórnar (Hljóðritun frá austurriska útvarpinu). 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána Bryndis Viglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (10). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 'Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskóla- biói kvöldið áður. Einleikari á selló: Eric Wilson frá Bandarikjunum. Stjórn- andi: Páll P. Pálsson a. Karlakór Reykjavikur syngur „Svarað i sumartungl” tónsmið fyrir karlakór og hljómsveit við kvæði Þorsteins Valdimars- sonar (frumfl.) b. „Schelomo”, hebresk rapsódia fyrir selló og hljómsveit eftir Ernst Bloch. c. Sinfónia nr. 3 i c- moll eftir Camille Saint- Saens. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Kristinn Björnsson islenzkaði. Sigurður A. Magnússon les (9). 22.00 Frétir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (33). 22.25 Dvöl Þáttur um bók- menntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.55 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 26. mars 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Umsjónarmað- ur Eiður Guðnason 21.40 Grænienskar verkakonur Dönsk heimildamynd um konur á Grænlandi, sem vinna við rækjuvinnslu, og viðhorf þeirra til starfsins. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.00 Heimferðin (The Ride Back) Bandarisk biómynd frá árinu 1957. Aðalhlutverk Anthony Quinn, William Conrad og Lita Milan. Kallen hefur orðið manni að bana og flýr til Mexikó. Vörður laganna finnur hann þar og leggjur af stað með hann til Bandarikjanna. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 23.15 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.