Tíminn - 26.03.1976, Page 4

Tíminn - 26.03.1976, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur 26. marz 1976 ttlllUUIi llll | .11 Slllll 111 !I8I:II lllj II L... Ég elska að vera kölluð kynæsandi Þetta er stúlkan, sem nýlega var kosin mest kynæsandi kona i heimi. Af hverjum? Af náungum, sem vita um hvað þeir eru að tala, — itölskum ljósmyndurum. Hún heitir Nadiuska (borið fram Nadúska), er 25 ára og þykir líkjast mjög Sophiu Loren, annarri eftirlætiskvinnu italskra ljósmyndara. Reyndar gerði Carlo Ponti eitt sinn til- raun til að fá hana til að leika á móti Sophiu sem sytstur hennar, i einni mynda sinna, en hún hafnaði boðinu. Móðir hennar er pólskur Gyðingur og faðir hennar Rússi. Hún fæddist i Þýzkalandi, en var alin upp i Israel og Rúss- landi. I allmörg ár starfaði hún sem ballettdansari i Þýzka- landi, en eftir að hafa fariö i sumarfri til Spónar 1971, komst hún á kvikmyndasamning þar. Og siðan þá hefur hún getið sér gott orð sem kvikmyndaleik- kona þar i landi. Núna lifir hún i voninni um að fá tækifæri til að reyna sig utan Spánar, og ætti það vi'st ekki að vera neinum vandkvæðum bundið fyrir hana, — með útlit sem fær hvern karl til að súpa hveljur. Myndin sem hún bindur mestar vonir við að fleyti henni yfir i kvik- myndaverBretlands, heitir Spænskar flugur, og er mót- leikari hennar þar Terry Thomas. Hún ásjálfsagt bjarta framtið fyrir sér stúlkan sú arna og á myndunum sjáum við, að það er engum ofsögum sagt um fegurð hennar. DENNI DÆMALAUSI ,,Ef hann missti eins mikið hár og þú segir væri hann orðinn sköllóttur núna.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.