Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 26. marz 1976 Ágúst Þorvaldsson: Enn um framleiðsíu- tryggingar fyrir bændur A sl. hausti ritaði ég hér i Tim- anum greinarkorn, þar sem ég gerði að umræðuefni eftir hið slæma heyskaparsumar á stór- um hluta landsins, hvort ekki væri orðið timabært, að athuga hér um einhvers konar trygg- ingar, sem bættu bændum að einhver.ju marki þegar þeir veröa fyrir miklu tjóni á fram- leiðslu sinni. Ég minnti á, að fiskimenn hafa kauptryggingu, aðrir launþegar atvinnuleysis- tryggingar og útgerðarmenn aflatryggingar. Ég var svo ein- faldur, að láta mér detta i hug, að þetta skrif mitt kynni að vekja einhverja menn úr bændastétt, eða þá einhverja . stjórnmálamenn sem láta sér annt um landbúnaðinn, til að gera eitthvað i málinu, þótt ekki væri annað en taka það til um- ræðu t.d. á Búnaðarþingi, eða jafnvel að flutt yrði um það til- laga á Alþingi, að málið yrði at- hugað. En engra hreyfinga i þessa átt hef ég orðið var. Þó hefur komið i ljós siðan grein min birtist, að reiknað hefur verið út fóðurgildistap heyjanna og sú niðurstaða fengizt, að miðað við fóðurgildi þeirra sl. sumar 40 milljón fóðureiningin- um minna, sem jafngildir 40 þúsund smálestum af kjarn- fóðri, en það karnfóðurmagn hefði kostað 1,5 milljarða króna. Eru þessir útreikningar byggðir á rannsóknum heysýna úr öllum landshlutum, sem bæði Rannsóknastofnun landbúnað- arins og Rannsóknastofa Norðurlands hafa framkvæmt. Upplýsingar um þetta gaf búnaðarmálastjóri i hinu yfirgripsmikla útvarpserindi sinu um landbúnaðinn á árinu 1975, sem birt var i Timanum 8. janúar sl. Ef ei er ástæða til að athuga það, hvort tryggingar gætu að einhverju leyti komið hér að gagni, þá er allt tal um stuðning við hina verr settu bændur alveg út i loftið. Hvers konar trygg- ingar með stuðningi hins opin- bera er sú samhjálpin sem drýgst hefur reynzt hvarvetna hinum máttarminni til eflingar. A sl. sumri fórég um fjarlægt land þar sem stórfellt tjón hafði orðið vegna úrfellis á akra með fullþroskuðu korni, en það eyði- lagðist. Ég spurði þingmann og fyrrverandi ráðherra þarlend- an, sem með mér var á ferða- lagi, hvernig bændur færu að þvi, að standast slikan skaða. Hann svaraði þvi til, að þeir hefðu tryggingar gegn sliku og fengju 75% tapsins bætt, þeirra hagur myndi þvi litið haggast eða hallást. Hins vegar yrði þjóðin fyrir miklu útflutnings- tapi þegar slikir stórfelldir skaðar yrðu á kornökrum, sem væri þó fremur sjaldgæft. Mér flaug i hug, þar sem þetta var langt inni á meginlandi og loftslag fremúr stöðugt, að ekki væri minni ástæða hér á landi að hafa slikar framleiðslutrygg- ingar, en eins og allir vita rikir á íslandi úthafsloftslag og landið liggur að norðurheimskauts- baugnum nálægt þar sem pól- straumur og golfstraumur mæt- ast. Þessi lega landsins og hnattstaða veldur þvi, að hér er oftast mjög misviðrasamt, og getur t.d. verið allgott eða gott tiðarfar á hálfu landinu þó mjög erfitt sé til landbúnaðarstarfa og framleiðslu á hinum helm- ingnum. Þetta er reynsla, sem allár kynslóðir, er lifað hafa á landinu, hafa orðið aö þola, og hörðu árin i ýmsum myndum hafa oft verið nærri búin að eyða lifsþrótti hinnar fámennu þjóð- ar. Landbúnaður er nú að visu ekki eins stór þáttur i lifsaf- komu þjóðarinnar eins og áður var, siðan hin stórvirku tæki til að sækja fiskinn út á miðin komu til sögu. Fiskinn, sem nú virðist vera nærri uppurinn. Eigi að siður er landbúnaðurinn hér eins og i öllum öðrum lönd- um undirstaða þess, að hér sé byggt og búið. Þvi ber að varð- veita þessa frumatvinnugrein og koma eftir beztu getu i veg fyrir það, að bændurnir yfirgefi jarðir sinar og að framleiðslan minnki. Máltækið segir: „Hæg- ara er, að styðja en reisa”. Það er tiltölulega auðvelt að styðja landbúnaðinn, en að reisa hann við eftir að hann væri að mestu fallinn i rúst væri áreiðanlega mjög erfitt, og liggja til þess mörg rök. Algengustu vandamál land- búnaðarins eru hin tiðu tjón, sem bændur verða fyrir af völd- um veðráttunnar. Langvarandi frost og svellalög valda kali i ræktunarlöndum og jafnvel i högum, og votviöri um heyöfl- unartimann eyðileggja heyið, Agúst Þorvaldsson. sem svo miklu er búið að kosta til að fá með ræktun, áburði girðingum og vinnu. Þá á hin þýðingarmikla matjurt, kartafl an, hér i vök að verjast og verða framleiðendur hennar oft fyrir miklu tjóni af völdum frosta, sem fella jurtina og stundum nær frost til kartöflunnar sjálfr- ar og eyðileggur þúsundir tonna af vel þroskuðum kaftöflum áður en timi gefst til uppskeru- starfa. Viðar um lönd en hér er á- fallasamt af hendi náttúruafl- anna og er reynt að bregðast vib með ýmsum ráðum, meðal ann- ars eru sums staðar sérstakar ráðstafanir gerðar bændum til öryggis með framleiðslutrygg- ingum. Allir kannast við búfjár- tryggingar, sem viða eru til, jafnvel er ofurlitill visir að sliku hér á landi. Ekki er alls staðar talin á- stæða til að tryggja nema vissa þætti framleiðslinnar, sem eru þá i meiri hættu en aðrir, Hér á landi má segja, að landbúnað- urinn standi eða falli með þvi hvernig tekst að afla heyja. ís- landssagan byrjar á þvi, að hinn fyrsti landnámsmaður Hrafna- Flóki varð að flýja landið af þvi, að hann hafði gleymt að afla heyja fyrir búfé sitt svo það féll af bjargarskorti. Hinn tiði hor- fellir hér á landi, niðursetninga, förumanna og fátæks bænda- fólks, átti oftast rætur að rekja til heyskorts fyrir búféð. Fyrst féll sauðkindin, næstur var hest urinn og siðust kýrin, en á eftir féll fólkið, svo samtvinnað var lif fólksins við lif búfénaðarins, og enn getur þjóðin átt eftir að reyna það hversu þýðingarmik- ið búféð og afúrðir þess eru fyrir lif og heilsu hennar ef til þess kæmi að landbúnaðarafurðir færi að skorta til daglegrar fæðu. Þvi ber að tryggja sem bezt á allan hátt lifskjör þeirra, sem enn vinna við framleiðslu landbúnaðarafurða, bændanna. A sl. sumri urðu mikil áföll um stóran hluta landsins af vot- virðum og lágu hitastigi meðan kýr gengu á beit, og af frostum, sem skemmdu kartöflur þegar uppskerutimi nálgaðist. Bænd- ur hafa mikið fé bundið i vélum, ræktun og byggingum, auk þess sem tilbúinn áburður og aðrar rekstrarvörur krefjast mjög mikils fjár. Fullvist má telja, að framleiðsiutap meðalbóndans af völdum votviðranna á sl. sumri nemi tugum þúsunda. Er þetta þvi tilfinnanlegra þegar verðbólgan fer hamförum og allur fjármagnskostnaður við framleiðsluna hraðvex. Við hin tiðu áföll af völdum veðráttunnar bætir svo það, að engin stétt framleiðenda er jafn varnarlaus fyrir skaða af verk- föllum eins og þeir bændur, sem framleiða mjólk. Mun öllum vera i fersku minni það sem gerðist i siðasta verkfalli þegar bændur urðu að hella niður mjólk i stórum stil, og verulegu magni af undanrennu varð einn- ig að hella niður i mjólkurbúð- unum eftir að smjörfitan hafði verið tekin úr mjólkinni, en að- eins annars flokks smjör fékkst úr rjómanum vegna þess hversu mjólkin var orðin gömul. Eng- inn veit með neinni vissu hversu mikið tjón af þessu hlauzt, en þar hlýtur að vera um milljóna- tugi að ræða i heild. Ailir atvinnurekendur aðrir en bændur geta i verkföllum stöðvað fyrirtæki sin og rekstr- arkostnaður fellur að mestu nið- ur á meðan verkfall stendur. Framleiðslutæki bænda við mjólkurframleiðsluna, kýrnar, eru hins vegar lifandi dýr með holdi og blóði, sem verða að hafa sama fóður hvort sem mjólkinni úr þeim er hellt niður eða hún send i mjólkurbú. Tjón bænda er þvi miklu tilfinnan- legra en annarra atvinnurek- enda. Hér á landi er til tekju- trygging, þar sem er kaup- trygging fiskimanna ef alafhlut- ur ekki dugar til að ná viður- kenndu tekjumarki. Hér er einnig til framleiðslutrygging þar sem er Aflatryggingarsjóð- ur, sem bætir útgerðinni þegar afli bregzt svo ekki nást tekjur til að mæta kostnaði. Aflatrygg- ingarsjóður sjávarútvegsins var stofnaður með lögum, sem sett voru árið 1971. Rikið fékk honum stóreignir sem stofnfé og siðan fær hann stórfé á fjárlög- um auk útflutningsgjalds af seldum sjávarafurðum. Slikan framleiðslutryggingasjóð þyrfti landbúnaðurinn til að bæta bændum framleiðslutap þegar það verður i stórum stil, sem þvi miður gerist oft og nýleg dæmi eru um. Atvinnuleysistrygging- ar eru hér I gildi og veita mikið . afkomuöryggi þeim, sem þar eiga hlut að máli. Þær trygging- ar hafa áreiðanlega komið i veg fyrir að fólk þyrfti að leita á náðir sveitarstjórna þegar at- vinnuleysi hefur borið að hönd- um. Þessi ofanrituðu dæmi eru nefnd til að rifja upp hvernig tryggingar hafa verið stofnaðar til þess að jafna nokkuð milli góðra ára og magurra, og koma i veg fyrir mikla lifskjararýrn- un þegar óhöppin ganga yfir. Gott væri fyrir bændastéttina, ef hún gæti eignazt slikan bak- hjarl þegar að kreppir, og ekki sizt er nú timabært að hyggja að sliku, þegar fjármagnið, sem bundið er i búskapnum og fram- leiðslunni, er miklu stærri þátt- ur en áður var, en meðal annars af þeim ástæðum verður tjón af hvaða tagi sem það er meira hvetjandi en áður til þess að menn gefist upp og flýi i hóp þeirra, sem eru tryggðir fyrir atvinnuleysi eða rýrum afla- hlut. Ég tel, að þeir stjórnmála- flokkar, sem nú stýra málum þjóðarinnar, og hafa á Alþingi sterkan meirihluta, ættu að gera athugun á þessu máli. Þetta er verulegt öryggismál fyrir bændastéttina, sem þarf að koma i höfn hið fyrsta. Úrtölumenn munu segja, að ekki ári vel hjá rikinu nú til að styðja slikt mál. Við þvi er það svar, að til þess að þjóðin geti lifað allgóðu lifi i landinu þá verðuraðsjá svo um, að bænda- stéttin hafi skilyrði til að valda sinu hlutverki i þjóðarbúskapn- um. Þessi einkennilega flugvél lenti á Reykjavikurflugvelli laust eftir Hádegið á mánudaginn og þótti mörgum hún kyndug að sjá. Hjá flugturninum fékk Tfminn þærupplýsingar, aö flugvélin væri fsraelsk og væri á leið til meginlands Evrópu. Sakir þess hve flugþol hennar er litið, þurfti hún að millilenda i Reykjavik. —Timamynd: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.