Tíminn - 30.03.1976, Síða 11

Tíminn - 30.03.1976, Síða 11
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 11 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftar- gjaid kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.L Nýlenduandinn gamli Það er ávallt munur að vera Goliat i hörðum leik og geta sýnt makt sina og veldi, þegar við smáan er að eiga. Bretar hafa að baki sér margra alda reynslu við að ganga fram i þvi gervinu og láta kné fylgja kviði i skiptum sinum við varnarlitlar eða varnarlausar þjóðir. Þannig urðu þeir mikil ný- lenduþjóð. Á siðustu áratugum hafa nýlenduþjóðirnar að visu varpað af sér okinu eftir langa niðurlægingu og stranga baráttu, og það segir sina sögu, að lang- flestir þeirra manna, sem fyrstir urðu forsætisráð- herrar þjóða, er Bretar höfðu drottnað yfir, höfðu langan eða skamman tima ævi sinnar setið i brezk- um fangelsum. Þungur straumur timans neyddi Breta til þess að sleppa þeim heljartökum, er þeir höfðu lengi haft á fjölda þjóða i öðrum heimsálfum, og urðu þó sumar þeirra að heyja blóðugar styrjaldir til þess að hrekja þá af höndum sér. En nýlenduandinn lifir enn með brezkum stjórnmálamönnum, og i krafti hans er herskipum og öðrum morðtækjum beitt gegn okkur á íslandsmiðum, æ ofan i æ. Um langt skeið hefur allur tiltækur togarafloti Breta skarkað á alfriðuðum svæðum við Island, þar sem allar botnvörpuveiðar eru bannaðar, og iðkað ásiglingar á varðskip okkar með freigátum sinum, hvenær sem þvi hefur verið við komið. Nú i vikulok- in siðustu var svo langt gengið, að manna hrið- skotabyssur og önnur drápstæki einnar freigátunn- ar og beina hlaupum þeirra að togara sem tekinn hefur verið i þjónustu Landhelgisgæzlunnar. Til þess að gera sýninguna sem áhrifamesta, voru sjó- liðar með hjálma og asbestgrimur látnir renna skotbeltum i hriðskotabyssurnar, samtimis og hin- ar freklegustu hótanir i orðum voru hafðar i frammi við islenzku löggæzlumennina. Þetta eru menn, sem kunna að ógna, þegar við þann er að eiga, sem litils má sin. Þarna eru lika að verki arftakar þeirra, sem háðu ópiumstyrjöldina og Búastriðið forðum daga, og beittu nágranna sina, íra, öldum saman þeim tökum, að ekki hefur önnur þjóð i Norðurálfu orðið harðar úti, nema þá Pólverjar, bitbein margra stórvelda um aldaraðir. í þokkabót er þvi svo haldið blákalt fram, að það séu Islendingar á smáskipum sinum, er sigla á stór- ar freigátur. Með þvilikum fréttaflutningi er þó svo langt yfir markið skotið, að allir mega skilja, að þar eru maðkar i mysunni. Allur heimur má skilja, að hér er likt i pottinn búið og i Búastriðinu, sem varð Bretum smán, er enn brennur þeim á baki. í fullu trausti þess, að timinn vinnur með okkur — i fullu trausti þess, að umheimurinn skilji, hvað hér er að gerast, munum við íslendingar þrauka og ekki gefast upp fyrir gapandi byssuhlaupum Breta og sjóliðum þeirra, þótt með hjálma séu og asbest- grimur. Sjómannasamningarnir austfirzku Samningar hafa. tekizt i sjómannadeilunni á Austfjörðum, og verður að vona, að þeir hljóti stað- festingu við atkvæðagreiðslu þá, sem fram fer um bá. Það væri hrapallegt, ef þessi deila drægist á lang- inn. Tjón þjóðarinnar er meira en nóg orðið vegna þeirra loðnuveiða, sem forgörðum fóru, þótt ekki bætist ný skakkaföll þar ofan á. Ofurkapp má ekki blinda menn svo, að stofnað verði til meiri vand- ræða en orðið hafa. Við höfum engin efni á sliku eins og högum okkar er nú komið. —JH Þeir keppa um tltillnn versti forseti Bandaríkjanna — og má ekki á milli sjá hvor hefur betur Ulysses S. Grant hefur I eitt hundrað ár verið talinn óhæfasti og versti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur nú eignazt keppinaut um titil þann, þar sem er... Við timamót i sögu okkar, hvort heldur er sameiginleg saga eða persónuleg, áramót eða einfaldlega skil við lok einhvers verks, litum við gjarnan aftur á veg og spyrj- um sem svo: —Til hvers hefur verið gengið? Drögum við þá saman, metum hvar við stöndum I dag og berum sam- an við stöðu okkar áður. I mörgum tilvikum getum við litið með nokkurri vel- þóknun til framfara okk- ar.Eftir þvi sem á aldirnar hafa liðið, hafa þær borið okk- ur æ hraðar fram á veg, orðið æ mikilvirkari og stórfeng- legri. Siðustu eitthundraö árin hafa fært okkur svo margt af þvi sem í dag er talið ólifandi að vera án, að tengsl milli okkar lifs og langa-langafa okkar virðast nánast engin. Bifreiöar, talsími, bólusetn- ingar, útvarp, sjónvarp, þvottavélar og svo framvegis, allt er þetta til komið og orðið almenningseign á þessum eitt hundrað árum. Stórstígar framfarir i rafeindatækni, læknisfræði ogöðrum greinum hafa, að því er virðist, gjör- breytt svo mannlegri tilveru, að i fljótu bragði viröist ill- mögulegtaðbera saman stöðu okkar i dag og stöðu þeirra sem uppi voru fyrir einni öld. Þegar nánar er að gáð, kemur þó hið gagnstæða i ljós. Það eru ekki breytingarnar sem vekja athygli þess sem saman ber heldur hitt, hversu stutta leið maðurinn virðist hafa gengið á mörgum svið- um, hversu marga drauga for- tiðarinnarhann ber enn á baki sér. Athyglisverðast verður þetta ef til vill ef skygnzt er ofurlitið inni völundarhús stjórnmála og þeirra mála- flokka sem þeim eru skyldast- ir. Þar virðist framsóknin hafa verið minnst, ávinn- ingurinn litilvægastur. Nýlega var gefin út i Banda- rikjunum bók sem ber heitið „Ar aldarinnar, 1876” og er eftir Dee Brown, bókavörð, sem fyrst gat sér frægðarorð fyrir bók sina „Bury my heart at Wounded Knee”. I bók þessari fjallar Brown um stöð- una i stjórnmálum og þjóð- félagsmálum Bandarikjanna fyrir réttum hundrað árum og þá einkum um þann forseta sem þá sat i Hvita húsinu, — Ulysses S. Grant. Grant hefur verið lýst sem versta forseta Bandarikjanna i allri þeirra sögu, og hefur verið talið vafasamt að nokk- ur myndi komast meö tærnar þar sem hann hafði hælana i óstjórn. Grant var smámunasam- ur, óheiðarlegur, lélegur mannþekkjari og hreinn og klár einræöisherra inn við beinið. Þrjózka hans var með eindæmum mikil, og á þeim tveim kjörtimabilum sem hann sat i forsetastóli, tókst honum að brjóta með öllu nið- ur það orðspor sem fyrir- rennarar hans höfðu áunnið þessum mesta virðingarsessi Bandarikjanna. Honum tókst að fylla flest opinber embætti með spilltum og óhæfum mönnum. Með 'tveim undanteki^ingum, þeim Hamilton Fisií i embætti innanrikisráðherra og Benja- min Bristow I embætti fjár- ' málaráðherra, reyndust ráð- herrar hans og æðstu emb- ættismenn flestir þjófar, sem án þess að skammast sin rændu þjóðina eftir mætti. Hnevkslismálin hlóðust upp meðan Grant sat við völd og spillingin var með eindæmum mikil. A árunum 1876 leiddi það til þess að trú bandarisku þjóðarinnar á rikisstjórn sina og forystu hrundi og siðferði almenningsþarmeð.ogá eftir fylgdi timabil fyrirlitningar á lögum og rétti. Þá voru það bandarisku fjölmiðlarnir sem sviftu hul- unni af spillingu stjórnarinn- ar, og höfðu forystu um að koma Grant frá. f blaðinu The Nation birtist þá grein, eftir ritstjóra þess Edwin Lawrence Godkin,þar sem meðal annars segir um Grant forseta: — Neyðar- ástand þetta skapaðist þegar fáfróður hermaður, grófur og með slævða dómgreind, fé- gráðugur og lágkúrulegur persónuleiki, var settur i for- setasól. Þannig var og tónninn i öðr- um helztu blöðum þess tima og fréttaflutningur af atferli rikisstjórnarinnar var oft jafnvel æsingakenndur, mis- kunnarlaus og tillitslaus, en gegndi engu aö siður hlutverki sinu svo sem á varð kosið. Þannig var ástatt i þjóðmál- um Bandarikjanna árið 1876, og einmitt það ár ákveður Oldungadeild þingsins að náða varnarmálaráðherra lands- ins, eftir að hann hafði játað sekt sina um spillingu og óstjórn fimm mánuðum áöur. Þetta ár sagði brezkur visindamaður eftir heimsókn til Bandarikjanna, að þjóðin yrði að vera þess minnug, að — stærð er ekki mikilleiki og landsvæðin ein skapa ekki þjóðina. Það sem máli skiptir er hvernig allt það sem landið býður upp á er nýtt. 1 augum margra Banda- rikjamanna er þessari spurn- ingu enn ósvarað, eftir hundrað ára leit. Þrátt fyrir allar framfarir hafa þeir aftur staðið frammi fyrir mörgu af þvi sem Grant neyddi þjóðina til að horfast i augu við fyrir einni öld. Áfturkomsttil valda forseti, sem leyfði spillingu innan rikisstjórnarinnar aö komast á það stig, að fjölmiðlunum of- bauð og þjóðin missti trúna á leiðtoga.sina. Þótt spilling sú sem gróf um sig á valdatima Richard Nixon hafi verið nokkuð annars eðlis en sú er Grant hleypti upp, þá eru þessir tveir forsetar að mörgu leyti bornir saman nú. Báðir gera sig i raun seka um hið sama, að lýsa þvi yfir með athöfnum sinum,að þjóð- inni sé það óviðkomandi hvernig henni er stjórnað, að réttindi einstaklingsins gagn- vart rikinu séu nánast engin og að kjörnir forystumenn megi taka sér vald einræðis- herra yfir þjóðinni og stofnun- um hennar. Þar sem spilling Grants var ef til vill meira fjármálalegs eðlis, var spilling Nixons stjórnarfarsleg og af mörgum álitin jafnvel alvarlegri. Grant olli þjóðinni skaða, að mestu efnahagslegum, en einnig sviftingu þeirrar virðingar sem fylgja á æðstu embættum þjóða. Nixon gekk á þau mannréttindi sem i si- vaxandi mæli hafa orðiö bandarisku þjóðinni mikil- vægust, persónufrelsi og einkalif. Þvi spyrja margir Banda- rikjamenn nú: — Til hvers höfum við gengið þennan veg tæknilegra framkvæmda og framfara? Til hvers höfum við sent menn til tunglsins og haft forystu i máiefnum kjarnorku og annarra framfarasviða? Til hvers höfum við eytt tima og fé til að útbreiða stjórnar- farshugmyndir okkar meðal annarra þjóða og notað til þess bæði friðsamlegar aðferðir og ófriðsamlegar, ef við ekki er- um lengra komin sjálf? Spurningum þessum er ósvarað enn. Richajd Nixon, sem nú hefur viðurkennt að liafa ekki aðeins lá spillingu viðgangast, heldur að hafa jafnframt haft forgöngu unr bro helztu mannréttindum gagnvart þeim þegnum Bandarikjanna sí honum virtist þörf á. Afsökun hans er sú að þetta hafi allir forsetar gert.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.