Tíminn - 30.03.1976, Qupperneq 13

Tíminn - 30.03.1976, Qupperneq 13
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 13 Bæjarstjórinn á Dalvik Valdimar Bragason. Tlmam. Karl. hér i bæ, og heiur v.eriö nefnd Stjórnsýslumiðstöö. Aðilar að byggingu þessari verða væntan- lega Dalvlkurbær, umboðsskrif- stofa bæjarfógeta, Sparisjóður Svarfdæla, en hann rekur einu bankastarfsemi sem hér er i bænum, auk ýmissa þjónustu- aðila. I fyrra var lokið við að steypa upp kjallara að húsinu, og meiningin er að hraða bygg- ingu hússins eftir þvi sem fjár- hagur leyfir, en það hefur gengiö mjög illa að fjármagna þessa framkvæmd. Nú er einnig byrjað á byggingu heilsugæzlu- stöðvar, sem verður fyrir Dal- vikurlæknishérað, en það nær yfir Svarfaðardals-, Árskógs- og Hriseyjarhreppa. Stefnt verður að þvi aö gera heilsugæzlustöð- ina fokhelda á árinu. Þetta verður um 700 ferm. bygging á einni hæð. Að henni standa framantalin sveitarfélög ásamt rikinu. Nú hefur lengi verið á döfinni bygging dvalarheimilis fyrir aldraða, og þessa dagana er verið að reka endahnútinn á hönnun hússins til útboðs. Áætl- að er, að dvalarheimilið verði fyrir um 40 vistmenn, og i hús- inu verði ýmist einstaklings eða hjónaibúðir. Að framkvæmd þessari stendur Dalvikurbær ásamt Svarfaðardalshreppi. Hins vegar má geta þess, að rikið lagði áður fram 1/3 hluta kostnaðar við slikar framkvæmdir, en þvi hefur nú verið breytt þannig að nú kemur ekkert framlag frá rikinu. Er það þvi augljóst mál að þetta atriði setur stórt strik i reikninginn gagnvart þessari framkvæmd. Einnig er fyrir- hugað að setja slitlag á veginn gegnum bæinn á sumri kom- anda. Nú þá eru lika ýmiss konar smærri verkefni á döf- inni. Þess má einnig geta að hitaveitu höfum við haft hér siðan 1970, og var hún lögð i öll hús i þéttbýli, en vatnsmagnið er þegar fullnýtt og t.d. ekki i nokkrum atvinnufyrirtækjum i bænum. Oskað hefur verið eftir bor og fyrirhugað að bora mun dýpra en áður hefur verið gert hér, en enn hefur ekkert vilyrði fengizt fyrir bornum. Hvernig atvinnuástand er i bænum og hverjar eru megin stoðir at- vinnulifsins? Veigamesti þátturinn i atvinnulifi okkar Dalvikinga er tvimælalaust fiskveiðarog fiskverkun. Hér er gerður út einn skuttogari, Björgvin og er hann helzti hrá- efnisgjafi fyrir frystihúsið. Einnig eru gerðir hér út margir smærri bátar og trillur sem aðallega eru gerðirút frá vori til hausts, þannig að yfir hávetur- inn er oft timabundið atvinnu- leysi við fiskverkun. Astandið i dag er t.d. þannig að frystihúsið er oft verkefnalaust u.þ.b. 2 daga i viku, þar sem afkasta- geta þess er það mikil að það gæti unnið úr mun meira hrá- efni. Hins vegar stendur þetta allt til bóta þar sem Útgerðarfé lag Dalvikur hefur fest kaup á nýjum skuttogara sem smiðað- ur er i Flekkefjord i Noregi, en verður kláraður i Slippstöðinni á Akureyri. Að öllu óbreyttu mun togarinn verða afhentur i nóvember i haust. A Dalvik eru menn almennt uggandi, ef til framkvæmda kemur tillaga stjórnskipaðrar nefndar, um takmörkun togveiða vissan tima á ári. Gæti það haft veru- leg áhrif til hins verra á at- vinnulif bæjarbúa . Verzlunar og heilbrigðisþjónusta er veruleg við nágrannasveitirnar, og einnig er smá visir að iðnaði hér, þótt hann hafi ekki afger- andi áhrif á atvinnulifið. Hvernig er aðstaða til iþrótta og félagsmála i bænum? Ég vil meina að aðstaða til þeirra sé engan veginn nógu góð. Hér er léleg aðstaða til úti- iþrótta eins og er, en siöastliðið haust var lokið við gerð knatt- spyrnumalarvallar, en gras- völlur er hér enginn. Við höfum hér nokkuð gott iþróttahús, þótt ekki sé það löglegt keppnishús t.d. i handknattleik, og útistund- laug erstarfrækthér frá vori til hausts. Við bundum miklar vonir við Landsmót UMFÍ, sem ákveðið vaivað halda hér árið 1978. Aætlaður kostnaður við iþróttamannavirki og fl. viðvikjandi landsmótinu er um 40milljónir kr. en i siðustu fjár- lögum var aðeins veitt um 80 þúsund kr. til þessarra mála. Erfitt er þvi að sjá hvernig hægt verður að fjármagna fram- kvæmdir þessar. Hér i bæ er starfandi leikfélag, sem undan- farin ár hefur verið mjög virkt. Nú standa yfir hjá leikfélaginu æfingar á Delerium Bubonis eftir Jónas og Jón Múla Árna- syni. Leikstjóri er Jóhann ög- mundsson. Leikfélagið æfir og sýnir i gömlu samkomuhúsi sem innréttað var á sinum tima sem bióhús og leikhús. Sam- komuhúsið hér Vikurröst er ný- legt félagsheimili, og þar fer fram margs konar félags- og skemmtistarfsemi. Hér starfa einnig nokkur félög og klúbbar. Hvernig er skólamálum bæjar- ins háttað? Hér er auk barnaskóla, starf- andi gagnfræðaskóli. Siðast liðið haust var tekin i notkun heimavist við gagnfræða- skólann, sem áætluð er fyrst og fremst fyrir nágrannasveitirn- ar. Brýn nauðsyn er hins vegar á að byggja sem allra fyrst nýtt kennsluhúsnæði fyrir gagn- fræðaskólann, þar sem núver- andi aðstaða er algjörlega óvið- unandi og ófullkomin jafnt fyrir nemendur sem kennara. Aðra en framantalda menntun þurfum við að sækja burt úr bænum. Hvernig eru samgöng- ur við Dalvik? Við þurfum ekki að kvarta undan samgöngum við bæinn. Hér eru daglegar rútuferöir yfir sumartimann Akureyri — Dal- vik — ölafsfjörður — Siglufjörð- ur. Flugsamgöngur við Akur- eyri eru það góðar að við getum notfært okkur þær, ekki sizt þegar færð er eins og verið hefur i vetur. Nú einnig koma hér við Strandferðaskipin Hekla og Esja, eftir þörfum. Að lokum Valdimar. Hverjar ástæður telur þú vera fyrir svo mikilli fjölgun i bænum undan- farin ár? Það er nú mjög erfitt að svara þessari spurningu. Hér hefur undanfarin ár verið mikil hreyf- ing á fólki til og frá bænum. Ég býst við að afkoma fólks hafi verið nokkuð góð, og bæjarfé- lagið hefur leitazt við að hafa alltaf nægar lóðir handa þeim ' sem vilja byggja hér. Hingað er alltaf hringt töluvert utan af landi, þar sem fólk hefur sýnt áhuga á að koma hingað og setj- ast hér að. En húsnæðisleysi hefur verið þrándur i götu fyrir þvi að hægt hafi verið að taka á móti þessu fólki. Nú á árinu hafa verið veittar 14 lóðir undir einbýlishús, þannig að mér virðist stefna að sömu framþró- un og undanfarin ár. umhirðu. Mjög vafasamt má telja, hvort heppilegt sé að slikum sjúkingum sékomið fyrir á einum stað, með litt viðunandi aðstööu fremur en á þeirri almennu spitaladeild, sem viðkomandi kom inn á. Æskilegust væri vistun á öldrunardeild, sérstaklega ætl- aöri sjúklingum með ellisjúk- dóma, þar sem viöhalda má eöli- legri lifsafstöðu og von sjúklings- ins. Starfslið i Hafnarbúöum: Mjög erfitt er að manna hjúkrunar- deildir af starfsfólki. Hjúkrunin er oft mjög erfiö og mikil hætta á að andrúmsloftiöá deildinni verði neikvætt, mótist um of af lélegum sjúkdómshorfum og vonleysi. I nágrannalöndum okkar hefur mjög illa gengið að manna slikar deildir og stefnan aö undanförnu verið sú, að blanda saman lang- legusjúklingum og þeim, er styttri legu þurfa og að þvi er varðar aldrað fólk, að reka öldrunardeildir þar sem hags- muna aldraðra er sérstaklega gætt og öldrunarlækningar stund- aöar. Rekstrareining: 25 rúma eining er mjög óheppileg frá fjárhags- legu sjónarmiöi, jafnvel þó að þessi eining væri rekin I nánum tengslum við Borgarspitalann og undir stjórn hans. Talsverðar vegalengdir yrði aö fara með sjúklinga til aö fá röntgenmyndir. Blóðpróf væri unnt aö taka á staðnum, en rannsóknir færu fram annars staðar. Viöhalds sjúkraþjálfun gæti og farið fram i húsinu, en engin endurhæfing að gagni. Ekki of seint að snúa við: Að undanförnu hefur veriö unnið að endurbótum i Hafnarbúðum. Verulegar skemmdir höföu m.a. oröiö á þakinu og drjúgur hluti kostnaðar oröið sá sami, hvaða starfsemi, sem þar færi annars fram. Er áætlað að viðgerð húss- ins verði lokið i maimánuöi. Ekki er enn farið að innrétta eða kaupa lausabúnaö. B-álma Borgar- spitalans er nú komin I fram- kvæmdaáætlun. Þar er gert ráö fyrir u.þ.b. 200 rúmum fyrir aldrað fólk og stefnt aö þvi aö 60 rúm verði tekin I notkun á árinu 1978. Samkvæmt áætlun eiga 60 milljónir aö fara i álmuna á þessu ári. Af ca. 66 rúmum i öldrunar- lækningadeild rikisspitalanna við Hátún standa nú 44 rúm nánar tilbúin til notkunar, en skortur á starfsfólki útbúnaði og fleira hindrar rekstur. A meöan málum er svo farið, gagnar okkur ekki húsnæði i Hafnarbúðum, senni- lega án starfsfólks. Við leggjum þvi til 1) aö 47 milljónum úr sjóöi stofnana fyrir aldraöa, sem veita á i Hafnar- búöir, veröi óskiptu veitt I B-álmu Borgarspitalans, (Varla hefur þessum peningum verið eytt i viögerðarkostnað, sem hvort eð er varð að greiöa.) 2) Aö Hafnar- búðir verði seldar (vill ekki Land- helgisgæzlan eða Reykjavikur- höfn kaupa?) og andvirði hússins látið i B-álmuna og með sam- eiginlegu átaki verði nú unnið aö þvi að fjármagna og koma upp sjúkradeildum fyrir aldraöa við Borgarspitalann og ekki lengur setið og hugsað eða unniö aö bráöabirgöalausnum. Kominn er timi til að sjúkt aldrað fólk, sem Asmundur Brekkan, dósent yfirlæknir röntgendeildar Eggert Ó. Jóhannsson, dr. med. yfirlæknir rannsóknadeildar Friörik Einarsson, dr. med. yfirlæknir skurölækningadeildar Guöjón Guönason yfirlæknir Fæðingarheimilisins ekki getur venö heima hjá sér eigi greiðan aðgang að spitölun- um. Hættum þessum hálfkláruðu framkvæmdum á mörgum stöð- um og bráðabirgðalausnum og einbeitum okkur að þvi að ljúka brýnustu verkefnum, i þessu til- felli að koma upp B-álmu Borgar- spitalans fyrir .öldrunarlækning- ar. Karl Strand yfirlæknir geödeildar Óskar Þóröarson, dr. med. yfirlæknir lyflækningadeildar Stefán Skaftason yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Ólafur Þ. Jónsson settur yfirlæknir svæfingadeildar Reykjavik, 25. marz 1976 Asgeir B. Ellertsson, dr. med. Haukur Kristjánsson, docent yfirlæknir endurhæfingardeildar yfirlæknir slysadeildar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.