Tíminn - 30.03.1976, Page 20
20
TÍMINN
Þri&judagur 30. marz 1976.
Sigurður
meistari
SIGUHÐUR T. Sigurðsson, fim-
leikamaðurinn snjaiii úr KR
varð fimleikameistari lslands i
3ja sinn — liann vann yfirburða-
sigur á meistaramótinu. Ung og
efnileg stúlka úr Björk frá
Hafnarfirði, Karolina Guð-
mundsdóttir, varð íslands-
meistari kvenna.
Ragnhildur
meistari
RAGNHILDUR Pálsdóttir úr
KR varð öruggur sigurvegari i
kvennaflokki i Viðavangshlaupi
tslands, Ragnhildur hefur verið
ósigrandi i hlaupinu undanfarin
ár. FH-ingurinn Sigurður P.
Sigmundsson varð meistari i
karlaflokki. Elzti keppandi i
hlaupinu var Stefán i Vorsbæ —
62 ára — og hljóp hann léttilega.
Akureyr-
ar stúlkur
meistarar
ÞORSLIÐIÐ frá Akureyri
tryggði sér lslandsmeistara-
titilinn i körfuknattleik kvenna,
þegar Akureyrarstúlkurnar
lögðu F ram og 1R að velli um
helgina betta er annað stór-
mótið, sem bórsliðið vinnur
sigur i — það varð bikarmeist-
ari i fyrra.
Víkingur
meistari
VÍKINGSSTÚLKURNAR uröu
tslandsmeistarar i blaki á Húsa-
vík um helgina, en þar kepptu
þær ásamt slúlkum úr brótti og
HSb til úrslita. IS-liðið sigursæla
hefur nú þegar tryggt sér
meistaratitilinn með sigri i 1.
deildar keppni karla.
SIGURBERGUR SIGSTEINSSON....skoraði mörg falleg mörk, eftir að hann hafði brotist I gegnum
varnarvegg Kanadamanna — og sloppið inn úr honum.
Tvöfaldur sigur
— hjó karlalandsliðinu, sem glímdi við frumstæða
Kanadamenn, sem voru oft á tíðum eins og
Kanadamenn voru léttir
andstæöingar fyrir karla-
landsliðiö okkar í hand-
knattleik, sem lagöi
Kanadamenn tvisvar sinn-
um aö velli um helgina —
f yrst 23:19 á laugardaginn,
i lélegum og daufum leik
villimenn í vörn
og siðan 22:11 á sunnudag-
inn. Strákarnir okkar
þurftu ekki aö taka á hon-
um stóra sínum — Kanada-
menn voru eins og börn í
höndunum á þeim og léku
oft á tíðum eins og
byrjendur.
Varnarleikur þeirra var
mjög frumstæður — þeir börðu
gróflega frá sér og voru oft á tið-
um eins og villimenn. Kanada-
menn eiga langt i land i hand-
knattleiksiþróttinni og átti
islenzka landsliðið með réttu að
vinna þá með miklu stærri mun —
ef leikmenn liðsins hefðu haldið
rétt á spilunum.
Guðjón Magnússon og Sigur-
bergur Sigsteinsson komust bezt
frá leikjunum, en annars var
varnarleikurinn aðalsmerkið hjá
islenzka liðinu.
ISLAND—Kanada. 23:19 (13:11)
— Guðjón 5, Ólafur Einarsson 4,
Jón Karlsson 4, Friðrik 3, Hörður
2, Sigurbergur 2, Árni 2 og Bjarni
1.
ISLAND—Kanada. 22:11 (10:4) —
Guðjón 4, Jón 4, Árni 3, Ólafur 3,
Bjarni 3, Sigurbergur 2, Pétur 1,
Hörður 1 og Friðrik 1.
iBlikarnir
sigruðu
BLIKARNIR unnu góðan sigur
(2:1) I '.eik gegn Keflvikingum i
Litlu-bikarkeppninni, þegar lið
þeirra mættust i Keflavik á
laugardaginn. Markaskorararnir
Hinrik bórhallsson og Ólafur
Friðriksson skoruðu mörk
Breiðabliks-liðsins, en Guðjón
Guðjónsson skoraði mark
Keflvikinga.
Blikarnir voru betri aðilinn i
leiknum — fljótir og léttleikandi.
þeir léku þunga Keflvikinga oft
grátt, og sigur þeirra var fyllilega
verðskuldaður.
Framarar
mæta FH
GÖMLU keppinautarnir Fram og
FH leiða saman hesta sína i 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar i hand-
knattleik í Laugardalshöllinni í
kvöld kl. 20.15.
bessi lið mætast i 8-liða úr-
slitunum:
Fram — FH
Víkingur — Grótta
Valur — Fylkir
KR — ÍR
Tveir siðastnefnd iflleikirnir fara
fram i Laugardalshöllinui á mið-
vikudagskvöldið.
Brotið gróflega á Jóhönnu Halldórsdóttur á linunni — og vítakast dæmt.
— skoraði bróðurpartinn af mörkum
kvennalandsliðsins, sem sigraði og
gerði jafntefli við Kanada
ARNbRÚÐUR Karlsdóttir, handknattleiksstúlkan snjalla úr Fram, lék
aðalhlutverkiö hjá kvennalandsliðinu, sem vann sigur (14:13) og gerði
jafntefli (12:12) við Kanada um helgina. Arnþrúður var hreint óstöðv-
andi i leikjunum — hún skoraði 6 mörk i jafnteflisleiknum og 7 mörk i
sigurleiknum. Þrátt fyrir sterkan varnarleik Kanadastúlknanna, réðu
þær ekki við þann mikla kraft, sem Arnþrúður hefur til að bera.
Islenzku stúlkurnar voru með pálmann i höndunum i fyrri leiknum —
höfðu 12:10 rétt fyrir leikslok, en Kanada náði að jafna. Aftur á móti
varð breyting á í siðari leiknum — sigurinn blasti við Kanada rétt fyrir
leikslok, þar sem kanadiska liðiö haföi yfir 13:10, en islenzku stúlkurn-
ar jöfnuðu 13:13 og skoruðu sigurmarkið (14:13) rétt fyrir ieikslok.
bær sem skoruðu mörk Islands i leikjunum, voru:
ISLAND—KANADA.....................................
— Arnþrúður 6, Oddný 2, Erla 2 og Guðrún 2.
ISLAND—KANADA.....................................
— Arnþrúður 7, Erla 2, Margrét 2, Jóhanna, Hansina og Öddný eitt
hvor.