Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 30. marz 1976. TÍMINN 21 RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS: Veiðar á kolmunna o< 3 s| O pærli ngi eiga framtíð fyrir sér hérlen O dis Þannig lítur kolmunni út. Efst á myndinni er ýsa til viðmiðunar. Timamynd: Róbert gébé Rvik —Tilraunir með vél- vinnslu kolmunna og spærlings og þróun útflutningsafurða úr þessum fisktegundum, var gerð seinni hluta síðastliðins árs og stóðu Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Meitillinn hf., i Þorlákshöfn saman að þessum tilraunum. t þeirri umræðu sem staðið hefur undanfarið um ástand fiskstofna og framtiðar- þróun s jávarútvegs, hefur mönnum orðið tiðrætt um van- nýtta fiskstofna hér við land. Komið hefur i ljós, að kolmunni og spærlingur eru tegundir sem hér má veiða I umtalsverðu magni, og starfshópur Rann- sóknaráðs hefur bent á, og lagt á það áherzlu, að sókn fiski- skipaflotans verði beint i þessa vannýttu stofna, og finna þar- með vinnslum öguleika og markaði fyrir afurðir úr þeim. Hér á eftir fer útdráttur úr skýrslu sem gerð var um til- raunir þessar, eftir þá Björn Dagbjartsson og Arna Þor- steinsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Pál Péturs- son, Meitlinum hf„ Þorláks- höfn. Kolmunninn, sem notaður var við tilraunirnar, var veiddur úti fyrir Austfjörðum i tveim leið- öngrum og fluttur isaður i kassa til Þorlákshafnar. Spærlingur- inn var veiddur skammt suður af Þorlákshöfn. Kolmunninn var ýmist hausaður og slóg- dreginn, kviðhreinsaður eða flakaður. Betri nýting á þessum tveim tegundum fékkstbæði við aðgerð og marningsvinnslu, heldur en Norðmenn og Bretar hafa fengið. Hausaður og slóg- dreginn fiskur var aðaliega skreiðarþurrkaður. Um 200 kg af skreið, úr um 1,5 tonni af kol- munna, voru send til markaðs- athugana i Nigeriu á vegum Samlags skreiðarframleiðenda. Marningur bæði úr flökum og kviðhreinsuðum fiski, litilshátt- ar af kolmunnaflökum og kvið- hreinsuðum báðum fisktegund- um voru hraðfyrst og afhent sölusamtökum hraðfrysti- iðnaðarins til prófunar og markaðsleitar. Tilraunir með lagmetis- vinnslu úr spærlingi eru skammt á veg komnar, en lofa góðu. Gerðar voru grófar kostnaðaráætlanir fyrir fram- leiðslu á marningi og skreið. Ljóst er að vinnsla manneldis- afurða úr þessum smáfisk- tegundum verður mun kostnaðarsamari en ef unninn er þorskur eða annar stærri fiskur. Um hugsanlegt söluverð á afurðum erlitið vitað enn. Það verður þó örugglega lægra en verð t.d. á þorsk- eða ýsuafurð- um. Hráefnisverð á þessum fisktegundum getur af ofan- greindum orsökum þvi ekki orð- ið sambærilegt við verð á hefð- bundnum nytjafiskum. Fyrr- nefndskýrsla greinir frá helztu niðurstöðum vinnslutilrauna, en niðurstöður úr markaðs- athugunum liggja enn ekki fyr- ir. Vélvinnslan Vélarnar, sem notaðar voru við vinnslutilraunirnar voru lánaðar til landsins af Arenco fyrirtækinu i Sviþjóð. Vélarnar eru tvær einingar, Arenco „Cis” hausunar- og slógdráttarvél, sem einnig sporðsker ef vill og Arenco „Cif” flökunar- og kvið- hreinsunarvél. Vélasamstæðan var prófuð á sild og vann hana vel, enda hafa þessar vélar ver- ið notaðar við sildarvinnslu um margra ára skeið. Vélarnar eru mjög vandaðar og mikil sjálfvirkni hefur verið þróuð i sambandi við þær, m.a. er hægt að fá sérstakan „mat- ara” með þeim þannig að ekki þarf nema einn mann til að sinna vélinni. Framleiðandi ábyrgist að það megi flaka eða kviðhreinsa 250-270 sildar af jafnri stærð á minútu: Ekkert virðist þvi til fyrirstöðu að svipuðum vinnsluhraða megi ná með kolmunna og spærling lika. Fyrstu vinnslutilraunir á kol- munna gengu nokkuð erfiðlega til að byrja með. Við kvið- hreinsunina tættist fiskurinn nokkuð mikið i sundur og tókst ekki að stilla vélina á viðunandi hátt i fyrstu, en eftir að það hafði tekizt, gekk vinnslan ágætlega. Kolmunninn úr seinni leiðangrinum var ýmist kvið- hreinsaður eða flakaður og unn- inn marningur úr hvoru tveggja. Virtist vélin þá skila sinu hlutverki vel og afurðanýt- ing var tiltölulega góð eins og taflan hér á eftir ber með sér. Með.hliðsjón af nýtingartölun- um, gæti það vel komið til mála að flaka kolmunnann fyrst, áður en hann er notaður til marningsframleiðslu, ef nauð- synlegt reynist vegna vörugæð- anna. Hér á eftir fara niðurstöð- ur rannsókna á nýtingu á kol- munna við mismunandi vinnsluaðferðir og eru nýtingar- tölur miðaðar við heilan fisk: Við hausun og slógdrátt: um 61%, við hausun og kviðhreins- un: um 57%, við flökun: um 45%, marningur úr kvið- hreinsuðum fiski: um 47%, marningur úr flökum: um 41%, skreið úr slógdregnum fiski, 20%,vatn: um 15,5%, skreið úr kviðhreinsuðum fiski, 20%, vatn: um 14,5%. Vinnsla spærlings i þessum vélum var greinilega örðugri en kolmunnavinnslan. Fiskurinn er það smár, að jafnvel þó að skytturnar á mötunarbandinu væru af réttri stærð og hausun og slógdráttur þar af leiðandi eðlilegur, hélzt henn ekki i rétt- um skorðum er hann fellur i sliðrin, sem flytja hann áfram i flökun og eða kviðhreinsun. Lit- ið eitt af marningi var unnið úr kviðhreinsuðum spærlingi og hann var einnig bæði blokk- frystur og lausfrystur og sömu- leiðis hausaður og slógdreginn fiskur. Gerðar voru lauslegar athuganir á hráefnisnýtingu, en sökum vinnsluröðugleikanna er hætt við að þær tölur séu ekki eins áreiðanlegar cg æskilegt væri: Við hausun og slógdrátt: um 60%, við hausun og kviðhreins- un: um 53%, marningur úr kvið- hreinsuðum fiski: um 39% og skreiðúrslógdregnum fiski: um 14%. Skreiðarverkun Fyrri tilraunir rannsóknar- stofnunarinnar höfðu sýnt að kolmunna mátti skreiðarþurrka i venjulegum saltfjsk- þurrkunarklefum á tiltölulega skömmum tima. Fiskurinn þomar bezt ef hann er spyrtur upp, en það hafði sýnt sig að það mátti breiða hann á saltfisk- grindur með finu neti, þar sem upphenging, einkum þó spyrð- ing, er afskaplega timafrek. Efnagreining á kolmunna- skreiðinni gaf eftirfarandi niðurstöður: Prótein 71,8%, fita 2,8%, salt 0,9% og vatn 20,3%. 1 samráði við Braga Eiríksson framkvæmdastjóra Samlags skreiðarframleiðanda var mikl- um hluta kolmunnaskreiðarinn- ar pakkað i 11 kg pappakassa og sent á vegum Samlagsins áleiðis til Nigeriu, en alls voru send tæp 200 kg. Ekki hefur enn frétzt um viðbrögð viðtak- enda þar, en sýnishorn sem áð- ur voru sýnd i Nigeriu, likuðu það vel að umboðsmenn Skreiðarsamlagsins voru fúsir að reyna markaðsmöguleikana með stærri sendingu. Um verð er sennilega of snemmt að spá á þessu stigi. Um 100 kg af hausuðum og slægðum spærlingi voru þurrk- uð. Var það eingöngu gert á neti á grindum og gekk vel. Eftir 4 daga var fiskurinn orðinn jafn- vel óþarflega þurr eins og með- fylgjandi efnagreining ber með sér: Vatn 6,4%, próstein 77,2%, fita 3,7%, salt 1,0% og aska 10,8%. Frystar kolmunna- og spærlingsafurðir Norðmenn hafa talið, að marning'ur, þ.e. beinlaust og roðlaust fiskhold kreist úr i beinskiljum, væri hvað álitleg- ust afurð til manneldis úr smá- fiskum eins og kolmunna og spærlingi. Við tilraunirnar hér var framleiddur marningur úr hausuðum og kviðhreinsuðum fiski af báðum tegundum. Þess- ar afurðir standast i útliti ekki samanburð við marning úr af- skurði úr ýsu og þorski. Flaka- marningur, sem gerður var úr kolmunna, var mun útlitsbetrí og að dómi kunnáttumanna fal- legri en ufsamarningur. auk þess sem kolmunnaholdið er fingert og mjúkt og að þvi leyti betra en hold stærri fiska. Matreiddir voru fiskstautar úr marningi úr kviðhreinsuðum kolmunna óg leitað álits starfs- fólks Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins. Til samanburðar voru samskonar stautar úr þorskmarningi og ufsamarn- ingi. Kolmunnamarningurinn þótti ágætur, mun betri en ufsa- marningur en heldur siðri en þorskmarningur. Sýni af kolmunna- og spærlingsmarningi hafa verið send islenzku sölufyrirtækjun- um í Bandarikjunum og er nú beðið umsagnar þeirra. Einnig voru send sýni af kolmunnaflök- um og heilfrystum kolmunna og spærlingi. Ekki er þó búizt við að sölumöguleikar á heilfryst- um smáfiskategundum séu miklir þar i landi. Meiri likur eru sagðar fyrir þvi, að slikar afurðir gætu selzt i Suður- eða Austur-Evrópu. Fiskmarningur hefur verið i fremur lágu verði undanfarið, a.m.k. vestan hafs, en Japanir hafa sem kunnugt er flutt mikið magn af Alaska-ufsa marningi til Bandarikjanna á undanförn- um árum. Sú vörutegund er sizt álitlegri en marningurinn, sem framleiddur var úr kolmunna hér og virðist þvi ekki óliklegt að kolmunninn gæti orðið vel samkeppnisfær við Alaska-ufsa á marningsmarkaðinum. Einnig er liklegt að nota mætti kolmunnamarning i stað annars marnings i fiskbúðing og fiskbollur, sem framleiddar eru hérlendis þó að sá markaður sé ekki mjög stór. Rannsóknar- stofnunin hefur prófað að nota kolmunnamarning i bollur og búðing og hefur það gefið all- góða raun, en tilraunir eru enn i gangi. Einnig er verið að prófa hvort ekki megi nota kvið- hreinsaðan, heilfrystan spærl- ing i ýmsar niðursuðuuppskrift- ir og hefur verið haft samráð um það við Sölustofnun lag- metis. Að lokum segir i skýrslunni, að það sé skoðun höfunda henn- ar, að veiðar á kolmunna og spærlingi bæði til bræðslu og vinnslu manneldisafurða, muni eiga framtið fyrir sér hérlendis. Benda þeir á i þvi sambandi, að fyriru.þ.b. tiu árum voruloðnu- veiðar og vinnsla ekki annað en óverulegar tilraunir nokkurra aðila, sem skyndilega báru þann árangur sem raun ber vitni. Fyrst i stað þótti tæplega borga sig að veiða né vinna loðnuna. Jafnvel þótt veiðar á kolmunna og spærlingi verði aldrei jafnþýðingarmiklar og loðnuveiðar eru nú vegna magnsins, verða nýtingar- möguleikar fyrir þessar fisk- tegundir að öllum likindum fleiri. Efla þarf veiðitilraunir á kolmunna og tryggja bátum nægilegt hráefnisverð fyrst i stað, hvort sem fiskurinn fer til fiskmjölsvinnslu eða i aðra framleiðslu. Miðað við núver- andi markaðsverð á fiskmjöli og lýsi virðast veiðar á þessum tegundum til bræðslu, á mörk- um þess að vera arðbærar. nema einhvern hluta hvers farms megi nýta i verðmætari afurðir. Gera þárf stórt átak i markaðsleit fyrir kolmunna- og spærlingsafurðir og framleiða i þvi skyni allmikið magn af væn- legustu afurðunum. Má leggja niðurstöður þeirra tilrauna, sem hér hefur verið lýst, til grundvallar við framleiðslu i meira magni. A vegumRannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hafa verið gerðar tilraunir með að herða kolmunna og þykir hann bezti matur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.