Tíminn - 11.04.1976, Page 4

Tíminn - 11.04.1976, Page 4
4 TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Trúir ekki framhjáhaldssögunum Hver konan á fætur annarri gengur nú fram fyrir skjöldu i Bandarikjunum og tilkynnir, að hún hafi eitt sinn verið ástkona Kennedys heitins forseta. Hvemig skyldi Jackie konu hans falla þessar ýfirlýsingar? Fullyrt er, að hún hafi vitað, að maður hennar hélt við aðrar konur, en þó segir Willi Frischauer,sem nýlega skrifaði hók um Jackie, að þetta sé ekki rétt. — Jackie vill ekki trúa þessum sögum, segir Willi. — Hún er rétt eins og strúturinn. Hún stingur hausnum i sandinn. Þannig er reyndar afstaða hennar til flestra mála og lifsins i heild. Ef hún verður fyrir ein- hverju óþægilegu, lætur hún eins og hún viti ekki af þvi. En Ari Onassis, siðari maður Jackiear, lét ekki sögurnar um heilagleika Kennedys blekkja sig. Hann sá i gegnum geisla- bauginn og sagði alltaf, að John Kennedy hefði verið mesti vandræðamaður. Richard Burton gengur um götu New York með ljóshærðri fegurðardis. Það er Suzie Hunt, kona kappakstursmannsins James Junt. Hún er búin að biðja um skilnað. Er það til að giftast Burton? Eldfjall „undir smásjánni" Sovézkir visindamenn fylgjast nú vandlega dag og nótt með aðalgignum á eldfjallinu Tolbatjik á Kamtsjatkaskaga á austurströnd Sovétrikjanna. Komið hefur i ljós sig á nálega tveggja km breiðu svæði á hinum flata toppi fjallsins. Vegna jökulbráðarinnar hefur myndast heitt vatn i dældinni sem myndaðist eftir gos i júli. Þá mynduðust nokkrar fleiri goskeilur i grennd við Tolbatjik, og er ein þeirra enn virk og gýs gasi og fljótandi hrauni. ★ Óttalegt er það Cliff Richard er 35 ára gamall. Hann er með sannkallað barns- andlit, og litur út fyrir að vera bæði hress og kátur, en hann hefur trúað blaðamanni fyrir þvi, að hann sé alls ekki eins hress og hann sýnist. Ekki er þess þó getið, hvað það er sem hrjáir þennan fræga söngvara. Liz flýtir sér á fund elskhuga sins í Gstaad (Sviss). Taylor og nýi elskhuginn hennar Peter Damanian eru samt ekki örugg. Burton gæti allt i einu birzt, sparkað upp hurðinni og þá mundi allt byrja upp á nýtt. Þegar ástin verður að plágu Tólf ár i háspennu. Rómeó op Júlia heföu ekki haldið það úl Seinni tilraunin entist i' fimm - mánuði. Þá var Liz Taylor enn einu sinni búin að fá nóg nóg af Richard sinum. Hún setti allt á annan endannn i boði, sem hald- ið var i tilefni af 44 ára afmæli hennar og flúði frá New York i snjóinn i Gstaad i Sviss. Af til-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.