Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. apríl 1976. TÍMINN 5 Peter Damanían er slæmur skíðamaöur, en hann þykir kunna tökin á konum og enn betur aö fara meö milljónirnar sinar. Fjármálin skipta miklu máli i sambandi viö tengsl Burtons og Taylor. Peter Damanian, hér með Liz i Gstaad, er þekktur fjármálamaður viljun? ! hitti hún þar gamlan kunningja, Peter Damanian, myndarlegan verzlunarmann 37 ára og ekki alveg auralausan, sem hefur töluvert að segja fyrir konu eins og Liz. Liz var varla farin, þegar Burton sást i fylgd fallegrar ljóshærðrar stúlku. bað kom i ljós að þetta var Suzie Hunt, hin 26 ára gamla eiginkona kapp- aksturshetjunnar James Hunt. Fólk vissi bráðlega meira. Suzie hefur beðiö um skilnað oghefur i . huga aö giftast Richard Burton. Eini gallinn á þvi er, að leikarinn mikh frá Wales er aftur búinn að finna sina sönnu ást — viskýflöskuna. Það sem Suzie finnst nýtt og spennandi er fyrir löngu orðin martröðfyrir Liz. Vekja áfeng- islikið við hliðina á sér til lifsins, ákveða með honum hvar hann á að vera á vissum timum og reyna almennt að koma llfinu i röð og reglu. Þrátt fyrir öll hneykslismálin, hefur Liz alltaf fyrst og fremst verið kona og er það enn. Hún vill helzt hafa bara einn mann, og eiga mörg börn. Nú, hún get- ur ekki lengur átt börn og hún þolir ekki manninn. Hún hneykslaði öll Bandarik- in fyrirtuttugu árum, þegar hún leysti upp fyrirmyndahjóna- band Eddie Fishers og Debbie Reynolds og giftist honum dag- inn, sem hann skildi. Hjónabandið gekk vel i sex ár. Þá byrjaði kvikmyndajöfurinn Zanuck að taka myndina „Cleo- patra”, dýrustu mynd allra tima. Myndin kostaði 36 millj. dollara, setti 20th Century Fox á höfuðið og eyðilagði tvö hjóna- bönd. Það er að segja hjóna- band leikkonunnar i titilhlut- verkinu, Liz Taylor og Richard Burtons, sem lék Markús Antonius. Það gekk ekki hnifur- inn á milli þeirra. Makarnir hrópuðu á hjálp, en ráðamenn- irnir i Hollywood néru saman höndum, þegar þeir höfðu náð sér eftir fréttirnar. Reiknings- dæmið var einfalt. Heimsfræg stjarna plús heimsfræg stjarna sama sem tvöfaldur gróði. Þeir sáu ekki fyrr en löngu seinna að þessi mjólkurbúðarreikningur var ekki réttur. Burton ogTayl- or drógu ekki fleira fólk i kvik- myndahúsin saman helduren þau hefðu gert hvort um sig. En stórkostiegra par var ekki hægt að hugsa sér: þokkafull kona og karlmannlegur maður. Fólk hefur ekki gaman af demöntunum, sem Richard gef- ur Liz sinni, ekki heldur Rolls Royce bilunum né villunum út um allan heim. Kona bygginga- vöruframleiðandans ber lika demanta. Fataframleiðandinn ekur lika i Rolls Royce. Það er lika til fólk, sem á fleiri milljón- irheldur en Richard og Liz gætu nokkurn tima eytt. Hrifningin byggist á öðru. Lifnaðarhættir þeirra eru, eins og annarra stjarna, svo langt frá öllum borgaralegum venj- um. tstuttumáli þau eru svo stór- kostlega ósiðavönd. Þess vegna er liferni þeirra i senn óska- draumur og viti til varnaðar. Formúla: Ef maðurinn drekkur og konan heldur fram hjá hon- um, fer hjónabandiö út um þúf- ur. Stöðug háspenna kom æ fleiri vandræðúm af stað hjá Richard og Liz. Þegar hún hljópst á brott með Henry nokkrum Wynberg og Richard settist út i horn með ákveðna viskýtegund urðu menn þrumu lostnir, sérstak- lega fjárhaldsmenn þeirra. Þó að þau fengju ekki aukna að- sókn, þegar þau léku saman, þá voru nöfn þeirra fyrir löngu orð- in vörumerki i atvinnugrein, sem lifir á feitletruðum fyrir- sögnum. Þar að auki höfðu stjörnurnar fjárfest sameigin- lega. Framkvæmdastjórar og fjár- haldsmenn fengu þvi til leiðar komið með bliðu og hótunum að þau reyndu aftur. Til þess að hafa eitthvað púður i þessu, giftu þau sig innst inni i frum- skógum Afriku. Nú eru þau skilin aftur. Tvær manneskjur, sem reyna að komast undan ást, sem fyrir löngu er orðin atvinnulegs eðlis. (Þýtt og endursagt MM) Liz hefur enn áhyggjur af siðasta skilnaðinum við Burton, James Hunt með konu sinni, þegar allt var i blóma. Nú dreymir hana um að verða frti Burton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.