Tíminn - 11.04.1976, Síða 8

Tíminn - 11.04.1976, Síða 8
TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976, Hvers vegna deyr heil- brigt fólk, án þess að hægt sé að finna eðlilega orsök fyrir þvi? Nýjustu visindarannsóknir gefa svar við þvi. 1 nóvember 1958 var nýr sjúk- lingur tekinn inn á taugadeild há- skólasjúkrahússins I Giessen. Hún var 22 ára gömul ógift og starfaði sem erlendur fréttamað- ur. Stúlkan þjáðistaf vannæringu á háu stigi. Hún vóg ekki nema 35 kilógrömm og var 170 sentimetr- ar á hæð. Sjúklingurinn öðlaðist ekki bata. Hún vildi ekki neina hjálp. Hún tók ekki þau meðul, sem henni höfðu verið gefin, og borð- aði svo að segja ekki neitt. Máttur hennar þvarr smám saman. Kvensjúkdómafræðingar og innyflasérfræðingar gátu ekki«- komið neinu til leiðar. Hér þurftiað leita til sálfræðings. Á taugadeildinni tók Dr. Eck- hardt Sperling við henni. A fjórða degi tók hann hana til viðtals i herbergi sinu. Hann grunaði ekki hversu sorgleg áhrif þetta viðtal ætti eftir að hafa. Sjúklingurinn talaði frjálslega um allt almennt og óviðkomandi. Ef talað var um móður hennar svaraði hún út i hött. Hún gat ekki fyrirgefið henni að hafa gifzt, eftir að faöir hennar dó, hún hafði meira að segja átt bam eftir það. Þegar læknirinn sagði, að van- næring hennar stafaði ef til vill af tilraun, óafvitandi — til þess að vekja athygli móðurinnar á sér með veikindum, sagði sjúklingur- inn ekkert i langan tima. Það var ekki fyrr en talað var um framtiðina að aftur liðkaðist um málbeinið. Hún var ákveðin i þvi að giftast kærasta sinum. Og hvenær? Ekki fyrr en hún hafði unnið sér nógu mikið inn til þess að kaupa sér húsgögn. Þegar hér var komið i viðtalinu gerði Dr. Sperling skyssu, sem hafði ógurlegar afleiðingar. Hann segir svo frá: „Ég gerði þau tæknilegu mistök, að segja á þessu stigi málsins, að maður hefði á tilfinningunni að innst inni vildi hún alls ekki verða fullorðin og giftast. Þessi vanhugsuðu orð urðu til þess að koma örlagarikri keðju- verkun af stað. Með tilliti til þeirra tima þekkingu, gat læknir- inn alls ekki gert sér grein fyrir þvi. — Eftir að ég hafði sagt þetta, lokaði sjúklingurinn augunum, setti upp fráhrindandi svip og sagði: — Nú, ef svo er. Siðan spenngi hún greipar og það var ekki hægtað tala meira við hana.. Læknirinn gat ekkert annað gert en farið aftur með hana inn i herbergi sitt. Ástand hennar breyttist ekkert þar, — hún lá róleg, andardrátturinn var reglu- legur, augun voru lokuð. Viljinn getur verið svo sterkur að hann láti hjartað hætta að slá Þetta var eftir hádegi, skömmu fyrir klukkan tvö. Enginn gat imyndað sér i hvaða hættu stúlk- an var. Dr. Eckhardt Sperling segir i skýrslu sinni: — Um það bil tuttugu minútum seinna fékk stúlkan alvarlegt hjartaáfall. Henni hrakaði greini- lega. Það var ekki hægt að finna púlsinn lengur. Þrátt fyrir að henni væru stöðugt gefin lyf til að styrkja blóðrásina og henni væri gefið i æð, komst hún ekki aftur til meðvitundar. Hún dó skömmu fyrir niu, þrátt fyrir súrefnisgjöf. Ótrúlegt tilfelli. Innan sjö klukkustunda dó manneskja, án þess að hægt væri að finna nokkra orsök fyrir þvi. Krufning likisins gaf ekki neitt til kynna, eins og Dr. Sperling skrifar. — Fyrir utan vannæringuá háustigi var ekkert sérstakt að finna. Umfangsmikl- ar efnarannsóknir útilokuðu möguleika á eitrun. Raunverulega dánarorsökin var eins og óvenjuleg eins og allt tilfellið. Stúlkan gat ekki komizt yfir sambland af ást og hatri, sem hún bar til móður sinnar. Af þeim ástæðum vildi hún ekki lifa leng- ur. Viljinn var svo sterkur að hann lét hjartað stöðvast! Dr. Sperling var valdur að dauðanum með þvi að gera vitleysu. Sam- kvæmt álitihans hafði hann „gef- Brostið hjarta, glatað líf

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.