Tíminn - 11.04.1976, Side 10

Tíminn - 11.04.1976, Side 10
10 TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Haukur Harðarson, bæjarstjóri á Húsavík: Raforkumál á Norðurlandi SAGT HEFUR verið um Islend- inga, að þeir séu með afbrigðum þrætugjarnir. Þessi þrætugirni leiðist oftlega út i eins konar þrá- hyggju, sem drepið getur i dróma hin stærstu hagsmunamál og valdið með þvi fjölda manna ó- mældum óþægindum og þjóðinni allri stórtjóni. Raforkumál okkar Norðlend- inga eru glöggt dæmi um þetta þjóðareinkenni, sem ég leyfi mér að kalla þjóðarlöst. 1 þeim birtast bæði þrætugirni og þráhyggjan i sinni ömurlegustu mynd og hefur valdið ibúum landshlutans erfið- leikum og þjóðinni i heild beinu fjárhagstjóni. Gljúfurversvirkjun i Laxá i S-Þing, áttiað leysa úr rafmagns- þörf á austanverðu Norðurlandi um alllangt árabil. Þegar sýnt var, aö af þeirri framkvæmd myndi ekki verða og um það mál hafði verið gert samkomulag milli aðila, lá beint við að samein- astum nýjar leiðir og vinna af al- hugaö lausná orkuskortinum. En þá komu raddir þráhyggjunnar til skjalanna, sem fram til þessa hafa haldið áfram aö klifa á stiflu i Laxá, þvert ofan i gert sam- komulag. Slikar hj'áróma raddir hafa tafið fyrir stefnumörkun i raforkumálum á Norðurlandi og leitazt við að rugla þá i' riminu, semaf einlægni vilja leysa úr raf- orkuskortinum án tillits til virkjunarstaðar i fjórðungnum. Þessar raddir eiga stóra sök á þvi, hversu hægt miðar i að leysa vandann. Ríkir raforkuskortur á Norðurlandi? Samþykktir Fjórðungssam- bands Norölendinga um árabil, svo og samþykktir ýmissa byggðalaga, bera þess ljósan vott, að þorri Norðlendinga er ekki i nokkrum vafa um, að á Norðurlandi skortir raforku. Auð- velt er að sanna með tölum, að mikið skortir á, að á Norðurlandi sé næg raforka framleidd fyrir tilstilli innlendra orkugjafa. Ibúar á austanverðu Norður- landi eru á hverjum vetri minntir á óþægilegan hátt á raforkuskort- inn, þegar ljós og hiti bregzt i norðlenzkum stórhríðum og iðn- aðar- og framleiðslugreinar til sjós og lands verða af þeim sök- um fyrir rekstrartruflunum með tilheyrandi skaða i óteljandi myndum. Það er hægt að skilja, að ibúar i öðrum landshlutum geri sér ekki fulla grein fyrir þeim óþægindum og beinu fjárhagstjóni, sem stafa af öryggisleysi i raforkumálum á Norðurlandi. Hitt er mér aftur á móti óskiljanlegt, hvernig þessi staðreynd getur farið fram hjá nokkrum manni, sem nú lifir og starfar á Norðurlandi. Þannig hiýtur þó að vera varið með menn, sem sifellt finna núverandi virkjunaraðgerðum i fjórðungn- um allt til foráttu og minnast tæp- ast eða alls ekki lengur á raforku- skortinn, heldur óttast offram- leiðslu á rafmagni. Slikir menn geta ekki haftmikiö álit á framtið byggðar á Norðurlandi. Mergurinn málsins er sá, að til fleiri ára hefur ekki verið unnt að verða viö óskum ibúa á austan- verðu Norðurlandi um rafmagn til upphitunar húsa, og enda þótt ný virkjun sé á næsta leiti i fjórö- ungnum, hafa menn ekki enn fengið svör. Hægt er að nefna dæmi um bændur.sem byggt hafa sitt eigiö orkuver, þar sem ekki var hægt að fá rafmagn til upphit- unar I ibúðarhús, sem hönnuö voru til upphitunar með raf- magni. Hitaveita á Akureyri mun að visu draga úr raforkunotkun þar, en hætt er viö að þeir, sem ekki hafa hannaö hús sin fyrir vatns- kerfi, muni veröa seinir til að brjóta veggi til að koma fyrir vatnslögnum. Þá kemur næturhitun húsa á Akureyri utan álagstoppa, sem af þeim sökum lækka tiltölulega minna, meö'tilkomu hitaveitu á staönum, en ætla mætti við laus- lega ágizkun. Þá hefur rafmagnsskortur um árabil tafið fyrir eðlilegri iðnað- aruppbyggingu á Norðurlandi, og skemmst er aö minnast fyrir- spurnar frá verksmiöjum Samb. isl. samvinnufélaga um hvort og hvenær rafmagn myndi fyrir hendi til áframhaldandi iðnaðar- uppbyggingar á Akureyri. Þaö er óeðlilegt. að iðnfyrirtæki risi á unöan ráfoikuverum, sem eiga að knýja þau. Eðlilegt er að orkan verði til á undan, og mun hún þá kalla á aukinn iðnað i landshlutanum. Verði umframorka frá Kröflu- virkjun á að mæta henni með eflingu iðnaðar á Norðurlandi. Kröfluvirkjun Á ítaliu hefur rafmagn verið framleitt við gufuorku i u.þ.b. 70 ár. Rekstur slikra orkuvera styðst þvi við langa reynslu, þvi getur bygging jarðgufuknúins raforkuvers á tslandi tæpast kall- ast tilraunastarfsemi, enda þótt eðli og efnainnihald gufunnar sé eitthvað misjafnt frá stað til stað- ar og að þvi þurfi að gæta við hönnun nýrra orkuvera. Gufuaflið i iðrum jarðar hefur um langa hrið heillað islenzka menntamenn. Þvi eigum við ts- lendingar nú allmarga hæfa og vel menntaða menn á sviði jarð- visinda,-sem erufullfærir um að kljást við tæknileg vandamál samfara nýtingu jarðvarmans. Ýmsir þessir visindamenn hafa starfað við jarðvarmavirkjanir i öðrum heimsálfum og getið sér góðan orðstir. Þótt slikt sé góðra gjalda vert, kýs ég að islenzkum jarðvi'sindamönnum séu búin verkefni og starfsskilyrði á ts- landi og aö Island njóti starfs- krafta þeirra. Vatnsaflsknúin orkuver eiga það vandamál sameiginlegt, að koma þarf upp vatnsforöabúrum til að miðla orkugjafanum milli árstiða. Árnar sjálfar svo og miðlunarlón eru ofanjaröar og þvi viökvæm fyrir iruflunum af völdum vetrarveöra. Af þessu leiðir, að raforkan frá vatnsvirkj- unum er gjörn á aö bregöast, ein- mitt þegar þörfin er mest fyrir birtu og yl. Ahrif veöurs á jarðgufuvirkjan- ir eru hverfandi. Þvi virðist mér,a að slikar virkjanir hljóti að stuðla að auknu rekstraröryggi, t.d. i samrekstri við vatnsvirkjanir. Jarðgufuvirkjanir hljóta jafn- framt af þessum sökum að hafa augljósa yfirburði i þeim lands- hlutum, þar sem vetrarveöur eru höröust, s.s. á Noröurlandi. Vegna reynslunnar af raforku frá Laxá var ég strax spenntur fyrir hugmyndinni um jarögufuvirkjun á Norðurlandi, og studdi þvi af heilum hug virkjun i Kröflu, enda þótt mér þætti valiö á virkjunar- staðnum orka tvimælis. Nokkur reynsla hafði þegar fengizt af rekstri gufustöövar i Bjarnar- flagi, sem lofaði góðu, enda þótt að þeirri framkvæmd hefði verið staðið af vanefnum, og trúlega með blönduðu hugarfari. Miklar deilur hafa verið uppi um tæknilegan undirbúning Kröfluvirkjunar. En þegar þess er gætt, hversu langt er siðan bor- anir hófust i Námaskarði og Bjarnarflagi, sem er i næsta ná- grenni Kröflu, og hversu lengi er búið að tala um virkjun gufuork- unnar, get ég ekki varizt þeirri hugsun, að það sem kann að skorta á tæknilegan undirbúning við virkjunina, beri fremur að skoða sem vanrækslusynd orku- yfirvalda i landinu fyrr og siðar, en yfirsjón Kröflunefndarmanna. Annars virðist mér sem Kröflu- nefnd sé i huga sumra lands- manna eins konar persónugerv- ingur alls þess, sem miður fer i þjóðfélaginu, og gegni þvi eins konar pi'slarvættishlutverki. Kröflunefnd ákvað ekki un i Kröflu, heldur var virkjunin ákvörðun Alþingis. Kröflunefnd er þvi framkvæmdaaðili, sem vinnur sitt verk i umboði Alþingis ogrikisstjórnar. Enda þótt timinn leiði sjálfsagt i ljós, að sumar ákvarðanir nefndarinnar hafi verið hæpnar, þegar hægt er að virða þær fyrir sér i ljósi reynsl- unnar, verður lika að muna, að timinn er dýrmætur, og hann hefur Kröflunefnd nýtt vel. Kröfluvirkjun er þegar komin svo langt áleiðis, að ei verður aftur snúið. Þetta ættu þrá- hyggjumenn að reyna að skilja og hætta áróðri, sem er i andstöðu við hagsmuni Norðlendinga. íslenzkar skuldir og náttúruhamfarir Mig rámar i þaö, að á skólaár- um minum hafi verið kennt, aö tsland væri snautt af náttúruauð- æfum. Var þá gjarna bent á, að hérværu engin kol, olia, járn eða dýrir málmar. 1 minum augum er þetta fjar- stæöa. Hins vegar er sá regin- munur á áöurnefndum náttúru- auölindum og auölindum tslands, s.s. jarövarma og vatnsorku, aö fyrrnefndar auölindir ganga smátt og smátt til þurrðar, en vatnsorka og jarövarmi endur- nýjast jafnharöan. Mér viröast orkulindir Islands hafa augljósa yfirburði fram yfir forgengilegar orkulindir ýmissa annarra þjóöa. Sá munur er á þessum tveimur orkugjöfum okkar, aö vatnsorkan er dreifö um allt land, að visu i misjöfnum mæli, en jarðvarminn erbundinn við móbergssvæðið, og orkurfkasti hluti þeirra, háhita- svæðin, eru alla jafna hluti af eða i næsta nágrenni við virkustu gos- stöðvar landsins. Þegar þetta er haft i huga, virö- istaugljóst, að æskilegast væri að virkja vatnsorkuna utan mó- bergssvæðisins, en jarövarminn verður aö sjálfsögðu ekki virkjað- ur til raforkuframleiöslu utan háhitasvæðanna. Ekki hefur þessari kenningu veriö fylgt viö val virkjunarstaða fram til þessa. Stærstu vatns- knúnu raforkuver landsins standa i næsta nágrenni við frægasta og virkasta eldfjall landsins, Heklu, og hvergi á landinu eru lengra komin áform um áframhaldandi virkjanir en i Þjórsá. Hefur þó eitt eldgos átt sér stað i Heklu, á þeim fáu árum, sem liðin eru siðan raforkuframleiðsla hófst við Búrfell. Þegar haft er i huga, að langmestur hluti þessa raf- magns, sem notað er á þéttbýl- asta hluta landsins, er framleidd- ur á þessum stað, finnst mér ibú- ar við Faxaflóa sýna mikið and- varaleysi, að hafa ekki tekið upp baráttu fyrir stórvirkjun i ann- arri átt, t.d. i Blöndu, til að standa ekki uppi án raforku, ef eldgos brýzt út á Þjórsársvæðinu eða á leið orkuflutningslinanna. Kröflusvæðið hefur ekki farið varhluta af náttúruhamförum undanfarið. I kjölfar þeirra hafa fylgt háværar raddir um að hætta við framkvæmdir i Kröflu. Fráleitt er að loka augunum fyrir þessari hættu. Mér gengur hins vegar verr að skilja, hvers vegna aðvörunarraddirnar hafa hærra þegar Leirhnjúkur sendir frá sér smágos, heldur en þegar Hekla kemur meö dálitið gos. Þessi umhyggja fyrir okkur Norðlendingum umfram Sunn- lendinga vekur óneitanlega upp þá spurningu, hvort hvert manns- lif norðan jökla sé svona miklu meira virði en sunnan jökla, sem trúlega ætti þá að stafa af þvi, hversu Norðlendingar eru miklu færri en Sunnlendingar. íslendingar hafa löngum barizt viö náttúruöflin i landi sínu og lært aö sigrast á þeim. Þessi barátta hefur ekki veriö án fóma, en hún hefur stælt þjóöina og gert hana sterkari og hæfari til aö lifa á landsins gæðum og þora aö nýta þau. Sú staðreynd, aö unniö er aö uppbyggingu Vestmannaeyja- kaupstaðar á litt kulnuðum glæð- um eldfjalla, svo og fyrirhugaðar framkvæmdir við hitaveitu og sjóefnaverksmiöju á Reykjanesi, aö ögleymdum raforkufram- kvæmdum við rætur Heklu, sýnir okkur svart á hvitu, að þjóðin hefúr ekki látið bugast af náttúru- hamförum, heldur haldið bjart- sýni sinni i gegn um þykkt og þunnt. Undanfarið hafa jarðvisinda- menn spáð öflugum jaröskjálft- um á Suðurlandsundirlendinu, og einn stærsti jarðskjálftinn i vetur varð i nágrenni Reykjavikur. Eigi að fylgja röddum efasemd- anna virðist rökrétt að fresta framkvæmdum sunnan jökla fram yfir þennan stóra jarð-( skjálfta, en leggja allt kapp a' aðbyggja upp i öðrum landshlut- um. Siðan mætti snúa þessu við að loknum „stóra skjálftanum”. Mér finnst þessi hugmynd fráleit, heldur beri okkur að hanna mannvirki á hverjum stað á þann veg, að þau séu sem bezt undir það búin að mæta hugsanlegum náttúruhamförum. Við tslendingar höfum ekkiefni á að nýta ekki landsins gögn og gæði, ef við eigum að halda efna- hagslegu sjálfstæði okkar. Ahættan af hugsanlegum náttúruhamförum er einn sá skattur, sem við þurfum að greiða til þess að vera tslending- ar. Ég er reiðubúinn að gjalda þennan skatt til.þess að geta hald- ið áfram að vera tslendingar i efnahagslega sjálfstæðu landi. Samtenging orkuveitu- svæða Éghef um árabil verið þeirrar skoðunar, að fljótvirkasta og öruggasta leiðin til samtengingar orkuveitusvæðanna norðan og sunnan jökla liggi beint yfir Sprengisand milii Báröardals og virkjana við Þjórsá. Ætti þá jafn- framt að virkja Skjálfandafljót við Ishólsvatn, og væri þá nokkuð öflugar virkjanir beggja vegna hálendisins til miölunar raforku þangað sem hennar er þörf hverju sinni. Þessi hugmynd mun verða að veruleika siðar. Jafn sjálfsagt finnst mér að vinna heils hugar að framgangi byggöalinunnar milli Norður- og Suðurlands, fyrst ákveðið var að hún kæmi fyrr til framkvæmda. Byggðalinan hefur lika þann stóra kost umfram hálendislin- unaað hún myndar liftaug i gegn- um fjölmargar sveitir landsins, og gefur jafnframt fyrirheit um samtengingu viö Vestfiröi siðar meir. Sú skoðun virðist ótrúlega al- menn, að byggðalinan sé lögð til að þjöna hagsmunum Norð- lendinga eingöngu, og þvi beri aö skrifa kostnaðinn af lagningu hennar eingöngu á reikning þeirra. Þessi misskilningur er furðulegur þegar þess er gætt, að raforku er hægt að beina um orkuflutningslinur á þau svæði, þar sem hennar er þörf hverju sinni. öflug samtenging lands- hluta gerir þvi i reynd ný orku- mannvirki arðbær fyrr en ella, þar sem með tilkomu tengilin- anna má raða upp og timasetja framkvæmdir á vixl milli lands- hluta og fullnýta orkuverin fyrr en hægt er, ef svæðin eru litil og notkun raforku takmörkuð. Með tilliti til reynslunnar af orkuflutningslinunum frá Búrfelli til Reykjavikur má öllum vera ljóst, að öflug raforkuver á Norðurlandi, með traustri teng- ingu við Faxaflóasvæðið, hljóta að auka á öryggið sunnan jökla. Kröfluvirkjun er meðal annars ætlað það hlutverk að bæta úr raf- orkuskortinum á Austurlandi, og þvi þarf jafnhliða virkjuninni að vinna að linulögn austur, og loka siðan hið fyrsta hringnum með tengingu sunnan jökla við raf- orkuver á Suðurlandi. Samtenging orkuveitusvæða landsins er hagsmunamál lands- mannaallra. Húner sameiginlegt verkefni þjóðarinnar, og á hana ber að h'ta frá þvi sjónarmiði. Norðurlandsvirkjun Með bréfi iönaðarmálaráðu- neytisins dags. 18. marz 1975 var höfundur þessarar greinar skipaður i nefnd til að kanna við- horf sveitarfélaga og núverandi eigenda orkuvera til stofnunar sameignarfélags rikis og sveitar- féiaga á Norðurlandi um orkuöfl- un fyrir Norðurland — Norður- landsvirkjun —, og gera tillögur um orkumál Norölendinga. Nefnd þessi starfaði af miklum krafti til að byrja með, og haföi i júnimánuöi gert drög að laga- frumvarpi fyrir Noröurlands- virkjun. Þetta lagafrumvarp hefur veriö kynnt á þingi Fjórðungssambands Norð- lendinga, svo og fyrir hæstvirtum orkumálaráðherra og ráöuneyti hans, að ógleymdum eigendum núverandi orkuöflunarfyrirtækja á Norðurlandi. Ég hafði gert mér vonir um, aö i kjölfar starfa þessarar nefndar myndi fyrir s.l. áramót veröa lagt fram lagafrumvarp um Norður- landsvirkjun á Alþingi, en af þvi varð ekki, og hefur raunar litið gerzt i þessari nefnd i seinni tið. Ég er ennþá þeirrar skoðunar,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.