Tíminn - 11.04.1976, Side 15

Tíminn - 11.04.1976, Side 15
Sunnudagur 11. april 1976. TíMINN 15 Skákmót gagnfræða- skólanna Skákmót gagnfræðaskólanna 1976 yar haldið á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavikur i félags- heimili Taflfélags Reykjavikur við Grensásveg 28. marz og 3. og 4. april. Tólf sveitir frá 11 skólum tóku þátt i mótinu, eða 60 þátttak- endur alls. Úrslit urðu þau i eldri flokki (3.og 4. bekkur), að Lauga- lækjaskóli varð i 1. sæti með 19 1/2 vinning. 1 öðru sæti varð Ar- múlaskóli með 15 vinninga. 1 yngriflokki (1. og 2. bekk) sigraði Hvassaleitisskóli, hlaut 24 1/2 vinning. Álftamýrarskóli varð i öðru sæti með 17 1/2 vinning. 1 eldri flokki á 1. borði sigruðu þeir Þröstur Bergmann Laugalækja- sk. og Jón L. Arnason Vörðu- skóla. A 2. borði sigraði Einar Valdimarsson Laugalækjaskóla. 1 yngri flokki sigraði Jóhann Hjartarson Alftamýrarskóla á 1. borði en á 2. borði Björgvin Jóns- son Hvassaleitisskóla og hlutu allir bókaverðlaun frá Taflfélagi Reykjavikur. Mótstjórivar Bragi Kristjánsson. Æskulýðsráð Reykjavikur og Taflfélag Reykjavikur hafa gefið út þrjá bæklinga, „Tæknileg við- fangsefni i skák”. Fullnægjandi skil viðfangsefna i hverjum bæklingi færir viðkomandi skák- manni eitt stig: brons, silfur eða gull. Hér er um viðfangsefni að ræða, sem samræmthefur verið á öllum Norðurlöndunum. Það hef- ur reynzt mjög vel til þess fallið, að glæða áhuga ungs fólks á skák- iþróttinni. í vetur hafa allmargir unglingar Ur skákflokkum í tóm- stundastarfi i skólum, glimt við þessar þrautir og leyst þær i um- sjá leiðbeinenda frá Taflfélagi Reykjavikur. Sunnudaginn 4. april voru af- hent verðlaun vegna þessa. Verð- launin eru áletruð veifa fyrir stöngeða vegg. 11 unglingar hlutu brons, 13 hlutu brons og silfur, og 4 unglingar luku öllum þrautun- um og fengu brons-, silfur- og gullverðlaun. Fyrstu gullverð- launahafarnir eftir þessu kerfi eru: Jóhann Hjartarson, Snorri Þór Sigurðsson, Árni Armann Arna- son og Bjarnsteinn Þórsson. Þeir eru allir fæddir 1963. Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands: Verðbólga og versn andi viðskiptakjör Jón H. Bergs endurkjörinn formaður Verðlaunahafar i skák 1976. OÓ.-Rvk. — Jón H. Bergs var i gær endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambands tslands og Gunnar Guðjónsson var endur- kjörinn varaformaður. 1 ályktun aðalfundar Vt, sem lauk i gær, er sérstök athygli vak- in á hinni miklu skuldasöfnun er- lendis, sem átt hefur sér stað und- anfarið. Sagt er að útgjaldaáform þjóðarinnar stefni langt framúr raunverulegum þjóðartekjum og verulega skorti á, að rekstrar- grundvöllur mikilvægustu ai- vinnugreina sé tryggður. Hin mikla verðbólga undanfarinna ára ásamt versnandi viðskipta- kjörum hefur veikt svo stöðu þjóðarbúsins út á við, að nú þegar eru skorður settar við auknum þjóðarútgjöldum og vexti þjóðar- framleiðslu. Siðan segir: Fundurinn vill sér- staklega benda á, að nú skuldar hver 4ra manna fjölskylda á ts- landi til jafnaðar um 1.6 millj. kr. i erlendum lánum og er nú svo komið, að af hverjum 100 millj. kr. i útflutningi, verður að taka strax tæpar 20millj. kr. i greiðslu á erlendum lánum. útlit er fyrir, að með sama áframhaldi muni hliðstæð tala árið 1980 verða um 25 millj. kr. eða að fjórða hver gjaldeyriskróna fari til greiðslu erlendra skulda. Þetta er langt umfram það, sem getur talizt viðunandi fyrir þjóð, sem vill halda efnahagslegu sjálf- stæði. Augljóst virðist þvi, að allur hugsanlegur bati þjóðarbúsins á næstu árum verði að fara til jöfnunar á hinni miklu skuldasöfnun, og takmark- ar það möguleika á að bæta lifs- kjör landsmanna á næstunni. Þá er vikið að þvi að nauðsyn beri til að vinnulöggjöf og reglur um gerð kjarasamninga verði endurskoðaðar og sniðnar eftir þeim breytingum, sem orðið hafa á atvinnulifi og þjóðlifsháttum frá setningu núverandi vinnulöggjaf- ar fyrir nær 40 árum. VI lýsir sig reiðubúið að taka upp viðræður við ASI um gerð samskiptasamnings um hvernig staðið skuli að undirbúningi og framkvæmd kjarasamningagerð- ar, en hvetur jafnframt til þess, aðlagaákvæði um sáttameðferð i vinnudeilum og heimildir til vinnustöðvanna verði endurskoð- uð. UMSOKNIR: Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 308 íbúðum, sem nú eru í byggingu í Seljahverfi í Reykjavík. Ibúðir þessar, sem byggðar eru samkvæmt lög- um um verkamannabústaði frá 12. mai 1970, verða tilbúnar á timabilinu júni 1976 til október 1977. Urnsóknareyðublöð, ásarnt upplýsingurn urn verðog skilrnála, verða afhent á skrifstofu Hús- næðisrnálastofnunar ríkisins, Laugavegi 77, og skal urnsóknurn skilað þangað fyrir rnánudaginn 2. rnaí 1976. SÝNING ÍBÚÐA: r Ibúðir úr þessum byggingardfanga verða til sýnis að Teigaseli 1 1: Laugardag 10 apríl kl. 14-22 Sunnudag 11. apríl kl. 14-22 Mánudag 12. apríl kl. 18-22 Þriðjudag 13. apríl kl. 18-22 Miðvikudag 14. april kl. 18-22. VERKAMANNABÚSTAÐIR í SELJAHVERFI REYKJAVIK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.