Tíminn - 11.04.1976, Page 16

Tíminn - 11.04.1976, Page 16
16 TÍMINN Sunnudagur 11. aprll 1976. Menntamálaráðherra og lög- Rikharður Reynisson, Sólveig reglustjóri i hópi verðlaunahaf- Rósa ólafsdóttir og Sigurður anna. Guðmundsson. A þessari mynd eru, talið frá vinstri: Jón Garðar og Petra B. Arnadóttir, og standa þau að sjálfsögðu hvort hjá sinni teikn- ingu, eins og öll hin börnin. A myndina vantar Rögnu Sigur- A laugu Ragnarsdóttur úr Barna- skóla Akureyrar, en hennar 1 teikning er sú, sem er lengst til N hægri á myndinni. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra skpðar cina gjafabókina. ■BF** f5 'W ' ^ 4? | Mjög góð þátttaka var í teikni- myndasam- keppni skólabarna Texti: VS. Myndlir:. Róbert Hinn 10. janúar siðast liðinn efndu menntamálaráðuneytið og umferðarráð til teiknimynda- samkeppni niu ára skólabarna. Tilgangurinn var að örva nemendur til þess að ihuga vandamál sin i umferðinni, og rifja um leið upp þá fræðsiu, sem þau höfðu fengið. Verkefnin, sem börnin áttu að glima við, voru:: 1) Leiðin i skólann, 2) hjálpsemi við aldraða, 3) sendiferð. Þátttaka i keppninni var mjög góð. Alls bárust 769 myndir frá 56 skólum á landinu. Dómnefnd skipuðu: Þórir Sigurðsson náms- stjóri, Borghildur óskarsdóttir myndlistarkennari og Árni Þór Eymundsson upplýsingafulltrúi. Verðlaun i keppninni voru hvorki meira né minna en tólf, og var þeim úthlutað i Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu á miðvikudag, að viðstöddum menntamálaráðherra, lögreglu- stjóranum i Reykjavik, fulltrúum og blaðamönnum. Menntamálaráöherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, bauð gesti velkomna og ávarpaði siðan börnin sérstaklega. Hann gat þess, hversu örstutt er I raun og veru siðan bilar fóru að flytjast til Islands, og skýrði siðan á ljósan og mjög skemmtilegan hátt fyrir börnunum muninn á vanda manns, sem ekur bil á fáförnum og ófullkomnum vegi i upphafi bilaaldar og þess, sem þarf að koma sjálfum sér og bil sinum heilu og höldnu i gegnum mann- haf og umferðaröngþveiti nútima þéttbýlis. Að loknu ávarpi menntamálaráð- herra gengu gestir ásamt verð- launahöfum inn i stofu, þar sem teikningunum hafði verið komið fyrir á veggjum, og voru nú af- hent verðlaun. Það gerði Guð- mundur Þorsteinsson kennari, starfsmaður umferðarráðs, en hann er raunar námsstjóri umferðarfræðslunnar i landinu. Að lokum flutti Guðmundur Magnússon, skólastjóri Breið- holtsskóla, þakkarávarp. Fyrstu verðlaun voru reiðhjól, sem Fálkinn h.f. gaf, og hlaut það Aðalheiður Diego Hjálmars- dóttir, Efstasundi 20, Reykjavik. Hún stundar nám i Fossvogssk. önnur verðlaun voru iþrótta- búningur frá Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar: hann hlaut Kári Heiðdal, Urðarbakka 32, nemandi i Breiðholtsskóla, og þriðju til tólftu verðlaun voru bækur frá bókaforlaginu örn og örlygur. Það var bókin Handan við sjóndeildarhring, i bóka- flokknum Lönd og landkönnun. Þessa bók hlutu eftirtaldir nemendur: Birgitta Guðmunds- dóttir Kópavogsskóla, Guðný Hafdis Hill úr Sandgeröisskóla, Jens Reynir, Breiðagerðisskóla, Jón Garðar, Æfinga- og tilrauna- skóla K.H.Í., Petra B. Arnadóttir, Vogaskóla, Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Barnaskóla Akur- eyrar, Rikharöur Reynisson, Breiöholtsskóla, Siguröur Guðmundsson, Sandgerðisskóla, Sólveig Rósa ólafsdóttir, Æfinga— og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands, og Una Margrét Jónsdóttir, Vestur- bæjarskóla. —VS. Vilhjálmur Kári Heiðdal tekur víft iþróítáliíiníngnum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.