Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Sunnudagur 11. aprfl 1976. TÍMINN 21 MAÐUR ER NEFNDUR Guð- laugur JúnsNon. Hann var um áratuga skcið lögreglumaður i Reykjavik, en um þau mál verður fátt rætt i eftirfarandi spjalli, enda er það inála sannast, að Guðlaugur hefur frá mörgu skemmtilegra að segja en þvi sem aö ölluni jafnaði drifur á daga þeirra, sem gæta eiga laga ogalntenns velsæmis. Samkvæmt eöli málsins liljóta þeir sem þau verk vinna að sjá og heyra margt, sem almenniugi er hulið — og sem allur þorri manna hefur ekk- ert gott af að þekkja. Sveitapiltur úr Kolbeinsstaðahreppi Viö Guölaugur Jónsson ætlum að byrja á þvi að spjalla um heimahaga hans, en þeim hefur hann sýnt meiri áhuga og ræktar- semi en almennt gerist. Að þvi komum við, þegar liða tekur á viðtalið. — Er það ekki rétt, Guölaugur, sem ég liygg vera, að þtí sért vestan úr Kolbeinsstaðahrcppi? — Jú, rétt er þaö. Ég fæddist að ölviskrossi i Kolbeinsstaðahreppi 31.marz 1895 og átti þar heima til fermingaraldurs. — f>ú hefur auðvitað vanizt öll- unt algengum sveitastörfum eins og önnur börn á þeirri tið? — Ég tel vist, að svo hafi verið, að minnsta kosti vann ég þau verk, sem mér voru fengin, en sinn er siður i landi hverju, sinn siöur í hverri sveit, og jafnvel á hverjum bæ, svo hér á ekki hið sama við um alla. Ég sat til dæmis yfir kviaám i þrjú sumur, mér til sárra leiðinda. Ærnar voru um þrjátiu, ég var með þær uppi i fjalli, þvi um annað land var ekki að ræða, en ég hafði aldrei neinn hund, og mun það hafa verið heldur sjaldgæft um kvíasmala á Islandi. Ef til vill hefur hundinum litizt svo illa á mig, að hann hefur ekki viljað fara með mér, ég man það ekki, en svo mikið er vist, aö einn var ég og hundlaus allan minn hjá- setuti'ma. — Hvernig voru heyskapar- skilyrði, þar sem þú ólst upp? — Þar var ekki um annað að ræða entúnblettinn i kringum bæ- inn, og svo reytingssama bletti hér og þar i búfjárhögum. Sam- fellt engi var ekki til. Leizt ekki á Reykjavik — Hvenær var þaö svo, sem þú hleyptir heimdraganum og flutt- ist til Reykjavikur? — Þaö varð ekki fyrr en ég var oröinn nærri hálfþritugur. Ég átti heima i sveit minni þangaö tíl ég var tuttugu og fjögurra ára, og það, að ég fluttist i burtu, átti sér alveg sérstakar orsakir, er segja má að kæmu af sjálfu sér, en voru ekki i neinum tengslum við langanirfrá minni hálfu, hvað þá ákvarðanir. Mér datt sizt i hug, að leið min myndi liggja til Reykjavikur, þvi' ef nokkuð var, leizt mér fremur illa á þann stað, það litið ég þekkti til hans. — En samt varð nú raunin sú? — Já. Ég kom til Reykjavikur i fyrsta skipti á ævinni i byrjun vetrarvertiðar 1911, þá tæplega sextánára gamall. Ég var á leið- inni suður á Garðsskaga, „til sjóvar”, eins og það var kallað heima i gamla daga. 1 annað sinn kom ég til Reykjavikur upp úr vertlðarlokum um vorið, á leið- inni heim úr verinu. 1 bæði þessi skipti áttiég um það bil vikudvöl i borginni, á meðan ég beið skips- ferðar, en hundleiddist, einkum um vorið, og varð þeirri stund fegnastur, þegar ég komst aftur i fásinnið heima i sveitinni, enda þekkti ég varla nokkurn mann i borginni og skorti bæði fé og kunnáttu til þess að notfæra mér þá dægradvöl, sem þar var að fá. Vertiðarkaupið var aðeins tiu krönur, og þær voru ekki mitt fé. — Þér hefði ckki litizt á að setj- ast að i Reykjavik, þótt þér hefði boöizt það þá? — Nei, ég hefði áreiðanlega af- sagt það með öllu, þött mér hefði staðið það til boða, og það með álitlegum kjörum. Ég hefði lika litið á það sem fullkomna fjar- stæðu, ef mér hefði verið spáð þar ævidvöl. Vinnumannsstaðan var erfið og ófrjáls — Þú hefur gerzt vinnumaður, fyrstu árin eftir að þú fórst úr for- eldra húsum? — Ég fór að heiman fjórtán ára gamall, i vist til vandalausra, einsog það var kallað þá, og var i vinnumennsku næstu sex árin. Kaupið voru fimmtiu til hundrað og fimmtiu krónur á ári, en ekki var það þó fyrr en siðasta árið, semkaupið komst upp i hálft ann- að hundrað króna á ári. Þau ár mun ég hafa átt svipaða ævi og aðrir, sem stóðu i svipuðum spor- um og ég. Heilsan mátti kallast góð, og þroskinn sæmilegur, til þess að afkasta ætlunarverkun- um. Sum þeirra verka eru nú algerlega úr sögunni i sveitum landsins, og þótt þau væru enn iðkuð, myndu þau varla ætluð unglingum nú á dögum. Ég nefni til dæmis torfristu og heyband, bæði vott og þurrt. — Undir þú samt vinnumanns- stöðunni sæmilega? — Nei, mér geðjaðist hún ekki, fannst hún vera bæði erfið og ófrjálsleg, þar sem ég varð aö lúta boði og banni annarra i hverri grein. Sagði ég þvi skilið við vinnumennskuna, tvitugur að aldri, og gerðist sjálfs min herra, — lausamaður, en að visu utan viö lög og rétt, þvi að ekki reisti ég bú, og mig skorti aldur til þess að leysa út lausamannsbréf. Ég varð þvi að skrásetjast sem vinnumaður á bænum, þar sem ég átti heima, þeim kjörum var vandalaust að ná gegn þvi að vinna heimilinu einhvern ákveð- inn tima. Ég hafði eignazt fáeinar kindur og einn hest. Þeim fénaði aflaði ég fóðurs i heimagarði, en vann annars staðar eftir hentug- leikum. Þessikjör þóttu mér stór- um betri en hin fyrri, þau gáfu sizt minna i aðra hönd, og frjáls- ræðið var svo miklu meira en áð- ur, að ég gat leyft mér að vera „ÞAÐ VARÐ, SEM MIG GRUNAÐI SÍZT rr segir Guðlaugur Jónsson, sem lenti ungur til Reykjavíkur, ón þess að ætla það, og vann þar sama starfið í nærri hálfa öld. Og á efri árum sínum gerðist hann afkastamikill fræðimaður Guðlaugur Jónsson. Timamynd GE. latur með köflum, án þess aö þurfa að svara til saka frammi fyrir öðrum en sjálfum mér. Nú gat ég sannreynt það, sem éghafðihaft fullan grun um áður, hvilik fásinna það var aö hafa vinnudaginn svo langan, að ekki gæfist timi til nægilegrar hvildar, en slikt var algengt á þessum ár- um. Reynsla min var sú, að ég skilaði stærra dagsverki til jafn- aðar um sláttinn á tiu klukku- stundum en tólf til fjórtán klukku- stundum. Ég hagaði mér sam- kvæmt þessu, þegar ég réö tima minum sjálfur, en ekki mun ég hafa orðið öðrum til fyrirmyndar i þessu efni, enda varla þess að vænta. Piltungar á minum aldri, .Og gof X. '*** ^ 'fjeJyey-O. mgsrx/X. ctjZJO ,öéCixjí&Jc-e C Ufypj C, iXloí 3 orj jfzr-rrtcxrí -bn. /fCox/íboi) <Ot*a. -CJt/ Zo/C 'cL^»-tcxA. - <y*otu$cuit <■ -cr^. /Lfrict' / ***/?& -éxx/yt <ounjíLlA, -fcyfoorrt. cry. //Ljjjc/jÍk 'jo<x$-exr*t. Nokkrar Hnur úr einni af mörgum bókum, sem Guölaugur Jónsson hefur skrifaö meö eigin hendi. Timamynd GE. og auk þess á lausum kili, gátu ekki orðiö ráösettum bændum fyrú-mynd. Eyrarvinna i Reykjavik A þessum árum var það al- gengt, að ungir menn, og jafnvel hinir eldri lika, færu til sjávar seinnihluta vetrar, eða stunduðu eyrarvinnu i Reykjavik til ver- tiðarloka eða lengur, stundum fram að slætti, þeir sem ekki þurftu nauðsynlega að sinna vor- verkum heima. Algengast var þetta þó auðvitað um lausingja eins og mig. Einstaka maður var svo lán- samur að komast á togara, sem þótti hið æskilegasta, þvi að hvort tveggja var, að sú atvinna þótti gefa meira i aðra hönd en önnur störf, og sá sem var svo heppinn að fá hana, átti virðingu sina visa á eftir. Almenningur til sveita virtist hafa það fyrir satt, að ein- ungis úrvalsmenn að dugnaði væru hlutgengir á togara, og vel má vera að sú skoðun hafi verið á nokkrum rökum reist. En þegar kom fram á styrjaldaárin 1914-1918, tóku þeir einnig að veröa nokkuð drjúgir i aflaföngum, sem stunduðu eyrar- vinnu i Reykjavik. Vinna var oft mikil, einkum við togarana, og hinum vinnuvönu sveitamönnum óxekki i' augum að leggja nótt við dag i nokkrar vikur, þegar tæki- færi gafst, lifa á skrinukosti og liggja i lélegu húsnæði á milli vinnuhrotanna, oftast við litil þægindi, i íélagsskap við starfs- bræður sina, sem áttu við sömu kjör að búa. Þetta var að jafnaði ódýrt, en aftur á móti talsvert fé i aðra hönd, þegar eftirspurn var mikil um vinnuafl. Þetta, meðal ann- ars, varð til þess að vekja og við- halda þeirri skoðun hjá sveita- fólki, aö reykviskir verkamenn hlytu að lifa við góðan efnahag, ef þeir aðeinsnenntuaðvinna. — Ég minnist þess, aö rétt um þaö leyti sem ég var að yfirgefa vinnu- mennskuna, heyrði ég á tal bónda nokkurs, sem átti son sinn i eyrarvinnu i Reykjavík. Hann sagði: Það kvað vera mikil vinna á eyrinni i Reykjavik núna, þeir ku hafa sextiu til sjötiu krónur á viku. — Þessi frétt lét i minum eyrum eins og fagnaðarboðskap- ur, sem nærri má geta. Og ég flýtti mér til Reykjavikur og hinnar arðsömu eyrarvinnu. Það var ekki amaleg tilhugsun að geta nú á tveimur vikum ausið upp álika fjárupphæð og hafði kostað mig heils árs erfiði, næstum þræl- dóm, að undanförnu. Og vinnan reyndist vissulega fyrir hendi: Tilfærsla á salti og kolum, uppskipun úr togurum og flutningaskipum. — Hvernig líkaði þér svo þessi nýja vinna? — öll þessi störf þóttu mér leiðinleg, og mörg þeirra mjög óþrifaleg. En verst var þó að vita aldrei að kveldi hvar ég yrði að vinna morguninn eftir. Eftir stuttan tima yfirgaf ég þvi eyrar- vinnuna með litilli eftirsjá, og réð mig i byggingarvinnu. Þau skipti þóttu mér góð, þótt litið brygði til batnaðar með erfiðið. Það var hreint ekkert dútl að hræra steypublönduna með skóflum og handlanga hana siðan i blikkföt- um upp i mótin. Vinnutiminn var tiu klukkustundir á dag, og mig minnir að kaupið væri fjörutiu og fimm aurará klukkustund. Þetta hefði mátt telja nægjanlegt dag- legterfiði, en þó létum viðvinnu- félagarnir stundum undan ásókn verkstjóra við höfnina, þegar vantaði verkamenn þar, og hlup- um i að afferma togara á kvöldin og fram á nótt. — Mér finnst nú, að þeir aurar, sem ég fékk með þessum hætti, hafi verið of dýru verði keyptir. Varstu svo lengi I byggingar- vinnun ni? — Tilfállandi veikindi urðu til þess, að ég varð ekki fær til úti- vinnu. Þess vegna leitaði ég eftir einhvers konar vinnu, sem hvorki hafði kulda né vosbúð i för meö sér. Af þessum sökum komst ég i kynni við handverk, sem stóð með talsverðum blóma um þessar mundir. Það var tunnusmiði. Vegna styrjaldarástandsins var ekki hægt að flytja inn tunnur, en þeirra var mjög mikilþörf i landi, bæöi undir lýsi og saltkjöt. Þá tóku menn það til ráðs að nota miklar birgðir af oh'utunnum, sem höfðu safnazt fyrir i landinu, ogsmiða upp úr þeim tunnur und- ir lýsi og kjöt. Að þessari tunnusmið vann ég i Reykjavik, á meðan til entist, en um leiö og styrjöldinni lauk var farið að flytja inn tunnur með eðlilegum hætti,og þá tók auðvit- að fyrir þennan iðnað. Hlutu þá allir,sem að tunnusmiðinni höfðu unnið, og þar á meðal ég, að leita sér annarrar atvinnu. Lögregluþjónn næstum hálfa öld — Ilvað var nú til ráða? — Ég var atvinnulaus i Reykja- vik frá þvi á haustnóttum 1918 og fram yfir hátiðar. Það var vi'st rétt upp úr hátiðunum þann vet- ur, sem ég sá auglýstar tvær lög- regluþjónsstöður I Reykjavik, og af einhverri rælni sótti ég um aðra þeirra. Svo var það einhvern tima síðla i marzmánuði 1919, að ég fékk bréf frá borgarstjóranum i Reykjavik, þar sem hann kunn- gerði mér, að bæjarstjórn Reykjavikur hefði skipað mig lögregluþjón frá og með fyrsta april næst komandi, og jafnframt var tekið fram, að árslaun min væru ákveðin átján hundruð krónur á ári, hækkandi annað hvert ár um tvö hundruð krónur, þangað til komið væri i tvö þús- undogátta hundruð krónur. Ég heyrði það sagt siðar, að þrjátiu og tværumsóknir hefðu borizt um þessar tvær stöður. Næstu daga gekk ég svo á fund skraddarans til þess að fá saumaöan á mig ein- kennisklæðnað, og skraddarans pund er mikið, eins og allir vita. Siðastadag marzmánaðar 1919 fékk ég heimsókn af þáverandi yfirlögregluþjóni bæjarins, Páli Árnasyni. Hann færði mér eitt eintak af sérprentaðri lögreglu- samþykkt Reykjavikur, ásamt stuttri og snoturlega gerðri lög- reglukylfu úr þungum harðviði, og handjárn til þess að setja á fanga, ef þörf gerðist. Þar með höfðu mér verið fengin i hendur öll þau vopn og verjur, er lög- reglustjórnin veitti liðsmönnum sinum til þeirrar viðleitni að halda almenningi til hlýðni við lög ogreglur. —Aðminnsta kosti þær reglur, er um gat i lögreglusam- þykktinni, og um aðrar reglur vissi égharla litið þangað til sið- ar. Jaínframt færði yfirlögreglu- þjónninn mér þau fýrirmæli, að ég skyldi ganga á lögregluvakt klukkan átta að kveldi þess sama dags, og vera til staðar á götu- horninu við Laugavegog Smiðju- stig. Þar myndi ég hitta nætur- vöröinn, Guðmund Stefánsson, er hafði verið til þess valinn að setja mig inn i starfið og leiðbeina mér eftir þörfum. Allt þetta hafði framgang, svo sem f'yrir hafði verið mælt, og leiðsögn Guð- mundar reyndist mér vel, svo langt sem hún náði. — Það var naumast að haldið var upp á af- mælisdaginn minn i þetta sinn, ég varð tuttugu og fjögurra ára 31. marz 1919. — Kntistþú svo eitthvað að ráði I þessu nýja slarfi? — Já, þó nokkuð. Sú vist entist i fjörutiu og sjö ár, nákvæmlega. Ég hætti 1. april 1966, þá orðinn sjötugur. Hefur skráð sögu margra jarða — Nú erum við að taka upp þetia sþjall á l'yrsta degi april- inanaðar 1976, nákvæmlega tlu áruin el'tir að þú hættir binu opin- bera starfi þinu. Eittbvað hlýtur þú að liafa gert þessi tlu ár, svo hress og hraustlegur sem þú ert? — Sjálfsagt hef ég notað þennan áratug mest til þess sem éghef veriöeðlisbundinnalla ævi, og það er að vera latur. En svo- litið hef ég þó gert mér til skemmtunar, og það sem helzt hefur oröið mér fyrir hendi er að grúska dálitið i sögulegum fróð- leik. Það sem mest hefur heillað mig eru sögur einstakra merkis- bæja i heimasýslu minni, og ég held að mér sé óhætt að segja, að á þeim vettvangi hafi mér orðið nokkuð ágengt. Svo mikið er að minnsta kosti vist, að ég er sjálfur orðinn miklu fróðari en ég var, meira að segja um mina eigin sveit, og þá einkum kirkju- staðinn þar, Kolbeinsstaði, sem ég vissi harla litið um áður, en staðurinn reyndist þvi merki- legri, sem saga hans var lengur könnuð. — Hefur þú rakið sögu þessara bæja langt aftur i aldir? — Ég hef yfirleitt byrjað þar sem sögur greina fyrst, og ég veit um. Þaðgetur vitaskuld náð mis- jafnlega langt aftur, en stundum allt aftur til landnámsaldar. Það vill nú lika svo til, að margir þessara staða eru landnámsbæir, og þar með eru oft einna beztu heimildirnar um þá einmitt frá sjálfri landnámsöldinni. En þeg- ar fram kemur á aldir, fylgi ég kirkjubókum og yfirleitt öllum heimildum, sem hægt er að festa hönd á. Hitt er annað mál, að seint eða aldrei er hægt að fullyrða að tekizt hafi að finna allt, sem skiptir máli. — Svo skrifar þú auðvitað þá sögu, sem þér lýkst upp við leit- ina ? — Já, ég skrifa þetta allt eins vel oggreinilega og mérer unnt. í sumum tilfellum verður það æði- langt mál, mislangt þó. — Þú færir þetta inn I bækur? — Ég veit ekki hvort ég á að vera svo hátiðlegur að kalla þetta bækur, ef til vill er mappa réttara orð. En það er sjálfstæð ritgerð um hverja jörö, og aðeins ein jörð i hverri möppu. Þessi bréfabindi min eru orðin eitthvað tiu eða tólf, en auk þess á ég tals- vert meira i handriti en þessa af- mörkuðu þætti. — Handskrifar þú þetta allt? — Já, það verð ég að gera, þvi að ég hef aldrei lært að fara með ritvél, en hins vegar var mér kennt að draga til stafs á meðan enn varlögö áherzla á að ungling- ar fengju sæmilega rithönd. Með þessuerég ekki aðsegja að skrift min sé neitt sérlega falleg, en ég held þó, að engum verði vorkunn að stafa sig fram úr þessum blöð- um minum eftir minn dag. — Hefur þú ekki stundum rek- izt á skemmtilegar sagnir, þegar þú liel'ur verið að rekja þig eftir gömlum beimildum um einstaka bæi? — Það, sem ég held, að mér hafi þótt einna merkilegast, er vitneskja, sem ég komst að og tengd er Kolbeinsstöðum i' Kol- beinsstaðahreppi. Þar er hópur jarða, — svokallaöar Kolbeins- staðaeignir, — sem hafa fylgzt að i einu lagi i eigu eins og sama manns á hverjum tima i sex hundruð ni'utiu og fjögur ár, að þvi er mér telst til. Og af þessum tima ganga eignirnar frá manni til manns sem beint erfðafé i meira en fimm aldir. Þetta er ákaflega merkilegt atriði, og áreiðanlega mjög óvenjulegt. Verkefnið má heita ótæmandi — Hneigðist hugur þinn snemma að þjóðlegum fróöleik, eða tókst þú þér þetta fyrir hend- ur aðeins til þess að gera eitt- hvað, eftir að opinberum störfum þinum lauk? — Ég hafði alltaf gaman af sögulegum fróðleik og las yfirleitt allt sem ég náði i af þvi tagi. Hins vegar hafði ég auðvitað engan tima til þess að sinna þessu að neinu ráði fyrr en ég var hættur aðalstarfi minu. Að visu hafði ég oft áður gripið ýmislegan fróðleik sem á vegi minum varð, og ég gat með góðu móti haldið til haga og geymt. Og sá fróðleikur kom vitanlega að góðu haldi siðar, þegar ég fór að sinna þessu að ráði. — Fleira munt þú hafa gert, sem til bókiðju má telja. Hefur þú ekki lesiö heilmikið inn á segul- band fyrir Blindrafélag tslands? — Ekki veit ég nú hvort við eigum að kalla það „heiímikiö”. Jú, það er rétt, aö ég las Drauma Hermanns Jónas- sonar frá Þingeyrum fyrir Blindrafélagið, og eitthvað fleira las ég inn á segulbönd. Annars er mér þessi lestur ekki neitt sérlega minnisstæður. Ég gerði þetta að- eins vegna þess að ég vildi veita Blindrafélaginu lið, af þvi að ég ber mikla virðingu fyrir starf- semi þess, en ekki af neinni fræði- mannlegri ástriðu. Svo hef ég skrifað bækurnar Bóndinn á heiðinni (kom út 1950) og Bif- reiðar á Islandi (1956) en af henni er aðeins fyrsta bindið komið út, og enn fremur sögu Strætisvagna Reykjavikur. — En svo við snúum okkur aftur að handskrifuöu bókununi þinum: Ilvaða bæir eru þetta, sem þú hel'ur skrifaö um? — Ég er nú ekkert viss um að ég muni að telja þá alla upp, svona á stundinni. En við skulum sjá, eitthvað man ég. Það eru: Kolbeinsstaðir, Ytri-Rauðamel- ur, Skógarnes, Miklaholt — og nokkru leyti, — Hofstaöir i' Mikla- holtshreppi, Hraunhöfn og Búðir i Staðarsveit, Ingjaldshóll á Snæ- fellsnesi, Brimilsvellir, Mávahlið og Bjarnarhöfn. Inn i þetta flétt- ast svolengri eða skemmri kaflar úr sögu annarra staða, þvi eins og nærri má geta er það fátitt, að jarðir séu svo lokaður heimur, að saga þeirra snerti ekki sögu fleiri eða færri jarða i héraðinu. Sann- leikurinner þvisá, að ég veit ekki sjálfur, hversu marga staði frá- sagnir minar snerta, ef allt væri talið. — Hefur þérekki dottiö i hug að gel'a þennan fróöleik út? — Nei, ég hef ekki haft i frammi neina tilburði i þá átt. Hins vegar er þetta safn mitt orð- ið svo mikið að vöxtum, að mér er orðið dálitið annt um það. Ég myndi þvi vilja ráðstafa þvi á ein- hvern skynsamlegan hátt, áður en ég er allur, svo að það glatist ekki eftir minn dag. — Hel'ur þú ekki hug á að halda þessu áfram og gera fleiri bæjum svipuð skil? — Ur þvi sem komið er, býst ég varla við að ég sleppi við þetta áhugamál, á meðan ég held sæmilegri heilsu til likama og sálar. Hins vegar hef ég ekki gert neina áætlun um framhald á þessu. Eins og stendur er ég langt kominn með seinasta verkefnið sem ég tók mér fyrir hendur. Það er Ingjaldshóll á Snæfellsnesi. Hitt er jafnvist, að verkefnið er engan veginn tæmt. og má i raun- inni segja að það sé otæmandi. — YS Hallkelsstaöahliö I Hnappadalssýslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.