Tíminn - 11.04.1976, Side 23

Tíminn - 11.04.1976, Side 23
Sunnudagur 11. aprfl 1976. TÍMINN 23 Árvaka Selfoss hefst 14. apríl — fjölbreytt dag Likan af félagsheimilinu oghótelinu á Selfossi, en ágóði af Árvöku Selfoss rennur til félagsheimilisins. skrá að vanda gébé Rvik — Árvaka Selfoss er nú sem fyrr haldin meö hefðbundnu sniði. Þessi Árvaka er hin fjórða i röðinni. Árvaka Selfoss skipar nú orðið veglegan sess i menningar- lifi Selfoss, Arnessýslu og jafnvel Suðurlands i heild og er orðin vel þekkt um land allt. Árvakan stendur yfir i sex daga og eru dagskráriiðir mjög fjöibreyttir að vanda, m.a. listasýningar, tón- leikar, leikrit og iþróttir. Arvaka Selfoss hefst þann 14. april með kvöldvöku i Selfossbiói, sem lýkur með dansleik. A skir- dag, 15. april verða sýningar Ar- vökunnar opnaðar með viðhöfn. Þar er fyrsta að telja sýningu á verkum Asgríms Jónssonar list- málara, sýning á verkum Péturs Behrens, Keldnakoti, Stokkseyr- arhreppi, sýning Húsfriðunar- nefndar í máli og myndum um varðveizlu gamalla húsa, fri- merkjasýning i Gagnfræðaskól- anum, og listaverkasýning i Sjúkrahúsi Selfoss, þar sem sýnd verða málverk, og myndir mál- aðar á tré eftir Svövu Gestsdótt- ur, Selfossi. Auk alls þessa, verð- ur Byggðasafnið og Listasafn'Ár- nessýslu opiðalla Árvökudagana. Keppt verður i knattspyrnu á skirdag og hestamannafélagið Sleipnir fer hópreið um götur Sel- foss. Dagskránni þennan dag lýk- ur með leiksýningu, en það verð- ur Skagaleikflokkurinn, sem sýn- ir „Gisl” eftir B. Beham. A föstudaginn 4anga verður messa i Selfosskirkju, prestur er sr. Sigurður Sigurðarson. Knatt- spyrnuleikur verður háður, svo ogskákkeppni en þar teflir Björg- vin Viglundsson klukkufjöltefli við 15 skákmenn úr Arnessýslu. Um kvöldið verða tónleikar i Sel- fosskirkju. Kór Söngskólans i Reykjavik ásamt Sinfóniuhljóm- sveitinni i Reykjavik flytja óratóriuna Elia, eftir Mendel- sohn. Stjórnandi er Garðar Cort- es, en þetta er 50 manna kór og 50 manna hljómsveit sem flytur verkið, ásamt 8 einsöngvurum. Laugardaginn 17. april verður barnaleikritið Rauðhetta sýnt, en það er Leikfélag Kópavogs sem er með þá sýningu. Knattspyrnu- leikur verður háður og um kvöld- ið verður dagskrá i Selfossbiói, sem hefur hlotið nafnið Tónaregn, en þar koma margar þekktar hljómsveitir fram. Einnig verður Páskavaka i Selfosskirkju um kvöldið. Messa verður i Selfosskirkju á páskadagsmorgun. Þá fara iþróttamót fram viðavangs- hlaup hjólreiðakeppni, badmin- tonmeistaramót Selfoss og hrað- skákkeppni. Um kvöldið flytja Listaskáldin vondu dagskrá sina. Siðasta Árvökudaginn, annan i páskum fara fram knattspyrnu- leikir og páskamót Selfoss i lyft- ingum. t Selfossbiói verður ung- lingadansleikur um kvöldið þar sem hljómsveitin Selana leikur og verður Arvökunni siðan slitið á miðnætti. Það er von þeirra sem eru i fyrirsvari fyrir Arvökunni, að al- menningur fjölmenni og njóti þeirra fjölbreyttu dagskrárliða sem hér hefur litillega verið lýst. Með þvi styrkja þeir þá viðleitni sem leitazt er við að efla á Sel- fossi i menningarlegu tilliti, og flýta fyrir byggingu félagsheimil- isins, sem má segja að hafi verið hvatinn að Arvöku Selfoss en all- ur ágóði rennur i félagsheimilið. DUAL er valið, þegar menn vilja EINUNGIS ÞAÐ BEZTA Verð á Dual plötuspilurum: CS7: 11.705 CS1224: 36.380 CS1225: 38:750 CS1226: 56.988 CS1228: 65.590 CS1229: 87.784 CS1249: 66.777 CS501: 47.507 CS601: 76.320 CS701: 108.435 H.F. Skipholtc 19 simi 23800. Klapparstig 26. siini 1 9800

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.