Tíminn - 11.04.1976, Qupperneq 33

Tíminn - 11.04.1976, Qupperneq 33
Sunnudagur 11. april 1976. valt á þvi, að dvergamir vöknuðu ekki. Bálið var slokknað, en aðeins tórði i neistum hér og þar. Þegar bálið lýsti ekki lengur, hafði Berit enga hugmynd um það, sem gerðist. Árni lagði mjúklega höndina á munninn á Berit og hvislaði i eyra henni: ,,Berit! Ég er frjáls. Vic gróf moldina frá mér og nagaði i sundur böndin af höndum mér. í guðs nafni farðu varlega. Talaðu ekki. Hreyfðu þig ekki. Dvergarnir geta þá vaknað”. Svo risti hann utan af henni böndin, og þau voru bæði frjáls. — í öskunni glytti á stöku stað i neista. Það var allt, sem eftir var af bálinu. I kringum þau var biksvört hitabeltis- nóttin eins og múrvegg- ur. Þau höfðu enga hug- mynd um, i hvaða átt þau skyldu halda, og þau vissu ekki heldur neitt hve framorðið var. Þau óttuðust það mest, að villast enn i skóginum, og þá gætu dvergamir fundið þau, þegar dag- aði. Þá fékk Berit ágæta hugmynd. ,,Við skulum láta Vic velja leiðina”, sagði hún. „Úr þvi honum tókst að frelsa okkur úr fjötrunum, þá getur hann ef til vill hjálpað okkur lika til að rata rétta leið. Við skulum að minnsta kosti reyna það. Við skulum taka bast- taug og binda um háls- inn á honum og halda svo i bandið og láta hann velja leiðina”. Þau framkvæmdu þetta strax og það var eins og Vic skildi, hver vandi honum var ifalinn. Strax og þau höfðu bundið bandið um háls- inn á honum og kippt örlitið i það, lagði hann af stað, og vitanlega alveg i öfuga átt við það, sem þeim hafði dottið i hug, en þau létu það af- skiptalaust. Þau ákváðu bæði, að láta Vic alveg ráða. Það gæti að minnsta kosti aldrei spillt neinu, úr þvi sem komið var. 1 rösklega hálftima röltu þau þannig á eftir Vic um niðdimman skóginn og hrukku sam- an i kuðung við hvert minnsta hljóð, sem heyrðist. Oft duttu þau um trjárætur og grein- ar, og þá beið Vic þolin- móður, þar til þau kom- ust á fætur aftur. Ekki leið á löngu, þar til þau sáu bregða fyrir ljós- bjarma — langt i burtu. Það var ekki bjarmi af báli, heldur ljós, sem virtist hreyfast. Syst- kinunum létti fyrir brjósti. Þegar þau nálguðust ljósið, fór Vic að gjamma og flaðra upp um þau, eins og hann væri að tryllast af gleði. Hann togaði og kippti i bandið og vildi flýta sér. Þá heyrðu þau köll úti i skóginum, og hæst af öllu hljómaði rödd Songos: „Meistari Árni. Meistari Árni, endurómaði i skóginum. Songo gat næstum grátið af gleði, er hann sá systkinin aftur heil á húfi. Endurfundirnir urðu honum stórhátið. Vic flaðraði upp um þau öll þr jú á vixl, — hoppaði og lét öllum illum látum. Hann tók fullan þátt i gleði hinna, og honum var lika allt að þakka. Ef til vill skildi Vic að einhverju leyti, hvern þátt hann átti i björgun- inni. — Þau systkinin sögðu Songo upp alla söguna. Þau gripu hvort fram i fyrir öðru og vildu bæði segja frá öllu þvi hræðilega, sem fyrir þau hafði komið, eftir að þau röltu út á stíginn, sem lá inn i skóginn. En bezt þótti þeim að segja frá Vic og hvernig hann bjargaði lifi þeirra á sið- ustu stundu. Án hans hans hefðu þau aldrei sloppið lifandi. Songo hafði orðið ákaflega hræddur, er hann varð þess var um sólarlagið, að Árni og Berit voru ekki komin aftur. Hann vissi, hve hættulegt það var fyrir hvita aðkomumenn að villast i frumskógum að næturlagi. Hann hafði þó enga hugmynd um þá hættu, sem þau lentu i, en þá hefði hann vist sturlazt af hræðslu. Nú sagði hann þeim frá þvi, hvernig hann hefði strax um kvöldið fengið alla sina svörtu félaga og mikinn hluta skipshafnarinnar til að leita þeirra i skóginum. En i þessu niðsvarta næturmyrkri var það Skrifborðs- sett allar stærðir Svefnbekkir Toddy- sófasettin STlL-HÚSGÖGN % AUDRREKKU 63 KQPAVCGI SiMi 4460Q [yri/i i i.f TÍMINN 33 likt og að leita að smá- nál i stórum galta. En nú skyggði ekkert á gleðina. Leiðin niður að skip- inu, með blysið i farar- broddi, var sannkölluð sigurganga. Og vitan- lega var Vic hetja dags- ins eða öllu fremur hetja næturinnar. Allir keppt- ust við að kjassa hann og sýna honum bliðu. Og þegar þau loks komust öll út I skipið, fékk Vic svo mikið af kjötbeinum og alls konar góðgæti, að hann sofnaði loks á þil-’ farinu' með , glænýjan kjötbita við trýnið. Systkinin gátu ekki heldur haldið sér lengi vakandi. Þau voru svo örmagna eftir allar þjáningar næturinnar, að þau fóru snemma i rúmið og vöknuðu ekki fyrr en undir hádegi næsta dag. Um kvöldið komu þau til Stanleyville. Þá höfðu þau lokið hinni löngu ferð á fljótabát upp eftir Kongofljóti. y!i©a§ samlokurnar dofna ekki með aldrinum Þokuljós og kastljós Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikiö I jósmagn PERUR í ÚRVALI NOílÐ ÞAÐ BESTA ----IILOSSI?—< Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa sem góð heimilistrygging veitir. ímilistrygging Samvinnutrjgginga er: Trygging á innbúi gegn tjóni af völdum eldsvoða og margra annarra skaðvalda. Ábyrgðartrygging Bætur greiðast fyrir tjón, sem einhver úr fjölskyldunni veldur öðru fólki,sbr.nánari skilgreiningar í skilmálum tryggingarinnar. Örorku og/eða dánartrygging heimilisfólks við heimilisstörf. Skrifstofur okkar og umboðsmenn um land allt vcita nánari upplýsingar um HEIMILISTRYGGINGUNA og þær cndurbætur og nýjungar, scm gengu í gildi 1. janúar 1976 SAMVINNUTRYGGINGAR GT ÁRMÚLA3- SlMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.