Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 2
TÍMINN Njörður P. Njarðvík og Hjortur Palsson - í dómnefnd um bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs Sambandið: Gaf Hamragöroum brjóstmynd af Jónasi frá Hriflu SJ-Reykjavik. bann 1. mai af- formaður SÍS félagsheimili sam- henti Eysteinn Jónsson stjórnar- vinnumanna, Hamragöröum, af- steypu af brjóstmynd af Jónasi Jónssyni frá Hriflu til eignar, en Samband islenzkra samvinnufé- laga gefur. Einar Jónsson gerði frummyndina af listaverki þessu. Svo sem kunnugt er voru Hamra- garðar i aldarfjórðung heimili Jónasar Jónssonar og mun þessi stytta nú prýða heimilið, en önnur samskonar verðuf i Þjóðleikhús- inu til minningar um þao, að hann átti frumkvæði að stofnun þess. Sæmundur Alfreðsson formaður félagsheimilisnefndar veitti brjóstmyndinni viðtöku, en við- stödd var Auður dóttir Jónasar heitins Jónssonar. Timamynd: GE. F.J. Rvik. Menntamálaráðu- neytið hefur skipao Njörð P. Njarðvik, lektor og Hjört Páls- son, dagskrárstjóra, fulltrúa af islenzkri hálfu i dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs til næstu þriggja ára, eða þar til veiting verðlaunanna árið 1979 hefur farið fram. Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, hefur verið skipaður varafulltrúi i dómnefndinni sama timabil. Njörður P. Hjörtur Njarðvik pálsson. Akureyri: NYTTOGFULLKOMID IÞROTTAHUS 1980 KS-Akureyri — Föstudaginn 30. aprfl gengu á fund bæjarstjórnar Akureyrar Form. ÍBA. tsak Guð- mann, form. Þórs, Haraldur Helgsson og form. KA, Haraldur M. Sigurðsson. Erindi þeirra var Verðhækkanirnar á fiski: Hafa minnkað halla frystiiðnaðarins um helming — segja sjávarafurðadeild SÍS og SH Sjávarafurðadeild StS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sendu i gær frá sér eftirfarandi vegna verðhækkananna, sem orðið hafa á freðfiski á erlendum mörkuðum: ,,A undanförnum tveim mánuðum hafa orðið verulegar verð- hækkanir á freðfiski á erlendum mörkuðum. Hækkanir þessar ná til tæplega þriðjungs freðfiskframleiðslunnar, en nema i heild um 4% að meðaltali á alla framleiðslu. Sökum þess að töluvert hefur verið rætt um þessar hækkanir i fjölmiðlum og manna á meðal, pg yfirleitt á þann veg að tilefni gef- ur til meiri bjartsýni en efni standa til, þykir okkur rétt að eftirfar- andi komi fram: Þegar hráefni til frystingar var verðlagt i marzbyrjun s.l., hafði nýlega verið gengið frá kjarasamningum starfsfólks i landi. Fulltrúi sjómanna i yfirnefnd verðlagsráðs gerði það að ófrávikjan- legri kröfu sinni, að laun sjómanna hækkuðu i samræmi við launa- hækkanir i landi. A þessa kröfu var fallizt, þrátt fyrir að til þess lágu engin efnisrök. Staða frystiiðnaðarins að lokinni þessari verðlagningu var þessi: Eftir að gert hafði verið ráð fyrir greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins að fjárhæð 1600 milljónir króna, var halli frystihús- anna nálega 1000 milljónir króna, eða samtals halli að fjárhæö tæp- lega 2600 milljónir króna. Innan við tvö hundruð milljónir voru tií i Verðjöfnunarsjóði til þess að mæta þessari 1600 milljóna kvöð, sem á sjóðinn var lögð. Það var þvi tvimælalaust verið að verðleggja út á þær verðhækkanir á erlendum mörkuðum, sem vonazt var til að yrðu, og hafa nú að verulegu leyti orðið, og ef til vill að gert hafi ver- ið ráð fyrir áframhaldandi gengissigi. Staða frystiiðnaðarins nú eftir umræddar verðhækkanir og það gengissig, sem hefur orðið, er þessi: Greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði hafa lækkað úr 1600 milljónum króna niður I 300 milljónir króna. Halli frystiiðnaðarins hefur minnkað úr tæplega 1000 milljónum króna niður i 500 milljónir króna. Allar tölur eru miðaðar við verðlagsár. Það er vissulega ástæða til meiri bjartsýni nú en verið hefur undanfarin tvö ár, en alla bjartsýni verður þó að miða við ofanritað- ar staðreyndir." Reykjavik 3. mai 1976. Sjávarafurðadeild S.Í.S. SölumiðstöðHraðfrystihúsanna. Um 4% meðaltalshækkun á alla f ramleiðsiu að afhenda bæjarstjórninni und- irskriftir 1800 bæjarbúa, sem vilja leggja þunga áherzlu á að hafin verði sem fyrst bygging svæftisíþróttahúss á Akureyri. I bréfinu er bæjarstjórnin hvött til þess a$ forráðamönnum undir- skriftasöfnunarinnar, að vinna ötullega að framgangi þessa máls, þannig að framkvæmdir getihafizteigi siðar en vorið 1977, og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að verkefni þetta verði tekið inn á fjárlög rikisins næsta ár. t framhaldi af erindi þessu hélt bæjarstjórnin fund, þar sem á- kveðið var að hefja byggingu svæðislþróttahúss vorið 1977, og stefnt skyldi að þvi að fram- kvæmdum ljúki árið 1980. Undan- farin ár hefur innanhússiþrótta- aðstaða fyrir iþróttafólk og skóla- nemendur á Akureyri verið mjög ófullkomin. A siðustu árum hefur gamla iþróttahúsið við Laugar- götu og iþróttaskemman verið aðalathvarf iþróttafólks i bænum,- þó svo bæði þessi hús séu löngu fullnýtt. í skemmunni hafa f arið fram kappleikir, þar sem það er eini staðurinn, sem fullkominn keppnisvöllur er. Var það þvi samdóma álit þeirra er að i- þróttamálum standa á Akureyri, að i algjört óefni stefndi ef ekki yrðu gerðarráðstafanirhið fyrsta til að ráða bot á þessum málum. Er þvi mikið fagnaðarefni, að bæjarstjórnin hefur nú ákveðið byggingu nýs jþróttahúss NÝR FLOKKUR! NÝIR YINNINGAR! Páll Zophoníasson ráðinn bæjar- stjóri í Eyjum Samstarfi Framsóknarflokks og Sjólf- stæðisflokks í bæjarstjórninni lokið Bæjarstjórn Vestmannaeyja réði Pál Zophoniasson, bæjar- tæknifræðing, bæjarstjóra á fundi sem haldinn var s.l. sunnudag. Er Páll ráðinn út kjörtimabilið, eða I næstu tvö ár. Sjö af niu bæjarfull- trúum greiddu atkv. með ráðn- ingu Páls, en tveir voru á móti. Þeir, sem á móti voru, eru báðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjórn, en alls sitja fjórir fulltrúar flokksins i bæjarstjórn. Er flokkurinn þvi klofinn i mál- inu. Páll Zophoniasson hefur verið bæjartæknifræðingur i Vest- mannaeyjum undanfarin ár og hafa framkvæmdir við upp- bygginguna eftir gosið mætt mjög á honum, sérstaklega hvað við kemur hreinsun bæjarins. Sigurgeir Kristjánsson fulltrúi Framsóknarflokksins i bæjar- stjórn, sagði i gær, að-segja mætti að með kosningunni um ráðningu bæjarstjóra væri meirihluta- samstarfinu viðsjálfstæðismenn i bæjarstjórn úr sögunni. Sam- komulagið byggðist mikið á ráðn- ingu bæjarstjóra, og þegar sam- starfsflokkurinn klofnar svona i málinu er vart hægt að tala um neitt samstarf lengur, sagði Sigurgeir. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.