Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug— Neyöarflug HVERT SEAA ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÓÐIN HP Símar 27122 — 11422 96. tölublað — Þriðjudagur 4. mai — 60. árgangur fammp Áætlunarstaðir: Blönduós "— Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur 1 Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- íhólmur — Rif SúgandaT j. Sjúkra- og leiguflug um Jllt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 ¦ Stjórnarfrumvarp um nýja fjáröflun ríkissjóðs: Verja á 1 milljarði eflingar landhelgi til lu og friðunarráðstafana Vörugjald hækkar úr 10% í 18% Bensíngjald hækkar um 1,59 kr. AÞ-Reykjavik. — 1 gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um nýja fjáröflun fyrir rikissjóð, m.a. til að standa straum af aiiknum kostnaði við landhelgis- gæzluna. Er gert ráð fyrir þvi, að f járöflun samkvæmt frumvarpinu, skili rlkissjóði rúmum 2,2 milljöröum króna, og önnur fjáröflun i tengsl- um við þaö skili 320 miilj. króna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir þvl, að vörugjald hækki úr 10% I 18% og haldist þannig til loka árs- ins. Er tekjuauki rikissjóðs af þvl áætlaður 1,6 milljarðar króna, þar af er áætlað að verja 1 milljarð til eflingar landhelgis- gæzlu og friðunarráðstafana. Þá er gert ráð fyrir þvl I frum- varpinu, að greiðslur rikissjóðs vegna skattaafsláttar upp I út- svar verði takmarkaðar. Komið verði I veg fyrir, að ákvæði skattalaga um persónuafslátt verði til þess, að sveitarfélógin taki almennt að nota Hfeyristekj- ur og lágar tekjur námsmanna sem álagningarstofn útsvars. Er tilið, að þessi breyting bæti greiðsluafkomu rlkissjóðs um allt að 300 milljón kr. I ár. Þá gerir frumvarpið enn frem- ur ráð fyrir þvl, að skyldusparn- aður verði áfram 5%. Aætlað er, að innheimta skyldusparn- aðar geti numið 300 milljónum kr. 1 tengslum við frumvarpið verður birt reglugerð um hækkun benslngjalds um 1,59 kr. og reglu- gerð um hækkun innflutnings- gjalds af bifreiðum I jeppaflokki og af snjósleðum. Samtals er á- ætlað, að þessar hækkanir gefi af sér 320 milljónir kr. Fé það sem aflað er með skyldu sparnaði.hækkun bensingjalds og Frh. á bls. 15 Hin nýja þyrla Landhelgis- gæzlunnar TF-Gro er nú komin til landsins og mun að sögn talsmanna Landhelgis- gæzlunnar verða tekin i notkun i vikunni. Þyrlan var flutt hingað til lands með skipi frá Bandarikjunum, en áður hafði Björn Jónsson, flugmaður flogið þyrlunni þvert yfir Bandarikin. Myndin er tekin af nýju þyrl- unni i flugskýli Landhelgis- gæzlunnar á Reykjavíkur- flugvelli I gærdag. Timamynd: G.E. SIGURÐUR Dagsson landsliðsmarkvörður þurfti að kasta sér stang- anna á milli, þegar lands- liðsmennirnir I knatt- spyrnu gerðu stórskota- hrið að markinu, á fyrstu landsliðsæfingunni, sem fór fram á Melavellinum gamla. Sigurður réði ekki við knöttinn, sem liggur i markinu, en hann vann það upp, með þvl að verja meistaralega stuttu siðar og tók Gunnar Ijósmynd- ari þá þessa mynd, þar sem Sigurður, liðugur sem köttur, stekkur upp og slær knöttinn aftur fyrir mark. Sj-á nánar iþróttir á bl». 17,18 og 19. Byggingarverktakar og ionaoarmenn fyrir noroan: Leggja niður vinnu við Kröflu ÞJ-HúsavIk. A fundi hjá Félagi byggingarverktaka á Húsavik og Suður-Þingeyjarsýslu, sem hald- inn var I gær, var ákveðið að fé- lagsmenn iegðu niður vinnu við Kröfluvirkjun þriðjudaginn 4. maiog jafnframt að senda út eft- irfarandi fréttatilkynningu: Félag byggingaverktaka I Húsavlk og Suður-Þingeyjarsýslu telur sig tilneytt að mótmæla harðlega þeim órétti, sem þeir eru beittir I sambandi við val verktaka við byggingu Kröflu- virkjunar. Það virðist nú vera orðin stefna hjá Kröflunefnd og ráðgjöfum hennar, að velja verk- taka úr öðrum landshlutum, til dæmis með þvi að beita bola- brögðum I sambandi við útboð og raflagnavinnu, og með þvl að ganga fram hjá lægsta tilboði I ákveðið verk á sviði trésmiða. Félagið telur, að þingeyskir verk- takar, sem starfað hafa við Kröflu hafi sýnt að þeir standi fullkomlega við sitt, og geti þvi ekki sætt sig við slíkt óréttlæti á Ásigling í Reykjavíkurhöfn Oó-Rvik. Þegar verið var að leggja einum af Fossunum við bryggju i Reykjavikurhöfn i fyrrinótt varð það óhapp, að skip- ið fór utan I Esju, sem lá við hafnarbakkann, og urðu nokkrar skemmdir á siðu sfðarnefnda skipsins. Areksturinn varð það harður, að innrétting i hérbergj- um skemmdist, en ekki verulega. Gert var við skemmdir til bráða- birgða.ogverðurengin töf ááætl- un Esju, sem fer i strandferð I kvöld, fullhlaðin vörum.- sama tima og samdráttur er I öll- um öðrum framkvæmdum I hér- aðinu. Munu þvi þingeyskir iðn- aðarmenn beita öllum tiltækum ráðum til aðkoma i veg fyrir að opinberir aðiljar flytji yinnuafl inn I héraðið, er óhjákvæmilega leiðir til atvinnuleysis hjá iðnað- armönnum á félagssvæðinu. AAatthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: SÍLDVEIÐIKVÓTINN í NORÐURSJÓ FULLNÝTTUR LÖGÐVERÐURÁHERZLA ÁVEIÐARKARFA, ÚTHAFSRÆKJU. HUWIARS OG LOÐNU OÓ-Reykjavik. — Við munum vafalaust nota þann kvóta, sem okkur var úthlutaður til síkl- yeiða I Norðursjó, sagði Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra I viðtali við Tim- ann I gær. Verður auglýst eftir umsóknum um veiðileyfi, og verður umsóknarfresturinn til 10. mai n.k. Sagðist ráðherrann gera ráð fyrir að veiðikvótinn verði nýtt- ur þegar I vor að hluta, og von- azt væri til að bátarnir höguðu veiðinni þannig, að þeir færu ekki allir I einu á Norðursjóinn. Ekki er ákveðið hve mörgum bátum verður úthlutaö veiði- leyfum, en áreiðanlega munu margir sækja um þau.eða alltof margir, eins og Matthias orðaði það. Alls mun islenzkum skip- um verða leyft að veiða um 12 þúsund tonn af sild I Norðursjó i ár. Sjávarútvegsráðherra var spurður, hvort gerðar hafi verið nokkrar ráðstafanir af hálfu ráðuneytisins varðandi verkfni loðnu- og sildveiðiflotans I sum- ar, auk Norðursjávarveiðanna. Hann sagði, að auðvitað væri það opið öllum að reyna aðrar veiðar, en þau skip, sem eru eingöngu útbúin sem nótaskip, hafa mjög takmarkað svigrúm, eh þau skip, sem eru jöfnum höndum búin til netaveiða og togveiða, auk nótaveiða, hafa möguleika á ýmsu öðru. I vor og sumar verður aukin leit að út- hafsrækju, og sömuleiðis á að auka verulega veiöar á loðnu fyrir Norðurlandi I sumar. En ómögulegt er að segja um enn sem komiö er, hve mörg af skipunum fara á þessar veiðar sem eru áhættusamar, og þjóð- félagið getur ekki haldið uppi mörgum skipum við slikar til- raunir. Þá verður aukin leit að karfa fyrir botnvörpuskipin og þar með stefnt að auknum karfaafla. Minni skipin við Suð-Vesturlandið fara aö öllum likindum meira á humar i sum- ar en áður var. Veiöikvótinn er hækkaður i 2.800 tonn. Við úthlutun sildveiðileyfa i Norðursjó veröur tekiö tillit til þeirra skipa, sem stundað hafa þær veiöar áður, en ekkert er hægt að segja um hvernig afla milli skipanna verður háttað. 1 haust verða siðan sQdveiöar leyfðar við Island, en of snemmt er að spá nokkru um hve mikið magn verður leyft að veiða og hvernig staðið verður að þeim sfldveiðum yfirleitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.