Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 4. maí 1976. HEMIR 1 Islandpferde in Norddeutschland \fereinigt mit »Der lslandhund« Friihjahr 1976 SJ—Rcykjavik. — Nýlega kom Ut i Hamborg fyrsta tölublað tima- rits á þýzku, sem fjallar um is- lenzka hesta og hunda i Norður-Þýzkalandi. Ritið sem heitir Hestur, kemur út árs- fjórðungslega og verða þar birtar leiðbeiningar um meðferð, keppnisfréttir, greinar og mynd- ir, sem sýna hesta og hunda á ts- landi og i Þýzkalandi eða annars staðar i Evrópu. Ritstjóri er Volker D. Ledermann. Kennslubók um raftækni A undanförnum árum hefur Ríkisútgafa námsbóka i sam- vinnu við Menntamálaráðuneyt- ið, Skólarannsóknadeild, gefið ut flokk kennslubóka i eðlis- og efna- fræði. Bækur þessar eru ætlaðar nemendum i 5.-9. bekk grunnskóla. Nú er komin út á vegum sömu aðila bdk um raftækni og tengist hún að nokkru leyti fyrrgreindum bókaflokki. Bókin nefnist Raf- magnsfræði og er eftir Orn Helgason eðlisfræöing. Hún er einkum ætluð nemendum á siö- asta ári grunnskóla eða fyrstu ár- um framhaldsskóla og fremur þeim sem ekki nema siðustu bókina i ofangreindum bdka- flokki. 1 ráði er að gefa út fleiri bækur I þessum nýja flokki, m.a. um efnafræði. Rafmagnsfræði er 48 bls. að stærð og er i henni fjöldi skýr- ingamynda eftir Boga Indriöa- son. Þröstur Magnússon gerði kápu en tsafoldarprentsmiðja annaðist setningu og prentun. *BBNm ^mmx^^mmi^mm Lausar stöður Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis á Endurhæfingadeild Borgarspi- talans er laus til umsóknar. Staðan veitist eftir samkomulagi. Sérfræðingur til afleysinga Sérfræðing (i orkulækningum, taugalækningum eða lyflækningum) vantar til sumarafleysinga á Endur- hæfingardeild Borgarspitlans. Upplýsingar um stööurnar veitir yfirlæknir Endurhæf- ingardeildar. Aðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna á Skurðlækningadeild Borgar- spitalans eru lausar til umsóknar frá 1. júni n.k. til 6 mánaða. Aðstoðarlæknir 1 staða aðstoöarlæknis á Heila- og taugaskurðlækn- ingadeiid Borgarspitaians er laus til umsöknar frá 1. júni n.k. til 6 eða 12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni Skurðlækningadeildar, fyrir 20. mai n.k. Reykjavik, 3. mai 1976. SVFI: Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. 79 björgunarsveitir mmmmamm&mmM Gsal-Reykjavik — Landsþing Slysavarnarfélags tslands var haldið i Reykjavfk um helgina, og sóttu það um 150 manns. Gunnar Friðriksson, forseti félagsins flutti skýrslu um störf félagsins á siðasta ári við setn- ingu landsþingsins, og fara hér á eftir nokkur atriði úr skýrslu hans. Tilk y nninga sky lda n Nú eru um átta ár, siðan til- kynningaskyldu íslenzkra skipa var komið á. Var reglugerð um hana sett i mai 1968, og hefur SVFI haft allan veg og vanda af þessari starfsemi æ siðan. Hún hefur verið efld og þétt, og nú er svokomið, aðvarðstaðaer allan sólarhringinn frá október til mai', en annars 16 tima á sólar- hring. Framkvæmd Tilkynn- ingaskyldunnar veltur að veru- legu léyti á móttökuskilyrðum strandstöðva, og hefur verið um miklar framfarir að ræða á þvi sviði, en enn skortir þó nokkuð einfalt og öruggt. Tilhneigingar til að gera það flóknara eru beinlinis hættulegar, og geta dregið stórlega úr áhrifamætti þessmannafla sem eru reiðubú- inn til að sinna kalli til björgun- ar", sagði Gunnar. Umferðarslysin Þessu næst vék Gunnar að umferðarslysunum, og sagði að þau væru ekki siður áhyggjuefni SVFI en annarra. Hann kvað undirbúning vera hafinn á vett- vangi samtakanna að þvi, að deildir þeirra verði enn virkari aðili i umferðarslysavörnum en áður. Gunnar sagði, að slysa- varnarsamtökin yrðu að beita sér fyrir áróðri hvert á sinu svæði, og láta einskis ófreistað til að verða sem virkastur þátt- takandi I þeirri herferð, sem flestir Islendingar þyrftu að taka þátt I, til að sporna við þeirri umferðaslysaöldu, sem gengið hafi yfir þjóðina á s.l. ári. bjarga frá drukknun árið 1975, ef þeir hefðu verið i slfkum björgunarvestum. Þá segir frá slökkviæfingu með froðu, sem gerð var i Vest- mannaeyjum i október 1975, þar sem Total kastfroðutæki voru notuð við slökkvistarf i fiskibáti i Vestmannaeyjum, sem dæmd- ur hafði verið ónýtur. t árbókinni kemur fram, að 19 tslendingar drukknuðu árið 1975, þar af þrir með skipum, sem fórust. Banaslys i umferð- inni urðu 35 á s.l. ári, eða fleiri en nokkru sinni áður. Eitt flug- slys varð á árinu, er sjö manns létust, þegar þyrla hrapaöi til jarðar á Kjalarnesi. 22 ts- lendingar létust af ýmsum slysaorsökum á árinu 1975. Eldur kom upp i ellefu skipum árið 1975, og tókst að bjarga áhöfnum skipanna i öllum til- vikum. Ellefu skip fórust árið 1975. Mannbjörg varð i 9 tilvikum, en Hér sést hvernig björgunarvestið hefur blásist upp, þegar maður hefur lent í sjónum. Á neðri myndinni er björgunarvestið óuppblásið undir hlífðargallanum, og þar sést glöggt, að fyrirferð bess er nær engin. á, að ástandið i þessum efnum sé viðunandi. Er þar við ýmsa erfiðleika aðetja, en það er von félagsins, að enn haldi áfram aö miða I rétta átt. Væntanlega verður það tómlæti, sem sumir skipstjórnarmenn sýna þessu öryggisstarfi, sem unnið er i þeirra þágu, senn úr sögunni. Við tslendingar munum vera brautryðjendur á þessu sviði öryggismála — enda fer vel á þvi, sagði Gunnar. Björgunarsveitirnar Þá vék hann að björgunar- sveitum félagsins, sem nú eru 79 að tölu, dreifðar um allt land og allar búnar eins vel og efnahag- ur félagsins og deilda þess leyf- ir. Björgunarstöðvar, hús og skýli er hins vegar orðin 96 að töhi. Skiptir verðmæti husa og búnaðar — auk búnaðar björgunarsveitamanna — mörgum tugum milljóna króna, þótt aðeins væri reiknað með út- lögðum kostnaði við bygg- ingarnar, en t.d. ekki_beirri gifurlega miklu vinnu, sem félagsmenn hafa lagt fram án endurgjalds. A siðustu 10 árum hafa björgunarsveitir félagsins bjargað 230 manns úr strónduö- um skipum, 136 islenzkum, 75 brezkum, 10 dönskum og 9 norskum. Samræming björgunaraðila Opinber nefnd hefur undan- farið athugað samræmingu á slarfi ýniissa björgunaraðila i landinu. Þótt samræmingar geti verið þörf á vissum sviðum, eru hugmyndir sumar um stjórn- kerfi eða stjórnstöð með þátt- töku margra fjarlægra aðila ólikar til að vera til bóta i þessu efni, eða slikt fyrirkomulag vænlegttil aukins öryggis. „Hér á fyrstog fremst að treysta á þá menn, sem hafa hvort tveggja til að bera: Þjálfun i að fara með björgunartæki og þekkingu á staðháttum. Sá háttur hefur reynzt frábærlega vel i nær fimm áratugi, þannig að hvergi ber skugga á. Þetta kerfi hefur ótvirætt sannaðgildi sitt.Þaðer Erindrekaskipti Erindrekaskipti hafa orðið hjá félaginu — úr þvi starfi hvarf Hálfdán Henrýsson, en við tók Óskar Þór Karlsson stýrimaður um s.l. áramót. Hef- ur hann þegar efnt til nám- skeiða á nokkrum stöðum og verður lagt aukið kapp á það starf framvegis. Ny björgunarvesti t árbók SVFl, sem kom út um helgina, er m.a. að finna grein frá rannsóknanefnd sjóslysa, um björgunarvesti og kast- froðutæki. Þar segir m.a. að 1. október s.l. hafi gengið i gildi ný reglu- gerð, þar sem skylt væri að hafa sérstaka gerö björgunarvesta um borð i öllum skuttogurum. Þessi vesti. eru mjög fyrir- ferðarlitil og þægileg, og þeim eiginleikum búin, að falli maður i sjó eða vatn, blasa þau sig sjálf upp eftir 4-6 sekúndur. t grein- inni segir, að brýna nauösyn beri til þess að vestin veröi i sem flestum skipum og bátum. Nefndinni er kunnugt um, segir i greininni, að margir menn, sem eru á trillubátum, hafa keypt slik vesti og einnig þeir sem eiga hraðbáta og vatna- báta, svo og einstaka laxveiði- maður. Nefndin telur, að a.m.k. þrem mönnum hefði. tekizt að þrir menn fórust með hinum tveimur. Fimm islenzk skip strönduðu árið 1975, og tókst að bjai-ga áhófnum skipanna I öllum til- vikum. Einn brezkur togari, D.B. Finn strandaði árið 1975, og tókst að bjarga áhöfn togar- ans, 21 manni. 220 in anns var bjargað úr lifs- háska árið 1975, flestum frá drukknun á rúmsjó, eða 47. 43 var bjargað úr brennandi skip- um, og einnig var 43 bjargað úr eldsvoðum á landi. 32 var bjarg- að ur strönduöum skipum. Hagstæto tilboð í skólabyggingu KS-Akureyri — Fyrir skömmu voru opnuð tilboð i byggingu ann- ars áfanga við Lundarskóla á Akureyri. Verður þetta allstór kennsluálma, sem byggð er i tengslum við 1. áfanga, sem tek- inn var i notkun haustið 1975. Til- boð i verkið bárust frá þremur aðilum, Berki h/f með tilboð upp á 96,5 millj. Smára h/f tilboð upp á 107,7 millj. og Norðurverki h/f upp á 111,3 millj. Kostnaðaráætl- un Akureyrarbæjar hljóðaði upp á 111,2 millj. Er bæjarráð hafði yfirfariðog endurskoðað tilboðin, lagði það til við bæjarstjórn að taka tilboði frá Berki h/f á grund- velli tilboSsins. Gert er ráð fyrir að kennsluálma þessi verði tilbú- in haustið 1977. Eftír verður þá að byggja þriðju álmu, ásamt fyrir- huguðu iþróttahúsi i tengslum við skólann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.