Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 4
TtMINN Þriðjudagur 4. mai 1976. 9£<3fl Enn ganga konur í störf karla Væntanlegur á listahátíð í sumar William Walker er aðal bary- tone söngvari Metrópolitan óperunnar i New York. Hann vakti nýlega [eikilega hrifningu yegna túlkunar á hlutverki Germonts i La Traviata, en þar söng hann ásamt einum tveim beztu óperusöngvurum, sem nú eru uppi, þeim Beverly Sills og Stuart Burrows. Stjórnandi óperunnar La Traviata var Sarah Caldwell, — en það er i fyrsta skipti sem kona stjórnar flutningi á óperu hjá Metrópoli- tan. Þetta varð auðvitað til þess daginn, en eitt voru þeir þó sammála um: Sigurvegari kvöldsins var William Walker! Á þeim punkti mættust allir gagnrýnendur. Það sem ætti þó að vekja sér- staka athygli okkar tslendinga á William Walker, er að hann er væntanlegur hingað á Lista- hátið i sumar og mun halda tón- leika i Háskólabiói laugardag- inn 5. júni. William Walker söng fyrst við Metrópolitan óperuna árið 1962, eftir að hafa unnið glæsilega i samkeppni þar við fjölda söngv- ara um inngöngu. Siðan hefur hann sungið þar mörg óperu- hlutverk, t.d. Papageno í Töfra- Stúlkan sem við sjáum hér á myndinni heitir Libby Gowia, og er tuttugu og fjögurra ára. Hún er fyrsti kvenuppboðs- haldarinn i tvöhundruð þrjátiu og tveggja ára sögu Sotheby's. En Sotheby's er eitt elzta og virtasta listmunauppboðsfélag i Englandi. Frumraun sina háði Libby fyrir nokkrum vikum og þótti henni verkið farast einkar vel úr hendi. Á tveimur klukku- stundum bauð hún upp kopar- stungur að verðmæti þrjátiu og fimm þúsund pund, og þegar dró að lokum uppboðsins, brut- flautunnieftir Mozart, Yeletsky prins i Spaðadrottningunni eftir Tchaikovsky og ótal mörg önn- ur. En honum er fleira til lista lagt. Hann hefur leikið i leikriti á Broadway á móti Lucille Ball i „Wildcat" og leikið i söngleikj- um eins og ,,Showboat", „Carousel" o.fl. Einnig þykir hann m jög góður upplesari og er eftirsóttur til að koma fram i sjónvarpsþáttum, þvi að hann hefur góða kimnigáfu og er fljótur að koma fyrir sig orði. William Walker fæddist i Texas i Bandarikjunum. Frá barn- æsku segist hann hafa verið i kúrekafötum, og alltaf hafa kunnað bezt við sig þannig ust út fagnaðarlæti meðal við- skiptavinanna og klöppuðu þeir henni ákaft lof i lófa fyrir frammistöðuna. Hún stjórnaði uppboðinu með kurteisi en festjj sérfræðings og opnaði þarna alveg nýja at- vinnugrein, — sem fram að þessu hefur flokkazt undir verk- svið karla, — fyrir kynsystur sinar. Þess má geta, að Caroline Kennedy, sækir listanámskeið hjá Sotheby's og má búast við að hún stjórni uppboði hjá þeim er fram liða stundir. klæddur, en nú eru þessi föt komin i tizku og fólk um allan heim klæðist þeim, segir söngvarinn. Hann byrjaði að syngja strax á unglingsárum, og fyrsti kennari hans i söng var John Brigham kennari við háskóla i Texas. Heimili Walk- ers er enn i Texas, og þar býr hann með konu sinni Marci og fjórum börnum þeirra. Þau hjónin eru mjög áhugasöm um listir, og einkum safna þau bandariskum listmunum, — og þá helzt nútimalist. Onnur meðfylgjandi myndin er af söngvaranum, eins og hann litur út i einkalifinu, en hin er af honum i óperuhlutverki. CLCV Maddy, hvar fékkstu þennan flirgnaeyðir. Mamma, mahstu aö þú varst búin að segja, að ég mætti fá hvolp. DENNl DÆMALAUSI Nú erum við biínir að spara okk- ur sex krónur. Við skulum fá okkur svolitið meira og fara svo.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.