Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriðjudagur 4. mai 1976. McMenemy.... var búinn aö segja fyrir um markið. Bobby Stokes skoraði sigurmarkio, sem færði Dýrlingunum frá Southampton bikarinn — Það var Peter Osgood, sem átti stærstan þátt i markinu — hann spyrnti knettinum yfir varnarvegg United-liðsins. Martin Buchan, fyrirliði Manchester United, sem er þekktur fyrir að lesa hugsanir andstæðinganna, gat ekki komið i veg fyrir það i tæka tið, að Stokes næði knettinum. Stokes hamraði knöttinn i netið, með þrumuskoti, sem Alex Stepney réð ekki við — knötturinn hafnaði uppi undir samskeytunum. Fær bifreiö í verðlaun Fyrir leikinn hafði auðugur verzlunarmaður i Southampton lofað ^þeim leikmanni, sem skoraði ,,Hat-trick" — þrjú mörk — gegn Manchester United, bif- reið. — Þú verður nú að fá tima hjá ökukennara, sögðu félagar Bobby Stokes eftir leikinn og það var greinilegt, að þeir útilokuðu ekki, að Stokes fengi þann á fjór- um hjólunum, þótt hann skoraði ekki þrjú mörk. — Stokes er alltaf kominn upp á tærnar og tilbúinn, þegar „Ossie" (Peter Osgood) hefur knöttinn. „Ossie" er heili liðsins og sá leikmaður, sem byggir upp tækifærin, sögðu hinir glöðu leikmenn Southampton. Já, Peter Osgood var hetja Dýrlinganna — þessi snjalli leik- maður, sem hefur oft verið nefnd- ur „Maður glötuðu tækifæranna" vann bikarinn fyrirChelsea 1970, og nú lék hann aðalhlutverkið hjá Dýrlingunum. Osgood, sem getur gert það með knöttinn, sem fæstir geta látið sig dreyma um, er alltaf beztur, þegar mikið Hggur við — og á Wembley, þar sem stemmningin er meiri en nokkurs staðariheiminum,kann hann svo sannarlega -við sig. Osgood var óstöðvandi — og ógnaði „Rauðu djöflunum" eins og leikmenn United-liðsins eru nefndir i dag- legu tali, alls staðar á vellinum. Enda sáu áhangendur United- liðsins rautt, þegar knötturinn nálgaðist hann. „Betra liðið mun sigra" — „Betra liðið mun sigra", sagði Tommy Docherty, fram- kvæmdastjóri Manchester United, fyrir leikinn. Já, og betra liöið fór með sigur af hólmi. Það höfðu fæstir reiknað með þvi, að Southampton sigraði. Það voru heldur ekki margir, sem reiknuðu með þvi 1939, að Portsmouth myndi vinna stórsigur (4:1) gegn „The Buckley Babes" — eða Clf- unum. Sjálfir trúðu leikmenn Portsmouth ekki á sigurinn, fyrr en þeir skrifuöu nöfn sin i Wembley-bókina. „Ég get einnig stöðvað Hill" Dýrlingarnir frá Southampton Spádómur McAAene- my rættist á Wembley LAWRIE McMenemy, framkvæmdastjóri Dýrlinganna frá Southampton, er maður á undan sinni samtíð — hann er framsýnn og staðfesti það á Wembley. McMenemy sagði fyrir orrustu strákanna hans gegn Manchester United:— „Éghef þaðá tilfinningunni, að Bobby Stokes skori sigurmarkiö/ og að Peter Osgood komi mikið við sögu í sambandi við markið." Þegar aðeins 7 mínútur voru til leiksloka/ skoraði Bobby Stokes þetta mark, og tryggði þar með Southampton bikarinn/ í fyrsta skipti í sögu félagsins. voru vel að sigrinum komnir — reynsla þeirra var þyngri á met- unum en hraðinn og krafturinn hjá hinum ungu leikmönnum United-liðsins. „Rauðu djöflarn- ir", sem notuðu breidd vallarins, BOBBY STOKES... skoraði með þrumuskoti. þegar þeir sækja að marki and- stæðinganna, gátu ekki látið dæmið ganga upp gegn hinum reyndu og klóku leikmönnum Southampton, sem fóru ekki fram til að stöðva Gordon Hill og Steve Coppell — heldur biðu eftir að þeir kæmu. Og þegar þeir sóttu, voru þeir lokaðir af. Það var greinilegt, að „Rauðu djöflarnir" voru undrandi, þrátt fyrir að fyrirliði Southampton Peter Rod- rigues, fyrrum landsliðsmaður Wales, hefði aðvarað þá fyrir leikinn. — „Or þvi að ég gat stöðvað Garrincha — hinn eld- fljóta Brasiliumann — þá get ég einnig stöðvað Hill", sagði Rodrigues, sem var leystur und- an atvinnumennsku hjá Sheffield Wednesday fyrir 15 mánuðum, þar sem forráðamenn „Miðviku- dagsliðsins" vildu losna við að borga honum laun. Aður hafði hann leikið með Cardiff og Leicester. Osgood maður leiksins Southampton liðið með Peter Osgood sem bezta mann, náði yfirhöndinni á leiknum — Osgood og Mike Channon, ásamt Jim McCalliog, veittu Brian Green- MEL BLYTH.....sést hér stökkva hærra en Stuart Pearson og stöðva sóknarlotu United, með þvi að skalla knöttinn frá. Peter Rodriguez horfir á. hoff og Martin Buchan engan frið. Greenhogg og Buchan áttu fullt i fangi með að gæta þeirra, og Buchan sleppti hinum eldfljóta Channon aldrei úr augsýn: Vörnin hjá Dýrlingunum var geysilega sterk — Rodrigues tók Hill algjör- lega I bakariið, og þeir Mel Blyth og Gim Steele voru öflugir á miðj- unni — þeir gáfu „Rauðu djöflun- um" aldrei tima til að athafna sig og reka smiðshöggið á sóknarlot- ur sinar. Brian Greenhoff átti stórleik hjá United-liðinu. Hann, ásamt Peter Osgood, voru menn leiksins. Martin Buchan var einnig góður, og þeir Stuart Pearson, Lou Macari og Steve Coppell áttu einnig ágætan leik, en það dugði ekki — Dýrlingarnir frá Southampton fóru með sigur af hólmi. - SOS. AAacari stóð einn eftir og veífaði „Mjög leioinlegt ao strákarnir skyldu ekki hafa stjórn á skapi sínu," sagði Tommy Docherty Draumur hiuna uugu leikmamia Manchester United sprakk eins og sápukúia á Wemblcy-leikvangínum — og þaö var greinílegt, að þeir voru biinir að btla sig iindir allt, nema ao blöa <5sigur. Brian Green- hoff, hiiiii sWrefnilegi leikmaður Uniled-liosins, féll algjÖrlega sain- an — hann brast i grát á vellinum, og það var ekki fyrr en hann var koininn inn I btiningsklefa, að hann náði sér — vonbrigði lians voru gífurleg. Lou „litli" Macari var eini leikmaður Uiiiteil-liösins, sem liiinni uö taka tapiuu — •haiin stóðeinn eltir á velliiutm, þegar aðr- ir ieikmenn United-liösins voru á bak og burt, og veifaði hinum tryggu áhangendum United, sem komu Ul að Styðja við bakið á strákuuum siiiuin. LOU MACARL... taka tapinu. kunni að —• £g er að sjálfsögðu mjög leiður — sérstaklega ' vegna þess, aö strákarnir gátu ekki haft stjórn á sér eftir osigurínn, sagöi Tommy Docherty, hinn vinsælt framkvæmdastjóri Manchester United, eftír leik- inn. — Það var mjög erfitt fyrir strákana að tapa, þar sem þeir höfðu alls staðar fengið hrtte fyrir leikinn og það var búið að hamra á þvi, hvað þeir væru gððir. — Það er ekki annað hægt en að hrósa leikmönnum Southampton. Þeir léku mjög vel, upp til hópa, og uppskera þetrra var sanngjarn sigur. Þrátt fyrir ailt get ég ekki verið annað en ánægður — pótt við misstum bæði af meistaratitil- inum og bikarnum, Trúið mér — við verðum aftur með I barátt- unni næsta ár. — Þvi miður uppfylitum við ekkt ósk hinna tryggu áhang- enda okkar að þessu sinni — ég ætla að vona að þeir séu ekki eins vonsviknir og ieikmennirn- ir, sagði „The Doc". — Við spiluðum — en okkur tókst ekki að skora. Ef við hefð- um haft heppnina með okknr i byrjun og skorað — t.d. þegar Sammy McIIroy átti skalla i stöng.hefðum við farið með bik- arinn heim, sagði Martin Buchan, fyriríiði United-Iiðsins, eftir leikinn. „The noc"... var sár út I strákana sina. Þrátt fyrir þetta táp, þurfa á- hangendur Manchester United ekki að örvænta •—það er enginn vafi & þyi, að með meiri reynslu getur Únited-liðið undir stjórn „The Doc", náð sama gæða- flokki og „The Busby's Babes"- liðið var komið i, þegar hið hörmulega flugslys átti sér stað i Mú'nchen 1958, og eins og Uni- ted-liðið var, þegar það tryggöi sér Evrópumeistaratitilinn 4868. --SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.