Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 4. maí 1976. A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall 43 mundi hann sem sterkan og hugaðan, mann meö hlýlegan hlátur og stórt hjarta, mann sem á yfirboröinu gaf heiminum langt nef. — Góöan daginn, Simon, sagði hann aftur. — Ætlarðu ekki að bjóða mér sæti? bætti hann við og reyndi að hlæja glaðlega. Mig er að dreyma. Ég sé ofsjónir! hugsaði Simon. Eftir andartak hverfa þessar hillingar. En þær hurfu ekki, heldur settust á stólinn við hliðina á rúminu og það marraði í honum. Vonin herti á hjartslætti Simons, en hann lét ekki á því bera. — Það er ég, Símon ....glataði sonurinn...manstu ekki eftir mér? Maðurinn í rúminu dró djúpt andann. — Þú lézt mig bíða lengi, er það ekki, sagði hann skjálfandi, lágri röddu. Hann var farinn að óttast, að þetta væri raunverulega draumur. — Jú, viðurkenndi Brent. — Allt of lengi. Hendur þeirra gripu hverjar um aðra. Brent fann hvað hendur gamla mannsins voru máttlausar. Hann neyddi sig ti! að lita af þeim og kom þá auga á gipsumbúðirnar um brjóstið. Til að dylja tilfinningar sinar, sagði hann glettnislega: — Hvað hef urðu nú verið að gera? Ég vissi ekki, að þú værir farinn að gera höggmyndir, sir. Það var litla orðið ,,sir" sem réð úrslitum. Það var í sama drengjalega lotningartón og í gamla daga, þegar Símon var meistarinn mikli og nú var eins og öll árin hyrf u og þeir f undu aftur hlýja vináttuna, sem ríkt hafði milli þeirra. Ósjálfrátt lyfti Simon hökunni. Hann var ekki lengur einmana og gleymdur vesalingur. Hann var Simon Beuaumont, sem hafði fengið heimsókn skjólstæðings síns. — Ekki láta þennan gipskassa, sem þau hafa sett mig i, rugla þig, rumdi i honum. — Ég er jafn stálsleginn og ég hef alltaf verið. — Auðvitað ertu það! Daufleg augun horfðu rannsakandi á Brent. — Hvernig í f járanum fórstu að því að hafa uppi á mér hér? Það er langt siðan ég f lutti f rá gamla heimilisfang- inu. — Já, mig grunaði það. Ég skrifaði þér, en fékk ekk- ert svar. — Áttirðu von á því? Svolítill roði sást á andliti Brents. — Ég hefði átt að skrifa aftur..... — En það var þér líkt að gera það ei, hélt Simon áfram fyrir hann. — En segðu mér, hvernig þú fórst að því að finna mig hér? — Myra sagði mér, að þú værir hérna. — Doktor Myra, þá liklega. — Já. — Þekkirðu hana? — Já ég hef þekkt hana í nokkur ár. — Einmitt það! Það hefur hún ekki sagt mér! — Hvernig átti hún að vita, að þú þekktir mig! Gamli maðurinn leit undan.— En hvernig vissirðu, að það var ég, Brent? — Það......það var vegna þessa...... Brent dró nokkrar samanbrotnar skissur upp úr vasanum. — En ég skil ekki, hvers vegna þú varst að geyma þetta drasl. Gleði og léttir skein úr andliti Simons. Dýrmætu mynd- irnar hans voru öruggar.....það var allt sem máli skipti. — Svo hún hefur náð þeim, guð blessi hana. Ég bað hana að sækja þær, hún hef ur líklega sagt þér það? Mér fannst betra að karlmaður gerði það...... hann þagnaði snögglega. Brent vissi þá allt um hann — ef hann hafði komið í ömurlega herbergið, gat ekki verið neinn vaf i í huga hans um hvernig komið var fyrir málaranum Símoni Beaumont. Hann leit andartak á unga manninn og sá það. Brent haf ði komið þangað og vissi allt. Andar- tak lokaði Simon augunum eins og til að forðast sann- leikann, en svo vék skömmin f yrír létti. Það var gott að þurfa ekki að leika lengur. Brent fann til sársauka við að horf a á gamalt og þreytt andlit Símonar, ekki aðeins vegna breytingarinnar, sem á þvi var orðin, heldur vegna þess að hann hugsaði um það í því hörmulega umhverfi, sem hann hafði séð uhn morguninn. Hann hafði farið til Rue Guillotine og myndi aldrei gleyma því. < — Ef ég bara hef mig upp úr rúminu, skal ég byrja að vinna aftur, sagði Símon. — Ég hef svo mikið að gera.... ótal pantanir.... röddin dó út. Hvað stoðaði að blekkja lengur? Hann brosti þurrlega og sagði: — Ég hef aldrei verið sérlega góður lygari, er það? En þá var það að Brent sýndi verulega tillitssemi í fyrsta sinn á eigingjarnri ævi sinni: — Símon, ég var að Þriðjudagur 4. maí 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunlcikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Birna Hannes- dóttir heldur áfram að lesa söguna af „Stóru gæsinni og litlu hvitu öndinni" eftir Meindert DeJong (2). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. Fiskispjallkl. 10.05: As- geir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynnikl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár" eftir Guð- rúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (20). 15.00 MiðdegistónleikarRalph Holmes og Eric Fenby leika Sónötu nr. 3 fyrir fiðlu og pianó eftir Delius. Francis Poulenc og Blásarakvintett inn i Filadelfiu leika Sextett fyrir pianó og blásara eftir Poulenc. Pál Lukács & Ung- verska rikishljómsveitin leika Viólukonsert eftir Bartók, Janos 'Ferencsik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 17.30 „Sagan af Serjoza" eftir Veru Panovu Geir Kristjánsson les þýðingu sina (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. ,, 19.35 Karlfyrsti StúartBrotúr • sögu Stúartanna i hásæti Stóra-Bretlands i saman- tekt Jóhanns Hjaltasonar kennara. Jón örn Marinós- son les þriðja og siðasta hluta erindisins. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynftir. 21.00 AðtafliGuðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 21.30 KórsöngurNorski kórinn „Sölvguttene" syngur lög eftir Orlando di Lasso, Ed- vard Grieg, Kjell Mörk Karlsen og norsk þjóðlög, Thorstein Grythe stjórnar. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jóns- son fiytur fjórtónda erindi sitt: Niðurlagsorð krist- fræðinnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur", ævisaga Haralds Björns- sonarHöfundurinn, Njörður P. Njarðvik, les (16). 22.40 Harmonikulög Henry Haagenrud, Erik Tronrud, Sone Banger o.fl. leika. 23.00 Ahljóðbergi Claire Bloom les tvær smásögur eftir Guy de Maupassant i enskri þýðingu, Merkið og Demantshálsmenið. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. mai 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Að byrgja brunninn. Dönsk fræðslumynd um þá slysahættu, sem vofir yfir börnum heima og heiman, og leiðir til að draga úr henni. Þýðandi og þulur Stefán G. Jökulsson. (Nord- , vision-Danska sjónvarpið). 21.10 Columbo Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Svanasöngur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.40 Hagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.