Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 4. maí 1976. TÍMINN 23 ¦smsaiaiiia Fjölbrauta* skólinn Hverfasamtök Framsóknarmanna i Breiðholtshverfum efna til almenns fundar fimmtudaginn 6. mai n.k. kl. 20.30 að Seljabraut 54 (Verzlunarhúsnæði Kjöt & Fisks). Umræðuefni: FJÖLBRAUT ASKÓLINN. Frummælandi er Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Fundar- stjóri Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Að framsöguerindi sinu loknu mun Guðmundur Sveinsson svara fyrirspurnum um málefni Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Fund- urinn er öllum opinn. Hverfasamtök Framsóknarmanna I Breiðholtshverfum. Framsóknarvist í Keflavík FUF i Keflavik gengst fyrir framsóknarvist i Framsóknarhús- inufimmtudaginn6. maikl. 20:30. Framsóknarmenn fjölmennið stundvislega og takið með ykkur gesti. ATH! Steingrimur Hermannsson alþingismaður kemur um niiðjan mánuðinn og ræðir málefni stóriðju á Islandi. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Viðta!stírr?Qr aEþingismanna og borgarfuiltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtais að Rauð- arárstig 18, laugardaginn 8. mai, i. 10.00—12.00. Aðalfundur miostjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst á Hótel Sögu, annarri hæð, hliðarsal, kl. 2 föstudaginn 7. mai. Þeir aðalmenn, sem ekki geta mætt, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það varamönnum sinum, eða flokksskrifstofunni i Reykjavik. Fundurinn stendur i þrjá daga. FIB aftur með aksturskeppni SJ-Reykjavik. Félag islenzkra bifreiðaeigenda heldur aðra akst- urskeppni sina 12. júni næstkom- andi. Keppnisleiðin hefur þegar verið valin, og er að þvi stefnt að keppnin hefjist og henni ljúki við Loftleiðahótelið i Reykjavik. Leiðin verður nokkru lengri en I fyrstu keppninni i fyrravor og jafnframthafa verið valdir vand- farnir vegir, þannig að meira mun reyna á hæfni ökumanna nú, en i fyrri keppni. Keppnisreglur hafa verið endurskoðaðar, en verða að verulegu leyti þær sömu og giltu i keppninni I fyrravor. Undirbúningsnefnd skipa Guðmar Magnússon, Marinó Þ. Guðmundsson, Guðmundur Ein- arsson, Sverrir Þóroddsson og Þorkell Guðnason. Myndin hér fyrir neðan var tek- in I aksturskeppninni i fyrra. Timamynd: Gunnar. Kvenréttindasamband íslands: STARFST4MLRÍKISSKIPUÐU- KVENNAÁRSNEFNDARINN- AR VERÐI FRAAALENGDUR Dagana 24. og 25. april var haldinn að Hallveigarstöðum 12. formannafundur Kvenfélaga- sambands íslands. f K.t. eru 21 héraðssamband og Kvenfélagið Likn i Vestmannaeyjum. Mættu formenn allra héraðssamband- anna nema eins. Alls eru rösk 23 þúsund kvenna félagsbundin inn- an K.I. Fiuttar voru skýrslur um störf sl. árs og voru þau fjölbreytt að vanda. K.í. starfrækir Leiðbein- ingarstöð húsmæðra og veitir öll- um, sem þangað leita upplysing- ar án endurgjalds. Berast árlega spurningar um hin ólikustu efni og æ fleiri leita til Leiðbeininga- stöðvarinnar. Tfrnarit K.I., Hús- freyjan, kemur út fjórum sinnum á ári og er þetta 27. árið, sem ritið kemur út. Einnig gefur K.I. út fræðslurit um ýms efni og selur á skrifstofu sinni. Héraðssamböndin standa fyrir námskeiðum á sambandssvæðum sinum,bæði I verklegum greinum og félagslegum. Leshringastarf hefur verið kynnt I sumum sam- böndunum og binda konur miklar vonir við að sú fræðsluaðferð verði þeim heppileg til þekking- arauka og skemmtunar. K.I. gerðist aðili að Bréfaskólanum á siöasta ári og mörg verkefni hans hæfa leshringum. Skýrt var frá undirbúningnum að þingi Húsmæðrasambands Norðurlanda, sem haldið verður i Reykjavfk 20.—23. águst nk. Þingið munu sækja um 120 er- lendar konur og nokkrir karl- menn. Umsóknarfrestur fyrir fé- laga K.í. er enn ekki útrunninn, svo ekki er vitað hve margir is- lenzku þátttakendurnir verða, en. rúm er fyrir 100 islenzkar konur. Umræðuefni þingsins verður: Norðurlöndin og umheimurinn — Matvælaauðlindir og mataræði. JÞrír IslenzkirJræðimenn ogeinn__ norskur flytja erindi og siðan skiptast þátttakendur I umræðu- hópa og fjalla um spurningar, sem frummælendurnir leggja fram. Kosnar voru fimm konur i nefnd til að endurskoða lög K.I. fyrir næsta landsþing og aðrar fimm konur til að undirbúa út- gáfu á sögu kvenfélaganna á hálfrar aldar afmæli K.I., árið 1980. Formaður Bandalags kvenna I Reykjavlk, frú Unnur Schram Agústsdóttir, bauð öllum fundar- konum til kvöldverðar á heimili sinu fyrri fundardaginn. Þá skoð- uðu fulltrúarnir Grænlandssýn- inguna I Norræna húsinu og sáu leikritið „Fimm konur" I Þjóð- leikhiisinu. Aðalstjórn Kvenfélagasam- bands Islands skipa: Sigriöur Thorlacius, Sigurveig Siguröar- dóttir og Margrét S. Einarsdóttir. Varastjórn skipa: Elsa E. Guð- jónsson, Vigdís Jónsdóttir og Sigriður Haraldsdóttir. 1 ritstjórn Húsfreyjunnar eru: Sigrlður AAarx- leninistar I fréttatilkynningu, sem Timanum hefur borizt frá Ein- ingarsamtökum kommúnista (marx-leninistar) segir að sam- tökin hafi ekki viljað eiga aðild að nýstofnuðum Kommúnistaflokki tslands (m-1). Fyrir flokksstofnunina um páskana voru tvenn samtök, sem kölluðu sig marx-leninisk, þ.e. Kommúnistasamtökin og Ein- ingarsamtökin. Flokksstofnunin hefur þvi engu breytt i þessum efnum, og segir i fréttatilkynn- ingu Einingarsamtakanna, að þau telji Kommúnistaflokkinn „ekki marx-leniniskan flokk, og að stofnun hans sé tilræði við framgang marx-leninisku hreyfingarinnar á tslandi", enda ráði „vinstri hentistefna" rikjum i flokknum. Kristjánsdóttir, Kristjana Stein- grimsdóttir, Elsa E. Guðjónsson, Anna Snorradóttir og Sólveig Jónsdóttir. Afgreiðslu ritsins annast Guðbjörg Petersen og Stefania M. Pétursdóttir. Sigriður Haraldsdóttir veitir Leiðbein- ingastöð húsmæðra forstöðu. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á fundinum: Fundurinn skorar á rfkisstjórn tslands að framlengja starfstima hinnar rfkisskipuðu kvennaárs- nefndar, en hann hefur verið bundinn við lok þessa árs. Telur fundurinn eðlilegt að nefndinni verði falið að starfa þann áratug, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa á- kveðið að helga baráttunni fyrir réttindamálum kvenna og að ár- lega verði veitt fé á fjárlögum til starfs nefndarinnar. Fundurinn fagnar hinu merka framtaki meðal 12 ára skóla- barna i' baráttunni gegn tóbaks- reykingum, sem efnt hefur verið til fyrir atbeina Krabbameinsfé- lags Islands. Skorar fundurinn á allar félagskonur innan K.í. að vinna ötullega að þvl að draga úr tóbaksreykingum og stuðla eftir megni að þvi, að börn um land allt fáifræðslu ogaðstöðu, er geri þau að virkum þátttakendum I barátt- unni gegn þessum heilsuspillandi ávana. Um leið þakkar fundurinn Krabbameinsfélagi Islands og deildum þess mikið og merkt starf i heÖsuvernd. Fundurinn beinir þeirri ósk til menntamálaráðherra, að sérstök aðgát verði höfð við gerð náms- skrár grunnskóla varðandi verk- legar greinar, svo að æskufólk fái ekki siður trausta undirstöðu I þvi námi en bóknámi. Vill fundurinn minna á heimilisfræði sem mikil- vægan þátt I verknámi. Þá vill fundurinn benda á nauð- syn þess, að aukin áherzla sé lögð á neytercdafræöslu og minnir á nair.s&fnií þeirri grein, sem veriö er aö semja fyrir grunnskdla á Norðurlöndum i Kennaraháskól- anum i Málmey I Sviþjóð. Jafn- framt þakkar fundurinn mennta- málaráðherra margháttaöa y'm- semd I garð sambandsins. Fundurinn skorar eindregið á Búnaðarfélag tslands að stuðla að aukinni grænmetisrækt I landinu, svo að landsmenn verði sjálfum sér nógir um vörur eins og t.d. kartöflur og gulrófur. Einnig skorar fundurinn á kvenfélög inn- an K.t. að stuðla eftir megni að aukinni heimilisgarðrækt. Telur fundurinn framleiöslu grænmetis mjög mikilvæga, bæði til að spara gjaldeyri og til þess að fólk eigi kost á hollum og fjölbreyttum fæðutegundum. Minna má á, aö þótt innflutt matvæli kunni að vera ódýrari i krónutölu en innlend framleiðsla, þa ber einnig að athuga hvort okkur sé ekki skylt i sveltandi heimi að hagnýta sem bezt alla möguleika til eigin matvæla- framleiðslu. Fundurinn fagnar þvl, að hæli fyrir áfengissjuklinga skuli nú vera að taka til starfa aö Vifils- stöðum. Fundurinn skorar ein- dregið á heilbrigðisyfirvöld að leggja aukna áherslu á vlðtækari lækningaaðstöðu, fræðslu og fé- lagslega aöstoð, er verða megi til að draga úr áfengissýkingu. (Fréttatilkynning) 951 vjstmað- ur hjá DAS DAGANA 13. og 23. april var aðalfundur Sjómannadagsráðs i Reykjavik og Hafnarfirði haldinn að Hrafnistu Reykjavik. A fundinum fóru fram ienjuleg aðalfundarstörf. Formaður sam- takanna Pétur Sigurðsson minnt- ist Geirs Ólafssonar loftskeyta- manns, sem lézt fyrir skömmu. Hann var ritari samtakanna, er hannlézt. Geir var einn af fáum, sem hlotið hefur gullmerki Sjó- mannadagsins I Reykjavik. Siðan fylgdiformaðurskriflegri skýrslu stjómar úr hlaði og Guðmundur H. Oddsson skýrði endurskoðaða reikninga sjómannadagsins og stofnana og fyrirtækja hans. A fundinum áttu tveir menn að ganga úr stjórn. Ritari var kjör- inn Garðar Þorsteinsson stýri- maður, og Tómas Guðjónsson vélstjóri var endurkjörinn með- stjórnandi. t aðalstjórn eru nú auk framangreindra Péturs og Guðmundar, Hilmar Jónsson for- maður Sjómannafélags Reykja- vikur og i varastjórn Óskar Vig- fusson, Jón Pálsson og Anton Nikulásson. Eignaaukning varð nokkur á árinu, mest vegna margra glæsi- legra gjafa, sem gjaldkeri skýrði frá á fundinum. 011 fyrirtæki samtakanna guldu hinnar glfur- legu verðbólgu, þvi þrátt fyrir stórauknar tekjur jukust útgjöld ekki siður. Sumardvalarheimilið fyrir börn að Hrauni i Grimsnesi mun taka til starfa um miðjan júni, en þar njóta munaðarlaus börn sjó- manna forgangsréttar, svo og önnur, sem viö erfiðar heimilisá- stæður búa. A sl. sumri dvöldu samtals 93 börn á heimiliriu. Það var starfrækt i 10 vikur. Um likt leyti verða orlofshús aðildarfélaganna opnuð, en i Hraunborgum eru nú 21 orlofs- hús, auk fjölda sumarhúsa, sem einstaklingar hafa byggt. 1 árslok 1975 vorvr á vistdeild Hrafnistu 129 karlar og 123 konur, alls 252. Þar var meðalaldur 79 ár. Fjarvistir á sjúkrahúsum Ut i bæ voru 1649 dagar en dvalardag- ar alls 94.646. A hjúkrunardeildum voru i árs- lok '75 65 karlarog 112 konur, alls 177. Meðalaldur 80 ár, dvalardag- ar á þessum deildum 61.626 og fjarvistir á sjúkrahúsum 1005. Vistfólk með lögheimili i Reykjavi'k var 276, en utan Reykjavikur 153 eða samtals 429, en voru samtals 443 i árslok '74. Fækkun þessi var gerð að skipan heilbrigðisyfirv_alda, svo betri læknisþjónustu verði komið við. Þrátt fyrir þessa fækkun hefur nýting batnað hlutfallslega. Arið 1974 voru dvalardagar 156.378, en 1975 156,272. I ársbyrjun 1975 var almennt vistgjald á Hrafnistu kr. 1.100 á dag, en kr. 1.600 i árslok. Sjúkra- og hjúkrunargjald var i ársbyrj- un 1975 kr. 1.600 á dag, en i árs- byrjun 1976 kr. 2.100 á dag. Miklarumræður urðu um bygg- ingu hinnar nýju Hrafnistu i Hafnarfirði. Lokið er nú við kjallara og' 1. hæð, og hafinn uppsláttur að II. hæð og er þess enn vænzt, að hægt verði að taka þennan fyrsta á- fanga i notkun á næsta ári. Við siðustu áramót var búið að fjárfesta i byggingu þessari kr. 71.024.250,00. Þá höfðu föst lán verið tekin upp á kr. 64,2 milljón- ir.eneigið fé var þá 31,5milljónir króna. Um helmingur af eigin fé, sem Varið er til þessarar iiyfpingar fæst af 60% tekna Happdrættis DAS, sem samtökin hafa ti! ráð- stöfunar. iFréttatilkynningfrá Sjómannadagsráði)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.