Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. mai 1976. TÍMINN 5 Svo fljótir eru menn ekki að gleyma Ekki verftur annaö sagt en forseti ASt, Björn Jónsson, sé biræfinn maöur. Aöeins tveimur árum eítir að þessi sami Björn Jónsson beitti sér fyrir falli vinstri stjórnar- innar, stigur hann i pontu á Lækjartorgi á hátiöisdegi verkalýösins, og kvartar og kveinar yfir þvi, aö islenzka verkaiýöshrcyfingu skorti pólitisk völd. ÞaÖ er greinilcgt, aö forseti ASÍ treystir á gleymskuna i þcssum cfnum, cn svo fljótir eru menn þó ckki aö gleyma, aö fyrnt sé yfir brotthlaup þcirra félaga Björns Jóns- sonar, Hannibals Valdimars- sonar og Bjarna Guðnasonar yfir i raðir þáverandi stjórnarandstööu Sjálfstæðis- flokks og Alþýöuflokks. Pólitískt siðleysi Þessi framkoma Björns Jónssonar flokkast undir póli- tiskt siöleysi, ckki sizt vegna þess, aö brotthlaup þeirra félaga á sinum tima varð þess vahlandi, að rikisstjórn ólafs Jóhannessonar tókst ekki aö gera nauðsyniegar ráð- stafanir I efnahagsmálum til að hefta þá veröbólguskriðu, / x! áJI Ólafur Björn Jónsson Jóhannesson scm fyrirsjáanleg var, af þvi að hana skorti þingfylgi. Heföi þá ver-ið gripið i taumana og Björn Jónsson fylgt efnahags- málatillögum ólafs Jóhannes- sonar, hefði mátt draga veru- iega úr þeirri veröbólgu, sem tröllriðið hefur islenzku efna- hagslifi siðan og forystumenn ASÍ kvarta svo mjÖg undan. Skal sizt gert of Htið úr þeim geigvænlegu vcrðhækkunum, sem orðið hafa á undanförnum vikum og mánuöum, en forseti ASÍ, Björn Jónsson, getur ekki skotið sér undan ábyrgð I þeim efnum. Og allra sizt er hann rétti maðurinn til að hrópa á torgum og heimta pólitisk völd, verkalýðshreyfingunni tii handa, sami maöurinn og afsalaði verkalýöshreyfing- unni þeim pólitiskuin völdum, sem hún haföi fyrir aðeins tveimur árum. meö þvi aö ganga i björg með þeim aðilum, sem vildu vinstri stjórnina feiga. Vel má vera, að Björn Jóns- son sé búinn aö gleyma þessum atburðum, en það er fullmikil bjartsýni að ætla það, aö umbjóöendur hans i verkalýðshreyfingunni sigli ineð honum I djúpi gleymskunnar. Bjarni Guðnason Hannibal Valdimarsson ,,Stéttarlegir andstæðingar alþýðunnar'' í 1. mai blaði Þjóöviljans er vandlega falin klausa aftar- lega I blaðinu frá fundi Alþýðubandalags Rang- ársþings, þar sem segir, að félagið lýsi yfir „fullum stuðningi við Rauða verka- lýðseiningu 1. mai”. Segja Alþýðubandalagsmenn i Rangárþingi, að þeir treysti sér ekki tii að styðja fulltrúa- ráð vcrkalýðsfclaganna, þar scm „stéttarlcgir andstæðing- ar alþýðunnar” eigi itök i þcim samtökum. Sem kunnugt er, ráða Alþýðubandalagsmenn ferð- inni i fulltrúaráði verkalýðs-i félaganna. Fróðlegt væri aö fá upplýst, hverjir hinir „stéttar- legu andstæöingar alþýðunn- ar” eru. Eru það Snorri Jóns- son eða Eðvarð Sigurðsson? Eða kannski Jón Suorri eða Guðmundur J.? Það er ekki nema sanngjarnt, að Þjóð- viljinn skilji hafrana frá sauðunum og upplýsi hverjir hinir „stéttarlegu and- stæöingar alþýðunnar" eru. ' — a.þ. Alþýðubankinn: 30 milljónir lagðar til hlið- ar vegna tapaðra útldna — innlánsaukningin 1975 fyrir neðan meðallag TtMANUM hefur borizt fréttatil- kynningfrá Alþýðubankanum um aðalfund bankans, en sem kunnugt er fengu blaðamenn ekki að fylgjastmeð fundinum. Um af- komu bankans segir i fréttatil- kynningunni: Heildartekjur bankans námu árið 1975 221,6 millj. kr. á móti 145,5 millj. kr. árið áður, og hafa þvi tekjur bankans vaxið um 52,3% á árinu. Reksturskostnaður var á árinu 1975 61,8 millj. kr. á móti 36,6 millj. kr. árið áður, og haföi þvi reksturskostnaðurinn vaxið um 68,9%. Vaxtagjöld árið 1975 námu 142,8 millj. kr. árið áöur og hafa þvi aukizt um 65,3% á árinu. Rekstursafgangur sam- kvæmt rekstursreikningi eftir af- skriftir, er kr. 15.999.218,oo og hafa verið lagðar til hlið- ar kr. 3.059.630,00 i vöxtum af óvissum útlánum. Rekstursaf- koman er þvi lakari en 1974, en það ár var reksturshagnaður kr. 17.304.200,00- Allur rekstursaf- gangurinn, 15,9 millj. kr. er færður á afskriftareikning og til viðbótar þviúr varasjóöil4 millj. króna, þannig að á árs- reikningum 1975 eru 30 milljónir króna lagðar til hliðar vegna tapaðra útlána. A aöalfundi bankans 1974 var ákveöið að auka hlutafé Alþýðu- bankans h.f. úr 40 milljónum króna, sem það var i upphafi, i 100 milljónir króna. Nú hafa hlut- hafar skráð sig fyrir hlutafjár- auka kr. 15.612.000,00, en inn- borgað af þvi eru kr. 5.404.750,00. Samtals er þvi hlutafé samkvæmt efnahagsreikningum i árslok 1975 kr. 55.612.000,00, en þar af i lof- orðum kr. 13.553.250,00. Aukning innlána varð litil á árinu 1975 og fyrir neðan meðal- tals innlánaaukningu i banka- kerfinu. Heiidarinnlán bankans námu i árslok 1975 kr. 1.108.866.727 og höfðu aukizt aðeins um 17,83% frá fyrra ári. Innlánsaukning allra viðskipta- bankanna á árinu varð hins vegar 28,7% að meðaltali. Veltiinnlán bankans á árinu jukust meira en spariinnlánin eða um 26,63%, þar sem spariinnlánin jukust um 16,64%. Heildarutlán bankans námu i árslok 1975 861 milljónum króna og höfðu þá aukizt á árinu úr 669,2 millj. eða um 28,66%. Er þessi aukning útlána talsvert meiri en aukning innlánanna. Skipting útlánaeftir eðliþeirra og formi er sú, að vixlaeign bankans var i árslok 407millj. kr. en I árs- byrjun 337,3 millj. kr. eða hafði aukiztum 20,6%. Yfirdráttarlán á hlr. höfðu vaxið á árinu úr 216,5 millj. i 297,6 milij. kr. eða aukizt um 37,4%. Verðbréfaeign bankans jókst á árinu úr 115,3 millj. kr. i 156,3 millj. kr. eða um 35,5%. Bundin innistæða Alþýðu- bankans h.f. i Seðlabankanum nam iárslok243,5millj. kr. en var i upphafi ársins 191,9 millj._kr. og hafði þvi hækkað um 26,9%. Inni- stæða Alþýðubankáns h.f. á við- skiptareikningi I Seðlabankanum var i árslok 94,2 millj. kr. en var i upphafi ársins 56 millj. kr. og hafði þvi aukizt um 68,2%. Þessi innstæða i Seðlabankanum verður að skoðast i ljósi þess, að 7. des. 1975 keypti Seðlabankinn af Alþýðubankanum h.f. 125millj. kr. vixil til júlimánaðar 1976, og sé tekið tillit til þessa vixils, var Alþýðubankinn h.f. i raunveru- legri viðskiptaskuld viö Seöla- bankann um 30 milljónir króna. Lán endursend Seðlabanka námu i árslok 18 millj. kr. en i ársbyrjun 13 millj. kr. og höfðu þvi aukizt um 38,4%. Alþýðubankinn h.f. hefur sótt um að fá að opna útibú i Reykja- vik, og hefur verið vel tekið i þá umsókn. 1 undirbúningsskyni var afráðiö a árinu 1975 að festa kaup á húsnæði við Siðumúla i Reykja- vik og varð að ráði, að þar yrði reistbygging, þarsem undir einu þaki væri Alþýðubankinn h.f. með útibú sitt, aðalskrifstofur Alþýðu- sambands tslands og á efstu hæð- inni Listasafn alþýðu. Heildar- verðmæti þessarar byggingar, sem nú er i smiðum, var sam- kvæmt kaupsamningi við Breið- holt h.f. 99,8 milljónir króna, og var byggingin um áramót nokkuð á veg komin, en henni á að skila i samningsbundnu ástandi i júni- mánuði 1976. Veðdeild: Veðdeild Alþýðubankans h.f. var stofnuö skv. ákvörðun aðal- fundar bankans 1973. Hlutverk veðdeildarinnar er að veita lán i þvi skyni að styðja menningar- lega og félagslega starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. t samræmi við þessa samþykkt staðfesti viðskiptaráðuneytið hinn 12. júli 1974 reglur fyrir veð- deild Alþýðubankans h.f., þar sem veðdeildinni er heimilað að veita lán með veði i fasteignum eftir nánari ákvæðum. Til fjár- öflunar fyrir veðdeildina sam- þykkti ráðuneytið jafnframt út- gáfu bankavaxtabréfa að f járhæð 25 milljónir króna. Fyrir árslok 1975 höfðu öll þessi bankavaxta- bréf veðdeildarinnar verið seld, en lán úr veðdeildinni hafði verkalýösfélögunum verið veitt að fjárhæð 16,8 milljónir króna. Útboð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i smiði og uppsetningu á loftræstikerfi i stöðvar- hús Kröfluvirkjunar. Útboðsgögn verða athent gegn 5.000 kr. skilatryggingu á verkfræðistofu vorri frá miðvikudeginum 5. mai 1976. Tilboðum ber að skila á sama stað fyril kl. 11 f.h. fimmtudaginn 20. mai 1976. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 át Vísindastyrkir Atlants- hafsbandalagsins 1976 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn tii rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið i hlut islendinga i framangreindu skyni, nemur um 2,2 milljónum króna, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidatsprófi i einhverri grein raunvis- inda til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visindastofnanir, einkum i aðildarrikjum Atlantshafs- bandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fellowships” — skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. júni n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina, svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækj- andi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja svo og skal greina ráðgerðan dvalartima. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuúeytinu. Menntamálaráðuneytið, 29. april 1976. Vélstjóri Orkustofnun óskar að ráða vélstjóra með full réttindi og sveinspróf til starfa við jarðbor. Skriflegar umsóknir sendist Orkustofnun, Laugavegi 116, Reykjavik, fyrir 10. mai n.k. Orkustofnun. Höfum kaupanda að notuðum heyhleðsluvagni 20-24 rúm- metra. Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóranum, Króksfjarðarnesi. Simi um Króksfjarð- arnes. Olíu- og lottsíur i flestar tegundir bifreiða og vinnu véla HLOSSir Sktpholti 35 Simar: 8-13-50 verilun 8 13 51 verkstæði 8 13 52 skrifstota j Viðgerðir á rafmagns- og diesel-kerf um 33LOSSI! Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrilstola

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.