Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. mal 1976. TÍMINN 5 vakti að ákvarða, hvort hafs- botninn á svæðinu milli Noregs og Grænlands hefði myndazt við sig jarðskorpunnar eða við láréttar hreyfingar jarðskorp- unnar, sem þegar var undir vatni og hefðu þær valdiö reki Grænlands og Skandinavlu. Prófessor Odintsev telur, að þær upplýsingar sem rannsákn- irnar hafa veitt, bendi einna helzt til þess, að stór hluti þess svæðis sem rannsakað var, sé meginland að uppruna. Til stuðnings þessari kenningu er t.d. nefnd sú staðreynd, að meðal þeirra gastegunda, sem finnast i botnlögum norðan við ísland hefur fundizt gas, sem inniheldur kolvetni og helium, en slikt einkennir einmitt þau svæði jarðskorpunnar þar sem olia er neðansjávar. Er unnt að fullyröa að þessi staðreynd sanni svo ekki verður um villzt, að olia og gas fyrir- finnst á hafsbotninum úti fyrir Islandsströndum? Þessari spurningu er ekki hægt að svara ákveðið ennþá vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar skortir. Fundur kolvetnisgas- tegunda á hafsbotninum bendir til að þarna fari ollumyndun fram, en ekkert verður ennþá sagt um magn þessarar oliu, eöa hvort hún nægi til þess að hefja boranir. Áður en nokkuö verður sagt um það, þurfa að fara fram sérstakar rannsóknir, en vist er um það, að upplýsing- arnar sem fengust úr leiðangri „Akademik Kúrtsjatov” gefa fulla ástæðu til að hefja slikar rannsóknir. ☆ Koparsteypan hófst fyrir 6500 órum Kennslubækur fara villur vega,er þær segja, að maöurinn hafi tekið að móta málma um það bil 3500 árum áður en okkar tlmatal hófst. I raun byrjuðu þeir á þessu a.m.k. 1000 árum fyrr. Hafa sovézkir fornleifa- fræðingar komizt að þessari niðurstöðu I rannsóknarleið- angri til Irak, sem þeir eru ný- komnir úr. I grafhaug nokkrum fundu þeir tvær koparperlur, hinar elztu, sem nokkru sinni hafa fundizt i norðurhluta Mesapótamiu. Með’al annarra hluta, sem þarna fundust má nefna málminnsigli i laginu eins og auga, svo og málmstyttur I mynd manna og dýra. Hinir fornu ibúar Mesapótamiu virð- ast eiga mjög sterka kröfu til þess að kallast fyrstu jarðrækt- armenn og fyrstu málmsteypu- smiðir i heimi. Denim spariföt! Aöur fyrr þekktist ekki, að, önn- ur föt væru saumuð úr denim- efnum, khaki eða nanking-efn- um en vinnubuxur, eða önnur vinnuföt. Efnin þóttu sterk og hentug til þeirra nota og fengu þvi nafnið „vinnufataefni”. Þessi efni hafa á siöari timum heldur betur hlotið vinsætdir.og eru nú notuð til allra mögulegra hluta. tir þeim eru saumaður fatnaður, sem er jafnvel notaður til hátiða- og sam- kvæmisnota eins og til dæmis siða pilsið með plfunum hér á myndinni. Einnig eru saumuð hvers konar önnur föt úr vinnu- fataefnum, sérstaklega er denim vinsælt. Það er notað I jakka, buxur, pils' kápur og meira að segja bikinisundföt. Hérsjáum við nokkur sýnishorn af denim-tízkunni, sem vinsæl er nú i vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.