Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. maí 1976. TÍMINN 7 HELCARSPJALL Halldór Kristjdnsson: Hvers vegna erum við glæpaþjóð? Timinn Dirti 30. april sl. merka þingræðu eftir dómsmálaráð- herra um sakamál og meðferð þeirra. Ráðherra vikur þar að þvi, að margs konar afbrotum hafi mjög fjölgað, á siðari árum og erekki i neinum vafa um það að ekkertá jafnmikinn þátt i þvi og áfengisneyzla. Hún veldur margs konar misferli, beint og óbeint. En svo sem vænta má fjallar ráðherrann ekki nánar um hinar dýpri orsakir ógæfu- verkanna. Til þess er vitanlega ekki tóm iþingræðu um meðferö málanna sjálfra. Þetta sáu menn fyrir Þeir, sem þekkja eðli og áhrif áfengisneyzlu, hafa að visu séð það og sagt það fyrir, að afbrotum hlyti að fjölga. Það vissum við að hlyti að verða afleiðing af almennari vi'nnautn og því að fólk byrjaði drykkjuna yngra og yngra. Og þó að menn séu alniennt bæði undrandi og skelfdir vegna áhrifanna ber ekki enn á þvi að bindindissemi vaxi til muna. En hvers vegna er drykkju- skapur svo almennur og hvers vegna fylgir slik afbrotaalda i slóð hans? Það þykir gaman að smitast Guðmundur Björnsson land- læknir sagði, að sá væri munur á drykkjusýki og öðrum sjúk- dómsplágum yfirleitt, að mönnum þætti hún byrja skemmtilega. Þvi væri gaman að fá hana og hafa hana á byrjunarstigi. I öðru lagi er það nú svo, að það er ekki nema einn af hverjum fimm sem smitast — byrjar áfengisneyzlu — sem lendir i verulegum vandræðum vegna drykkjuskaparins, og ekki nema einn af hverjum tiu, sem verður beinh'nis illa haldinn af áfengissýki. Allir vona að þeir verði alla tíð i meirihlutan- um. Og þeir láta sér þá i léttu rúmi liggja hverjir hinna það verða sem fara illa, — annað hvort af þvi að þeim er nokkuð sama um þá, eða þeir hugsa ekki svo langt. Hér bætist við sú breyting frá fyrri timum, að fridagar eru fleiri og fjárhagur rýmri. Menn geta þvi leyft sér fleiri drykkju- stundir og meiri tilkostnaö við þær, án þess að það þurfi að koma niður á vinnutima eða beinum nauðsynjum heimilis- ins. Svo koma til fjölmargir vtaveitingastaðir og ótal tæki- færi sem draga menn til drykkjunnar. Forsenda betri daga Um það ætti að vera fullt, samkomulag, að vonir okkar um betra ástand og minni afbrot i framtíðinni hljóta að vera bundnar við minnkaöan drykkjuskap. Þvi er nauð- synlegt, að vinna aö þvi, að sjaldnar og minna verði drukk- ið. Alls konar félög ættu að leggja metnað sinn i það að hafa samkomur og samsæti sin áfengislaus.Riki og sveitarfélög ættu þar að hafa forgöngu. Einstaklingar ættu að leggja kapp á að hafa heimili sin áfengislaus og allan mannfagn- að á sinum vegum. Og góð- viljaðir menn, sem sjá um hvað hér er að ræða, hljóta að taka höndum saman um að efla bindindishreyfingu i landinu. Þetta er framtiðarmálið. Og sýnist vera næsta augljóst að það er þróun þessara mála sem hlýtur að skera úr um fram- tiðina. Hin dýpri rök Það, sem áður var sagt, er að visu skýring á þvi, að þeir, sem ekki eru bindindismenn drekka oftar og meira en áður, en það erekkinemaaðtakmörkuðu leyti skýring á þvi, að bindindismenn eru hlutfallslega stórum færri en var framan af öldinni. Að visu er alltaf verulegur hluti hverrar kynslóðar, sem fylgir meirihlutanum — hver sem hann er — en það ræður þó ekki úrslitum. Það fólk, sem ólst upp til bindindis framan af þessari öld, vissi sig eiga tilgang með lifi sinu. Það trúði þvi að heimurinn gæti batnað. Það leit á það sem köllun sina að stuðla að þvi. Það fann til ábyrgðar gagnvart félögum sinum og landi sinu. Af þessu leiddi að það vissi hvað það vildi og bjó yfir starfsgleði og lifsgleöi. Siðan hafa miklar skelfingar gengiðyfir heiminn. Menningin reyndist ekki svo traust sem margir töldu. Þvi misstu margir trúna og fannst að bjart- sýnin hefði verið barnaskapur einn. Hættulegar skoðanir Helmingur þjóðarinnar mun vera innan við25 ára aldur. Það er mikið af góðu fólki. Það skortir ekki góðvild og hjarta- hlýju. Það vill reynast félögum sinum vel. t sambandi við skóla og menntun á það um fleira að velja en áður hefur þekkzt. Að atgjörvi og hreysti stendur það vel að vigi. En hvað er þá að? Það hefur vaðið uppi sálar- fræði sem ekki er holl. Samkvæmt henni á maöur ekki að vera sjálfum sér ráðandi, heldur háöur þeirribaráttu sem fer fram i sálardjúpum hans. Ekkert má alhæfa I þessum efnum, en sú kenning, að maðurinn geti ekki verið sjálfum sér ráðandi er bæði röng og hættuleg. Þessuhefur fylgt áróður fyrir þvi, að það væri hættulegt að bæla niður tilhneigingar sinar. Þær þyrftu að fá útrás. Að hafa stjórn á sér gæti verið stór- hættulegt. Við skulum varast alhæfingar sem fyrr, en þessi kenning hlýtur að leiða tii siðspillingar. Þá er hræðslan. Menn eru óttafullir. Segja má að mannkynið óttist að það fari sér að voða. Menn vita, að það eru nú i höndum manna öll skilyrði sem þarf til að þurrka mann- kynið út. Og auðvitaö-er sú vitneskja allt annaö en notaleg. Hér hafa þá aðeins verið nefnd nokkur meginatriði sem þvi valda, að andrúmloftið er ekki svo gott sem skyldi. Ég hef áður vikið nánar að ýmsum þáttum þessara mála i sambandi við bókmenntir og fleira. Auðvitað er þetta alltof mikið og viðtækt efni til að gera þvískil Ieinni blaðagrein. En ég get ekki gert mér vonir um verulegan bata i þessum efnum fyrr en við fáum jákvæðari heimspeki og bókmenntir en mest hefur borið á undanfariö. Er ábyrgðartilfinning- in að glatast Þegar talað er um afbrota- faraldur hér á landi má ekki gleyma þvi, að við eigum nú töluvert af ungu fólki sem illa samlagast mannfélaginu. Það er einkum fólk sem i bernsku og æsku hefur farið á mis við þaö, sem heimili á að veita og mest þörf er á — öryggi og traust. Langoftast stafar það af drykkjuskap foreldra, annars eða beggja. Fleira kemur þó til. Lauslæti það, sem einkennir samtiðina, segir til sin I þessu lika. Það er talað um að menn eigi rétt á lifshamingju. Ef foreldr- um dettur i hug að það væri meira gaman að taka saman við aðra, þá er gjarnan hlaupið i sundur án þess að málin séu metin af fullri ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart börnunum. Einhver alvarlegustu vixlspor I félagslegri menningu íslendinga siðustu áratugi eru tilburðir i þá átt að losna frá ábyrgð. Vist hefur ábyrgöar- tilfinning oft aukið mönnum erfiðleika. Það verður að gera fleira en gott þykir, sagði gamla fólkið. En það er átakanlegur misskilningur að halda að það sé eftirsóknarvert að losna við ábyrgðina. Abyrgðartilf inn- ingin er blátt áfram frumskil- yrði lifshamingjunnar. Sá, sem finnur sig ekki ábyrgan fyrir neinu, kann sjaldnast nokkur svör við þvi' til hvers hann lifi. Þar með hefur hann misst fót- festuna, trúna á lifið og gaman af þvi. Það, sem átti að gera manninn frjálsan og farsælan, eyðileggur lif hí(ns. Þetta er skýring á mörgum meinsemdum samtiðarinnar, — lifsleiða, sjálfsmorðum o.fl. Og þetta er jafnframt orsök þess, að menn leita oftar og viðar en ella til fikniefna og vúnugjafa i von um að finna þar einhverja uppbót i tilgangslausu lifi. Að taka mið af brota- mönnum Viðhorf manna til ýmiss konar misferlis ogafbrota kynni lika aö hafa breytzt. Menn hafa látið sveigjast i átt til ofbeldis. Þaö er talað um nauðsyn á sterku rikisvaldi ogtil nótvægis um öflug stéttarsamtök, sem geti farið sinu fram, hvað sem löggjafarvaldið segi. Svo þarf heldurenginn að haldaaðþaösé áhrifalaust með öllu að ala fólk upp við kvikmyndir, þar sem ofbeldi og hryðjuverk sýnast vera sjálfsagður hhitur. Það sljóvgar suma. En hér kemur fleira til. Róttækir umbótamenn hafa með fullum rétti og sterkum rökum bent á margskonar þjóð- félagslegt óréttlæti. Þeir benda á menn, sem lifa i allsnægtum og óhófi, og sitja með ýmsu móti yfir annarra hlut, ýmist með löglegum hætti eöa þrátt fyrir öll lög. Þeir vekja tilfinn- ingu manna fyrir þvi að þetta sé alvarlegt brot á frumreglum siðaðs þjóðfélags og kristnum sið. Það sé i rauninni engu betra en þjófnaður ogþó mun siður af- sakanlegt en það sem menn freistast til að gera i neyð. Vfst er þetta allt satt og rétt. En stundum verkar þetta þannig á þann sem afskiptur þykist að hann fer aö svipast eftir áþekkum gróðaleiðum. Menn afsaka sig með þvi að sitt verk sé alls ekki verra en eitthvað annaö. Ég er nýbúinn að lesa I blaði aö það sé eðlilegt aö fiskimenn okkar brjóti land- helgislög og friöunarreglur á þeim forsendum, aö það sé ekki verra brot en smygl og skatt- svik. Allir kannast við vælið i opinberum starfsmönnum út af þvi að þeir geti ekki stolið undan skatti eins og sumir aðrir. En það er vissulega litið eftir af reisn og stolti umbótamannsins þegar hann setur ekki markið hærra en svo að bera sig saman viö brotamenn og vandræða- gripi. Aumur maður, sem óttast samtið sina og finnur sig ekki eiga annað erindi i spilltan heim enað reyna að ná rétti sinum til að njóta lifsins meðan kostur er, setur ekki markið hátt og tileinkar sér varla háleita sið- fræði. Sizt af öllu er þess að vænta ef hann trúir þvi að áhrif frá kirtlastarfsemi líkamans séu alls ráðandi um atferði sitt vegna þess sem i leyndum sálarlifsins gerist. Von manns- ins, — von mannkynsins — er bundin við þá trú, að timi sé framundan til aö taka sig á, bæta hlut sinn og bæta sjálfan sig. Ef maðurinn hættir að trúa þvi að hann hafi möguleika til að þroskast — batna og stækka — er grundvellinum kiptt undan siðfræði hans. Þegar verkalýöshreyfingin var að berjast til áhrifa i byrjun aldarinnar geröi hún ekki eingöngu kröfur til annarra. Hún barðist auðvitað fyrir kjarabótum og jafnrétti, en um leið gerðu liðsmenn hennar kröfurtil sjálfra sin. Þá varhún svo bindindissinnuð að Alþýðu sambandið hafði áfengisbann á stefnuskrá sinni. Bindindi um nautn áfengra drykkja var einn þáttur þeirrar þroskaviðleitni einstaklingsins sem þá var takmark verkalýðshreyfingar- innar. Hræddur er ég um að suma, sem nú þykjast vera leiðtogar með lyklavöldum á þeim bæ, vanti bæði spönn og kvartil til að skilja svo stór- mannlegan hugsunarhátt. Að hvaða gagni Um alla kristni hefur sú spurning fylgt hennar fólki hvað það stoöaði manninn, þó að hann eignaðist allan heiminn ef hann biði tjón á sálu sinni. Það er spurningin um sálartjónið annars vegar og kappið að eignast og njóta hins vegar. Það skiptir miklu fyrir allt þjóð- félagið hvernig menn mæta þessari spurningu. Þetta er tiltölulega auðvelt viðfangsefni að álykta út frá fyrir þann, sem trúir þvi að hver maður eigi eilifa sál sem haldi vitundarlifi sinu áfram og upp- skeri á siðari tilverustigum eftir þvi sem til var sáð. Maðurinn fari héðan með þann andlega þroska og innræti, sem hann hefur áunnið sér og hann haldi áfram þaðan sem hann stóð. En menn tala um andlegt lif og sálarlif þó að þeir hafi ekki trú á eili'fu vitundarlifi einstakl- ingsins. Og hver sá maður, sem brýtur frumreglur siðaðs mann- félags til að eignast eitthvað, biður við það sálartjón. Hann verður frekari, tillitslausari, grimmari. A þessu er stig- munur, allt frá minni háttar undanbrögðum svo sem smávegis skattsvikum eða smygli að beinum hryðju- verkum eins og morðum og nauðgunum. Menn sækja rétt sinn til að njóta og eignast með þvi ofurkappi, sem ekki virðir rétt hinna. Og við höfum fyrir augum hvemig það mannfélag verður sem slikir mynda. Frumkristnin var stundum kennd við lifsflótta og jafnvel meinlæt.alifnað. Við viljum engan lifsflótta og sækjumst ekki eftir meinlætum, en við vitum að sjálfstjórn er nauð- synleg, og menn geta ekki látið allt eftir sér og verða þvi oft að sýna nokkra sjálfsafneitun. Skapgerð manna og andlegur þroski hefur gott af , þvi aö „kosta sér stundum öllum til” að koma sinu fram og ná tak- marki sinu. Taumlaust eftirlæti við sjálfan sig eða skefjalaus sjálfsvorkunnsemi verður engum til góðs. Það ætti að gera hverju barni ljóst. Orðið mannsæmandi er tölu- vertnotað á þessum timum. Þó er sjaldan talað um að gera mannsæmandi kröfur til sjálfs sin. Sá sem brýtur reglu þegnskapar og siðgæðis er að svipta samfélagið kostum og vernd þeirra, og það kemur okkur öllum i koll að meira eöa minna leyti. Þegar þetta er athugað virðist mér, að liggi ljóst fyrir, að samkennd með öðrum er þjóð- félagsleg nauðsyn. Við þurfum að finna til með hinum, rækta góðvildina, þvi aö i þeim mæli, sem við mælum öðrum verður okkur sjálfum mælt. I þeim efnum hefur kirkjan og skólarnir engan veginn náð nógu góðum árangri. Hvað er þá til ráða? Nú hefur verið bent á það aö rætur og tildrög afbrotanna liggja viöa. Meö þvi að rekja þaö er að nokkru leyti fundið svar við þvi hvaö beri að varast. En i stuttu máli má svara spurningunni um úrræði eitthvað á þessa leið: Unga kynslóðin verður aö finna sig ábyrga fyrir landi sinu og þjóðfélagi, þykja vænt um félaga sina og treysta sjálfri sér til að móta framtiðina aö vild sinni. Þá mun velfara. Þá munu hinir ungu gera mannsæmandi kröfur til sjálfra sin. Þá munu þeir finna lifsgleði og lffs nautn i viðleitni sinni. Og þá mun glæpaöldin liða hjá. En allt er þetta vonlaust, nema það verði nógu mörgum metnaöarmál að vera sjálfir persónulega nýtir menn, sem virða frumreglur siðaðra mannfélagshátta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.