Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. mai 1976. TÍMINN 17 um þeirra tveimur, David og Söru, yrði stritt i skólanum. Og þess vegna fór Margrét ein i fri á næsta ári. Ekki gat hún þó stillt sig um aö hafa samband við hann og heimsótti Raddy eitt sinn, þar sem hann lá á spitala, og siðar i kofa, sem hann átti úti i sveit. Þar var Roddy ásamt tveim öðrum pörum. Þegar Margrét kom, var henni eftirlátið eina rúmið i kofanum, — annars hjálpaði hún við garðvinnuna og naut hins einfalda sveitalifs. Seinna bauð hún svo Roddy i heimsókn i Kensington-höll, þeg- ar maður hennar var ekki heima, ef til vill voru það bara móðurleg- ar tilfinningar, sem lágu þar að baki. Aðeins þrisvar sinnum hefur ástar eða ástriðu orðið vart hjá prinsessunni. Þegar hún var þrettán ára kynntist hún Peter Townsend, foringja i flughernum, og tuttugu og fimm ára var hún þegar hún vildi giftast honum, — eftir að hann hafði fengið skilnað frá konu sinni. Elizabeth drottning ræddi fyrst við erkibiskupinn af Kantaraborg um það hvernig koma ætti vitinu fyrir stúlkuna. Siðan tók hún syst- ur sina tali. Eftir að Margréti höfðu verið settir afarkostir — annað hvort hjartað eða tiltilinn — hélt hún áfram að vera prinsessa. í staðinn gaf erkibiskupinn hana og hinn borgaralega Antony Armstrong-Jones saman i hjóna- band árið 1960 og drottningin veitti honum stuttu siðar titilinn Snowdon lávarður. 1 febrúar 1967 var Margrét gripin miklu þunglyndi. Þá var maður hennar að fara i nokkurra vikna ferðalag til Japan og reyndi hún að fá hann til að hætta við það. Þegar hann sinnti i engu ósk- um hennar og fór samt sem áður, reyndi hún að komast að heimilis- fangi hans i gegnum Sunday Times, en hann fór á vegum þeirra. En þeir gátu ekki hjálpað henni frekar en aðrir. Margrét þekkti veikleika eigin- manns sins gagnvart austur- lenzku kvenfólki og fékk tauga- Lady Jackie Rufus Isaacs var um tima all-náin vinkona lávaröar- ins. Milli hennar og Margrétar ríkti fullur fjandskapur. áfall og var lögð á sjúkrahús. Af sjúkrahúsinu hringdi hún til kunningja sins, sem hún hafði eitt sinn farið út með. Hann hét Robin Douglas-Home, var frændi for- sætisráðherrans, og þótti einkar skemmtilegur og fróður viðræðu- félagi. Robin þessi hafði viða komið við. Kristin Sviaprinsessa hafði verið ástfangin af honum, hann hafði huggað Jackie Kenne- dy eftir lát manns hennar og hann hafði verið i nánu ástarsambandi við erfingja Dunhill-milljónanna. Þá hafði hann verið kvæntur ljósmyndafyrirsætunni Söndru Paul, en þau voru skilin þegar þarna kom sögu. Hann stakk upp á þvi við Margréti að hún kæmi og dveldi á sveitasetri hans við suðurströnd Englands sér til hressingar i tvo daga. Margrét tók boði hans og lét aka sér þangað. Fyrir komu hennar hafði lögreglan yfirfarið húsið fyrir öryggis sakir. Allt var svo opinbert, að það gat ekki átt sér stað, að þarna væri á ferðinni neitt annað en hreinn vinskapur. En þetta varð upphafið að hinu 3ja stóra ástarævintýri hennar. Það er vel skiljanlegt, að Margrét skyldi falla fyrir töfrum þessa heimsmanns, enkannski erfiðara að skilja að sá áhugi hafi verið gagnkvæmur. Reyndin var samt sú, að hann var verulega hrifinn af Margréti og bar þá ósk i brjósti, að samband þeirra yrði gert löglegt. Þegar hann hafði fengið að vita það frá Margréti sjálfri að hún hafði talað við systur sina drottn- inguna um samband þeirra og það hefði orðið úr að hún hafði enn á ný tekið þá ákvörðun að láta skynsemina — en ekki hjartað ráða — þá byrjaði hann að drekka, veðja og spila fjárhættu- spil. Fáum vikum siðar talaði hann siðustu orð sin inn á segulband. Þau voru þannig: Það koma augnablik i lifi manns, þegar maður ákveður, að það er tilgangslaust að halda áfram að lifa, og bezt að binda endi á það. Morguninn eftir fann móðir hans hann látinn i rúmi sinu. Hann hafði tekið inn eitur og drepið sig. thönd hans lá skammbyssa, sem hann hafðiþóekki notað. Margrét kom ekki til að vera viðstödd jarðarför hans. Eítir skilnað þeirra Margrétar og Tonys, mun Tony koma til með að búa i Kensington-höllinni, alla- vega til að byrja með. Þar eru ljósmyndastúdió hans og myrkrakompur, sem hann hefur innréttað sjálfur og auk þess á hann ekkert annað hús i London. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af framtiðinni, hann er viður- kenndur og virtur ljósmyndari og getur farið i fyrirlestraferðir til annarra landa, sem hann mátti ekki á meðan hann tilheyrði konungsfjölskyldunni. Margrét mun snúa sér af meiri krafti en hingað til að þvi að upp- fyllasinar skyldur sem eru mest fólgnar i þvi að koma fram opin- berlega og sem henni er borgað 35 þúsund pund árlega fyrir með peningum skattborgaranna en fram að þessu þykir hún ekki hafa rækt þær sem skyldi. (Þýtt og endursagt JB) Atvinnuljósmyndarinn Snowdon hefur enga ástæðu tii að haga sér sem kokkáiaður eiginmaður. Hliðar- spor hans, stór og smá eru öllum heyrinkunn við hiröina. Þarna er hann með Lucy Lindsay-Hogg, sem hann hélt við I tvö ár. Robin Douglas-Home var þriðja „stóra ástin” i lifi Margrétar. Hann svipti sig Ilfi árið 1968. fl RÍKISSPÍTALARNIR ÖB lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa á spitalanum. Annar frá 15. júni n.k. og hinn frá 1. júli n.k. Ætl- ast er til að þeir starfi við spitalann i 6-12 mánuði. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 10. júni n.k. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa á spitalann nú þeg- ar eða eftir samkomulagi. Upplýs- ingar veitir forstöðukonan, simi 42800. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast til afleysinga og i fast starf. Vinna hluta úr fullu starfi, svo og einstakar vaktir kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 42800. LANDSPÍTALINN. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓR- AR. Tveir hjúkrunardeildarstjórar óskast til starfa á handlækninga - deild spitalans (deild 4-B og 4-C) nú þegar eða eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast til afleysinga og i fast starf. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina svo og einstakar vaktir. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. Reykjavik, 14. mai, 1976. SKRIFSTOFA Rl KISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5,SlM111765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.