Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 35

Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 35
Sunnudagur 16. mai 1976. TÍMINN 35 Þessu verki hús að segja, — sem ég tók reynd- ar fram áðan — að ekki er hægt að fullyrða hvaða ár það var byggt. Þó er hægt að fara nærri um það. Arið 1804 er Bjarni Sivertsen að sækjast eftir húsi, sem stóð úti á Langeyrarmölum. Það hús var slegið öðrum, en hvort Bjarni hefur gengið inn i kaupin á eftir, veit ég ekki. En hvort sem verið hefur, hlýtur það að teljast lik- legt, að Bjarni hafi farið að láta byggja hús sitt um þetta leyti, eða rétt á eftir. Arið 1809 er hús hans komið upp og farið að búa i þvi — liklega fyrir nokkru, — þvi að þá kemur þangað enskur ferðamað- ur, sem rómar mjög i ferðaminn- ingum sinum, hversu vel og snyrtilega sé gengið um þetta hús, og hve vandað það virðist að allri gerð. Þegar Bjarni Sivertsen dó, árið 1833, var verzlunareignin seld á opinberu uppboði i Danmörku. Kaupendurnir voru Knudsen & Söns. Eftir það bjuggu verzlunar- stjórar lengi i húsinu. Árið 1856 kom hingað verzlunarstjóri sem hét Hans Sivertsen. Hann var sonarsonur Bjarna Sivertsens og kvæntur konu héðan úr Firðinum, fæddri Linnet. Hans Sivertsen var hér i tiu ár, og bjó að sjálfsögðu i húsi afa sins þann tima. Næsti maður, sem bjó i Sivert- senshúsi, var Zimsen, faðir Zim- sen-bræðra, sem Reykvikingar og margir fleiri þekkja vel. Zimsen bjó i húsinu i tuttugu ár. Arið 1885 kom Gunnlaugur Briem verzlun- arstjóri i húsið og bjó i þvi til dauðadags, 1896. Næstu árin voru ibúaskipti i húsinu tiðari en verið haföi áður. Thor Jensen bjó þar i eitt ár með fjölskyldu sinni, Barnaskóli Hafnarfjarðar hafði þar aðsetur um tveggja ára skeið, þangaö til nýi barnaskólinn i Hafnarfirði var tekinn i notkun árið 1902. Eft- ir þetta bjó Jón Gunnarsson i hús- inu, þá Ferdinand Hansen og loks Ölafur Daviðsson. Nú var komið fram undir 1930. Þá eignaðist Hafnarfjarðarbær húsið, og bæjarskrifstofurnar og skrifstofur hafnarinnar fluttust þangað. Þannig stóðu málin þangað til húsið komst i hendur okkar, þessarar svokölluðu byggðasafnsnefndar. Þessu starfi verður haldið áfram Eins og ég gat um hér að fram- an, var það eitt af fyrstu stefnu- málum okkar i byggðasafns- nefndinni að láta endurreisa Sivertsenshús i sinni upphaflegu mynd. Þó liðu nokkur ár, án þess að nokkuð gerðist i þessa átt, en svo gerðist það einn góðan veður- dag, að Bjarni Snæbjörnsson læknir vakti máls á þessu á fundi i Rotary-klúbbi Hafnarfjarðar. Þetta mun hafa veriö árið 1965 eða 1966. Rotary-félagsskapurinn beitti sér siðan fyrir endurbygg- ingu hússins, og slik gifta fylgdi orðum Bjarna læknis, að þegar i stað var byrjað að vinna að þessu, og þótt hægt gengi i fyrstu, var húsið þó tilbúið, þegar farið var að hugsa um að halda upp á ellefu alda búsetu i landinu. Þegar Bjarna læknis naut ekki lengur við, kom annar ágætur maður til sögunnar, sem ekki var siður hlynntur málefninu. Það var Gunnar Agústsson hafnar- stjóri. Fyrir atbeina þessara á- gætu manna, og skilning þjóð- minjavarðanna dr. Kristjáns Eldjárns og Þórs Magnússonar, komist húsið i það horf sem það er nú i. Það voru fengnir arkitektar frá Danmörku, og undir þeirra fyrirsögn var húsið byggt upp. Sivertsenshús stendur við end- annáþvihúsi, þar sem við nú erum staddir, eins og þeir sjá, sem koma hingað i safnið. í þvi eru nokkrir munir úr búi Bjarna Sivertsens, þar á meðal átta stól- ar, borðstofuborð, skatthol, skáp- ur og fleira. Óneitanlega væri gaman að geta safnað sem flest- um munum, sem til eru úr eigu Bjarna Sivertsens og geyma þá I húsi „hans”, en hins vegar er ekki von að afkomendur hans vilji láta af hendi hluti sem tengdir eru minningu Sivertsenshjónanna, svo ágæt sem þau voru, og slikur ljómi sem er um nöfn þeirra. — Er ekki þetta safn hér ágæt- ur stofn aö byggöasafni, þótt þaö sé enn sem komiö er aöallega sjó- minjasafn? — Jú, jú, það er alveg rétt. Meira að segja húsið sem geymir safnið, það er sjálft forngripur. Það er byggt 1863, og það er eitt þeirra húsa, sem ekki mega með neinu móti fara forgörðum. Og um leið og húsið er safngripur, er það tilvalið sem aðsetursstaður byggðasafns Hafnarfjaðar. Hér er fjögur- til fimm hundruð fer- metra gólfflötur, svo ekki er ann- að hægt að segja, en að við höfum á einhverju að standa! Ég er al- veg sannfærður um, að i framtið- inni verður haldið myndarlega á- fram við það verk, sem hér er hafið. —VS. Fallbyssan meö sinu brotna hlaupi. Þegar horft er I sáriö, sést aö hlaupiö hefur veriö býsna þykkt, og veröur þaö þó enn augljósara, er byssan sjálf er skoöuö. — A veggnum fyrir ofan eru hnifar af mörgum geröum, og fleiri áhöld. Fremst á inyndinni er vél (svört á litinn), er smíöuö var handa blindum manni I Hafnarfiröi, svo aö hann gæti snúiö tauma. A bakviö vélina er mynd af vélbátnum Fróöakletti. Til vinstri eru sökkusteinar, margir mjög haglega geröir. Skipsklukka af linuveiöaranum Eljunni, er til hægri á myndinni, en þessi linuveiö ari var lengi geröur út frá Hafnarfiröi. Hann slitnaöi frá bryggju i Hafnarfiröi I ofsaveöri 1931, rak upp f fjöru og brotnaöi. Nokkur bátalikön A veggjunum eru áhöld, sem notuö voru viö skipasmíöar Færeyjaferö er oðruvisi Fjöldi víðförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, ferðast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um að ferð til Færeyja sé öðruvísi en aðrar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um að Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og siöast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er líkaogekki síður tilvalin ferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavík og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. Félög með beint flug frá Reykjavik og Egilsstððum flucfélac LOFTLEIBIfí ISLAJVDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.