Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 16. mai 1976. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Biaðaprent h.f. Vegvillt fólk Einu sinni var það vonglöð trú margra, að bættur hagur, nógur matur, góð hibýli, minni þrældómur og meiri menntun myndi sjálfkrafa gera manninn betri. í þeirri trú hófust litt skólagengnir menn handa i þessu landi, þar sem varla var til nokkurt mannaverk, sem til frambúðar gat verið, og nálega mátti sýnast sem við óyfirstiganlega erfið- leika væri að etja. Nú höfum við fyrir augum stórkostlegri mann- virki og atvinnutæki en þessa menn hefur órað fyrir, og þéttriðnara og viðameira skólakerfi en nokkrum þeirra hefur i hug komið. Við höfum einn- ig hreppt margvisleg mannréttindi, sem ekki voru nema óljós draumur i upphafi aldarinnar. En þvi miður er þjóðfélagið sjálft áreiðanlega ólikt þvi mannfélagi, er þeir sáu i hillingum. Fegurð lifsins hefur ekki orðið samstiga rýmri efnahag og finni húsakynnum — hugsunarhátturinn ekki göfgazt til jafns við skólamenntunina. Þvi er ekki að leyna, að eitthvað hefur farið meira en litið úrskeiðis hjá okkur. Við erum vegvilltara fólk en ömmur okkar og afar voru um aldamótin, og aldrei virðast fleiri hafa verið i þessu landi fjarri þvi að kunna fótum sinum forráð. Hér verður ekki fjölyrt um, hvað þessu kann að valda, enda mun enginn kunna þá sögu. Vafalaust eru orsakirnar margþættar. En það er komið á elleftu stundu, að menn reyni að gera sér grein fyrir þvi, hvar rætur margs konar ófarnaðar, sem að okkur steðjar, kunna að liggja. Sá sjúkleiki samfélagsins, sem aldrei hefur orðið berari en einmitt nú, er mikil ógnun. Hann getur orðið okkur þyngri i skauti en berklarnir urðu lik- amlegri heilsu manna framan af öldinni. Og þessi andlegi faraldur, sem leitt hefur svo marga út i fen og forað, verður ekki læknaður i skyndi. Drykkjuskapur, eiturlyfjaneyzla, skemmdarverk og afbrot, stór og smá, eru ekki orsök, heldur sjúk- dómseinkenni. Hvað er það, sem hefur lamað sið- ferðisþrótt svo margra og kippt undan þeim lifs- grundvellinum? Það er spurning, sem riður á að leita við svara. Dómaraembætti Alkunna er, að oft hefur orðið, bæði fyrr og siðar, ágreiningur um skipan manna i embætti, enda ekki hugsanlegt að gera að allra geði, þegar velja skal einn úr hópi umsækjenda, sem margir hverjir kunna að hafa flest það til að bera, sem embættið krefst. Iðulega eru deilur, sem af sliku spretta, þess eðlis, að afdráttarlausum rökum verður ekki við komið. Eigi að siður er það mikils vert, að settar séu reglur, sem stuðla að þvi, að vandað sé sem bezt til alls undirbúnings að vali embættismanna. Þetta er i mörgum tilfellum gert með þvi að láta um- sagnaraðila fjalla um umsóknirnar. Nú fyrir nokkrum vikum flutti ólafur Jóhannes- son dómsmálaráðherra frumvarp um ráðgjafar- nefnd, sem á að fjalla um umsóknir um dómara- embætti áður en veiting fer fram. Á hæstiréttur að tilnefna einn mann i nefndina, stéttarfélag dómara annan og dómsmálaráðuneytið hinn þriðja. Álit þessarar ráðgjafarnefndar á dómsmálaráðherra siðan að hafa til hliðsjónar við endanlega veitingu dómaraembætta. Að sjálfsögðu er það mikilvægt, að hinir hæfustu og traustustu menn gegni dómarastörfum i landinu, . og er þetta eitt þeirra frumvarpa, sem dómsmála- ráðherra hefur flutt með það fyrir augum að koma sem beztri skipan á dómsmálakerfið. —JH ERLENT YFIRLIT Ford tapar á Afríku- för Kissingers Reagan telur hana merki um undanhald Kissinger og Nyerere, forseti Tansanlu SVO viröistsem flest ætli aö snúast gegn Kissinger siöustu mánuöina, sem hann skipar embætti utanrikisráöherra Bandarikjanna. Þetta viröist t.d. ætla að gilda um feröalag hans til Afríku. Það var vafa- litiö farið i þeim tilgangi, að styrkja álit og áhrif Banda- rikjanna i Afriku. Jafnfrant yrði þaö svo Ford forseta til álitsauka heima fyrir. Hvorugt viröist ætla að heppn- ast. Kissinger markaöi þó i feröalagi sínu mungleggraen áður afstööu Bandarikjanna til málefna Afriku, jafnhliöa þvi, sem þar kom fram meiri og vinsamlegri skilningur á þeim en áöur. Þetta gilti ekki sizt um afstööuna til Rodesiu, en þar tók Kissinger mun ákveðnara undir þaö en áöur, aö Bandarlkin vildu stuðla aö meirihlutastjórn blökku- manna þar, jafnhliöa þvi, sem hann lofaði fullri þátttöku Bandarikjanna I viöskipta- banninu, sem Sameinuðu þjóöirnar hafa lýst á Rodesiu, en hingað til hafa Bandarlkin ekki framfylgt þvi, nema aö takmörkuðu leyti. Þótt þessi breytta afstaða Bandarikj- anna mæltist heldur vel fyrir I Afriku, fylgdi þvi yfirleitt sú viöbót, að þetta væri of litiö og kæmi of seint. Þess má þó vænta, aö fylgi Bandarikin áfram þeirri stefnu, sem Kissinger markaöi, muni þaö bæta sambúö þeirra og Afrikumanna I framtlðinni ,en til þess þarf vitanlega meira en skyndiferöalag bandariska utanrikisráöherrans og nokkr- ar ræöur, sem hann flytur I sambandi viö þaö. Allt veltur á, aö stefnunni verði framfylgt i verki. Nú blöa þvi Afriku- menn og sjá hverju fram vind- ur. Fyrr verður ekki felldur endanlegur dómur um árangurinn af Afrlkuför Kissingers. Þvi má segja, aö húp hafi a.m.k. ekki enn boriö þann árangur I Afríku, sem Kissinger og Ford ætluöust til. Það hefur svo ekki bætt úr skák, að hún rifjaði upp mjög klaufaleg afskipti þeirra af borgarastyrjöldinni i Angola. Ef farið heföi veriö eftir ráö- um þeirra, heföu Bandarikin dregizt inn i styrjöldina viö hliö þeirra, sem fyrirsjáanlegt var aö myndu tapa, og annað hvort heföi þá álitshnekkir Bandarikjanna oröiö enn meiri eða þau oröiö að hefja beina stríðsþátttöku. Banda- rikjaþing bjargaöi hér heiöri Bandarikjanna meö því að neita aö fara aö ráöum þeirra Kissingers og Fords. HEIMA I Bandarikjunum hefur Afrikuför Kissingers vafalítið oröið Ford til hnekkis, þótt tilgangurinn væri annar. Keppinautur hans I prófkosningunum, Ronald Reagan, hefur kappsamlega reyntað notfæra sérhana sem nýtt dæmi um undanhald Fords og Kissingers i utan- rlkismálum. Reagan segir, að hún geti vart borið annan árangur en þann, aö æsa blökkumenn gegn stjórninni i Rodesiu, möguleikar til sam- komulags hafi þvi minnkaö og hættan á styrjöld aukizt. Enn einu sinni hafi þeir Kissinger og Ford tekiö ranga afstööu. Einkum beina þó Reagan og fylgismenn hans gagnrýninni gegn Kissinger, en þeir telja aö hann hafi ráöið mestu um þetta. Ford sé i rauninni ekki annað en litill karl, sem láti aöra segja sér fyrir verkum og þá ekki sizt Kissinger. Margt behdir til, aö þessi áróöur Reagans og fylgis- manna hans hafi boriö árang- ur og eigi sinn þátt i ósigrum Fords að undanförnu. Fyrir Ford heföi tvímælalaust verið bezt, að Kissinger hefði látiö sem minnst á sér bera meðan á prófkjörunum stóö, en gagn- stætt þvi hefur hann sjaldan veriö meira i sviösljósinu en á þeim tima. ÝMSUM getum er aö þvi leitt, hvað hafi ráöiö þeirri framkomu Kissingers. Sumir telja, aö Ford og ráögjafar hans hafi reiknað skakkt. Þeir hafi talið þaö liklegt til aö styrkja Ford, aö tefla Kissing- er sem mestfram sökum fyrri vinsælda hans og álits. Aörir telja, að Kissinger hafi ráöiö þessu sjálfur og stafi þaö af þvi, aö hann sé ákveðinn i þvi aö láta fljótlega af utanríkis- ráöherraembættinu og sé þvi farinn að hugsa meira um söguleg eftirmæli sin en póli- tiskt gengi Fords forseta. Kissinger vilji láta þaö sjást sem bezt, hvaö hann vildi og hvaö hann áleit og hverju hann beitti sér fyrir, svo aö hann geti vitnað siöar til þess, t.d. ef hann skrifaöi ævisögu sina. 1 þvi ljósi beri m.a. aö lita á ummæli hans um þá hættu, sem vestrænu sam- starfi geti stafað af þátttöku kommúnista i rfkisstjórn Italíu. Hann vilji geta komiö fram slöar og sagt: Þetta sagöi ég fyrir og þessu varaði ég við. Þaö var ekki fariö eftir ráðum minum og þvi fór sem fór. Úr þessum ágizkunum blaöamanna veröur aö sjálf- sögöu aldrei skoriö. Hitt virö- ist vist, aö Kissinger er aö láta af störfum sem utanrlkisráö- herra, en hann ætlar ekki aö hætta aö láta heyra til sín um utanrlkismál. Þ.Þ. Reagan hefur lániö meö sér um þessar mundir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.