Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 16. maí 1976.
Stafsetningin á Alþingi
Afstaða Vllhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra
Á fundi i neðri deild Al-
þingis 14. mai 1976.
Menntamálaráðherra
(Vilhjálmur
Hjálmarsson):
Ég hefáðurlýstandstööu minni
viö þetta frumvarp og greint
ástæður fyrir þeirri skoðun
minni, að Alþingi beri ekki að
setja ritreglur, og skal ekki
endurtaka þaö sem ég hef áður
sagt um þetta efni. En þvl til við-
bótar bendi ég á þær umræöur,
sem hér fara fram. Enginn getur,
hygg ég, sýnt fram á að þær séu
æskilegur efnislegur undirbún-
ingur aö ákvörðun um ritreglur
fyrir islenzka skóla, um staf-
setningu isl. nútímatúngu, eins og
segir i frumvarpi þvi, sem hér
liggur fyrir.
Fylgismenn frumvarpsins
munu telja, aö langar ræöur and-
stæðinga þess beri vott um fá-
heyrðan mótþróa gegn þvi aö
frumvarpið nái aö ganga undir
atkvæði og hljóta endanlega af-
greiðslu hér i hæstvirtri deild og á
Alþingi þvi er nú situr. Þetta er
bæði og. Það hefur nefnilega ekki
sjaldanborið við, að þingmál hafi
stöðvazt á siðustu dögum þings
hreinlega vegna timaskorts,
vegna þess aö sýnt þótti, aö um-
ræður yrðu svo langar, að ekki
rúmaðist innan þeirra tima-
marka sem Alþingi hafði sett sér
hverju sinni. — Andstæðingar
frumvarpsins undrast hins vegar
að forseti skuli freista að þoka
málinu áfram með svo löngum
næturfundi. En einnig þetta hefur
oft til boriö og oft tekizt — en
ekki ævinlega. Ekki hrósa ég
þeim vinnubrögðum. En hér er
um engin einsdæmi að ræöa, hátt-
virtir alþingismenn geta verið al-
veg rólegir þess vegna, minnugir
þess að nóg er nóttin! — En sem
sagt, þessar umræður virðast
mér styðja þá skoðun mina, að
ekki sé æskilegt að Alþingi setji
sjálft stafsetningarreglur í ein-
stökum atriðum. Hitt sé fremur
ráð að Alþingi leitist við að
tryggja meö skynsamlegri
rammalöggjöf rækilegan undir-
búning sérhverrar ákvörðunar
um islenzka stafsetningu,. um
búning ástkæra ylhýra málsins i
rituöu formi. Og að Alþingi taki
sér ákvöröunarvald um þaö, hve-
nær leyfa skuli breytingar á staf-
setningu þeirri, sem notuð er á
opinberum plöggum. — Þetta
siöastnefnda helgast m.a. af þvi,
aö sérhver breyting kostar hið
opinbera ærna fjármuni, sem Al-
þingi hlýtur að hafa forgöngu um
aö afla, og koma þó margar aörar
orsakir til, að minum dómi — og
enn mikilvægari.
Ég tel það megin mistök hjá
háttvirtum flutningsmönnum og
öörum fylgismönnum þessa
frumvarps, hversu seint þaö er
afgreitt frá nefnd. Af þvi leiðir
hvort tveggja, að máliö kemst I
hálfgerða sjálfheldu vegna tima-
skorts, og svo hitt, sem er ekki
siöur alvarlegt, að fjölmargir
aðilar, sem þetta mál varöar sér-
staklega, kennarar og mál-
visindamenn t.d., fá vart ráörúm
til að kynna alþingismönnum viö-
horf sin, hvað þá að háttvirtir
þingmenn fái tækifæri til að
brjóta tillögur þeirra til mergjar,
vega þær og meta i einstökum
atriöum
Ég tel, aö um viökvæmt mál og
vandasamt, eins og það mál sem
hér er rætt, skipti það megin máli
að um það sé fjallað rækilega af
þeim aðilum, sem áhugasamastir
eru, og þá ekki sizt þeim, sem
starfa aö framkvæmd ákvæö-
anna, framkvæmd móöurmáls-
kennslunnar á hinum ýmsu
skólastigum.
Ég er satt að segja dálltiö
undrandi yfir þvi aö mennta-
málanefnd þessarar hæstvirtu
deildar skuli ekki hafa séð ástæðu
til að senda þetta frumvarp til um
sagnar, svo sem titt er gert við
ámóta kringumstæður, og raunar
einnig þótt um einfaldari mál sé
að ræða. Þetta hygg ég margir
áhugamenn um þessi efni hafi
skoöað sem bendingu um að þetta
yfirgripsmikla frumvarp yrði
ekki afgreitt á þessu þingi. — En
af þvi leiðir, að margirhafa oröiö
höndum seinni að koma
ábendingum sinum og athuga-
semdum á framfæri við alþingis-
menn og menntamálanefnd sér-
staklega.
Mér sýnist, eins og málum er
nú komiö, að skynsamlegt væri
að láta hér staðar numið við með-
ferð frumvarps háttvirts 9. þm.
Reykv. o.fl. A vissan hátt væri
æskilegt aðskera úr þeirri þrætu,
þeim ágreiningi, sem upp hefir
Við umræöurnar um svonefnt
Z-frumvarp I neöri deild, flutti
Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráöherra tværstuttar ræöur,
sem birtast hér i heild.
komið á Alþingi i þessu máli. Og
um skeiö hugleiddi ég það, hvort
ekki væri réttast að stuðla aö þvi
að svo mætti verða. — En þegar
hvort tveggja kemur til, hversu
hæpið — óeðlilegt — þaö er aö
minni hyggju aö Alþingi semji
ritreglur og setningarfræði, og
svo hversu örðugt er um vik aö
brjóta máliö til merjar með viö-
unandi hætti á þeim tima, sem nú
viröist vera til umráöa hér á Al-
þingi, þá tel ég réttast að láta út-
rætt um þetta frumvarp að sinni.
Hefði ég vel getað hugsaö nér að
málinu yrði visað frá með rök-
stuðningi eitthvað á þessa leið, að
þar sem nú liöur mjög aö þinglok-
um, eftir þvi sem bezt veröur vit-
að, þröng á dagskrá deilda og aö
því er virðist torvelt vegna tima-
skorts að brjóta til mergjar ein-
stök atriði þessa frumvarps svo
og rökstuddar umsagnir skóla-
manna og fleiri o.s. frv. — Ég
mun þó enga slika frávisunartil-
lögu flytja.
Æskilegt væri að minum dómi
af afgreiða frumvarp mitt um
meðferð stafsetingarmálsins.
Mér er ljóst, að til þess vinnst
vart timi, enda þótt þaö sé stórum
einfaldara en stafsetningarregl-
urnar sjálfar. — En þá er þess að
minnast, að islenzk stafsetning er
ekkert dægurmál, svo að þegar á
allt er litið, þá geta allar frekari
aðgeröir Alþingis vel beðið
haustsins.
A fundi i neöri deild Alþingis
mánudag 10. mai 1976
Menntamáiaráöherra (Vilhjálm-
ur Hjálmarsson):
Út af ummælum, sem hér hafa
fallið, vil ég rétt undirstrika
það, aðéghef að sjálfsögöu engan
áhuga á þvi að setja fót fy'rir að
meiri hluti Alþingis komi fram
vilja sinum, eins og einhver
oröaði þaö hér. Þvert á móti.
íslenzk stafsetning er vitanlega
alveg ópólitiskt mál. Og setjum
svo að Alþingi samþykki það
frumvarp, sem hér er til umræðu
þá verður þeim lögum að sjálf-
sögðu framfylgt. Hitt er svo
annað mál, og þvi aðeins lagði ég-
fram mitt frumvarp, að ég tel það
skynsamlegri leið aö meðhöndla
málið á þann hátt sem þar
greinir, heldur en að Alþingi
sjálft setji stafsetningarreglurn-
ar.
Mér þykir rétt að láta það koma
fram hérað ég var andvigur þeim
breytingum, sem gerðar voru á
stafsetningu 1973 og 1974. Vegna
mikillar ihaldssemi minnar i
þessum efnum taldi ég rangt að
gera nokkra breytingu á staf-
setningunni. Ég græt þvi með
glotti, þótt horf ið yröi frá þessum
breytingum i veigamiklum at-
riöum. Hins vegar var ég ákaf-
lega veikur fyrir röksemdum
háttvirts þingmanns Gils Guð-
mundssonar gagnvart endurreisn
z-unnar, þegar hann geröi grein
fyrir atkvæði sinu við meöferð
þingsályktunartillögu i sam-
einuðu þingi 1974. Hann benti á að
allir menn gætu lifað án botn-
langa, það vefjist fyrir mönnum
hvenær skyldi taka hann, en eng-
um dytti I hug að græöa hann i
aftur eftir að hann hefði verið
numinn brott! — Ég tel þessa
ábendingu nánast pottþétta, og
ég myndi telja þaö miður fariö að
taka á ný til við að rita z. Ég gæti
þó fremur fellt mig viö þaö, ef
notkun hennar væri takmörkuð,
t.d. við stofn orða, orð af útlend-
um uppruna o.s.frv. Af þessu sem
ég nú hef sagt leiðir það að sjálf-
sögðu aö ef mitt frumvarp yröi
samþykkt, þá myndi ég beita mér
fyrir þvi að stafsetningin yrði
tekin til athugunar á ný.
Varðandi afgreiðslu þeirra
tveggja frumvarpa um islenzka
stafsetningu, sem nú liggja fyrir
þessari háttvirtu deild, vil ég
segja þetta: Ég er andvigur þvi
að Alþingi setji reglur um Is-
lenzka stafsetningu i einstökum
atriðum. Ég hef áður fært rök
fyrir þessari skoöun og skal ekki
endurtaka þaunú. Hins vegar tel
ég eðlilegt að Alþingi setji nú, þótt
það hafi ekki áður verið gert, lög-
gjöf um meðferð stafsetningar-
málanna sbr. frumvarp mitt sem
hér liggurfyrir, þótt það hafi ekki
verið afgreitt úr nefnd.
Ég stakk upp á þvi i vetur, að
þingflokkarnir tilnefndu menn,
einr, frá hverjum, til þess aö ræða
þetta mál og athuga, hvort menn
gætu ekki fundið sameiginlega
lausn. Við héldum einn fund. Þótt
þar færi vel á með mönnnum, var
þaö mitt mat eftir þann fund, að
sumir, og þá fyrst og fremst
flutningsmenn þessa frumvarps,
sem hér er til umræöu, væru ekki
til viðtals um afgreiðslu á frum-
varpi minu fyrr en gengið hafði
verið til úrslita um þeirra frum-
varp. Af þessari ályktun minni
leiddi svo það aö ég beitti mér
ekki fyrir fleiri viðræöufundum
með þessari nefnd.
Ég vilaðeinsrifja þaðupp,sem
öllum háttvirtum deildarmönn-
um erþó vitanlega ljóst, að minar
tillögur I þessu máli felast f þvi
frumvarpi, er ég hef flutt. Þær
eru i stuttu máli þessar: Að um
breytingar á Islenzkri staf-
setningu sé i fyrsta lagi fjallað af
málvisindamönnum og kennur-
um. — Það er auðvitað allt til
skoðunar, hvernig þau ákvæði
endanlega yröu I löggjöfinni. — í
öðru lagi kæmi málið fyrir
menntamálaráðuneytið og
menntamálaráðherra, sem svo i
þriðja lagi yrði að leita heimildar
Alþingis fyrir sérhverri
breytingu, sem gera skyldi.
1 minum huga eru einkum
tvenn rök fyrir þessu siöast-
nefnda. Annars vegar aö ég tel
þörf mikillar ih aldssemi I þessum
efnum. Ég álit að við eigum að
vera afar spör á breytingar á
okkar stafsetningu og afis ekki að
breyta henni nema að mjög vel
athuguðu máli og eftir nokkuð al-
mennar umræður um fyrir-
hugaðar breytingar en það
tryggir einmitt að slik umræða
fari fram, að málið sé gert að
þingmáli, lagt fyrir Alþingi áður
en af breytingu getur orðið
Ég skal svo ekki fjölyrða um
þetta frekar við þessa umræðu.
Min tillaga er einfaldlega sú, að
frumvarp mitt verði afgreitt,
e.t.v. með breytingum. Það er
mér ekkert fast ihendi, þótt menn
kynnu að breyta þar ýmsum
atriðum, eins og ég t.d. drap á
áðan varðandi nefndaskipunina.
Og ég get sagt það að vegna
þeirrar miklu óánægju sem virð-
ist vera meö breytingarnar frá
1973 og 1974, og einnig vegna
persónulegra skoðana minna á
þeim breytingum, myndi ég taka
málið upp og beita mér fyrir þvi
að það yröi unnið efnislega á
næstu mánuðum og stefna að þvi
aö breytingar eða niðurstöður af
þeirri vinnu yröu lagöar fyrir
næsta Alþingi. Þannig myndi ég
haga minum aögerðum, ef nýtt
frumvarp næöi fram að ganga.
BLOSSK
■ Skipholti 3SB
8-13-50 verzlun
______ __ Símar:
8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstota
Bændur
Vil kaupa traktor með ámoksturstækjum,
einnig múgavél og sláttuvél (ekki þyrlu).
Upplýsingar i kvöld og næstu daga i sima
91-66210.
j|; Útboð
Tilboð óskast I smfði á 400 galvaniseruðum girðingarstólp-
um fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavikurborgar.
Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 25. mal
1976, kl. 14.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN. REYKJAVÍKURBORGAR
o
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Verkamannafélagið
ÍDAGSBRUN8 Dagsbrún
Aðalfundur
verður haldinn i Iðnó, sunnudaginn 23.
mai kl. 2 e.h. Reikningar félagsins fyrir
árið 1975, liggia frammi i skrifstofu fé-
lagsins.
Stjórnin.