Tíminn - 25.05.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 25.05.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 25. mal 1976. i I Almannavarnir ríkisins setja á svið Flugslys á Reykjavíkurflugvelli 46 slasaðir eða látnir Starfsmcnn slökkviliöanna, og Flugfélagsins bera farþcga úr vélinni. SJ—Reykjavik. Helztu agnú- arnir, sem komu i ljós á al- manna varnaæfingunni á Reykjavikurflugvelli á laugar- daginn voru þeir, að fjarskipti milli flugturns og lögreglu voru ekki nógu góð, ennfremur fannst okkur greiningarlæknir koma nokkuð seint á staðinn, sagði Guðjón Petersen fram- kvæmdastjóri Almannavarna rikisins Timanum. — Fyrra atriðið var greini- lega brostinn hlekkur, en hvað við kemur siðara atriðinu, ligg- ur ekki ljóst fyrir hver orsökin var. Það tók lækninn 25 minútur að komast á staðinn. A þeim tima var tilkynnt um slysið til Borgarspitalans og sendur bill eftir lækninum. Læknirinn A þessari mynd eru þrlr læknar, Jón Sigurösson fyrrverandi borgarlæknir, en hann var fyrstur lækna á staöinn og flýtti mikiö fyrir sjúkdómsgreiningu (t.v.), ólafur ólafsson landlæknir (t.h.) og sá þriöji á hvitum sloppi. þurfti að búast til farar og e.t.v. koma af sér sjúklingi, sem hann var að fást við. — Þess ber þó að geta, að á sama tima var verið að ná fólkinu úr vélinni úti á flugvelli svo enginn timi fór til ónýtis. Það er heldur ekki sannað mál að það geti tekið styttri tima að læknirinn komi. Hann kom aö vísu skjótar f mai i fyrra, þegar sett var á svið 108 manna slys við Hliðaskóla, en þá var vegalengdin, sem hann þurfti að fara lika styttri. Að þessu sinni var sett á svið flugslys á Reykjavikurflugvelli. Akveðið var að hafa þetta eins eðlilegt og kostur væri. 48 menn tóku að sér hlutverk farþega og voru þeir sminkaðir eins og um stórslys væri aö ræða. Þeim var komið fyrir i Fokker Friendship flugvél, sem ekið var eftir vell- inum og beðið var um flugtaks- heimild alveg eins og um raun- veruleika væri að ræða. Skömmu áður en vélin hefði átt að fara i loftið tilkynnti flug- maðurinn að sprenging hefði orðið i vinstri mótor. Að svo búnu var.allt sett I gang samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið fyrir Reykjavik, um hvernig bregðast skuli við i ýmsum neyðartilfellum, svo sem ef hópslys verður, stór- bruni, mengun, jarðskjálfti, eldgos eða ofsaveður. Þessi áætlun hefur þegar verið kynnt öllum þeim stofnunum, og aðil- um, sem að æfingunni á Reykja- vikurflugvelli á laugardag stóðu, en þaö voru slökkviliðin i Reykjavik og á Reykjavikur- flugvelli, lögreglan, flugvallar- starfsmenn, sjúkrahúsin þrjú, björgunarsveitirnar þrjár i Reykjavik, Rauði krossinn i Reykjavik, Flugmálastjórn, Flugstjórinn gægist út um gluggann, en hann var ekki borinn út strax, þar sem hann átti aö vera látinn, en gat samt ekki stillt sig um aö fylgjast meö. A jöröunni sést slökkvifroöan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.