Tíminn - 25.05.1976, Page 11

Tíminn - 25.05.1976, Page 11
Þriðjudagur 25. maí 1976. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón llelgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjaidkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Yfirlýsing utan- ríkisráðherra Fregnum frá utanrikisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins ber yfirleitt saman um, að annað hafi ekki vakið þar meiri athygli en sú yfirlýsing Einars Ágústssonar utanrikis- ráðherra, að áframhaldandi þorskastrið gæti leitt til þess, að Island færi úr bandalaginu. Þessa yfirlýsingu gaf utanrikisráðherrann bæði á fundi ráðherranna og siðar á blaða- mannafundi. Yfirlýsingu þessa gaf ráðherrann i samráði við rikisstjómina. Hinir mörgu blaðamenn, sem voru staddir i Osló i tilefni af fundinum, sögðu itarlega frá henni og gáfu henni yfirleitt rúm sem aðalfrétt fundarins. Þeir létu einnig vel af einarðri og drengilegri framkomu ráðherrans, eins og ráða má m.a. af þvi, að sum norsku blöðin völdu hann mann vikunnar að fundinum loknum. Óhætt má segja, að þessi yfirlýsing hefur haft veruleg áhrif og muni hvetja aðildarriki bandalagsins til þess að leggja fastar að Bret- um um að hætta ofbeldisverkunum á Islands- miðum. Af ummælum Croslands má ráða, að hingað til hafa aðildarrikin ekki þrýst fast á Breta og þeir þvi getað farið sinu fram af þeirri ástæðu. Von er til, að eftir yfirlýsingu islenzka utanrikisráðherrans á Oslóar-fundinum muni þetta eitthvað breytast. 1 viðræðum, sem bæði utanrikisráðherra og forsætisráðherra áttu við Crosland i sambandi við fundinn, virðist hafa komið fram, að brezka stjórnin er ekki alveg eins neikvæð og áður. Á þetta reyndi þó ekki neitt til fulls, enda voru þetta ekki samningaviðræður, heldur könnunarviðræður. Eftir heimkomu ráðherr- anna mun það verða rætt i rikisstjórninni, landhelgisnefnd og utanrikisnefnd, hvert framhaldið á að verða. Fyrst og fremst verður það þó ákveðið á fundum þingflokkanna, en báðir stjórnarflokkarnir halda þingflokksfundi á morgun. Rétt er að vera við þvi búin, að sáttahugur brezku stjórnarinnar sé ékki mikill, þótt eitthvað hafi hann breytzt. Framkoma brezku herskipanna á íslandsmiðum siðustu daga ber vissulega ekki þann svip, að ástæða sé til mikillar bjartsýni. Það er mikill mis- skilningur hjá brezkum stjórnvöldum, ef þau álita, að hægt sé að knýja íslendinga til undan- halds með slikum hætti. Staðan i deilunni er orðin þannig, að íslendingar þurfa ekki að koma hlaupandi og niðurbeygðir að samninga- borði. Þótt ekki styddu margir ráðherrar málstað íslands opinberlega á Oslóar-fundinum leggst almenningsálitið i heiminum stöðugt meira á sveif með honum. Alveg sérstaklega gildir þetta þó um almenningsálitið i Bretlandi, eins og yfirlýsing Frjálslynda flokksins ber merki um. Af þeim ástæðum ber lika að leggja mikla áherzlu á, að Islendingar eiga ekki i deilu við brezku þjóðina, heldur nýlendusinnaða rikis- stjórn. Fyrir íslendinga er rik ástæða til að þakka utanrikisráðherra fyrir yfirlýsingu hans á utanrikisráðherrafundinum og drengilega og prúðmannlega framgöngu, sem hefur styrkt álit Islands erlendis. Það á lika eftir að sjást, að yfirlýsing hans verður meira en orðin ein, ef Bretar halda ofbeldinu áfram. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Brown og Church keppa í Oregon Hörð barátta hafin um óháðu fulltrúana 1 DAG fara fram prófkjör i sex rikjum i Bandarikjunum, en veruleg athygli beinist þó ekki að nema einu þeirra, prófkjörinu i Oregon. Þar verður hörð barátta milli Fords og Reagans og skiptir miklu máli fyrir Ford, að bera hér sigur úr býtum, þar sem búast má við, að Reagan geti orðið sigursæll i' flestum eða öllum hinna. 1 Oregon keppir Carter viö þá Frank Church öldungadeildarþingmann og Edmund G. Brown rikisstjórp, sem báðir eru taldir sterkir á þessum slóðum, enda frá ná- grannarikjum. Auk þess eru á kjörseðlinum nöfn fleiri manna, m.a. þeirra Humph- reys og Kennedys, en i Oregon er hægt að setja nöfn á fram- boðslista, án samþykkis við- komanda. Yfirleitt er ekki bú- izt við, að margir kjósi þá Humphrey og Kennedy, eins ogá stendur, heldur verði bar- áttan milli áöurgreindra þre- menninga. Fyrir Carter væri það talsvert áfall, ef hann tap- aði i Oregon. Ýmsir telja, að það sé honum til hags, að Brown gaf kost á sér i Oregon á siðustu stundu, og muni þvi andstæðingar Carters skiptast milli Browns og Church. Cart- erhefði sennilega orðið i meiri hættu, ef Church, sem sigraði Carter i Indiana, hefði fengið að vera einn um hituna. Um skeið leit út fyrir það, að aðal- baráttan yrði milli Church og Carters, en eftir að Brown sigraði Carter i Maryland, fylltist hann miklum móði og hefur siðan unnið kappsam- lega i Oregon. Hann hefur að þvi leyti örðugri aðstöðu en keppinautar hans, að nafn hans er ekki á kjörseðlinum, og verða fylgismenn hans þvi að skrifa það á seðilinn. HIN RIKIN, þar sem próf- kjör fara fram i dag, eru Idaho, Nevada, Tennessee, Arkansas og Kentucky. Marg- ir telja, að Reagan sé sigur- vænlegri en Ford i þeim öll- um. Hjá republikönum er fyrirkomulagið þannig, að sá frambjóöandinn, sem fær flest atkvæðin i rikinu, fær alla full- trúana þaðan. Hjá demókröt- um eru fulltrúarnir hins vegar kosnir i kjördæmum, og skipt- ast fulltrúarnir þvi meira og minna milli frambjóðand- anna. Þvi er yfirleitt spáð, að Carter muni sigra með yfir- burðum i Arkansas, Kentucky og Tennessee. Þannig er spáð, að hann fái 20 af 26 fulltrúum, Edmund G. Brown Frank Church sem kjörnir verði i Arkansas, 35 af 46 fulltrúum i Kentucky og 32 fulltrúa af 46 i Tennes- see. Þvi erspáð,aðBrown beri sigur úr býtum i Nevada, þvi að hann er vel þekktur þar, en þar eru ekki kosnir nema 18 fulltrúar alls, og gera fylgis- menn Carters sér von um að fá 5-6 þeirra. 1 Idaho er Church spáð sigri, enda er það heima- riki hans, en Idaho kýs aðeins 16fulltrúa og gera fylgismenn Carters sér von um að fá 4-6 þeirra. Þeir fulltrúar, sem verða kjörnir i Tennessee, Kentucky og Arkansas, og ekki eru yfirlýstir fylgismenn Carters, eru yfirleitt óbundn- ir, en þykja liklegir til að fylgja honum, þegar á hólm- inn kemur. Carter mun þvi alltaf bæta við sig rúmlega 100 fulltrúum i prófkjörunum, sem fara fram i dag. I dag hefst svo einnig flokks- þing hjá demókrötum i Missouri, þar sem fulltrúar verða kosnir á flokksþingiö. Spár benda til, að Carter fái þar um 50 fulltrúa kjörna af 54 alls. NÆSTA ÞRIÐJUDAG fara prófkjör fram i þremur rikj- um, en ekkert þeirra dregur að sér verulega athygli. Annað gildir um þriðjudaginn 8. júni. Þá verður kosið I þremur stór- um rikjum eöa i Kaliforniu, Ohio og New Jersey. Reagan er spáð sigri i Kaliforniu, en Ford verður að vinna i hinum rikjunum tveimur til þess að geta haldið velli. Spár hniga yfirleitt i þá átt, að honum muni takast það. 1 Kaliforniu er Brown rikisstjóra yfirleitt spáð sigri, en hins vegar þykir Carter sigurvænlegastur i Ohio og New Jersey, en i báð- um þessum rikjum eru and- stæðingar hans að reyna aö sameinast gegn honum. EINS og horfur eru nú, þyk- ir orðið líklegt, að Carter fái 1200-1250 atkvæði i fyrstu um- ferð á flokksþinginu, en hann þarf að fá 1505 eða hreinan meirihluta til þess að verða kjörinn frambjóðandi. Þá kemur baráttan til með aö standa um óháðu fulltrúana, sem þykir liklegt að verði um 300 á þinginu af rúmlega 3000 fulltrúum alls. Raunverulega er baráttan þegar hafin um þá. A bak við tjöldin er þegar farið að reyna aö sameina alla andstæðinga Carters um einn frambjóðenda gegn honum, og er þá einkum rætt um Humph- rey. Mjög hæpið þykir þó, að það muni takast, enda verður Carter svo langsamlega fylgismestur á flokksþinginu, að það gæti hreinlega klofiö flokkinn, ef honum væri synj- að með bolabrögðum. Þvi þykir nú sennilegast, að hann veröi frambjóðandi flokksins. Fulltrúar veröa færri á flokksþingi republikana. Þar þarf frambjóöandi að fá 1130 atkvæði til þess að verða kjör- inn. Llklegast þykir nú, að þeir Ford og Reagan hafi hvor um sig rúmlega Í000 atkvæði, þegar á þing kemur. Það verða þvi um 200 óháðir full- trúar, sem ráða úrslitum. All- ar byggja þessar spár á þvi, að Ford sigri i Ohio og New Jersey. Geri hann það ekki, verður staða hans meir en tæp á flokksþinginu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.