Tíminn - 11.06.1976, Síða 13

Tíminn - 11.06.1976, Síða 13
12 TÍMINN Föstudagur 11. júní 1976. Föstudagur 11. júní 1976. AKUREYRI — VORVAKA 76 JG-AKURE YRI. Slöastliöinn þriöjudag kl. 14.00 var formlega opnuö svonefnd VORVAKA ’ 76 á Akureyri, en þaö er eins konar Listahátiö þeirra noröanmanna. Mun vakan standa til 20. júni næstkomandi. Er þaö Menningar- sjööur Akureyrarbæjar sem stendur aö vorvökunni, en I henni taka þátt fjöldi einstaklinga og stofnana. Vorvakan hófst meö þvi aö opnuö var stór listsýning, þar sem sýnd voru listaverk i eigu bæjarins, 60—70 verk, 30—40 myndir eftir myndlistarmenn á Akureyri, þá Aöalstein Vest- mann, Gisla Guömann, Óla G. Jóhannsson og örn Inga. Og I þriöja lagi um 50 grafikmyndir eftir islenzka listamenn og var þaö félagiö tslenzk grafik, sem lagöi þær myndir til. Vorvaka ’76 sett Vorvakan var sett með hátiö- legri athöfn i íþróttaskemmunni á Akureyri, sem nú hefur verið breytt til sýninga og samkomu- halds. bar flutti Valur Arnþórs- son, formaður Menningarsjóösins setningarræðu, en sextán manna strengjasveit Tónlistarskóla Akureyrar flutti sónötu eftir Mozart. Einleikari á pianó var Sólveig A. Jónsdóttir. Stjórn andi Michael Clarke. Siðar sama dag voru tónleikar i Akureyrarkirkju, þar sem fjórir orgelnemendur við tónlistar- skólann léku verk eftir ýms þekktustu tónskáld heimsins á þvj^ sviði, en þau sem léku voru Jó- hann Baldvinsson, Gyða Þ. Hall- dórsdóttir, Hrafn Óli Sigurösson og Helga G. Hilmarsdóttir. A þriðjudag var fiutt færeysk leikdagskrá. Færeysku leikararnir Anika Höydal og Eiðun Jóhannessen fluttu leik- dagskrá eftir Jens Pauli Heinesen og fl. við undirleik Finnboga Johannessen, en hann er þekktur gitarleikari i Færeyjum. Agæt aðsókn var að þeirri dagskrá. Blaðamaður Timans fór norður á þriðjudag og hitti þar m.a. að máli Val Arnþórsson, forseta bæjarstjórnar á Akureyri og for- mann Menningarsjóðsins, sem stendur fyrir Vorvökunni. Hafði Valur þetta að segja, en við spurðum fyrst. Hvers vegna vorvaka nú? — Hversvegna gengst Akur- eyrarbær fyrir vorvöku einmitt nú þegar Listahátiö stcndur I Reykjavik? — Astæðan fyrir þvi að við velj- um einmitt þennan tima er sú, að þetta er heppilegasti timinn til slikrar starfsemi. Iþróttastarfi innanhúss er lokið og við gátum fengið iþróttaskemmuna t'il af- nota, en það er algjör forsenda þess að unnt sé að halda slika há- tið. Mikið er af fólki i bænúm um þessar mundir, þvi að sumarleyfi eru almennt ekki byrjuð ennþá og mikið er af fólki hér I sambandi við skólana i bænum. Að auki er það mjög heppilegt að halda vorvökuna að þessu sinni á sama tima og lista- hátiðin stendur i Reykjavik, þvi að þá ernokkur von til þess að við getum fengið erlenda listamenn. sem þangað koma, til þess að skreppa norður til Akureyrar og koma þar fram. íþróttahöllinni á Akureyri hefur verið breytt í sýningahöll Höfuöástæöan íyrir þvi aö viö förum af stað meö vorvöku lista og bókmennta er sú að á Akureyri er fjölbreytt listalif. Hér stendur málaralist nú með töluverðum blóma. Tónlistarlifið er fjöl- skrúöugt, og tónlistin stendur föstum fótum og fjöldi skálda og rithöfunda á heimili á Akureyri auk annars. Ekki verður þvi haldið fram, að bæjaryfirvold hafi gert of mikið af þvi að halda hátiðir sem þessa, m.a. til þess að skapa nánari tengsli milli lista- mannanna sjálfra og almennings, nema hvað bærinn rekur leikhús,- eða samkomuhúsið. Með þessu viljum við veita viðurkenningu okkar mörgu listamönnum, og veita almenningi meiri hlutdeild I listum almennt. Verður órlega haldin listahótíð á Akureyri? Það er aseimngur okkar, að vorvakan geti orðið árlegur við- burður framvegis, sem þó fer mikið eftir undirtektum al- mennings. tþróttaskemmu breytt i sýningahöll. — Nú hefur Iþróttaskemmunni veriö breytt i sýningahöll meö til- heyrandi veitingabúö og fl. hefur þetta ekki kostaö mikiö fé? — Undirbúningur stóð dálitinn tima, en kostnaðurinn við breytingar á húsnæðinu — og við vorvökuna yfirleitt — er ekki eins mikill og margir kynnu að halda. Hér hafa áhugamenn og sjálf- boðaliðar lagt af mörkúm mikið starf án endurgjalds. — Þá er og að hafa það i huga, að naumast er það sanngjarnt að reikna allan stofnkotnað af þessu fyrirtæki á vorvökuna 1976, þvi að hér á Akureyri var brýn þörf á stóru hentugu húsnæði t.d. undir listsýningar, stærri samkomur og aðrar sýningar, svo sem kaup- stefnur. Gerum við ráð fyrir að Iþrótta- skemman geti I framtiðinni orðið vettvangur slikra viöburða I þann tima er húsnæðið er ekki notað fyrir iþróttastarfsemina. Þannig að sá stofnkostnaður, sem lagt hefur verið i verður að afskrifast á lengri tima við margs konar notkun á þessu húsnæði. — Hverjar éru helztu breytíng- arnar á húsnæöinu? — Þær eru minni háttar. Stærsta verkefnið var það, að teppaleggja allan salinn. Við fengum ný teppi á mjög góðu verði. Þau eru ekki öll i sama lit, en sömu gerðar og I ljós kemur aö það mynstur er skapaðist vegna þess arna er siður en svo til tjóns, miklu fremur til bóta. Þetta tók sig svo vel út að við erum hæst ánægðir með gólfið. Iþróttamenn frá Handknattleiksdeild KA komu upp veitingabúð á svölum salarins og reka þar kaffisölu af miklum myndarskap fyrir eigin reikning. — Mjög margir, sem hingað hafa komið, hafa undrazt árangurinn sem náðst hefur viö að undirbúa húsnæðið til hinna nýju nota og telja margir að þetta gefi ekki eftir öðrum stórum húsakynnum, svo sem Kjarvals- stöðum I Reykjavik, svo eitthvað sé nefnt. Birta og lýsing er hér ágæt, að þvi er myndlistarmenn segja mér. — Er þetta framtiðarhúsnæöi fyrir þetta starf? — Nei það er það reyndar ekki. Ráðgert er að reisa nýtt stórt iþróttahús sunnan Sundlaugar- innar. (1978—1979). Þar gerum við ráð fyrir að þessi aðstaöa verði i framtiðinni. Stór iþrótta- salur, sem gegnir sama hlutverki og þessi, þegar Iþróttastarf liggur niðri á sumrum og auk þess salur sem er til reiðu allt árið. íþróttaskemman var upphaf- lega reist sem áhaldahús fyrir stórvirkar vélar og tæki bæjarins, en siðan var hún tekin til þess að bæta úr brýnni þörf iþróttanna og hefur húsið reynzt ágætlega, þótt ekki sé það hannað sérstaklega fyrir þetta starf. Fjölbreytt dagskrá Vor- vöku — Hver eru helztu dagskrár- atriðin, þau sem óflutt eru? — Eins og áður sagði þá er hér standandi málverkasýning, sem verður opin til 20. júni næstkom- andi. Myndlistarsýningin er opin daglega frá kl. 1800—2230, nema á laugardögum, sunnudögum og 17. júni. Þá verður opið frá 1400—2230. Færeyski leikflokkurinn verður i kvöld með sina dagskrá, og má geta þess hér, að Norræna húsið i Reykjavik hefur sýnt vorvökunni mikinn áhuga, og greiðir t.d. ferðakostnað norrænna gesta sem hingað koma. 9. júnikemur tónsmiðja Svians Gunnars Walkare og tekur upp tóninn. Gunnar hefur ferðazt viða um heim og hefur kynnt sér hljóð- færagerð frumstæðra þjóða og árangurinn af starfi hans fá menn að sjá hér, m.a. Fimmtudaginn 10. júni kl. 2100 verða svo i tþróttaskemmunni tónleikar. Hjálmar Sigurbjörns- son og Sveinn Sigurbjörnsson leika dúett fyrir kornetta. Aðal- blásarasveit Tónlistarskólans leikur nokkur lög undir stjórji^ Roar Kvam. Helga G. Hilmars- dóttir flautunemandi, Kristin Gunnarsdóttir fiðlunemandi og Forseti bæjarstjórnar á Akureyri Valur Arnþórsson, ræöir viö færeyska listafólkiö. Rætt við Val Arnþórsson um vorvöku á Akureyri Valur Arnþórsson setur Vorvöku ’76 á Akureyri á 2. hvitasunnu- dag. Kristinn Örn Kristinsson pianó- nemandi leika triósönötu eftir Telemann. Inga Rós Ingolfsdóttir selló- leikari flytar ásamt Láru Rafnsd. pianóleikara, sónötu fyrir selló og pianó eftir Debussy. Inga Rós Ingólfsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum i Reykja- vik á þessu vori og hlaut þá mjög lofsamlega dóma. Lára Rafns- dóttir hefur að loknu ein- leikaraprófi i London getið sér gott orð hér á landi sem einleikari sellóleikara þeir: Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Duncan Campbell óbóleikari, en þeir starfa báðir i Sinfóniu- hljómsveit íslands. Mánudaginn 14. júni kl. 21 I sal Tónlistarskólans Hafnarstr. 81. Arni Harðarson pianóleikari flytur verk eftir: Bach, Beethoven, Schönberg, Chopin Lizt og Bartok. Arni lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um i Kópavogi á þessu vori eftir að hafa lært a pianó i 12 ár. Arni lék pianókonsert með Hljómsveit örn Ingi, listmálari og framkvæmdastjóri Vorvokunnar. og undirleikari, og hefur hún komið viða fram opinberlega. Lokaverkefni þessara tónleika er flutningur á fyrsta þætti úr 8. sinfóniunni („þeirri ófullgerðu”) eftir Schubert. Hljómsveit Tón- listarskólans leikur undir stjórn Michael Clarke. Gestir I þessum flutningi eru auk Ingu Rósar Ingólfsdóttur Tónlistarskólans i Reykjavik og hélt einnig sjálfstæða tónleika. Hann hlaut mjög góðan vitnis- burð fyrir ágæta frammistöðu og verður þvi forvitnilegt fyrir pianóunnendur að fá að fylgjast með þessum unga pianóleikara alveg frá byrjun ferils sins. Kennari Arna var Kristinn Gests- son. Leiklist og bókmenntir 15. júni kl. 2100 verður svo ijóöakvöld I iþróttaskemmunni. Þar munu verða lesin ljóð og tónlist verður flutt milli atriöa. Þeir sem koma fram eru: Anton Friðþjófsson. Bragi Sigurjónsson. Böðvar Guðmundsson, Einar Kristjánsson, Gisli Ingvason, Guðmundur Frimann, Heiðrekur Guðmundsson. Jón Danielsson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, örn Ingi, Claudia Holtje, Fiðla. Dýrleif Bjarna- Margir af gestum Listahátíðar í Reykjavík koma norður á Vorhátíð Akureyrar dóttir pianó. 20. júni kl. 1700 og 2100 mun Inuk-leikflokkurinn frá Þjóðleik- húsinu hafa sýningar I Samkomu- húsinu. Þessi frægi leikflokkur hefur ekki áður sýnt á Akureyri, og er ekki að efa að mörgum muni þykja forvitnilegt að sjá til hans. Ýmislegtfleira er á dagskrá eða i undirbúningi og verður það þá kynnt siðar, sagði Valur Arnþórs- son að lokum. JG Frá opnun vorvökunnar. Gestir skoöa málverkasýninguna. TÍMINN 13 Víðar er Guð en í Görðum Af tónleikum Samkórs Selfoss Fimmtudagskvöldið 20. mai hélt Samkór Selfoss hljómleika i biói staðarins. Hallgrimur Helgason stjórnaði, Dóra Reyndal söng einsöng, en Krystyna Cortez lék undir. Efnisskráin var fjölbreytt og tónleikarnir allir hinir athyglis- verðustu, þvi á þeim voru frum- flutt allmörg lög eftir stjórn- andann, auk þess sem kantata Schuberts, Sigursöngur Mirjams, var nú flutt I fyrsta sinn á tslandi. Mikil „stemm- ing” rikti á tónleikunum — bæði var þar um talsverðan listvið- burð að ræða, og auk þess voru þeir einir hinir skemmtil. sem tónlistargagnrýnandi Timans hefur sótt i vetur. Þvi olli m.a., að hinn lærði stjórnandi lét ýmsa fróðleiksmola fylgja söngnum til skýringar og skemmtunar. Vel róið i fyrirrúminu Fyrsta lagið á efnisskránni var Skógargildi úr „Söngvum og kvæðum”, sem Jónas Helgason gaf út árið 1879. Textinn er eftir Jón ólafsson, en lagið sennilega eftir Weber. Jónas gerði liklega meira en nokkur annar maður til að fá Islendinga til að syngja, en hann var söngkennari i Mið- bæjarskólanum i Reykjavik. Hann kenndi börnunum að syngja eftir nótum, þ.á.m. þeim Sigvalda Kaldalóns og Arna Thorsteinsson, enda urðu ýmsir nemendur hans bezta kórfólk i Reykjavik. Næst voru sungin fjögur lög eftir Helga Helgason, bróður Jónasar, en eftir hann eru mörg velþekkt lög, eins og öxar við ána og Buldi við brestur. Helgi fór á tónmenntanámskeið i Höfn árið 1875, og árið 1876 stofnaði hann Lúðurþeytara- félagið, fyrsta hornaflokk landsins. Hann var auk þess á- gætur hljóðfærasmiður, smiðaði fiðlu um fermingu og siðar pipu- orgel. Helgi flutti til Kanada, og þar byggði hann sömuleiðis litið pipuorgel i eina af kirkjum Is- lendinga. Þið þekkið fold (við téxta Jónasar Hallgrimssonar) eftir Helga er betra kórlag en hin alþekkta „hanablessun” Grétrys við sama texta, en það lag var svo nefnt vegna á- herzlunnar á „hana” i „Drjúpi hana blessun drottins á”. Lag Helga, Við bláins veldi, við texta Brynjólfs frá Minna-Núpi, er ágætt og skemmtilega útsett fyrir kór, og sömuleiðis Yfir fornum frægðarströndum við texta Steingrims. Steingrimur Thorsteinsson orti annars um 180 ljóð fyrir Jónas Helgason, enda var samvinna þeirra til mikillar fyrirmyndar, með þeim afleiðingum að Stein- grimur er „mest sungna skáld á tslandi”. Nú var sungið Andvarp Jónasar Helgasonar við texta Arna Gislasonar leturgrafara. Andvarp er fyrsta islenzka lagið, sem birtist á prenti, árið 1873 i vikuritinu Göngu-H^ólfi, sem Jón Ólafsson ritstýrði. Þar var aðeins prentuð laglinan, en Hallgrimur Helgason hefur siðar raddsett fyrir fjölradda kór. Lagið fellur undur.vel að textanum, en tildrög ljóðsins sagði Hallgrimur þau, að Árni leturgrafari var á leið um Austurvöll i Þinghúsið (i (Menntaskólanum?) og gekk fram á drukkinn mann sem spurði þessarar grundvallar- spurningar „Hvar stend ég?” Þessi orð blésu Arna skáldskap i brjóst og i dyrum Þinghússins orti hann kvæðið sem niðurlag þess er: ,,..Já, hvar ég stend?/ Ég þykist standa á grænni grund, / en guð veit hvar ég stend”. Þessum þætti islenzkrar frumtónlistar lauk svo með „Þjóðsöng Mývetninga”, Blessuð sértu sveitin min eftir Bjarna Þorsteinsson og Sigurð Jónsson á Arnarvatni. En lá skuturinn eftir? Maó segir: „Listamenn vorir og rithöfundar verða að leysa þetta verkefni af hendi og breyta afstöðu sinni: Smátt og smátt verða þeir að færa sig nær verkamönnum, bændum og her- mönnum til að taka sér stöðu við hlið vinnustéttanna, samtimis þvi sem þeir gerast þátt- takendur i hinni raunvirku bar- áttu, þar sem hún er hörðust i miðri fylkingu... Einungis með þessu móti getum vér eignazt bókmenntir og listir, sem i sannleika eru fyrir verkamenn, bændur og hermenn og eru i raun og sannleika bókmenntir og listir vinnustéttanna.” Nú er liðin heil öld siðan Helgi Helga- son stofnaði Lúðurþeytara- félagið og börnin i Reykjavik voru læs á nótur. En lista- mennirnir hafa ekki færzt nær fólkinu, né hafa listirnar orðið almenningseign. Tónmennt al- mennings er langtum lakari hér en i nálægum löndum, 130 tón- menntakennara vantar i skóla landsins svo fullnægt verði reglugerðum, fáir eru læsir á nótur, hljóðfæraleikur siður en svo almennur, en rafmagns- gitarinn kemst næst þvi að vera þjóðarhljóðfærið. Varla liður sú vika að „sinfónium” sé ekki for- mælt i fjölmiðlum, en Sinfóníu- hljómsveit tslands verður að flytja inn mikið lið hljóðfæra- leikara þrátt fyrir 40 ára starf Tónlistarskólans. Þvi miður þurfa listamenn vorir margir hverjir að breyta afstöðu sinni ef listalif á Islandi á nokkurn tima að verða annað en kokdillsveizla snobbhænsna. Söngkona nokkur, hér i bænum heldur þvi t.d. fram að þeir einir megi segja skoðun sina á listum (og að vera þátttakandi i e-u er að hafa skoðun á þvi) sem „hafa a.m.k. sömu menntun og reynslu og þeir sem eru listamenn að atvinnu, hafa lagt á sig margra ára listanám, og hafa margra ára reynslu að baki”. Slikur hroki er til þess eins fallinn að stappa stáli i filisteana i fjármálaráðu- neytinu, sem sagðir eru vilja skera niður fjárveitingar til Sinfóniuhljómsveitarinnar á þeim forsendum að hún sé lúxusprjál forréttindamanna. Það á ekki að skera niður fjár- veitingar til æðri lista —- þvert á móti á að auka þær, en jafn- framt á að taka mið af Maó for- manni og senda hina lærðu listamenn út um land, hvern á sinn stað i a.m.k. 2 mánuði á ári til leiðsagnar og uppörvunar. Jarðvegurinn er fyrir hendi en sáðkornið vantar viða. Hljóm- leikar Samkórs Selfoss á dögunum sýndu gjörla hver lyftistöng það er menningar- lifinu að fá áhugasaman kunnáttumann i byggðarlagið. Frumf lutningur Næst flutti Samkór Selfoss Fimm islenzka þjóðvisudansa eftir Hallgrim Helgason, og var það frumflutningur. Hallgrimur mun hafa samið þessi lög árið 1966 fyrir Alþýðukórinn, sem hann hafði þá stjórnað i 7 ár, en ekki varð af flutningi þvi að stjórnandinn var á förum til Hallgrimur Helgason. langdvalar i Kanada. Söngur kórsins i þessum afarskemmti- legu lögum var með miklum á- gætum og textaframburður með afbrigðum skýr, enda læt ég fylgja þrjár visur. Dansarnir heita Rúnadans (Viltu ekki eiga mig með kolli þin brúnum?). Vænt er grænt, Góu- dans, Viðlag, Hörpudans (Viðurinn vex en völlurinn grær i hendi). Ef hún góa öll er góð að þvi gæti mengi Þá mun harpa, hennar jóð, herða strengi, herða mjóa strengi Vænt er það sem vel er grænt. Blátt er betra en ekki Allt er dautt sem ekki er rautt Svörtu sæti ég ekki Förum við nú fá i dans, frétta mega það lýðir, fljóðið mun vorn fylla krans og fara með oss um siöir. Nú frumflutti kórinn Fjall- göngureftir Hallgrim, við texta Huldu. Tildrög þess lags sagði Hallgrimur þau, að hann hefði verið i réttum og orðið þess var að söngglaða Sunnlendinga (og vafalaust aðra) vantaði lag til að syngja i réttunum. Lagið er hið skörulegasta, með göngu- takti, enda var það klappað upp. Síðasta lagið, sem (frum) flutt var eftir Hallgrim var Sumardis, við texta Guðmundar Danielssonar, þjóðskáld þeirra Selfyssinga. Lag þetta er eigin- lega minniháttar tónverk, sem tekur 3 minútur réttar i flutningi. Reyndi það talsvert á kunnáttu kórsins og tókst vel, enda klappað upp. Ot fyrir landsteina En Samkór Selfoss vill lika taka þátt i heimsmenningunni, þvi nú var flutt bibliu—mótettan Tristis est anima mea eftir Johann Kuhnau, og tvö lög eftir Anton Bruckner, Locus iste og Tantum ergo. Kuhnau var kantari við Tómasarkirkjuna i Leipzig á undan Bach, en mótettan er fimm—radda, gagnofin i pólýfónstil, og liklega vandasamasta verkið i flutningi, enda má það afrek kallast ólæsu fólki á nótur að flytja svo flókið verk. Tantum ergo er siðasti hluti kvæðis eftir Thomas Aquinas, samtimamann Snorra Sturlu- sonar, og oft notað við ka- þólskar messur. Var það einkar áhrifamikið, og klappað upp af áheyrendum. Eftir hlé var flutt kantata Schuberts, Sigursöngur Mirjams, við texta Franz Grillparzers. Kantata þessi var siðasta kórverk Schuberts, samin árið 1828, en hann dó sama ár, 31 árs að aldri, enda sagði vinur hans Grillparzer við gröfina: Hér gróf dauðinn dýr- mæta eign, en ennþá dýrmætari vonir. Kantatan er fyrir sóló—sópran, blandaðan kór og pianó, sóló-sópranin er Mirjam spákona, systir Arons: „Þvi að þegar hestar Faraós ásamt vögnum hans og riddurum fóru út I hafið (Rauðahaf), Tét Jahve vötn sjávarins flæða yfir þá, en Israelsmenn gengu á þurru mitt i gegnum hafið. Þá tók Mirjam spákona, systir Arons, bumbu i hönd sér og allar konurnar gengu á eftir henni með bumb- um og dansi. Og Mirjam söng fyrir þeim: Lofsyngið Jahve, þvi að hann hefir sig dýrlegan gjört, hestum og riddurum steypti hann i hafið.” Dóra Reyndal söng Mirjam. Hún hefur laglega rödd, en skorti þrótt og myndugleik til að valda hlutverkinu . Hér hefði þvi reyndari söngkona hentað betur. Krystyna Cortez lék með á pianó og fórst það vel úr hendi. I Samkór Selfoss eru 40 söng- varar, 13 syngja hvora kven- rödd, en 7 hvora karlrödd. Kórinn og stjórnandi hans mega vel við una þann ágæta árangur, sem náðst hefur með hálfs vetrar æfingu á erfiðri efnis- skrá. Þessir ánægjulegu hljóm- leikar sanna það sem eitt sinn var sagt, að viðar er guð en i Görðum. 3.6. Sigurður Steinþórsson. Trygging hf. hagnast á erlendum endurtryggingum Tryggingh.f. hélt aðalfund sinn þann • 26. mai s.l. FélagiO var stofnað 17. mai 1951 og er þvi 25 ára um þessar mundir. I tilefni af þessum timamótum félagsins ákvað stjórnin að færa Styrktar- félagi vangefinna kr. 500 þús. að gjöf til styrktar starfsemi sinnar. Þrátt fyrir erfitt árferði, varð afkoma félagsins góö á árinu 1975. Iðgjöld ársins námu 994,2 milljónum, sem er 86% aukning frá árinu áður. Um það bil helmingur iðgjaldanna er vegna erlendra endurtrygginga, og eru það fyrst og fremst þær, sem renna stoðum undir hagnað félagsins á árinu. Arið var mjög tjónaþungt og námu tjón ársins greidd og áætluð kr. 1275milljónum, eða 28% hærri upphæö en heildariðgjöldum nemur. Af einstökum tjónum veg- ur flugskýlisbruninn á Reykja- vikurflugvelli mest, en heildar- tjón félagsins vegna hans námu tæpl. 500 milljónum króna. Þrátt fyrir þetta reyndist hagnaður af reglulegri starfsemi kr. 16.679.317, en þar frá dragast opinber gjöld fyrra árs vegna breyttrar aöferðar viö reiknings- skil, svo og tekjuskattur af skatt- skyldum tekjum ársins, þannig að til ráðstöfunar verður hagnað- ur aö upphæð kr. 5.478.964. A árinu voru gefin út jöfnunar- hlutabréf að upphæð 20 milljónir króna. Hlutafé nemur nú 40 milljónum króna. Eigið fé i árslok nam kr. 56 milljónum, auk skattalegs vara- sjóðsaðupphæðkr. 17,5 milljónir. Stjórn félagsins skipa: Geir Zoega jr, formaður, Othar Elling- sen, varaformaður, Eirikur As- geirsson, ritari, Óskar Svein- björnsson, fulltrúi vátryggingar- taka i stjórn og Þorsteinn Bern- harðsson, meðstjórnandi Framkvæmdastjórar eru Arni Þorvaldsson og Hannes O. John- son.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.