Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 13. júni 1976 TÍMINN 17 MAÐUR ER NEFND- UR Jón Högnason. Hann er Skaftfellingur að upp- runa, fæddist að Eystri- Sólheimum i Mýrdal og ólst þar upp til átján ára aldurs. Jón er einn þeirra fjölmörgu íslend- inga, sem heillaðist ung- ur af sjónum og stundaði sjó á blómaskeiði ævi sinnar, hann er einn þeirra, sem muna gamla skútulifið, en þeim fer nú að fækka hvað af hverju. Skútu- öldin er ekki lengur samtið, heldur saga. Byrjaði kornungur að róa til fiskjar. Blaðamaður frá Timanum sótti Jón heim fyrir fáum dögum, og hann féllstá aðsegja fáein orð við lesendurblaðsins, „enþaðverður Sjómennska er bæði erfitt og áhættusamt starf. Þar er bilið á milli llfs og dauða oft harla mjótt, og þeir sem lltið skynbragð bera á sllka hluti, furða sig iðulega á þvl, hvernig litlir bátar komast leiðar sinnar i stormum og stórsjó. hendur, þegar þú hafðir eytt fimm árum ævinnar á skútu? — Þá fór ég i Sjómannaskólann og lauk þar svokölluðu farmanns- prófi eftir þriggja vetra nám. Það var árið 1914. Þá var togaraöldin hafin, og nú réðist ég sem stýri- maður á togara. Ég byrjaði að vinna á enskum togara, sem gerður var út frá Grimsby, en skipstjóri var Þórarinn Olgeirs- son. Þarna var ég i tvö ár, en þá var striðið skollið á, togarinn var tekinn i herþjónustu, og við, þess- ir sex íslendingar, sem vorum á skipinu, vorum sendir heim. — Hvað var nú til ráðs? — Um þetta leyti voru Skaft- fellingar að safna fé til þess að festa kaup á strandferðabáti. Hlutafélagið Skaftfellingur var stofnað, og það lét smiða fyrir sig bát i Danmörku, sem einnig hlaut nafnið Skaftfellíngur. Nú kom i minn hlut að sækja þetta nýja skip til Danmerkur. En nú gekk mikið á i veröldinni, styrjöldin i algleymingi, og frá því er skemmst að segja, að ég fékk ekki neina oliu i skipið, svo ég varð að sigla þvi með seglum alla leið til íslands. Þetta fór þo allt vel, og ég sagði ekki skilið við „Mér hlýnar, þegar ég hugsa um skútulífið" segir Jón Högnason, fyrrverandi skipstjóri, en hann á ab baki langan sjómannsferil, meðal annars bæði ó skútum og togurum ekki nema stutt,” bætti hann við. Auðvítað verður farið að vilja Jóns i þvi efni, og er nú bezt að byrja á spurningunum: — Byrjaðir þú ungur að stunda sjó, Jón? — Égvarþrettán ára.þegarég byrjaði að „fljóta með” til fiskjar frá Jökulsá, sem sumir kalla Jökulsá á Sólheimasandi, þótt það sé nú reyndar ekki alveg rétt, þvi að hún er á milli Skógasands og Sólheimasands, og eins og kunnugter skiptir húnlika sýslu.. Þar eru sýslumörk Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslna. Skipið sem ég reri á þessa fyrstu róðra ævi minnar, heitir Péturs- ey, og er nú geymt i byggðasafn- inu i Skógum undir Eyjafjöllum. — Þú segist hafa róið ,,frá Jökulsá”, Varla hafið þið lent i árósnum? — Nei,að visu ekki, en það var samt alltaf tekið svona til orða. Lendingin var réttvestan viðána, og það þýddi, að við, sem áttum heima austan ár, urðum alltaf að fara yfir hana, en það kom ekki að sök, þvi róið var að vetrinum, og þá er áin alltaf litil, enda man ég aldrei eftir neinum i' sambandi við að komastyfir hana. — Stund- um var lika róið beint fram undan Pétursey, frá Melnum, sem kall- að var. Þeir róðrar fóru fram að vorinu, og það voru tveir bátar, sem reru þaðan. — Var nokkuð þarna, sem likt- ist höfn eða bátalægi? — Nei, það var ekki um neitt annað að ræða en sandinn, og i rauninni mátti segja að þetta væri ekki gerandi nema i ládauð- um sjó. — Svo hefur leiðin legið frá æskustöðvunum? — Já, eftir fermingu var ég sendur til Vestmannaeyja og var þar landmaður á vorvertið. A meðanég var þar féll aldrei niður vinna nokkurn dag, nema sunnu- dagana. Ég fékk tuttugu og fimm krónur fyrir allan timann, — og þótti gott. Það var sannarlega ekki svo litið i það varið að koma heim með 25 krónur um Jóns- messuna. — Aftur var ég aðra vorvertið i Eyjum, landmaður, eins og i fyrra skiptið, og hafði þá þrjátiu og fimm krónur upp úr krafsinu. Það var ekki svo litið, en hinu mega menn ekki heldur gleyma, að á báðum þessum ver- tíðum unnu landmennirnir i tiu til tólf klukkustundir á dag, alla daga nema sunnudaga. Þar féll aldrei úr virkur dagur. Á skútu — Svohefur þú haldiðlengra út i heiminn? — Já, ég fór ásamt fleiri mönn- um til Reykjavikur i þvi skyni að stunda sjó þar. Við gengum alla leið austan úr Skaftafellssýslu og vorum um það bil viku á leiðinni. Nesti okkar og annað sem við þurftum með okkur að hafa bár- um við á bakinu. Venjulega voru menn þetta fjórir til fimm saman á slikum ferðum, og var sú tala miðuð við það, að óþægilegt væri fyrir sveitaheimili að taka við fleiri mönnum til gistingar i einu, en vitaskuld var æskilegt að halda sem bezt hópinn. — Hvernig var svo lifið á skut- unum, eftiraðþangað varkomið? — Mér fannst það alltaf skemmtilegt, og mér hlýnar inn- an rifja, þegar ég hugsa til þess. En ég veit lika, að til eru þeir, sem eru á öðru máli en ég um þetta. Venjulega voru tuttugu og fjórir menn um borð, og eina vist- arveran var káetan, þar sem allir höfðust við, nema skipstjórinn, stýrimaðurinn og svo oftast tveir beztu dráttarmennirnir. — Það hlýtur nú að hafa stund- um verið heldur loftþungt i lúk- arnum, þar sem svo margir menn höfðust þar við? — Ékki fann ég svo mjög til þess, en trúlega hefur loftið ekki alltaf verið mjög ferskt, einkum vegna þess, að i þessu herbergi var lika eldað handa allri skips- höfninni. Loftið hefur kannski versnað eitthvað, ef baunir urðu mjög snöggsoðnar, — eða brunnu við. — Var löngútivist i einu á skút- unum? — Venjulega fóru fyrstu skút- urnar út i byrjun marzmánaðar. Þá hófst vetrarvertíðin, sem stóð tilellefta mai, eins og nú. Enauð- vitað var ekki verið úti allan þann tima i einu. Ef vel fiskaðist á vetrarvertið, gat komið fyrir að ferðin tæki ekki nema eina viku. Svo var alltaf ein veiðiferð á vor- in, frá lokum til Jónsmessu, og ein ferð, sem kölluð var miðsum- arstúr. Hún var álika löng og vor- ferðin, en úthaldinu lauk oftast i september. — Hvað voru þetta mörg ár, sem þú varst á skútum, Jón? — Ég var fimm úthöld, eins og það var alltaf kallað. Það þýðir, að ég hafi verið á skútum i fimm ár á timabilinu frá marzbyrjun til september ár hvert. Meðalkaup eftir hvert úthald voru um sex hundruð krónur, og af því urðu fjölskyldur sjómannanna að lifa, þvi aðoftastvar bókstaflega ekk- ert að gera mánuðina á milli, það er að segja svona þrjá mánuði fyrir áramót og tvo eftir. Eina launauppbótin sem sjómenn nutu, var trosfiskur, sem þeir gátu haft heim með sér handa heimilum sinum. Þvi ber ekki að neita, að hann var oft ágætis matur, og mikil búdrýgindiað honum. Hvað mig snertir, þá held ég að skútu- kaupið hafi oftast dugað mér. Ég man, að ég skuldaði einu sinni sextiu krónur, þegar ég fór á sjó- inn i byrjun vetrarverti'ðar, svo ekki hefúr hýran dugað mér i það skiptið, en þetta var ekki oft. Fyrsti skipstjórinn á Skaftfellingi — Hvað tókst þú þér svo fyrir Skaftfelling, þegar heim var komið, heldur varð ég skipstjóri á honum og sigldi honum meðfram söndum Skaftafellssýslna tvö fyrstu árin, sem hann var þar i förum. Skipstjórn á togurum — Hvað tók svo við, eftir að verunni á Skaftfellingi var lokið? — Nú ætlaég að hlaupa yfir dá- litinn kafla i ævisögunni. Næst er þar til að taka, að mér var boðið að gerast stýrimaður á togaranum Leifi heppna. Skip- stjóri var Gfsli M. Oddsson. Þar varégitvöár. Leifur heppni fórst siðar i Halaveðrinu fræga, vet- urinn 1925, en þá var ég orðinn skipstjóri á togara sem hét Gull- toppur, en hafði áður verið á tog- ara sem hét Vinland. Þegar ver- unni á Gulltoppi lauk, fór ég á togarann Karlsefni, og var þar skipstjóri i átta ár. Næst gerðist það, að stofnað var samvinnufélag i Hafnarfirði, sem heil skipshöfn stóð að. Tog- arinn Njörður, sem þá var eign Utvegsbankans, var keyptur, skirður upp og kallaður Hauka- nes. Þarvar ég skipstjórii tvö ár. Þessi útgerð heppnaðist ekki, og var hætt við hana eftir nokkur ár. Þar með var sjómennsku minni lokið, að öðru leyti en þvi, að ég sigldi nokkrar ferðir til Engiands á striðsárunum siðari, sem skip- stjóri I annarra þjónustu. Þegar i land var komið, réðst ég til Skipaskoðunar rikisins og vann þar i 22 ár, eða þangað til ég var sjötugur. Siðan hef ég verið að gripa i vinnu i frystihúsum til þess að stytta timann. Það væri hollur skóli — Hvort þótti þér skemmti- legra, skútulifið eða sjómennskan á togurunum? — Aður en vökulögin komu til sögunnar, var lif háseta á togur- um satt að segja óbærilegt, sök- um þrældóms og svefnleysis, — eða svo leit ég á. En með vökulög- unum gerbreyttist þetta. Og nú er aðbúð og vinnuskilyröi á tog- urum slik, að ég tel að naumast verði á betra kosið. — Myndir þú vilja verða sjómaður, ef þú værir ungur maður núna, og ættir að velja þér ævistarf? — Alveg hiklaust. Og ég vil bæta þvi við, að ég held að það væri hollur skóli ungum mönnum, sem vilja verða sjómenn, ef þeim gæfist tækifæri til þess að vera á skipum eins og gömlu skútunum okkar, svo sem eins og eitt ár. —VS. Jón Högnason. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.