Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 13. júni 1976 TÍMINN 29 Afstaða tslendinga tii atburða þeirra, sem gerðust á miðunum við landið i vetur hefur verið ein- dræg.... þeirra til að bjarga sér frá þeirri skömm, sem þeir voru komnir i vegna afstööu sinnar við útfærslu landhelginnar, fyrst i 12 milur ogsiðar I 50 sjó- milur. Þær aðgeröir voru svo vinsælar meöalþjóð, enda brýnt lifshagsmunamál þjóöarinnar, að pólitiskur mótþrói þeirra sjálfstæöismanna var orðinn þeim til stórkostlegs álits- hnekkis. Þar væri að finna skýr- ingu á áhuga þeirra á útfærsl- unni i 200 sjómilur. Margir voru þeirrar skoðun- ar, að vænlegra hefði verið að tryggja fullkomin yfirráð okkar fyrir 50 milna útfærslunni áður en tekinn væri upp slagur fyrir 200 milna útfærslu, þó nauösyn- legur sé, einkum vegna fisk- verndunar sjónarmiða. — En Sjálfstæðisflokkurinn réöi hér feröinni. Þvi höfum vö engan viðurkenndan rétt, umfram aöra, utan 12 milna lögsögunn- ar. Vegna frumkvæöis (4) sjálf- stæðismanna hefði mátt ætla að þeir fylgdu málinu heilshugar eftir, þegar á hólminn var kom- ið. — En hvemig hefur það orðið i reynd? — Allt frá þvi sú ákvöröun var tekin, að færa fiskveiðilögsöguna út I 200 mil- ur, hafa sjálfstæðismenn meö ráöherra sina og ritsljóra I broddi fylkingar, sifellt klifað á samningum viö þær þjóðir, sem áöur höföu fiskaö á miöum okk- ar allt upp aö 12 milna mörkun- um. t öllu hafa þeir sýnt sér- staka undanlátssemi viö þá er- lendu aöila. Þegar til tals hefur komið aö heröa að Bretum, sem hafa sýnt okkur mestan yfir- gang og dólgshátt I þessari ógn- vekjandi deilu, hefur Mbl. rekiö upp harmakvein til að koma i veg fyrir að til þess kæmi. Sú spurning verður þvi æ áleitnari i hugum manna hvort forganga Sjálfstæðisflokksins i 200 milna útfærslunni hafi ekki verið sýndarmennskan ein, gerð i þeim eina tilgangi aö breiöa yfir andstööu sina ogsmán gagnvart útfærslu landhelginnar á fyrri útfærslustigum hennar. Af áðurgreindum málflutningi þeirra verður ekki annað ráöiö. Lægi annaö að baki, mundu þeir hafa séð sóma sinn i því, að biðja til þessa guös sins, Nato, á afviknum stöðum og i kyrrþey, einsog Jón Helgason benti þeim á aö gera, i staö þess aö æpa þessa trúarjátningu sina út yfir heim allan. Eitt er vist, aö náist eitthvað útúr þessari deilu, sem til hags- bóta veröi taliö fyrir islenzkan málstaö, fæst þaö ekki fyrir málstúlkun Sjálfstæöisflokks- ins, heldur þrátt fyrir hana. Þaö eru menn beönir aö hafa i huga þegar þeir meta málsniöurstöð- ur á sinum tima. Þvi sigur okk- ar i þessu stóra máli er á næsta leyti, þrátt fyrir allt. Eftir að þessar línur voru ritaöar hefur þaö gerzt að Einar Agústsson ásamt fylgdarliöi, hefur verið sendur af rikis- stjórninni til Oslóar til samningaumleitana við Breta. Menn skyldu ætla að stjórnar- liðið og stjórnarblöðin hvettu sendimenn sina til að halda fast á málstað ísiendinga og láta ekki á sig ganga i þeim samningaumleitunum og tefldu fram rökum til sönnunar mál- stað okkar. —• En hva ö gerist? — Morgunblaöið brýnir raustina og tinir til allt, sem orðið geti málstað Breta til framdráttar i deilu sinni um málið. Svo fund- visir eru þeir á rök, sem Bretum koma að gagni, að sjálfir hefðu Bretar ekki getað gert það bet- ur. En á rök Islendinga er ekki minnzt. Svo afstyrmilegur er allur þessi málflutningur, að vart hefur annað eins heyrzt, eru menn þó ýmsu vanir Ur þeim herbúðum. Af þessu sést, að þeir hafa litiö lært og kunna ekki að sjá sóma sinn. Er varla við góðu að búast, þegar svo er að heiman búið. Enginn þarf aö ætla, að Bretar séu svo skyni skroppnir aö þeir kunni ekki aö hagnýta sér þennan málflutn- ing, og niöurstaðan geti oröið eftir þvi. Bæ, 29/51976 Guðmundur P. Valgeirsson H.R. skrifar: „Vér hégómans þrælar" Þegar ég var ungur, gerðist það i nágrenninu, að embættis- maður einn hækkaði i tign. Fyrst á eftir gekk kona hans um og áminnti fólk um aö ávarpa manninn sinn með hinum nýja titli. Þetta gerðist á sama tima og gamlir prestar, sem látiö höfðu þéra sig alla ævi, tdku af skariö og létu þau boö út ganga, að framvegis þúuöu þeir alla — sumir tilkynntu þetta jafnvel af predikunarstóli. 1 h jarta sinu hafa þeir trúlega kunnað þessari nýbreytni miður vel, að minnsta kosti sumir hverjir. En þeir fundu, hvert straumurinn lá, og þéringarnar voru orönar likt og garöur á milli þeirra og yngri kynslóöar- innar. Nú hafa þéringar lagzt niöur I landinu eins og af sjálfu sér, vafalaust vegna þess að þær voru orönar i mótsögn viö lífs- skoðanir fólks. Menn þúa ráö- herrana hiklaust, þó aö þeir þekki þá ekki sem kallað er, og þeirþúa likabankastjórana, svo aö dæmi séu nefnd. Annað myndi hljóma vandræðalega. Og það væri falinn I þvi broddur hofmóös og vottur um samúðar- leysi, ef ráðherrarnir og banka- stjórarnir geröu ekki slfkt hið sama. En margt er einkennilegt, og hégómaskapurinn lætur ekki að sér hæöa. Hann lætur enn að sér kveða. Fundin hafa verið upp alls konar nöfn á stéttir fólks, sem áöur höfðu önnur, er ekki þykja lengur nógu viðhafnar- mikil, og I þó nokkrum skólum Titlar, sem áður fyrr tiðkuðust við einstakar stofnanir breiðast nú út og eru notaðir hvar sem þeim veröur við komið. Þeir þykja finir. þykir nú ekki Iengur viðunandi, að forstööumaöurinn heiti ein- faldlega skólastjóri. Nei — skólameistari eða rektor skal það vera. En þau heiti voiu upp- haflega einvöröungu tengd menntaskólanum á Akureyri og við Læk jargötu og helguðus t þar af gamalli hefð. Nú eru þessar nafngiftir farnar að flæða langt út fyrir menntaskólana. Hugsunin er trúlega sú, að þessu eigi aö fylgja aukin virð- ing. Ekki er þd vist, aö sú álykt- un grundvallast á sérlega mik- illi mannþekkingu. Svona nafn- giftir gera lika oröiö skotspónn háðfugla, sem að jafnaði eru fljótir aö finna, hvað jaðrar við aðvera hjákátlegt. Og ætli ann- að sé viöleitninni til þess að hampa ytri virðingarmerkjum skæðara en einmitt háðið? En þaö er um virðinguna að segja, að hún á ekki rætur sinar i prjáli og hégóma, heldur þvi starfi, sem unniö er, og þeirri framkomu, sem þvi er tengt. Fin skrifstofa gerir til dæmis enga stoð, en iburðarlaus vinnu- staður getur átt virðingu allra, ef rétt er að öllu staðið innan veggja hans. Eins er þaö með stofnanir.störfogstöður: Prjál, hvort sem þaö er fólgið i nafn- giftum eða öðru, er aðeins sem musk i horni. Það er allt annað, sem gefur hlutunum gildi. Burt með allan andskotans hégómaskap. TÍMA- spurningin Hvers vegna ert þú sjómaður? Sigurjón Magnússon, 2. vélstjóri á b/v Hjörleifi: Mér hefur alltaf likað sú atvinna betur en flest annaö, auk þess sem launin eru betri fyrir minna vinnuálag og miða ég þá einkum við ákvæðisvinnu i trésmiði, sem er þrældómur og hef ég reynsluna sem löggiltur byggingameistari. k Ingólfur Kristjánsson, skipstjóri á Val RE-7: Sjómennskan er i blóðinu og ættinni, þvi forfeður minir hafa stundað sjó frá ómunatiö. Ennfremur er gaman á sjó, en launin misjöfn, góð annað slagið en ekkert þess á milli, og hafa þau engin áhrif haft á starfsval mitt. Ingólfur Kristmundsson, véistjóri á v/s Óðni: Ég kann vel við mig á sjó og kaupið er auk þess betra en i landi. Það sem er einna verst á varðskipunum, er óvissan um brottfarartima og lengd túranna, sem gerir allt skipulag fri- stunda nær ómögulegt. Geiharður Jónsson, grásleppukarl núorðið og „fokkar” I landi þess á milli: Þetta æxlaðist nú einhvern veginn svona þegar ég var drengur og SVO er eins og sjómennskan komist i blóðið. Það er gaman aö vera á sjónum oft á tiðum, — eins og happdrætti, sem gerir þetta spennandi. Fi^iihwJt á s-!f.num °S hef meira kaup heldur en i landi. Fjarvistir frá heimilinu eru þó heldur leiðinlegar, sérstakleca vegna þess, hvestutt er stoppaöi landihverju sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.