Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 13. júni 1976 sjóróöri frá Látrum á sama bátn- um. Móðurafi minn hrapaði til dauðs i Látrabjargi, þegar hann var þar að fuglatekju. En fugla- tekja var mikið stunduð i Látra- bjargi, allt fram á mina daga. Flestir bændur i hreppnum munu hafa haft meira eða minna gagn af fuglatekjunni i Látrabjargi, þótt aðeins fáir þeirra ættu Bjargið. — Fórst þú kannski einhvern tíma til fuglatekju i Bjargið? — Ég fór aldrei það sem kallað er „á bjarg”, það er aö segja til þess að siga i það. En við að eign- astSaurbæá Rauðasandi, varð ég einn af eigendum Látrabjargs, þvi að hluti þess fylgdi jörðinni. Og einu sinni fór ég það sem kall- að er „undir bjarg”. Það er ekki gert nema i mikilli stillu, þvi að þarna er óskaplega brimasamt. Þá er lent undir bjarginu, þar sem hægt er, — en það er óviða — og sföan er klifrað upp i bjargið eftir eggjum, og einnig er hugs- anlegt að ná fugli með þeim hætti. — Við gerðum þetta einu sinni, nokkrir félagar, og mér er enn i minni, þegar við vorum að labba tveir, undir bjarginu. Allt i einu heyrði ég hávaða fyrir aftan hæl- ana á mér. Það hafði þá komiö steinn, einhvers staðar lengst of- an úr bjargi og skollið i fjöru- grjótinu, rétt aftan við hælana á mér, en framan við andlitið á fé- laga minum, sem var rétt á eftir mér. Aðalhættan þarna er nefni- lega sú, að grjóthrun lendi á mönnum, en útilokaðer aðheyra grjóthrunið, fyrr en steinarnir skella á fjörunni. Þarna má Bjargið heita lóðrétt, og þvi koma steinarnir hljóðlaust i loftinu, en velta ekki niður skriður og kletta á leið sinni. — Leið ykkur félögunum ekki ilia á eftir? — Við uröum ekkert hræddir, en auðvitað munaði ekki miklu, að ekki kæmi nema annar okkar heim. Bjargferðir lögðust meö öllu niður áriö 1926, en þá fórust tveir ungir menn i Bjarginu. Annar var einkasonur foreldra sinna, en þau voru meðal eigenda Bjargsins. Niu árum áður fórst fermingar- bróöir minn þarna við fuglaveið- ar. Þær voru stundaðar að nótt- unni, því að þá var fuglinn við Bjargið. Nú stóð svo á, að faðir drengsins sem fórst hafði verið niðri i Bjargi mikinn hluta nætur, og var orðinn mjög þreyttur. Þegar hann hafði látið draga sig upp, bauðstsonur hans til þess að fara niður og festa fuglakippurn- ar á vað, eins og alltaf var gert, áður en fuglinn var dreginn upp. Faðir drengsins þáði þetta, en þá vildi svo til, að steinn losnaði úr berginu, lenti á höfði drengins og dauðrotaði hann samstundis. — Eftir þessi tvö slys, einkanlega það seinna, þegar ungu mennirnir tveir fórust, hafa reglulegar bjargferöir með öllu lagzt niður. Þó kemur fyrir, að einstaka mað- ur leggi leið sina I Bjargiö, aðal- lega sér til gamans, til þess að ná sér I egg, en annað er þaö ekki. Félagslif og baðstofumenning — Hvernig var félagslffið hjá ykkur, þegar þú varst að alast upp fyrir vestan? — Félagsllfiö var' mjög liflegt, sérstaklega eftir að ungmennafé- lag var stofnað, en það geröist 1909-1910, ef ég man rétt. Þá var Eyjólfur Sveinsson frá Lamba- vatni nýkominn frá námi i Noregi og orðinn barnakennari I hrejpn- um. Þvi starfi gegndi hann til dauðadags. Hann var föðurbróðir Magnúsar Torfa Ólafssonar fyrr- verandi ráðherra. — Eyjólfur stofnaði ungmennafélag I sveit- inni, og flest ungt fólk gekk I þaö, — og reyndar sumir bændur Uka, þótt þeir væru orðnir miðaldra menn, eða meira. Ég tel, að þetta ungmennafélag hafi haldið uppi mikilli menning- arstarfsemi. Það voru haldnir umræðu- og skemmtifundir til skiptis á hálfs mánaðar fresti alla vetur. Þar fór fram upplestur, ræðuhöld og margt fleira. Haldiö var út skrifuðu blaöi, sem lesið var úr á fundunum, og þannig mætti lengur telja. Viö urðum að gera svo vel og lesa upp, þótt viö værum aöeins börn að aldri, og sumum þætti sjálfsagt viður- hlutamikið aö eiga aö standa upp og flytja mál sitt I Jieyranda Skor. Hér lagöi Eggert Ólafsson upp I seinustu sjóferð slna. Löngu slðar var reistur viti á mjórri undirlendisræmu viö Skor, og þaö er hann sem viðsjáum hér. Neöst á einum kanti vitans er minningartafla úm Egg- ert ólafsson, þar sem meöal annars er letrað eitt erindið úr kvæði Matthiasar Jochumssonar, „Þrútið var loft og þungur sjór...”, og hafði Sigurvin Einarsson forgöngu um þá framkvæmd og fjáröflun til henn- ar. Stakkadalur i Rauðasandshreppi. Hér fæddist Sigurvin Einarsson og ólsthérupp. — Myndín er tekin eftir að jörðin var komin I eyði. SÚ KYNSLÓÐ ÍSLENDINGA, sem fæddist um siðustu aldamót, er um margt öfundsverö, þótt hún hlyti aö alast upp við knappari fjárhag og lakari aðbúnaö hið ytra, en þau börn, sem nú eru að vaxa úr grasi. Það kom I hlut þessarar kynslóðar að veita við- töku samvinnustefnu og ung- mennafél. skap á mótunarárum þessara hreyfinga.og hún var vel istakk búin til þess, hafandi á bak við sig aldagamla Islenzka sveitamenningu. Það er þvi sizt að undra, þótt úr þessum jarövegi hafi sprottiö margir ágætir ein- staklingar, sem meðdugnaði sin- um og framsýni hófu þjóðina úr fátækt og skiluðu henni fram „tii áfangans, þar sem við stöndum.” Stiklað á stóru Einn þessara manna er Sigur- vin Einarsson, fyrrverandi al- þingismaður. Hann varð góðfús- lega við því að veita Timanum viðtal, og viö skulum heyra hvað hann hefur að segja. — Ert þú ekki Barðstrending- ur, Sigurvin? — Jú. Ég er af Rauðasandi, en það er vestasta sveitin i Vest- ur-Barðastrandasýslu. Rauði- sandurinn sjálfur er á milli Bjargtanga og Skorar, þar sem Eggert ólafsson lagði frá landi i siöasta sinn. Þarna, á Rauðasandi, ólst ég upp til átján ára aldurs, en þá hættu foreldrar minir búskap. Auðvitað fékkst ég við öll algeng sveitastörf. Bærinn minn heitir Stakkadalur. Sumir segja að hann heiti Stekkadalur, og hafi upphaflega verið stekkur frá höf- uðbólinu Saurbæ, sem er næsti bær. En ekki vil ég fullyrða hvort réttara muni vera. — Er Stakkadalur góð jörö? — Nei,jörðiner örlitið kot, ekki stærra en svo, að túnið fóðraöi eina kú, og ég held að kindumar á búi foreldra minna hafi aldrei orðið fleiri en á milli sextiu og sjötiu. Faðir minn hlaut þvi aö stunda vinnu utan heimilis, og sömuleiðis bræður minir, þegar þeir höfðu aldur til, enda gerðu þaö flestir. Ég hygg, að nær allir ungir menn, og reyndar margir bændur lika, hafi stundaö sjó, aðallega á vorin. Sumir vom á skútum. Þeir fóru að heiman i marzeðaaprilogkomuekki heim aftur fyrr en i ágúst. Lifsbjörg þessa fólks var að hálfu leyti, ef ekki meira, frá sjónum komin, eða þá að vinna var stunduð á Patreksfiröi. , Af mér er það að segja, að ég reri tvær vertlðir, við aðbúnað, sem ekki myndi þykja merkileg- ur nú á dögum. Verbúðirnar voru verri hús en nokkur hesthúskofi og öll aðstaöa næsta frumstæð. — En hvenær hleyptir þú heim- draganum og fórst aö freista gæf- unnar I nýju umhverfi? — Ég kom fyrst til Reykjavlk- ur hauslið 1918, — ég var þá átján ára. Þá hafði ég ákaflega mikla löngun til skólanáms, en vissi þó i sannleika litið, hvort sú ætlan myndi takasteða ekki. En nú stóð ekki betur á en svo i Reykjavik, að spænska veikin var þar i al- gleymingi, og af þeim sökum lá skólahald að mestu leyti niöri til áramóta. En i ársbyrjun 1919 komst ég i Samvinnuskólann, sem þá var aö stiga sin fýrstu spor. Þar var ég til vors, en hélt þá heim og var hjá bróður minum næsta ár. Að ári liðnu, það er að segja vorið 1920 fór ég alfarinn að heiman og settist i Kennaraskól- ann um haustið. Kennaraprófi lauk ég vorið 1923, næsta haust varð ég skólastjóribarnaskólans I Ólafsvik, gekk i hjónaband þá um haustiö og fluttist vestur, þar sem ég var skólastjóri i niu ár. — Varst þú ekki Ilka lengi kennari I Reykjavik? — Jú, að Ólafsvikurdvölinni lokinni fluttumst við hjónin með börn okkar hingað til Reykjavik- ur. Hér varð ég kennari við Barnaskóla Reykjavikur og gegndiþvi'starfium tiu ára skeið. Seinna tók ég mér önnur störf fyrir hendur, enda voru kennara- laun þá, eins og nú, allsendis ó- fullnægjandi til þess aö sjá fjöl- skyldu farboröa með þeim. A sumrin stundaöi ég ýmsa vinnu, aöallega á Suðurlandi, en 1937 stofnuðum við bræðurnir ásamt nokkrum öðrum litið iðnfyrirtæki. Ég tók þar við bókhaldi og gjald- kerastörfum, og siðar við starfi framkvæmdastjóra. Þarna vann ég í tuttugu og sex ár. Eftir að ég eignaðist Saurbæ á Rauðasandi, bjó ég þar i nokkur ár, en hafði ráðsmann, þvi að ég var búsetturhér í Reykjavik. Svo leigði ég Saurbæ, bændur komu og fóru eins og gengur, og loks fór jörðin í eyði. Fyrir þremur árum seldi ég hana svo færeyskum manni, sem nú býr þar. Ariö 1956 varð ég þingmaður' Barðstrendinga, og eftir aö kjör- dæmabreytingin var gerð, 1959, þingmaður Vestfjarða, og var það til 1971. Þetta eru þá helztu drættirnir i ferli mihum, og eru ekki stór- brotnir á neinn hátt. , i nágrenni við Látrabjarg — Ert þú Barðstrendingur i ættir fram? — Já. Föðurætt min er úr Vest- ur-Barðastrandasýslu, en móður- ættin er að öðrum þræði úr Aust- ur-Barðastrandasýslu. Um for- feður mina hef ég ekki margt að segja. Ég veit, að langafi minn, Ólafur Gunnarsson, og faöir hans, Gunnar Höskuldss., fórust báðir i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.