Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 13. júni 1976 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Þæaileat að burfa ekki að beita skilninqar- vitum. huqsun. eða vitsmunum KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Háskólabíó: Sjörnubió: Funny Lady Leikstjórn: Herbert Ross Aöalhlutverk: Barbra Sreisand, James Caan, Omar Sharif, Roddy McDowall, Carole Welis, Ben Vereen og fleiri. Frá degi til dags hrærumst viö i hugtökum. Við bæði beitum þeim sjálf og erum beitt þeim, af sliku miskunnarleysi aö hvergi er skjól að fá. „Kyn- þáttahatur”, „kynjamisrétti”, „varnarleysi einstaklingsins gagvart kerfinu”, „þjóðfélags- leg fjarlæging fikniefna- neytenda”, „upplausn hjóna- bandsins-fjölskyldunnar” og svo framvegis. Hvar sem við komum, hvað sem við gerum, dynja hugtök þessi á okkur flestar stundir vökudags okkar, meir eða minna án raunveru- legs tilgangs, annars en að veifa hugtökum. Þannig er það einnig með kvikmyndir, einkum þær sem framleiddar hafa verið siðast- liðin tiu ár. Þær eru að visu ekki ýkja frábrugðnar fyrri kvik- myndum að uppbyggingu til: þær segja I flestum tilvikum einhverja sögu, byggja vin- sældir sinar á góðum leik og svo framvegis. Þó eiga margar nýrri myndir það sameiginlega einkenni að vera eins konar leikur að hugtökum. Efni þeirraer.að á að vera, táknrænt fyrir eitthvert þjóðfélagslegt fyrirbæri —einhverja kenningu. Kvikmyndin er þannig ekki lengur einfalt frásagnartæki. HUn er flókinn miðill, sem tekur söguþráð til athugunar, skýr- greinir hann, rannsakar upp- runa hans og orsakir og kemst að niðurstöðu. I mörgum tilvikum hefur Fanny uppgötvar þegar hún losnar undan áhrifavaldi tannburstanna, að hún er ástfangin af Billy Rose (James Caan) og þau ganga i hjónaband. Ekki reynist það þó einskær rósadans, enda bæði erfið i umgengni. Bæði Streisand og Cann skila hlutverkum sínum með mikilli prýði. Omar Sharif er hins vegar sama grátkerlingin og hingað til og ætti ekki að hreyfa sig frá bridgeborðinu. Eplastríðið Mónudagsmynd Sænsk ádeila og ævintýra- mynd. tmyndunaraflinu er gefinn algerlega laus taumur- inn i myndinni, þar sem búálf- ar, risar og skógardisir verða jafn hiuti raunveruleikans eins og ég og þú. Sem ádeila er myndin snörp og ákveðin. Hugsjónin er náttúruvernd og leit mannsin* að leiðum frá fégræögi sinni og samborgara sinna. Hún er gamansöm og glettin og hin skemmtilegasta, én einnig nöpur og náleg á köflum. Beztu meðmæli — skilyröis- laust. þessi þróun orðið til bóta. Við þurfum nú æ sjaldnar að horfa upp á innantómar glansmyndir af þvi tagi sem kvikmyndahúsin kepptust við að sýna fyrirekki allmörgum árum. Innantómum kvikmyndum hefur að visu ekki fækkað, en mörkin milli slæmra kvikmynda og góðra eru að mörgu leyti skýrari i dag en fyrir áratug eða svo. Svo sem i öðrum þáttum til- vistar okkar fylgir þó bögull nokkur þessu skammrifi. Sem sé sá, að þessar þjóðfélagslegu- sannindakvikmy ndir eru þreytandi þegar til lengdar lætur. Þær taka til nokkuð þröngs hugtakasviðs, með þeim afleiðingum að þær fara fljót- lega að fá yfir sig blæ gamallar tuggu, auk þess að sifelld notk- un sömu orða, sömu setninga, sömu þjóðfélagslegra atvika og ferla, er andlega svæfandi og getur ekkert haft i för með sér utan stöðnun. Þetta verður svo til þess að kvikmyndaumsagnir verða á- kaflega leiðigjörn skrif. Það heyrir til algerra undantekn- inga ef fyrir augu ber eitthvað ferskt, ónotað, nýtt, sem jafn- framt þjónar tilgangi sem kvik- myndaefni. Þvi fær skriffinnur- inn þá tiifinningu að hann sé alltaf að sjá það sama upp aftur og aftur, þar af leiöandi að skrifa það sama upp aftur og aftur, að orð og setningar raði sér niður i sömu fylkingu og svo oft áður og að aldrei komi fram neitt nýtt. Þvi er það ákaflega þægilegt að sjá kvikmynd eins og Funny Lady. Hugtökin, sannindin, niðurstööurnar, jafnvel gáfurn- ar mega fara sina leið. Þeirra er ekki þörf. Það er engin ástæða Fanny Brice (Barbra Steisand) og Nick Arnstein (Omar Sharif) voru eitt sinn hjón. Raunar var það i myndinni Funny Girl, sem Stjörnubió sýndi fyrir nokkrum árum, en Funny Lady er eins konar framhald af henni. t þessari mynd er Fanny loksað uppgötva að hún var aldrei ástfangin af Nick sjálfum, aðeins tannburstunum hans.sem voru heil hersveit. O, jann. til aö setja sig i stellingar, rembast I yfirburðum sinum og lita múginn með vorkunn- blandri fyrirlitningu. Það er ó- hætt að verða einn af múgnum, horfa, hlusta og slappa af, njóta jafnt galla myndarinnar sem kosta, þvi þess gerist engin þörf að skilgreina þá eftir á. Kvik- myndir af þessu tagi leysa á- horfandann undan öllum kvöð- um — meira að segja gagnrýn- andann. Þó er ekki svo að þarna sé um að ræða sérlega góða kvikmynd. Þvert á móti, þvi hún er til- gangslitil, femur væmin glans- mynd sem ekkert skilur eftir sig. Hún fjallar á næsta hefð- bundinn máta um ástir Fanny Brice, súpersöngkonu, bæði ekta og óekta ástir hennar, imyndaðar og raunverulegar. Ég kann ekkert nafn sem klina mætti á framleiðslu af þessu tagi, nema þá ef til vill „hvild- arróman”, þvi skilningavitin eru svæfð þegar i upphafi myndar og veitist þeim rúmlega tveggja klukkustunda hvild, þar til útiloftið vekur þau til lifs að nýju. Annars er i sjálfu sér ekkert að myndinni að finna. Undirrit- uðum þykir litið til hennar koma, en getur þó ekki annað en gefið henni nokkur meðmæli sem ágætis eintak nær útdauðr- ar kvikmyndategundar. Ég mundi segja að þarna væri á ferðinni konumynd, það er kvik- mynd sem sérstaklega höfðar til rómantiskra hjartna kvenna, ef ég bara þyrði það fyrir rauð- sokkum og öðrum herskáum valkyrjum, sem sifellt eru á verði gagnvart þröngsýnum ihaldssjónarmiðum okkar kúg- aranna og reiðubúnar til að beita ofbeldi við fyrstu merki þess að við flokkum konur út af fyrirsig sem konur. (Þó væri ó- neitanlega gaman að fá að vita hvaö konur eru siðan þær hættu að vera konur). Sem sé: Þægilega afslappandi kvikmynd, sem óhætt er að vera með öllu sofandi yfir. Hún ætti þvi að ganga i Islendinga, þar sem við erum liklega upp til hópa með andlausustu svefn- genglum veraldar. H.V. Áður séð Stjörnubíó: Álfhóll Tvimælalaust einhver sú albezta kvikmynd sem undir- ritaður hefur séð um árabil. Þarna er á ferðinni norsk vélbrúðumynd, sem er frá- bærlega vel gerð á allan hátt. Persónur hennar eru lifandi og næsta mannlegar, sögu- þráðurinn sigilt skemmtiefni, spennandi fyrir börn og laus við leiðindi fyrir þá sem þykj- ast upp úr vaxnir. Þess utan eru svo brúðurn- ar, sem allar eru vélknúnar, hrein unun á aö horfa. Hreyfingar þeirra og samleik- ur er svo eðlilegt að undrun sætir. Það er þvi ekki annaö hægt að segja um Alfhól en að þarna sé á ferðinni mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, hvorki börn fullorön- ir né gamalmenni. Þess má svo einnig geta að þessi mynd er ný, svo ný að okkur gefst kostur á að sjá hana á undan frændum okkar á sumum hinna Noröurlandanna. KVIKMYNDA- HORNIÐ # Umsjónarmaður Halldór Valdimorsfon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.