Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnutlagur 13. júni 1976
tíylfi Ægisson.
Megas
Þverskurður af
íslenzku poppi
— á popphljómleikum Listahátíðar 1976
SVIÐIÐ var skreytt blómum, en
þaö var þó ekki það fyrsta sem
maður tók eftir, heldur hvitir
dúkar, sem huldu magnara- og
hátalarastæður. Og á miðju
sviðinu lá maöur i legubakk. Á
sviöinu var einnig simi á borði
og hann hringdi annaö veifið.
Sjúkrastofa eða jarðarför?
Þegar siðustu gestirnir voru
að tinast i sætin sín og Ijósin
höfðu verið tempruö, var sleg-
inn einn hljómur á pianóið. Sim-
inn hélt áfram að hringja. Þögn.
Sfm inn hringdi. Pianóhljómur. i
myrkrinu skauzt maður utan úr
sal og upp á sviðið og svaraði i
simann. Hann talaði um stund i
simánn, og sagði m.a. að sáiin
lægi i rúminu. Að lokum sagði
hann „Okidók” og lagði tólið á.
Það varö aftur myrkur, og þeg-
ar ljósin kviknuðu lá maðurinn
á gólfinu með reipi um sig miðj-
an.
Spilverks-Egill, Bjóla og
Diddú komu fram ásviðið, Egill
með hatt, Bjólan f slopp og
Diddú með rauðan klút á höfði.
Þau lölluöu.
Svo hóf Spilverkið aö leika
bak við hvitan gegnsæjan dúk.
Textarnir voru á islenzku og
þau töluðu fyrir mennina á svið-
inu, sálina i rúminu og likam-
ann sem lá bundinn á sviösgólf-
inu. „Legðu honum lið, því hann
er ekki til” sungu Spilverksfólk.
Þannig hófst popp á Listahá-
tið 1976. Frumflutningur á ó-
nefndu tón- og leikverki eftir
Spilverk þjóðanna, sem þó gæti
kallast: ,,En hver er hann?”.
Þessi þáttur Spilverksins
tókst mjög vel, þótt eflaust hafi
tónlist Spilverksins misst marks
að einhverju leyti, sökum leik-
aranna á sviðinu, sem höfðu at-
hygli fólksins. Þetta var leikur
án samfelldssöguþráðar — og
spurningin er: Hver skildi verk-
ið? — eða — Atti aö skilja þaö?
1 þessum ónefnda þætti Spil-
verksins varlikalesin sagan um
hann Stúf, sem var bróðir hans
Stóra-Péturs. Þeir voru
tviburar, en ekki jafnstórir, þvi
annar var stærri en hinn. Þann-
ig var upphafið á sögunni og það
var göm ul kona sem las af segúl-
bandi. Sagan vakti mikla
kátinu.
Likaminn talaði mikiö í sima,
mest við sjálfvirka simsvara og
einn simsvarinn spurði: „Viltu
meika þaö i lifinu?” og sfðan
var gefinn upp simi sjónvarps-
ins!
Að loknum Spilverksþætti
kynnti Helgi Pétursson (hann
var kynnir) Gylfa Ægisson,
annan tveggja leynigesta á
popptónleikunum. Gylfi söng
fyrstlag sitt „Helgarfri” og sið-
an „Minning um mann” og vildi
láta fólk syngja með sér viðlag-
ið. En það vildi enginn syngja
meö. Valgeir og Egill lir Spil-
verkinu aðstoöuðu Gylfa viö
hljóðfæraleik.
Hinn leynigesturinn var Meg-
as. Hann byrjaði á sinu þekkta
lagi „Komdu og skoðaðu f kist-
una mina” og söng siðan fjögur
önnur lög „Jónas Hallgrims-
son” „Ef þú smælar framan i
heiminn”, „Tarzan” við texta
Þórarins Eldjárns og „Fram og
aftur blindgötu” sem ku vera
titillag næstu breiðskifu hans.
Megas var klappaður upp og
söng stutt aukalag, sem hét
„Fregn úr Morgunblaðinu”.
Svo kom hlé, en að þvi loknu
kom rokkhljómsveitin Paradis
fram i skrautlegum klæðnaði,
ogljös dönsuöu um sviöið. Þetta
var rdiksýning, sú fyrsta hjá is-
lenzkri hljómsveit á hljómleik-
um, sem hægt er að nefna þvi
nafni.
Paradís iék fyrstlag sitt „Life
Is A Liar” eftir Björgvin og sið-
an „Tarzan” titillag væntan-
legrar plötu hljómsveitarinnar,
en á þessum hljómleikum léku
þeir öll lögin af plötunni.
Paradis flytur hressilegt rokk
og ljósasýningin gerði það að
verkum, að þáttur þeirra var
nokkurt augnayndi, þótt ljósa-
sýningin hafi nokkuð farið úr
skorðum. Auk ljósanna svifu
sápukúlur um sviðið, en Paradis
hefur nýlega fest kaup á tæki,
sem framleiöir slikar kúlur. 1
miðju siðasta laginu gaus upp
mikill reykur á sviðinu, en
vegna þess hve mikil ljós voru á
sviðinu er reykurinn gaus upp,
varö þetta atriöi sýnu áhrifa-
minna en til var ætlazt.
Paradis sannaði á þessum
hljómleikum, að engin rokk-
hijómsveit á Islandi kemst með
tærnar þar sem hún hefur hæl-
ana. Hljómburður var mjög
góður og strákarnir léku allir
mjög vel.
Að loknum þessum popptón-
leikum virtust flestir vera sam-
mála um að hljómleikarnir
hefðu heppnazt mjög vel, og
fullyrða má, að þarna hafi
komið fram þverskurður af is-
lenzku poppi i dag. Litil
stemmning skapaöist þó, og er
það eðlilegt, ef tekiö er tiilit til
þess, að t.d. bæði Spilverkið og
Paradis voru með efni, sem
aldrei hafði heyrzt áður. Þá var
hópurinn sem sótti hljómleik-
ana sundurleitur, sumir komu
gagngert til þess eins að hlýða á
Spilverkið, aðrir til þess að
hlýða á Paradís — og það sam-
rýmisteflausthjá fáum, að vera
aðdáendur beggja þeirra tón-
listarstefna, sem þessar hljóm-
sveitir leika, svo ólikar sem þær
eru.
1 tón- og leikþætti Spilverks þjóðanna fóru þessir tveir með hlutverk
sálar og líkama, Sigurður Sigurjónsson-og Eggert Þorleifsson t.h.
Nú-timamyndir: Gunnar.
Pétur Kristjánsson
Nikulás Róbertsson
Gunnar Hermannsson
Björgvin Gislason
Pétur Hjaitested
m
Asgeir óskarsson