Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 40
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guðbjörn
Guðjónsson
Heildverzlun Slðumúla 22
Simar 85694 & 85295
SAMBANDIÐ
INNFLUTNINGSDEILD
Tryggið gegn stein-
efnaskorti,-gefið
STEWART fóðursalt
Gólf-og
Veggflisar
Nýborgj^
Ármúla 23 - Simi 86755
Ríkið hættir við-
haldi margra sauð
f já rveikiva rnagirð-
inga
Ekki eru þetta sjúklegar kindur, sem litla
stúlkan á myndinni rekur, enda hefur með mikiu
eftirliti verið komið f veg fyrir sýkingu fjár og
er talið að tekizt hafi að útrýma þurramæði i
sauðfé hér á landi.
c,u r\
ZV
Gsal-Reykjavik. — Nú þykja
miklar lfkur á þvi, að tekizt hafi
að útrýma þurramæði i sauðfé og
af þeim sökum hefur nú verið tek-
in ákvörðun um það, að hætta við-
haldi margra varnargirðinga á
landinu af opinberu fé, tæplega
400 km samtals. Á vegum Sauð-
fjárveikivarna hafa varnargirð-
ingar hin siðustu ár verið nálægt
1000 km að iengd, en voru áður
miklu lengri.
Ekki þykir koma til greina að
leggja niður allar varnargirðing-
ar, þótt þurramæði reynist vera
úr sögunni. Ástæður eru margar
ASK-Reykjavik. — Ég get ekki
tjáð mig á þessu stigi um stofnun
verðbréfamarkaðs I Reykjavik,
en ljóst er að hann mun taka til
starfa nú á næstu vikum — sagði
Sigurður Helgason framkvæmda-
stjóri Fjárfestingafélagsins — En
það hlýtur aö vera öllum Ijóst aö
löngum hefur skort marhaö sem
þennan, að visu hafa verið til hér
verðbréfasalar, en aldrei hefur
myndast sá markaður sem ætti
aö vera aö margra mati. Þetta
hefur verið mörgum fyrirtækjum
til trafala bæði i sambandi við
stækkun fyrirtækja jafnt sem
stofnun þeirra. —
og m.a. þær, að girðingarnar á-
samt banni á flutningum yfir þær
hafa sannað gagnsemi sina við að
hindra útbreiðslu margra ann-
arra sjúkdóma, sem einnig geta
valdið stórfelldu tjóni, s.s. garna-
veiki, riðuveiki, tannlosi, kýla-
pest, fósturlát, fjárkláði, óþrif,
berklar og fleiri. Það þykir ekki
skynsamlegt að leggja niður
skiptingu landsins i varnarhólf
vegna smitsjúkdóma i búfé, sem
hingað gætu hæglega borizt er-
lendis frá og iðulega berast á
milli landa á ýmsan hátt, þrátt
fyrir varúðarráðstafanir. Þá er
Fjárfestingarfélagið sem er
eign ýmissra aðila hér á landi svo
sem Verzlunarbankans, Iðnaðar-
bankans, Iðju, Lifeyrissjóðs
verzlunarmanna og Iðju, mun
gefa almenningi kost á að kaupa
t.d. hlutabréf i fyrirtækjum, en
einnig mun fólk hafa möguleika á
að selja i gegnum þennan verð-
bréfamarkað skuldabréf og þ.h.,
sem fæst við sölu eða kaup á ibúð-
um og bifreiðum. En eins og fjöl-
margir hafa rekið sig á, þá getur
oft verið um erfiðleika að ræða ef
fólk vill losna við slik bréf.
Aðspurður hvort svipaðar
reglur myndu gilda á þessum
einnig talið óverjandi og óhag-
kvæmt fyrir þjóðina að láta sauð-
fé flækjast á milli landshluta eins
og áður var, meðan engar girð-
ingar voru.
Við þær varnargirðingar, sem
rikið kostar viðhald á framvegis,
verður i engu slakað á vörnum frá
þvi sem verið hefur. Varnargirð-
ingarnar skipta landinu niður I
varnarhólf ásamt náttúrulegum
hindrunum svo sem jöklum,
vatnsföllum og hafi — og búferla-
flutningar með sauðfé og aðrir
flutningar með sauðfé og naut-
gripi hafa ýmist verið algjörlega
bannaðir eða þá mjög takmark-
aðir. Með þessu móti hefur tekizt
að tefja eða stöðva algjörlega út-
breiðslu næmra búfjársjúkdóma
um landið og er þurramæðin einn
slikra. Erfið fjárhagsstaða rikis-
sjóðs rak hins vegar á eftir þeirri
ákvörðun, að hætta viðhaldi
margra varnargirðinga.
Þær girðingar, sem landbúnað-
arráðuneytið hefur ákveðið að
hætt skuli viðhaldi á eftir tillögum
Sauðfjársjúkdómanefndar eru
þessar:
1. Girðing með Sogi. 2. Girðing
úr Þjóðgarði i Hvalf jarðarlinu við
Kvigindisfell. 3. Girðing með
markaði og á erlendum verö-
bréfamörkuðum, sagði Sigurður
að hinn islenzki markaður yrði
eðlilega sniðinn islenzkum að-
stæðum, en t.d. ákveðnar siða-
reglur yrðu I heiðri hafðar.
Þannig munu fyrirtæki sem hafa
hug á að selja hlutabréf að gefa
upp nákvæmar upplýsingar um
sinn hag, framtiðaráætlanir og
annað sem viðvikur rekstri fyrir-
tækisins, en á framangreint sagði
Sigurður að yrði lögð höfuð-
áherzla.
Hinn nýi markaður kemur til
með að hafa aðsetur i Iðnaðar-
bankahúsinu.
Andakilsá og úr Skorradalsvatni I
Reyðarvatn og þaðan I Hvalfjarð-
arlinu. 4. Girðing með Hvitá I
Borgarfirði. 5. Girðing með suð-
urmörkum Dalasýslu. 6. Girðing
úr Berufirði og Þorskafirði I
Steingrimsfjörð. 7. Girðing með
Blöndu. 8. Girðing meö Héraðs-
vötnum og Jökulsá eystri. 9. Girð-
ing með Skjálfandafljóti.
Rikið mun halda vissum vörn-
um við ofangreindar linur, en
girðingarnar verða boðnar að-
liggjandi svæðum til eignar
endurgjaldslaust, gegn þvi að þau
taki þær að sér og haldi I horfinu
með viðhald þeirra næstu þrjú ár-
in a.m.k. Hætt verður að lóga fé,
sem sleppur yfir varnarlinur
þessar og leyfð heimtaka þess
fjár, sem fyrir kemur i fyrstu
smalamennsku. Bannað verður
að öðru leyti að flytja lifandi fé
yfir þessar linur framvegis sem
hingað til, heldur skal þvi lógað
svo sem verið hefur.
Varnarlinur á Vestfjörðum úr
Berufirði og Þorskafirði munu þó
hafa nokkra sérstöðu. Lógað
verður fé, sem yfir linur hefur
farið og kemur seinna fyrir en I
fyrstu smalamennskum og hætta
er á að flækzt hafi milli bæja eða
dvalið heima á bæjum i þröngu
landi eða verið hýst. Sýnilega
veikt eða grunsamlegt fé verður
ekki leyft að flytja. Þvi skal lógað
eins og hingað til. A garnaveiki-
svæðum, þar sem ekki er allt fé
tryggilega bólusett gegn garna-
veiki, má ekki taka heim annað
en það sem bólan finnstá. Það
skal þvi skoða.
Á heimtöku fjár úr réttum milli
svæða og búferlaflutninga er
grundvallarmunur með tilliti til
smithættu. Reynslan hefur sýnt,
að hvers konar fjárpestir hafa
þráfaldlega borizt með búferla-
flutningum og við kaup og sölu á
einstökum gripum á milli bæja og
svæða. Hins vegar hefur tekizt ó-
trúlega erfiðlega að komast hjá
útbreiðslu og verja svæði fyrir
fjárpestum, ef banni við búferla-
flutningum hefur verið haldið I
fullu gildi og það þótt fé af ósýktu
svæði og sýktu hafi gengið saman
á afrétti. Þegar fé kemur i þröng
heimalönd á sýktum svæðum, að
ekki sé talað uih það, ef það er
rekið i hús eða hýst, þá margfald-
ast smithættan og á þetta við um
alla smitsjúkdóma undantekn-
ingarlaust.
Laugarvatn:
Barinn
opin í
sumar
—hs-Rvik. Edduhótelið i
Húsmæðraskólanum aö
Laugarvatni var opnað I
gær og hefur verið ákveð-
ið, að veita þvi undan-
þágu frá vinbanni þvi,
sem menntamálaráð-
herra, Vilhjálmur Hjáim-
arsson, ákvað að vera
skyldi á öllum hótelum,
sem rekin eru i skólahús-
næði.
Undanþága þessi gildir
þó aðeins sumarið 1976 en
næsta sumar verður ekk-
ert áfengi á boðstólum á
Edduhótelinu á Laugar-
vatni. Ekki þótti unnt að
afturkalla auglýsingar
varðandi áfengissölu,
sem einstaklingar og hóp-
ar treystu á, er þeir pönt-
uðu fyrir sumarið.
ÁBURÐARSALAN f ÁR
NEMUR 2,5 MILLJÖRÐUM
sé mjög takmörkuð. Sá bóndi,
sem ekki fær afgreiddan áburð
nú i vor sökum greiðsluerfið-
leika, neyðist til að bregða búi,
þvi útilokað er nú að stunda bú-
skap nema geta borið á veru-
legan hluta ræktaðs lands til-
búinn áburð, segir i fréttabréfi
Upplýsingaþjónustu landbúnað-
arins.
___________J
Heildarmagn þess áburðar,
sem pantað var i ár 64.350
lestir. Gert er ráð fyrir, að af-
greiddar verði til viðbótar um
2600 lestir. Verðmæti þessa
áburðar er rétt um 2500 millj.
kr. Þar af mun hlutur annarra
en bænda vera um 200-250 millj.
kr., en stærsti aðilinn þar er
Landgræðslan, sem keypti
áburð fyrir um 145 millj. kr.
Smávegis aukning hefur verið i
sölu á eingildum áburðar-
tegundum eins og þrifosfati og
kalkammonsaltpétri miðað við
undanfarin ár. Mest er keypt af
blönduðum áburði 23:11:11 og
23:14:9. Þunglega horfir hjá
nokkrum bændum með að leysa
út áburðinn. Reynt hefur verið
að koma á móts við óskir sem
flestra, þótt greiðslugeta þeirra
I
BAfíUM
BfíEGST EKK/
Jeppa I
hjólbaröarI
Kynnið ykkur hin hagstæðu verð.
TÉKKNESKA BIFfíE/ÐAUMBOÐIÐ ■
Á ÍSLAND/ H/F
AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606
^m/mm////////mmmm/m///mm/m////mm///m//m
Skyldusparnaðar- |
skírteinin afhent |
^ ASK-Reykjavik — Siðastliöinn sjálfsvald sett hvenær hann fær ^
^ fimmtudag hóf Gjaldheimtan i skirteini sitt innleyst. Vextir ^
^ Reykjavik að afhenda skyldu- greiðast eftir á og i einu lagi við ^
^ sparnaðarskirteini til u.þ.b. 4200 innlausn og eru þeir 4% á ári frá ^
^ manna sem höfðu það há gjöld >1. jan. 1976 að telja eða loka-
^ að þeir féilu undir ramma greiðsludegi skyldusparnaðar ^
^ skyldusparnaðarákvæðanna, en ef siöar er. Við innlausn skirt- ^
^ alls er hér um að ræða 200 eina greiðir rikissjóður verð- ^
É milljónir króna. Til að byrja bætur á höfuðstól, vexti og ^
^ meö getur fólk náð I skirteini sin vaxtavexti i hlutfalli við þá ^
É milli 5-7 e.h., en innan skamms hækkun sem kann að verða á ^
§ veröa þau afgreidd á venjuleg- visitölu framfærslukostnaðar. ^
^ um skrifstofutima. ^
^ Skyldusparnaðarskirteinin ná Skyldusparnaður samkvæmt ^
^ lengst til 15. desember 1990 en skirteinum þessum er ekki frá- ^
É frá 1. febrúar 1978 er eiganda i dráttarbær til tekjuskatts.
%w///mmmmmm/m/mm/m/m/mm/mm////M
Verðbréfamarkaður
að taka til starfa