Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. jliní 1976 TÍMINN 3 Frá 24. fulltrúaþingi Sambands islenzkra barnakennara: Elln ólafsdóttir, annar þingforseti og Ólafur Proppé, fyrsti þingforseti. Loftur Magnússon, framkvæmdastjóri sambandsins i ræbustóli. Afbrigðilegir nem- endur utan garðs 24 fulltrúaþing Sambands islenzkra barnakennara var haldið i Reykjavik dagana 2.-4. júni sl. Þingið sátu 72 fulltrúar frá 10 svæðafélögum SIB. Aðal- mál þingsin voru: Uppeldis- og skólamál, launa- og kjaramál og félags- og skipuiagsinái sam- takanna. Jóhann Gunnarsson læknir flutti erindi um fræðslumál van- gefinna. Benti hann á hvernig þeir eru settir hjá i þjóöfélaginu og njóta ekki lagalegs réttar sins til náms. í þvi sambandi gerði þingið eftirfarandi sam- þykkt: „24. þing SIB vill beina athygli menntamálaráðuneytis- ins og Alþingis að þvi ófremdar- ástandi sem rikir i kennslumál- um vangefinna hér á landi, en á þessu sviði hefur viðgengizt svo langvarandi misrétti, að lengur verður ekki við slikt unað. Þrátt fyrir skýlaus lagafyrirmæli er þessi minnihlutahópur ennþá utangarðs i menntakerfi þjóöar- innar, án skóla og námsskipu- lags — og engin sýnileg merki þess, að úrbóta sé að vænta. Þingið skorar á menntamála- ráðherra að gefa þegar i stað út þá reglugerð um sérkennslu vangefinna og annarra afbrigði- legra nemenda sem legið hefur i drögum i menntamálaráöu- neytinu i hart nær ár og láta hana koma til framkvæmda þegar i haust. Þá átelur þingið harðlega þá ráðstöfun menntamálaráðu- neytisins að stöðva áform Kennaraháskóla islands um framhaldsnám fyrir kennara vangefinna og annarra afbrigði- legra barna næsta starfsár — þótt enginn viti betur en menntamálaráðuneytið, hve gifurlegur skortur er á hæfum kennurum á þessu sviði.” Barátta gegn reykingum Einsetinn skóli og samfelld stundaskrá hefur verið baráttu- mál SIB i áraraðir. Óhætt er að fullyröa að enginn hópur I þjóð- félaginu er jafn hart leikinn af sundurslitnum vinnudegi og grunnskólanemendur. Þá má jafnframtgeta þess, að þeir eru einu skólanemendur i Noröur- álfu er búa við tvi- og þrisetn- ingu. Þingið itrekaði enn á ný fyrri kröfur kennarasamtak- anna um einsetinn skóla og samfellda stundaskrá. Þingið harmaði þær deilur um stafsetningarreglur, sem áttu sér staö á siðasta Alþingi og benti á hættuna, sem af þvi stafar, aö meiri hluti alþingis geti breytt stafsetningarreglum að vild og valdið með þvi glund- roða. Skoraði þingið á mennta- málaráðherra að hlutast til um, að mál þetta verði leyst á sem farsælastan hátt hið bráöasta. Þingið lýsti yfir fyllsta stuðn- ingi við það framtak krabba- meinssamtakanna á tslandi að kynna fyrir skólanemendum þær hættur, sem heilsu manna stafar af völdum reykinga. Heitir þingiö á alla kennara, foreldra og aðra uppalendur að styðja þessa starfsemi af heil- um hug. Þingið tók eindregna afstöðu til þess, að drengir og stúlkur á grunnskólastigi eigi jafnan aðgang að öllum náms- greinum. Þá samþykkti þingið álykt- anir um bóka- og námsgagna- söfn, kennslufræðimiðstöðvar, verkmenntun o.fl. Launa og kjaramál Miklar umræður urðu um launa og kjaramál og stöðu kennarastéttarinnar. Eftirfar- andi ályktun var m.a. sam- þykkt: „Þingið vekur enn einu sinni athygli á hinum lélegu launa- kjörum kennara og vanmati þjóðarinnar á störfum þeirra, sem vinna að uppeldis- og kennslumálum. Þingiö telur nauðsynlégt að stórhækka laun kennara og skipa kennarastarfinu á þann stað i launastiga opinberra starfsmanna og i þá stöðu i þjóðfélaginu, að ungt fólk telji éftirsóknarvert aö leggja fyrir sig kennslustörf. Þingið bendir á þá staðreynd, aö i landinu er til nóg af kennur- um sem ekki fást til kennslu- starfa vegna lélegra launa- Framhald á bls. 23 Laxá á Asum. Veiði hefur veriðfremurtreg i Laxá á Asum en að sögn Krist- jáns Sigfússonar á Húnsstööum eru komnir rúmlega sjötlu laxar á land. Ekki kvaö hann þessa tölu þó örugga, þar sem lax- veiðimenn eru ótrúlega tregir við að skila veiðikortum sinum, hverju svo sem það veldur. Eru þeir hér með enn einu sinni minntir á aö skila veiðikort- unum strax og þeir hafa lokiö veiöinni. Kristján sagöi að enn vantaði nokkuð af veiðikortum og þvi erfitt að gera sér grein fyrir heiidarveiðinni. — Þyngsti laxinn, sem enn hefur fengizt reyndist vera 13 pund. Treg veiði i Gljúfurá. Siguröur Tómasson i Sól- heimatungu sagði i gær, að enn væri veiðin heldur dræm, enda ekki komnir nema 2-3 laxar á land siðan hún hófst þann 20. júni. — A miðvikudaginn sáu laxveiðimenn nokkuð af laxi i ánni, svo við erum aö vona að þarna hafi komið nokkuö góð laxaganga og að veiðin fari að glæðastnæstu daga, sagðihann. Við vonum einnig að góð ganga komi meö Jónsmessustraumn- um. Veitt er á þrjár stangir i Gljúfurá og sagði Sigurður að öll veiöileyfi væri uppseld i ánni I sumar. Góð veiði i Þverá i Borgarfirði. — Allgóð veiði hefur veriö hér undanfarið, sagði Rikharð á Guðnabakka i gær, en veiði hófst I Þverá þann 11. júni,- Vatniö er mjög gott i ánni og I fyrrakvöld voru 185 laxar komnir á land á neðra svæðinu. — Siöasta holl;sem var við veið- ar hér, fékk 75 fiska og var það um 315 kg veiði, sagði Rikharð, en hvert holl er við veiðar i þrjá daga. Veitt er á þrjár stangir á neðra svæðinu og nú næstu daga verður einni stöng bætt viö. Stærstu laxarnir reyndust vera þrir 18 pundarar. Rikharð kvaðst litiö vita um veiðina á efra svæöinu i Þverá, nema að veiðin hefði veriö fremur léleg það sem af er. Þó virtist hún eitthvaö vera aö glæöast, þvi á miðvikudag veiddust 39 laxar. A efra svæð- inu er einnig veitt á sex stangir og bæta þeir einnig við einni stöng næstu daga. — I heild mun veiöin vera heldur lakari en á sama tima i fyrra—géj,é 4 skip til loðnuleitar — Dagný landaði úrvalsrækju úr fyrstu ferðinni gébé Rvik -^-Akveðið hefur verið hvaða skip fari til loðnuleitar fyr- ir Norðurlandi I sumar á vegum Hafrannsóknastofnunar, en þau verða þessi fjögur: Guðmundur RE,SigurðurRE, GullbergVE og Súlan EA. Allt eru þetta mestu aflaskipin frá siðustu loðnuver- tiðum sem kunnugt er. Að sögn Jóns B. Jónassonar I sjávarút- vegsráðuneytinu, munu þessi skip fara til loðnuleitar um næstu mánaðamót, eða i næstu viku. Enn er ekki búið að ganga end- anlega frá samningum við þá tvo báta, sem leggja á til djúprækju- veiöa, en Jón B. Jónasson sagði, aðþaö málmyndiskýrastá næstu dögum. Skuttogarinn Dagný, sem hóf djúprækjuveiðar nýlega, landaði á Dalvik i gærmorgun 13 tonnum af mjög góöri rækju, sem teljast verður afburða góð veiöi eftir aðeins rúmlega sólarhring. Rækjuna fékk Dagný við Kol- beinsey, þó ekki á venjulegum rækjumiöum þar. Venjulegast mun útivist Dagnýjar verða rúm- irþrir sólarhringar, en djúprækj- an er veidd i is og geymd I kæld- um lestum og getur skipið þvi ekki verið lengur úti án þess að aflinn skemmist Verður gæzlu- varðhaldi framlengt? Gsal-Reykjavik — AðsögnAs- geirs Friðjónssonar, fikni- efnadómara hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn, hvort piltinum, sem fyrir tæp- um tuttugu dögum var úr- skurðaður I gæzluvarðhald vegna hasssmyglsins, sem upp komst á Spáni, yrði sleppt eða hann úrskurðaður i fram- haldsgæzluvarðhald. Tveir menn sitja nú i varð- haldi vegna þessa máls hér heima, en að sögn Asgeirs hefur fjöldi manna verið yfir- heyrður vegna málsins. Óskadraumur Egils: EF ÞINGHEIM- UR BERÐIST... Egill Skallagrimsson gengur á ný ljósum logum i Borgarfirði, og það sem meira er: óðinn og Þór og Freyja leika þar lausum hala. Þaö er jafnvel hald manna, að sköpun heimsins verði endurtekin i Reykholti, enda kannski ekki vanþörf á að bæta úr ýmsum göllum. Það eru samtök áhuga- manna um brúðuleik, sem standa fyrir þessu öllu. Þar er nú námskeiö i brúðugerö og brúðuleik, og munu nú vera um fimmtiu manns i Reykholti i sambandi viö þetta námskeið, þar á meðal niu eða tiu Islendingar. Noröurlöndin öll eiga þar sina fulltrúa. Námskeiðinu lýkur á laug- ardaginn með brúðusýning- um, og veröur efnið, að minnsta kosti að nokkru leyti, sótt i Egilssögu og Þrymskviðu. Eins og al- kunna er var Agli karlinum gull mjög hugleikið, og mun hann gera það á leiksviðinu, er honum var varnað aö gera á alþingi: Að dreifa gulli sinu og hlusta eftir þvi blindur, hvort ekki brygði þá svo við, að þingheimur beröist. Skáldbóndinn og vikingurinn Egill á Borg meö hefðarkonum I veizlusölum erlendra þjóðhöföingja. — Teikning önnu Mariu Guðmundsdóttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.