Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. júni 1976 TÍMINN 15 Dr. Jóhann M. Krisfjánsson: BRESTUR f STJÓRNAR SKRÁNNI Þegar samtök, sem kalla sig st jórnmálaf lokk, helga sig þjóóarbroti meö þröng hags- munasjónarmið og kannski þann höfuðtilgang að búa völd og frama fáum mönnum, sem teknir eru út úr „brotunum”, fer þá ekki fiðringur um fina nafnið Mafía? Þó færist skörin upp i „bekk- inn”, þegar toppmenn þessara þjóðabrota stjórnmálamann- anna, sem dregið hafa til sín meginþætti þjóðfélagsvaldsins, rugla saman reytunum og skipta með sér með illu eða góðu arðinum, sem er virðingarsföð- ur, fríðindi ýmis og fé. En hin- um gjört að þakka fyrir molana, sem aldrei fengu brauðið. Er þá ekki það þjóðfélagsform að nálgast, sem nefnt hefir veriö: STÉTTIN og HINIR? — O — Þvi fleiri flokkar, þvihærri og fleiri kröfur, „uppboðin” fleiri og ábyrgðarlausari á loforöin um lífskjörin. Sérhagsmuna haukarnirryðjastfram fleiri og fleiri I einkaerindum eða um- boði einhverra samtaka. Hver berst fyrir sinu: Til min tek ég þetta, mér er sama um hina, þeir eru vara HINIR og STÉTT- IN vex. Þaö eru þessir undanvillingar þjóðarheildarinnar, sem eru bitulasta óværðin á þjóðar- likamanum, vandræðabörnin, sem vantar „foreldra” — stjdrnmálamenn, sem aga þau, en lúta ekki. Valdið er i brotum Það er brestur i stjórnar- skránni, að þjóðin velur ekki ráðherraeinsog forseta.aö ráð- herrar geta veriö formenn flokka og einnig alþingismenn einstakra þjóðabrota og sem slikir tekið aðsér umboð ákveð- inna kjósenda Það getur ekki aUtaf farið saman með hags- munum þjóðarheildarinnar. S.l. vetur lagði Rikisútvarpið spurningu fyrir vegfarendur, eitthvað á þessa leið: Hvað dettur yður i hug i sam- bandi við Aiþingi? Manni skild- ist án sérstaks tilefnis. Ekkert svaranna var nógu sniðugt. Kannski hittir helzt i mark: „Það, sem ég vil gjöra, Jóhann M. Kristjánsson. þaðgjöriég ekki,en það,sem ég vil ekki gjöra, það gjöri ég.” -0 — Ráðherra, sem er alþingis- maður, sinnir oft of mikið keip- um kjósenda. Ef „ókunnugir” leita til hans, getur það komið fyrir, að valdið kannist ekki við sjálft sig, visi á það einhvers staðar annars staðar, helzt úti i buskanum — i móðu umboð- anna. Ráðherrum er lika iþyngt með allt of tlðum „stefnum” I Sjónvarp og aðra fjölmiðla, þar sem þeir eru teygöir og togaðir milli misjafnlega hæfra spyrj- enda og gagnrýnenda. Spurn- ingarnar oft ómerkilegar. Kannski spurt hvort konu, sem saumi með þræði og nál fyrir sláturkepp, beri hærra kaup en hinni, sem stangar hann I vél? En um þetta stóð þungur styrr á Loftleiðahótelinu milli vinnu- veitenda og launþega 1974, sem væru þarallir heimsins —FYR- TORNAR og BIVÁGNAR (eða LITLI OG STÓRI úr kvik- myndunum forðum) að spila PÓKER um axarsköft, — PÓKERINN blifur, axarsköftin stækka. -0- Ráðherrar hljóta að eiga rétt á að fá frið við störf sin, en ekki þýfgaðir um hvert stórt og smátt stjórnaratriði meðan það kannski er enn i mótun. Hér er skotíð yfir mark. Allt hnigur að sama ósi. Ráð- herrar eiga ekki að vera al- þingismenn. Andstæðingur mundar vopn sin gegn mót- herja á löngu færi. Hann reynir aö gjöra hann grunsamlegan löngu fyrir kosningar. Það er sá venjulegi háttur kosningakapp- hlaupsins, ljót iþrótt, ef ódreng- ir keppa. Stjórnarskráin má ekki taka slika áhættu, þegar um valdamenn i hæstu stöðum er að ræða. Þjóðin þolir ekki að missa kannski sina hæfustu menn fyrir róða stjórnmálanna, vegna þess aö ófyrirleitnir keppinautar hafa rangt við. Það er ekki heldur sæmandi ráðherra að vera I „slag” um atkvæöi til þingmennsku við pólitiska ævintýramenn, sem sjaldnast vanda meöulin til að koma andstæöingi á kné. Ráð- herra þarf að losna við alþingis- manninn um leið og hann verður ráðherra. Það sleppur enginn, hversu grandvar sem hann er, frá grun um hlutdrægni, þegar staða hans er háð broti af þjóðarheildinni á vegum stjdrn- málaflokks. Alhr ráðherrar þurfa að vera þjóðkjörnir. Hérskulu engin ráö gefinum hvernig það yrði fram- kvæmt. Eðlilegt þó að forsetinn réði mestu þar um. Völd forseta eru of lltil. Yrði formaður stjórnmálaflokks eða alþingis- maður fyrir vali tiö ráöherra, yrði hann að skila þeim umboð- um meðan hann er ráðherra. ^O- Meðan þjóðin slakar ekki á flokksvaldinu með breytingu á Stjórnarskránni, þá er hún ekki stjórnarskrá lýðræðis. Þegar ráðherraeins og forsetier sam- nefiiari þjóðarheildarinnar og sá skilningur er rikjandi hjá ráðherra sjálfum, stjórnmála- flokkum og einstaklingum — þjóðinniallri, þá færistmargt tU betri vegar i islenzku þjóðLIfi. Þá yrði miklúfargi af ráðherr- um létt. Þeir gengju frjálsir til stórra verka. Þjóöinni aUri ynnu allt. 7. 5.76 STEINÞÓR SÝNIR í EDEN ÞS Hveragerði —Nýlega opnaði Steinþór M. Gunnarsson mál- verkasýningu i Eden i Hvera- geröi. A sýningunni eru 54 myndir, þar af 14 ollumálverk. Allar myndirnar eru málaðar á siðustu 2 árum og eru allar til sölu. Hluti af vatnshtamyndunum á sýningunni eru nánast sam- felldur myndaflokkur úr óbyggðum og öræfum landsins. Þetta er 13. einkasýning Steinþórs en þar af voru tvær sýningar erlendis. Þetta er hins vegar i annað skiptið sem Stein- þór sýnir i Eden i H veragerði og kvað hann aðstæður þar til slikra sýninga mjög lifrænar og að mörgu leyti væri staðurinn vel faUinn til sUkra sýninga, ekki hvaö sizt nytu landslags- myndir sln vel innan um gróður og blóm. Verð myndanna er frá 10—200 þúsund kr. og þegar hafa sjö myndir selzt. Ég vU vekja at- hygli listunnenda á þessari sýningu, en nú eru slðustu for- vöð á að sjá hana, þvi henni lýkur sunnudaginn 27. júni kl. 23:30. Gunnar Hannesson látinn Gunnar Hannesson. SJ-Reykjavik.—I gær lézt Gunn- ar Hannesson ljósmyndari i Reykjavik 61 árs að aldri. Gunnar var þjóðkunnur hin slðari ár fyrir Ijósmyndir sinar, sem haldnar hafa verið sýningar á bæði hér á landi og erlendis. Síðast hlaut hann frábæra dóma fyrir ljós- myndasýningu I New York i febrúar i vetur og tU stóð að myndir hans yrðu á sýningu i Kaupmannahöfn á næstunni. Hann átti mikinn fjölda mynda i bókum um ísland. Gunnar var Reykvikingur. Hann starfaði lengi sem verzlun- armaður og var góður knatt- spyrnumaður á æskuárunum. Hann var formaður knattspyrnu- félagsins Vikings og aöalhvata- maður að byggingu fyrsta sklða- skála félagsins I Sleggjubeins- skarði. Hann hafði mikinn áhuga á skrúðgaröarækt og ræktaði mikið rósir. Um árabil var garöurinn við hús Gunnars við Miklubraut verölaunagarður Reykjavikur- borgar. Eftir að Gunnar fór að leggja stund á ljósmyndun gekk hann i Jöklarannsóknafélagið og feröað- istmeð þviog starfaði i nokkur ár af sama kappi og að hverju öðru sem hann gekk. Gunnar var kvæntur og átti uppkomin börn. Samþykki veitt fyrir ríkisábyrgð — til kaupa á skipi útbúnu til djúprækjuveiða gébé Rvik. — Skýrt var frá þvi I Tímanum nýlega, að Snorri Snorrason útgerðarmaöur á Dal- vik hygðist festa kaup á skipi, sem hann ætlar að útbúa fyrir djúprækjuveiðar. Rikisstjórnin fjallaði um mál þetta á fundi sin- um nýlega og veitti þar samþykki sitt fyrir rikisábyrgð. — Það ætl- ar þó greinilega ekki að koma að gagni, þvl það eru ekki stjórn- völd, sem ráða hér, heldur aðrir aðilar, sagði Snorri Snorrason I viðtali við Timann. Sagði hann að Fiskveiöisjóður hefði fjaliað um málið nýlega, en heföi ekki af- greitt það. Væri þvl fyrirsjáan- legt að það myndi dragast I nokk- urn tima, þar sem enginn fundur verður haldinn i stjórn sjóðsins á næstu vikum vegna sumarfria. Snorri hefur I hyggju að festa kaup á skipsskrokki frá Bret- landi, en síðan á að fullhanna skipið i Slippstöðinni á Akureyri. Verða þar settar I skipiö frysti- vélar og annar útbúnaður til rækjuvinnslu og veiða. Hjá Gylfa Þórðarsyni i sjávarút vegsráðuneytinuíékkTiminn þær upplýsingar, að bankinn, I þessu tilfelli Útvegsbankinn, þyrfti að fá staðfestingu frá rlkisábyrgðar- sjóði um rikisábyrgðarleyfið og frá byggingasjóði, áður en nokkur ákvöröun þar yrði tekin um nauð- synleg lán. Árni Þór settur fram- kvæmdastjóri Umferðarróðs Framkvæmdanefnd Umferðar- ráðs hefur veitt Pétri Sveinbjarn- arsyni, framkvæmdastjóra ráðs- ins, leyfi frá störfum I eitt ár eða frá og með 1. júli vegna starfa sem framkvæmdastjóri islenskr- ar iðnkynningar. Arni Þór Eymundsson, upplýsingafulltrúi, hefur verið settur framkvæmda- stjóri ráðsins sama timabil. Tilkynning frá h rossa rækta rsa mba ndi Suðurlands Þeir Sunnlendingar, sem hug hafa á að koma hryssum undir stóðhestinn Hrafn frá Holtsmúla, hafi samband við Jón Bjarnason, Selfossi, simi 1351 eða Óla Haraldsson, Nýjabæ, simi um Selfoss, fyrir 8. júli 1976. Stjórnin. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT \ UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir viö aö skipta um dekk þótt springi á bílnum.— Fyrirhafnarlaus skyndi- viðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. Islenzkur leiðarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. ARMULA 7 - SIM1 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.