Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. júni 1976 TÍMINN 9 Mesti slysatíminn í umferðinni nálgast 5 manns létust og 148 slösuðust í júní og ágúst 1975 Sá tlmi fer nú í hönd sem um- ferö um þjóðvegina og hættan á umferöarslysum eykst. Sam- kvæmt slysaskýrslum undanfar- inna ára verða flest umferðarslys idreifbýlii júliogágúst. Arið 1975 slasaðist 21 maður i júh' og 23 i ágúst auk þess sem 2 létu lifið. A öllu landinu létust 5 manns i um- ferðarslysum i júli og ágúst og 148 manns slösuöust, eða að meðal- tali 2-3 á dag. Það er þvi ærin á- stæða til aö reyna að sporna við þessari þróun sem verið hefur undanfarin ár. Umferðarráð mun að venju beita sér fyrir fræðslustarfi um akstur á þjóðvegum. 1 júli og ág- ústmánuöum verða m.a. birtar auglýsingar i dagblöðum. ’ 1 aug- lýsingum þessum verður að finna fróðleik og ráðleggingar um akst- ur á þjóövegum. 1 kjölfar auglýs- inganna verður getraun i dag- blöðum þar sem spurningar veröa lagðar fyrir fólk. Svörin við spurningunum er að finna 1 aug- lýsingum sem birtar hafa verið. Vinningar i getrauninni eru að verðmæti kr. 400.000.00. Til að örva notkun bilbelta verður prentað veggspjald sem dreift verður til allra helstu af- greiðslustaða á landinu. Þá verða umferðarmál á dag- skrá I útvarpinu og má þar m.a. nefna nýjan þátt á laugardögum sem nefnist ,,út og suöur”. Þessi þáttur stendur yfir i fjóra tlma og I honum mun verða fjallað um umferðinaásamt fleira efni. í júli og ágúst verða síöan þættir á föstudögum siðdegis og verða þeir e'.durteknir á laugardags- morgnum. Meðfylgjandi: Linurit yfir um- ferðarslys 1975. FJÖLDI SLASAÐRA í UMFERÐARSLYSUM 1975 . (Punktalínan sýnir fjölda slasaöra jan.-maí 1976 skv. bráöabirgöaskráningu). UMFERÐARSLYS MEÐ MEISSLUM í DREIFBÍLI 1975. Panski útvarpsdrengjakórinn Danski útvarpsdrengjakórinn heldur tónleika á íslandi I þessari viku er væntanlegur til Islands danski útvarps- drengjakórinn, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnur. Kórinn heimsækir Island i sam- bandi við norræna vinabæjar- mótið i Garðabæ og munu þeir halda almenna tónleika i Norræna húsinu á laugardaginn 26. júni kl. 17:00. Kórinn hefur ferðast viða um heim m.a. til Bandarikjanna og ennfremur hafa þeir heimsótt Sovétrikin, Búlgariu, Stóra-Bret- land og Israel og auðvitað Færeyjar, Grænland og önnur Norðurlönd. Þeir hafa nána sam- vinnu við útvarpsdrengjakóra Noregs og Sviþjóðar. Norræn lög, ný og gömul, setja svip sinn á tónleikana, en þar má einnig heyra lög frá hinum mörgu löndum sem þeir hafa heimsótt. Tónleikunum lýkur með litlum söngleik byggðum á hinu gamla kvæði um keisarann i Kina. Hvar sem kórinn hefur komið fram hefur hann fengið mjög góða dóma og eru drengirnir álitnir góðir fulltrúar lands sins. Hér gefst almenningi einstakt tækifæri til að hlýöa á vandaða og framúrskarandi vel flutta efnis- skrá, og má með sanni segja að þar verði á boðstólum efni fyrir alla fjölsskylduna, jafnt unga sem aldna. Aðgöngumiðar fást við innganginn. Myndin er af Wilmu Reading, hljómsveit FIH I Háskólabiói. er hún var að skemmta með Wilma snýr aftur ASK-Reykjavik. Þann fyrsta júli kemur til landsins Wilma Reading, en hún er vafalaust mörgum kunn eftir fyrri heim- sóknir hennar hingað til lands. Að sögn Halldórs Júliussonar veitingamanns i Glæsibæ mun Wilma ekki einungis skemmta i Reykjavik, heldur einnig úti um land. Fer Wilma ásamt hljóm- sveitinni Galdrakarlar til Akra- ness, Stykkishólms, Isafjarðar og Akureyrar. Þá skemmtir Wilma i félagsheimilinu Arnesi. Wilma virðist hafa fallið i sömu gildru og svo margir er- lendir skemmtikraftar — hún uppgötvaði i einni heimsókn sinni, að það væri hægt að veiða lax á tslandi. Sagði Halldór að helzt kæmi til athugunar að út- vega henni leyfi i Elliðaánum, en einnig koma fleiri staöir til greina. Fyrir þá, sem hafa áhuga á að heyra i söngkonunni i Reykja- vik, skal þess getiö að hún skemmtir þann fjórða og ellefta i Glæsibæ. Ættu fáir að sjá eftir þvi að eyða kvöldstund með Wilmu Reading, þvi söngkonan er þekkt fyrir að ná mjög góðum tökum á áheyrendum með frá- bærum söng og sviðsframkomu Tungnamenn kvarta yfir vegunum A almennum sveitarfundi i Biskupstungum, sem á voru milli 50og 60 manns, var m.a. rætt um vegamál og eftirfarandi sam- þykkt samhljóða: „Fjölmennur sveitarfundur i Biskupstungnahreppi, hald- inn i Aratungu 14.6.1976, vekur athygli á slæmu ástandi og fjöl- mörgum hættustöðum án við- varana I vegakerfi sveitarinnar. Einnig er augljóst, að flutningaleiðir fá ekki viðhalds- þjónustu, svo sem heflun, tii jafns við feröamannaleiöir. Fundurinn telur ástandið alger- lega óviðunandi lengur og krefst þess, að úr þessu veröi bætt á yfirstandandi sumri.” Leikfangasýning í Lyngdsi gébé Rvik — Um næstu helgi halda nemar Þroskaþjálfaskóla tslands fjölbreytta sýningu á þroskaleikföngum i dagheimilinu Lyngási, Safamýri 5. Þarna eru til sýnis flest þau leikföng sem verzlanir hér á landi hafa á boð- stólum, en tilgangurinn með sýningunni er aö gefa fólki yfir- sýn yfir góð og vönduð ieikföng, en skilgreining á sliku leikfangi gæti e.t.v. verið svona: Leikfang sem barnið leikur sér að langtim- um saman, aftur og aftur. A hverju ári eru hundruö nýrra leikfanga sett á markaöinn, mörg hver hugvitsamlega hönnuö og i öllum litum og formum. Mörg þessara leikfanga hafa ofan af fyrirbörnum I skamman tima, en fá þeirra komast i hóp góðra leik- fanga. Leikur er mikilvægasti þáttur I athöfnum barnsins allt frá fæðingu til 7 ára aldurs, þvi allt sem það lærir, lærir það af leik. Leikföng eru verkfæri leiks- ins, og góð leikföng hvetja og veita ár.ægju i leik. Eftirtalin heildsölufyrirtæki lánuðu leikföng á sýninguna: Brek hf., Kristjánsson hf., Völu- skrin, Skólavöröubúðin og Reykjalundur. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag n.k. frá kl. 14 til 22 báða dagana. Þroskaþjálfanemar unnu við að koma leikföngunum fyrir i Lyngási. Frá vinstri: Anna Arna- dóttir, Hólmfrfður Jónsdóttir, Sigriður Bjarnadóttir, Ingibjörg Einarsdóttir og Inga Siguröar- dóttir. Timamynd: G.E. »1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.