Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 24
,FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 \9 & Annl\/Q Auglýsingadeild Tímans. PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingagóöar Hagstætt verð. <Jb Nýborg? O Ármúla 23 — Sími 86755 Leki í stjórn Bretlands Reuter, London. — Alvar- legur leki hefur komiö I ljós á öryggiskerfi Bretlands. Inn- kaupatöskum og umslögum, sem fyllt voru rikisleyndar- málum, hefur verið smyglað frá rfkisstofnunum og afhent aðilum, sem ekki áttu aö hafa aögang að þeim. Leyndarmál þessi og upp- lýsingar hafa veriö notuð i góðgerðaskyni, eftir þvi sem Frank Field, einn þeirra sem fengiö hafa upplýsingarnar I hendur, hefur skýrt frá. Field sagðist hafa notað upp- lýsingarnar I þágu þurfandi barna i Bretlandi. Field sendi frá sér i síðustu viku grein, þar sem hann birti meðal annars upplýs- ingar af rlkisstjórnarfundi, sem sýndu fram á að rikis- stjórn Verkamannaflokksins hafnaði tillögum um aðstoð við fátæk börn. Grein þessi birtist i tima- ritinu New Society I siðustu viku. James Callaghan, forsæt- isráðherra Bretlands, hefur lýst leka þessum sem „al- varlegu máli” og fyrirskipað rannsókn á þvi. Field sagði fréttamönnum i gær, að hann myndi neita að gefa upp heimildamenn sina, en hann lýsti því hvern- ig innkaupatöskur og um- slög, full af upplýsingum og skjölum, hefðu veriö afhent sér, eða skilin eftir á ákveðn- um stöðum. Hann bætti þvi viö, að hann og sá sem af- henti upplýsingamar, hefðu notað dulnefnið „Deep Throat”, en það er sama nafn og fréttamenn þeir sem komu Watergate-skriöunni af stað I Bandaríkjunum not- uðu um þann aðila, sem gaf þeim upplýsingar þær sem þeir byggðu málið á. Sprenging Reuter, Zaragossa.— Fjórir týndu llfinu og þrjátlu og þrlr slösuöust, þar af fjórir lifs- hættulega, I sprengingu sem lagði Bútangas-verksmiðju I nágrenni borgarinnar Zaragossa i norðausturhluta Spánar i rúst I gær. Talið er aö gasleki hafi orsakað sprenginguna, en hún varð I skemmu þar sem gashylkin voru geymd. Gengur hvorki né rekur á Ítalíu: Sósíalistar reiðubúnir til stjórnarmyndunar — Þegar kommúnistar verða hafðir með í ráðum Reuter/ NTB, Róm. —Francesco deMartino, leiðtogi italska Sósial- istaflokksins, sagði i gær að flokkur hans gæti hugsanlega tek- ið þátt I stjórnarsamsteypu meö flokki kristilegra demókrata, að því tilskyldu að næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, Kommúnistaflokkurinn, verði hafður með i ráðum um þau mál- efni sem mikilvæg geta talizt. De Martino sagði á fundi með öðrum leiðtogum Sósialista- flokksins, að sllkt stjórnarsam- starf væri i samræmi við loforð þau, sem flokkurinn gaf meðan á kosningabaráttunni stóð á Italiu, ennúheföu sósialistar áhuga á að heyra þær tillögur sem kristilegir demókratar og kommúnistar hefðu fram að færa um samsetn- ingu rikisstjórnar i landinu. Sósialistaleiðtoginn lagöi á- herzlu á að flokkurinn myndi und- ir engum kringumstæðum sam- þykkja tillögur um lausn á stjórn- armyndunarvandanum, sem væru I mótsögn við áður yfirlýsta afstöðu eða skoðun flokksforyst- unnar. Hann sagði að vinstri flokkarnir I landinu yrðu að vera þátttakendur I rikissljórn og að Kommúnistaflokkurinn yrði að vera þátttakandi i meirihluta- myndun á þingi. Ræða de Martinos kom sem svar við þeirri tillögu Amintore Fanfanis, formanns flokks kristi- legra demókrata, um að Sósial- istaflokkurinn og hinir smáu miðflokkar ættu að ganga til myndunar samsteypustjórnar með kristilegum demókrötum, til þess að koma landinu úr þeirri ó- þægilegu þingstöðu, sem úrslit kosninganna siðastliðinn sunnu- dag hefur komið þvl i. í kosningunum á sunnudaginn héldu kristilegir demókratar stöðu sinni sem stærsti flokkur ltaliu, en kommúnistar juku fylgi sitt um meir en sjö af hundraði. Flokkarnir tveir eru þá jafnir og hvor um sig með nægilegt fylgi á bak við sig til þess að stjórnar- myndun án bakstuðnings beggja verður ákaflega erfið. Enn barizt við flótta- mannabúðir í Beirútborg Reuter, Beirút. — Harðir bardagar stóðu yfir I gær við tvennar flóttamannabúðir Palestinumanna i útjaðri Beirútborgar, milli hersveita kristinna manna og múhameðs- trúar, á sama tima og hersveitir Sýrlendinga, sem voru I arab- iska friðargæzluhernum, drógu sig til baka frá svæði þessu. Aðeins sex kilómetra vega- lengd frá flóttamannabúðun- um, sem barizt var við, lentu flugvélar á Beirút-flugvelli, sem opnaður var að nýju á miöviku- dag, eftir að hafa veriö lokaður i meir en tvær vikur. Allar þær flugvélar, sem lentu þar I gær voru i innanlandsflugi og I eigu innlends flugfélags. Sýrlenzku hersveitirnar i Beirút drógu sig til baka sam- kvæmt vopnahléssamkomulagi miUi Sýrlendinga og sameigin- legra herja vinstrisinnaðra Libanona og Palestinuaraba. í gær var tilkynnt I útvarpsstöð- inni Rödd Palestinu, að allar sveitir Sýrlendinga heföu dregið sig til baka frá Beirút og um- hverfi hennar. Einn af leiðtogum hægrisinnaðra i Llbanon, Camille Chamoun, hélt þvi fram i gær, að flóttamannabúðirnar myndu falla þegar á daginn liði, en haft var eftir heimildum meðal Palestinumanna að múhameðstrúarmenn hefðu hrundið öllum áhlaupum hægri manna. Meir en eitt hundrað manns hafa látið lifið og um tvö hundr- uð tuttugu og fimm hafa særzt i átökunum við flóttamanna- búðirnar tvennar, en i þeim búa flóttamenn frá Palestinu. Sósialistar hafa áður tekið þátt i mörgum samsteypustjórnum með kristilegum demókrötum, en i kosningabaráttunni i ár tóku þeir eindregna afstöðu með Kommúnistaflokknum og lýstu þvl yfir að þeir myndu ekki sam- þykkja eða taka þátt i rlkisstjórn, án þess að kommúnistar ættu þar sina fulltrúa, eða stæðu að henni á einhvern hátt. Fanfani reyndi á miðvikudag Framhald á 23. siðu. Eftir hundrað ára sundrung: Vietnam sameinað í eitt ríki frá deginum í gær Reuter, Singapore. — Sameining rikjanna I Vietnam var opinber- lega tilkynnt i gær og þá hóf fyrsta sameiginlega þjóðþing landshlutanna störf sin I Hanoi, með þá yfirlýstu stefnu að koma landinu ,,á veg sósialismans” og græða sár styrjaldarinnar þar. — Héðan I frá er land okkar algerlega sameinað land, sagði útvarpið I Hanoi i gær, en það hefur nýlega verið endursklrt og ber nú heitið „Rödd Vietnam”. Þetta er formleg yfirlýsing til allrar veraldar um að ríkið I Viet- nam er héðan i frá algerlega og að öllu leytiisameinað sagði i yfir- lýsingu útvarpsins. Þjóðþing Vietnam, sem hóf i gær störf sin með mikilli viðhöfn, er sagt æðsta stofnun landsins. A þinginu eiga sæti fjögur hundruö niutiu og tveir þingmenn og fýrstu hlutverk þess verða að semja stjórnarskrá fyrir hið nýja riki, velja þjóðsöng handa því og koma á laggirnar stjórnkerfi. Þetta er i fyrsta sinn um eitt hundrað ára skeiö sem Vietnam er sameinaö I eitt rlki, en tilraun- ir til sameiningar þeirra tveggja rikja sem áður voru I landinu fóru ekki aö bera árangur fyrren herir kommúnista höfðu náö Suður-Vietnam á sitt vald fyrir um fjórtán mánuðum siðan. Hægt er aö ráða umfang vanda- mála þeirra sem rikisstjórn sameinaðs Vietnam þarf að glima við, af þeim þrjú þúsund tvö hundruð og fimmtiu milljónum dollara sem embættismenn I norðurhluta landsins segja að Bandarikjamenn hafi lofað að leggja fram til enduruppbygging- ar á árinu 1973. Bandarikjamenn neita að hafa lofaö einhverri ákveðinni peningaupphæð. Nguyen van Hieu, háttsettur embættismaður i suðurhluta Viet- nam, skýrði fréttamönnum frá þvi að landsmenn standi frammi fyrir gifurlegum vandamálum, bæði þjóöfélagslegum, heil- brigðismálalegum og efnahags- legum, eftir styrjöldina þar. Ein milljón manna þjáist af kynsjúkdómum i landinu og þegar herlið Bandarikjanna fór þaðan voru þar tugir þúsunda af gleðikonum, eiturlyfjaneytendum no fl fhrntflmnnnnm Þrátt fyrir vandamál þessi var ekki aö heyra neina svartsýni i útvarpinu I Hanoi, þegar opnun þjóðþingsins var lýst þar i gær. Milljónir Vietnama fylgdust með opnunarathöfninni, eftir þvi sem útvarpið sagöi. Rauðir borðar héngu á götum úti, með áletrunum, svo sem: „Vietnam er ein þjóð” og „Fólkið er öruggt um endanlegan sigur”. Pinheiro hjarnar aftur við Reuter, Lissabon. — Jose Pinheiro de Azevedo, for- sætisráðherra Portúgals, sem er I framboði I forseta- kosningunum, sem fara eiga fram i landinu næstkomandi sunnudag, fékk aftur með- vitund I gær, eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall, en læknar töldu hann þó ekki eiga nema um helmings likur á að lifa áfallið af. Forsætisráðherrann, sem ertæplega sextugur.er sjálf- stæður frambjóðandi I kosn- ingunum, .en hefur engan stjórnmálaflokk á bak við sig. Efhann deyr, áður en at- kvæðagreiðsla fer fram, veröur að fresta kosning- unum og stofna til nýrrar kosningabáráttu. Forsætisráðherrann hafði veriö meðvitundarlaus i sextán klukkustundir, þegar hann fékk meðvitund aðnýju skömmu fyrir dögun i gær. Læknar þeir, sem sjá um hann^vilja að svo stöddu ekki gefa út neinar yfirlýsingar og einn þeirra skýrði frá þvl i gær, að enn þyrfti tveggja sólarhringa bið áður en ljóst yrði hvort forsætisráðherr- ann lifði þetta af. Að öðru leyti en þvi að ráðherrann fékk meövitund, átti engin breyting sér stað á ástandi hans. I I I BARUM BREGST EKK/ Dráttarvéla hjólbaráar Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.