Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 25. júnl 1976
Umsjónarmaður:
Pétur Eínarsson
Nýja siðferðið
Talsmenn hins nýja siðferðis „Aronskunnar”
virðast sifellt vera að færa sig upp á skaftið. Nýj-
asta baráttuaðferð þeirra er að ná yfirlýsingum
frá ýmsum forystumönnum þjóðarinnar og túlka
þær siðan á sinn veg. Útgáfu sina á yfirlýsingum
nota þessir menn siðan gagngert i áróðrinum fyr-
ir herleigunni segjandi sem svo, nýja siðferðið á
stuðning meirihluta lesenda dagblaða okkar og
meirihluti ráðherranna er fylgjandi hugmynd-
inni. Ekki er annað að sjá á skrifum og umræðu
þessa dagana en að postulum nýja siðferðisins
verði vel ágengt. Nú þykir það misskilið stolt og
barnalegur hugsanagangur að standa gegn leigu
á landi til herstöðva eða eins og frekar á við um
sumar þessara hugmynda, ölmusubeiðna til
Bandarik ja manna.
Ekki gleyma talsmenn hins nýja siðferðis að
geta þess að þeir séu andvigir eilifri hersetu á ís-
landi. Þeir vilja þvert á móti ekki hafa hér þenn-
an óvelkomna her á „friðartimum,” en meðan
hanner og við getum ekki losnað við hann þá
skulum við ná öllu af þeim sem við getum. Fyrir
ekki löngu var það ein af röksemdum nokkurra
þessara manna að efnahagsleg áhrif af herset-
unni væru af þeirri stærðargráðu að samfélagið
þyldi ekki brottför herliðsins. Fyrirséð væri mik-
ið atvinnuleysi og mesta ótið. Hvaða rök hafa
þessir menn nú, þegar þeir leggja til enn meiri
hagnað af veru herliðsins. Er það meinloka eða
dulin meining þessara manna að festa hér her-
stöð um aldir. Hverjum manni hlýtur að vera
augljóst að veiti Bandarikjamenn auknu fjár-
magni inn i þjóðlifið um hersetuna þá verðum við
óhjákvæmilega háðir þeim enn meir en við erum.
Höfundur þessara skrifa fær ekki annað séð en
að rök boðbera nýja siðferðisins séu fávizkuleg.
Þessir postular halda þvi fram að við eigum ekki
að nota þetta fé til eyðslu heldur verjum við þvi
af skynsemi i uppbyggingu atvinnuveganna.
Ekki verður þetta fé eldsneyti fyrir verðbólguna
heldur þvert á móti.
Staðreyndin hlýtur hins vegar að vera sú að
fjármagn sem þannig fæst án vinnu mun valda
geypilegum erfiðleikum. Það mun skapa aukna
eftirspurn eftir vinnuafli, þar sem Islendingar
munu sjálfir vinna að byggingu þessara imynd-
uðu framtiðarmannvirkja, og þar með hækkun
kaups þ.e. yfirborganir, þannig meira eyðsíufé
og auka enn á verðbólgu.
En þeim sem vitrast hefur nýja siðgæðið, varð-
ar ekki um rök af þessu tagi. Þeir hafa sannfærzt
um gagnleysi herliðsins i landhelgisdeilunni og
vilja nú hefna sin á Amerikönum og sjúga af þeim
peninga. Þannig er nýja siðferðið sjónarmið lit-
illa sæva og litilla sanda.
Enn halda boðendur nýja siðferðisins þvi fram
að herlið eigi að greiða skatta og skyldur á borð
við aðra landsmenn. Ekki skal þvi mótmælt að
allir ibúar Islands eigi að greiða sinn skerf af
sameiginlegum kostnaði. En samfara þessum
skyldum hafa ibúar landsins rétt til þess að veija
sér talsmenn. Viða erlendis er svo komið að er-
lent vinnuafl hefur kosningarétt að vissu marki
og þróunin virðist vera sú, að þetta lausa fólk öðl-
ist þennan rétt. Þessi þróun er vegna þess að
þegnréttinn öðlast menn við það að gegna þegn-
skyldunni. Við það að láta herliða greiða gjöld af
þessu tagi til islenzka rikisins eru þeir orðnir
beinir þátttakendur i rekstri þess og þar með
Aldraðir eiga rétt
á meiri athygli
Allt of lengi hefur það tiðkazt
hér á landi að litið er á aldraða
sem þurfalinga, fólk sem aðeins
þurfi að sinna að vissu lág-
marki. Við 67 ára markið er
vinna tekin af flestu fólki, og
það látið á guð og gaddinn ef svo
má segja, þvi ellilifeyrir er ekki
það hár að fólk þurfi ekki að
breyta llfsmynstri sinu griðar-
lega þegar ellilifeyrisaldri er
náð. A tslandi eiga allir rétt til
vinnu en þess hefur ekki verið
gætt sem skyldi þegar um er aö
ræöa gamalt fólk sem vill og
þarf að vinna. Þetta þjóöfélag
sem við lifum i eftir sósiallsku
kerfi verður að sýna mannúð-
legri framkomu gagnvart hin-
um öldruöu. Það, aö senda
aldraöan mann á geymslustofn-
un, einangra hann þar frá fram-
kvæmdum og ysi og þysi at-
hafnalifsins að óvilja hans, er
ómannúölegt. Enginn þarf að I-
mynda sér, að gamalt fólk vilji
allt fara á þessar geymslu-
stofnanir, en það á einskis ann-
ars úrkosti. Það er kominn timi
til og reyndar komið i eindaga
að nýjar leiöir séu farnar og
gamla fólkinusé gefinn kosturá
að njóta þæginda tækniþjóðfé-
lagsins til jafns við okkur hin
sem yngri erum og njótum
ávaxtanna af starfi þeirra eldri.
Ég vil hér nefna nokkur atriði
sem komið hafa fram i umræö-
um þeirra sem hugsað og fjallað
hafa um þessi mál.
Ellilifeyrir.
Ellilifeyrir veröur að vera það
hár að fólk geti veitt sér öll þau
gæði, sem almenningur telur
sér nauösynleg á hverjum tima.
Ellilifeyrir verður að vera það
hár aö gamalt fólk geti notiö
skemmtana og afþreyingar til
jafns við aðra. Hann þarf að
vera fastbundinn þannig að
hann fylgi alltaf verðlagi.
Valfrelsi aldraðra.
Hverjum einstaklingi á aö
vera frjálst að hætta vinnu viö
67 ára aldur ef hann kýs það, og
eiga þá kost á llfvænlegum lif-
eyri. Þeir sem kjósa aö halda
áfram störfum eiga skilyrðis-
lausan rétt á þvi. Samfélagið
verður að gera ráð fvrir störfum
til handa öldruðum. Ekki er
alltaf kostur þess að aldraðir
haldi áfram störfum við sömu
þætti og þeir hafa áöur sinnt, þvi
þarf að gefa þeim kost á endur-
hæfingu til nýrra og léttari
starfa.
Vinnumiðlun og
skipulag vinnu.
Opinberir aöilar þurfa að
skipuleggja vinnumiðlun fyrir
aldraða þar sem gætt er
sér-þarfa þeirra. Þar sé haldin
skrá yfir alla vinnustaði sem
geta tekiö á móti fólki sem vinn-
ur háifan daginn og þarfnast
léttrar vinnu. Sömu aðilar þurfa
að hafa á sinum snærum vinnu-
stofur fyrir aldraða og hafa
þannig forgang um að aldraðir
geti fengið vinnu við sitt hæfi.
Koma þarf á skipulögöu kerfi
vegna heimavinnu aldraðra.
Þannig að framleiðslan og sala
sé aröbær fyrir aldraða. t fram-
haldi af þessu er nauðsynlegt að
koma á fræðslu fyrir miðaldra
fólk og fá þaö til þess að hugsa
af alvöru til ellinnar og hugsa
sittráðnógu snemma um breyt-
ingu á vinnu eða vinnustað.
Elliheimili.
Vist er um það að elliheimili
hljóta alltaf að þurfa að vera til
fyrir þá sem rúmliggjandi eru,
eöa hafa takmarkaða fótavist,
en hér þarf meira til en nú er.
Brýn þörf er á smáum ibúðum
fyrir gamalt fólk, með aðstöðu
sem gerir þvi auðvelt um aö-
drætti og þjónustu. Mikið er um
það að gamalt fólk vill selja
ibúðir sinar sem eru orðnar allt
of stórar og eignast aðrar minni
sem viðráðanlegar eru. Þetta
þarf að gera þeim kleift. Einnig
þarf að efla alla aðstoð við gam-
alt fólk, sem stuðlar aö þvi að
það geti búið i heimahúsum.
Gamalt fólk er þjóðfélags-
þegnar sem hafa lokið dags-
verki sinu og ættu skilið umbun
erfiðis sins. Allir skyldu hafa það
hugfast að þótt starfsdeginum
sé tekið að halla þá er oft langt
eftir af lifshlaupinu. Vissulega
hefur margt verið gert til fram-
fara I aðbúnaði gamals fólks og
reginmunur er á ef tekin er við-
miðun t.d. 20 ára, en engum get-
ur blandast hugur um aö þetta
er réttlætismál sem ekki má
sitja lengur á hakanum.
PE
Hver eru launin fyrir Hfsstarfið?
rétthafar til þess að taka þátt i stjórnun landsins.
Varla vilja fylgjendur „Aronskunnar” það, eða
hvað? Ef svo er,þá er einfaldara fyrir þá að afla
sér innflytjendaleyfis til Bandarikjanna.
ísland lýsti yfir ævarandi hlutleysi i byrjun
endurfengins sjálfstæðis 1918,sú yfirlýsing er enn
i fullu gildi. Islendingar hafa sýnt dýpstu fyrir-
litningu á hernaði og viðurstyggðinni sem honum
fylgir,þvi geta þeir ekki verið sjálfum sér sam-
kvæmir og leigt landsvæði undir vigvélar og
morðtól.
Nýja siðferðið er lunderni þrælsins, en ekki
leysingjans. PE.