Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 25. júní 1976 Sumargleðin út á land HLJÓMSVEIT Ragnars Bjarna- sonar meö söngvara sina, þau Þurlöi Siguröardóttur og Grlm Sigurösson og Ragnar, ásamt Bessa Bjarnasyni og ómari Ragnarssyni, eru aö leggja upp I ferö um landiö þvert og endilangt. Ragnar sagöi, aö þetta væri fjóröa sumariö, sem Sumargleöin feröaöist um landiö, og nú I sum- ar haföi loksins tekiztaö fá Bessa Bjarnason til aö slást I hópinn, en þaö hafi veriö reynt nokkur undanfarin ár, en ekki tekizt vegna þess, hve Bessi er störfum hlaöinn. Væru allir himinlifandi yfir aö fá hann I hópinn, þótt ef til vill veröi þaö ekki nema þetta eina sumar. Þaö er aldeilis ekki auöur bekkurinn aö geta boöiö upp á báöar stórstjörnurnar, Óm- ar Ragnarsson og Bessa Bjarna- son. Sumargleöin veröur meö liku sniöi og undanfarin sumur, hefst kl. 9meö tveggja tima stanzlausri skemmtidagskrá og siöan veröur dansleikur á eftir. A dansleiknum veröur spilaö bingó, og I þetta sinn veröa vinningarnir tvær sólarferöir á hverju kvöldi meö Feröamiöstööinni, hver ferö er aö verömæti 55 þús. Fyrir utan þá Bessa og Ómar fara I þessa ferö Þuriöur Sigurö- ardóttir söngkona, Grlmur Sig- urösson söngvari og gltarleikari. Grimur lék meö hljómsveit Ingi- mars Eydals I nokkur ár og er oröinn þekktur söngvari fyrir þau lög, sem hann söng inn á plötu meö hljómsveitinni. Jón Sigurös- son leikur á bassa, Árni Scheving á vibrafón og barrytonsaxafón, Stefán Jóhannsson á trommur, Andrés Ingólfsson á tenór-saxa- fón. — Ragnar, þú talaöir um söngvara. Ert þú hættur aö syngja sjálfur? — Nei, blessaöur vertu, viö syngjum öll fullum hálsi þvl sum- argleöin er söngur grln og gleöi. Til þess aö fólk geti glöggvaö sig á hvar Sumargleöin veröur hverju sinni veröa hér taldir upp staöirnir: Stapa föstud. 2. júlí. Stykkishólmi laugard. 3. júlí. Bildudal föstud. 9. júli. Hnlfsdal laugard. 10. júlí. Suöureyri sunnud. 11. júll. Vopnafiröi fimmtud. 15. júll. Noröfiröi föstud. 16. júli. Egilsstööum laugard. 17. júlí, Fáskrúösfirði sunnud. 18. júli, Akranesi föstud. 23. júli'. Sævangi laugard. 24. júli. Tjarnarlundi I Dölum sunnud. 25. júll. Sjálfstæðishúsinu Akureyri föstud. 30. júlí. Skjólbrekku laugard. 31. júli. Skúlagaröi 1. ágúst. Siglufirði föstud. 6. ágúst. Hofsósilaugard. 7. ágúst. Asbyrgi I Miöfiröi sunnud. 8. ágúst. Festi I Grindavik föstud. 13. ágúst. Ara- tungu laugard. 14. ágúst. Borgar- nesi sunnud. 15. ágúst, Hvoli laugard. 21. ágúst. Kirkjubæjar- klaustri sunnud. 22. ágúst. Vest- mannaeyjum föstud. 27. ágúst. með Bessa og Ómar Flugvélin á loft — skyldu þeir hinir hafa orðið strandaglópar. DENNI DÆMALAUSI „Þetta getur ekki verið Denni... hann ætlaöi aldrei aö koma aft- ur.” „Hann sendi mig til aö koma i staöinn fyrir hann.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.