Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. júnl 1976
TÍMINN
11
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i
AOalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Kjaraskerðingin
Það var vitanlega óhjákvæmilegt, að veruleg
kjaraskerðing hlytist af hinni stórfelldu rýrnun
viðskiptakjaranna á árunum 1974 og 1975. Tölur,
sem fylgja nýju yfirliti Þjóðhagsstofnunarinnar
um þjóðarbúskapinn, gefa til kynna, að furðu vel
hefur tekizt að hamla gegn kjaraskerðingunni.
Þær tölur, sem hér er átt við, eru samanburður
á kaupmætti atvinnutekna og ráðstöfunartekna á
árunum 1971-’75. Atvinnutekjur og ráðstöfunar-
tekjur árið 1971 eru merktar með tölunni 100.
Kaupmáttur þessara tekna jókst að sjálfsögðu
verulega á árunum 1972 og 1973, sökum hins hag-
stæða viðskiptaárferðis þá. Aukning kaupmátt-
arins hélzt einnig áfram á árinu 1974, þótt við-
skiptakjörin færu versnandi þá, og leiddi það af
hinum óraunsæju kjarasamningum, sem voru
gerðir i febrúar það ár. Afleiðingin varð stórfelld-
ur viðskiptahalli og mikil skuldasöfnun erlendis.
Þannig var að sjálfsögðu ekki hægt að halda á-
fram.
Samanburðurinn leiðir i ljós, að kaupmáttur
vikulauna, atvinnutekna og ráðstöfunartekna
hefur orðið verulega meiri á árinu 1975 en 1971. Sé
kaupmátturinn 1971 merktur með visitölunni
hundrað, hefur kaupmáttur vikulauna orðið 108,7
á siðasta ári, kaupmáttur atvinnutekna 107,8 og
kaupmáttur ráðstöfunartekna (brúttó-tekjur ein-
staklinga að frádregnum beinum sköttum) 108,6.
Samkvæmt þessu hefur kaupmáttur umræddra
tekna einstaklinga verið 8-9% meiri 1975 en 1971,
en það ár lét viðreisnarstjómin af völdum á
miðju ári, en vinstri stjórnin tók við. Árið 1972,
sem var fyrsta heila valdaár vinstri stjórnarinn-
ar varð kaupmáttur vikulauna 110,7, kaupmáttur
atvinnutekna 111,1 og kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna 110,5, en hann varð 108,6 á siðasta ari. Hér
munar þvi ekki miklu, enda þótt þjóðartekjur á
mann væru meiri 1972 en 1975-eða um 104 stig ár-
ið 1972, en 101 árið 1975 (miðað við visitöluna 100
árið 1971).
Miðað við árið 1972 hefur þvi ekki verið um telj-
andi kjaraskerðingu að ræða á siðastl. ári, en
hins vegar hefur kjaraskerðing orðið veruleg, ef
miðað er við árin 1973 og 1974, og þó einkum 1974.
en þá komst kaupmáttur ráðstöfunartekna upp i
128 stig. En þá lifði þjóðin lika langt um efni fram
og verður að súpa seyðið af þvi siðar.
Enn er ekki hægt að segja um, hver kaup-
máttur umræddra tekna verður á þessu ári. Það
fer að sjálfsögðu mikið eftir atvinnuástandinu.
Takist að halda þvi svipuðu og i fyrra, ætti kaup-
mátturinn að geta orðið nokkuð svipaður og þá.
t
Ólíkt óstand
Ef gerður er samanburður á efnahagsástand-
inu á árunum 1975-1976 annars vegar og árunum
1967-’69 hins vegar, þegar einnig voru slæm
viðskiptakjör, blasa ólikar myndir við sjónum. Á
fyrra timabilinu varð enn meiri kjararýrnun,
samhliða stórfelldu atvinnuleysi og mestu verk-
föllum, sem hér hafa verið. Á siðara timabilinu
hefur atvinna verið nóg og sæmilegur vinnufrið-
ur.
Samdrátturinn á árunum 1967-69 dró ekki úr
verðbólguvextinum. Hann varð þá miklu meiri en
i nágrannalöndum, eða likt og orðið hefur nú.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Ýmiskonar orðrómur
um Mao magnast
Vaxandi óvissa um stjórnarstefnuna í Kína
HINN 15. þ.m. var tilkynnt i
Peking, að Mao formaður
myndi ekki framvegis taka á
móti erlendum gestum. Látiö
var i veðri vaka, að þetta væri
gert til aö hlifa honum við of
mikilli áreynslu, en þeim er-
lendu þjóðarleiðtogum, sem
siðast hafa séð hann, ber sam-
an um, að hann hafi verið orö-
inn mjög hrumur. Siðan áður-
nefnd yfirlýsing var birt, hef-
ur myndazt alls konar orð-
rómur um tilefni hennar.
Sumir telja, að hún sé sprottin
af þeim eðlilegu orsökum, að
heilsa Maos hangi á bláþræði
og þvi sé reynt að hlifa honum
eftir megni. Aðrir gizka á, að
hann sé orðinn alger sjúkling-
ur, en reynt sé að leyna þvi.
Þetta er m.a. byggt á, að ýms-
ir þeirra, sem umgengust
hann mikið áður, eins og túlk-
ar hans, ná ekki fundum hans
lengur. Þá gengur sá orðróm-
ur, að hin róttæku öfl, með
konu hans, Chiang Ching, i
fararbroddi, hafi hneppt hann
i eins konar stofufangelsi og
reyni að stjórna i nafni hans.
Siðast er svo að nefna þær á-
gizkanir, að raunverulega sé
búið að svipta Mao völdum, og
er þetta m.a. byggt á þvi, að i
ónefndu kinversku sendiráði
var þvi nýlega veitt athygli, að
mynd af Mao var horfin úr
skrifstofu þeirri, þar sem hún
var áður. Að visu gæti hafa
verið um viðgerð að ræða, en
hún ætti ekki að þurfa að taka
langan tima.
ERFITT er að dæma um,
hvaö rétt er i þessum efnum
annað en það, að Mao lifir nú i
meiri einangrun en nokkru
sinni fyrr og hæpið er hvort
hann gegnir lengur nokkrum
stjórnarstörfum. Meðan slikt
ástand varir, rikir mikil ó-
vissa um stjórn Kina eða hver
eða hverjir það eru, sem ráða
mestu um stjórnina. Af fjöl-
miðlum virðist mega ráöa, að
þar ráði róttækari öflin meiru,
en hinir, sem taldir eru hæg-
fara og u'nnu mest með Chou
En-lai, virðast þó allir halda
hlut sinum, nema Teng Hsiao-
Ping, sem hefur orðið að vikja
úr sessi. Eins og er virðist þvi
vera um eins konar þrátefli að
ræða. Ef til vill helzt þetta
þrátefli meðan Mao lifir, en
Mao formaður.
meðan það stendur yfir, og
ekki er ljóst hverjir eftirmenn
þeirra Maos og Chous verða,
vofir mikil óvissa yfir fram-
tiðarstefnu Kina, ekki sizt á
sviði alþjóðamála. Varðandi
það efni eru nú alls konar á-
gizkanir á kreiki eins og t.d.
þær, að Kina og Sovétrikin
muni hefja samstarf að nýju.
Aðrir telja, að Kina muni leita
aukins samstarfs við Banda-
rikin, og enn aðrir, aö Kina
muni taka upp eins konar ein-
angrunarstefnu og heröa á-
deilur sinar á risaveldin, eink-
um þó Sovétrikin.
MEÐAL bandariskra
stjórnmálamanna eru nú
miklar vangaveltur um
hvernig Bandarikin eiga að
haga afstöðu sinni gagnvart
Kina meðan þetta óvissuá-
stand rikir. Þekktur frétta-
skýrandi, Roger Brown, sem
Hefur Chiang Ching mann sinn i stofufangelsi?
hefur unmð aö álitsgerðum
fyrir CIA, hefur nýlega hvatt
til þess opinberlega, að
Bandarikin drægju ekki að
taka upp fullt stjórnmálasam-
band við Kina, en þetta hefur
hingað til strandað á þvi, að þá
yrðu Bandarikin að slita
stjórnmálasambandinu við
Taiwan. Brown telur að þetta
sé nauðsynlegt, ef koma eigi i
veg fyrir, að nýir valdamenn i
Peking snúi baki við Banda-
rikjunum og leiti nánara sam-
starfs við Sovétrikin. Ýmis
bandarisk blöð telja, að Ford
og Kissinger hafi verið komnir
langleiðina að taka upp fullt
stjórnmálasamband við Kina,
en frestaö þvi af ótta við
Reagan, sem heföi talið það
svik við Taiwanstjórnina að
slita stjórnmálasambandinu
við hana. Liklegt er þvi, að á-
kvörðunartaka um þetta frest-
ist fram yfir kosningarnar i
Bandarikjunum i haust.
Ýmis bandarisk blöð hvetja
til varfærni i þessum efnum,
m.a. New York Times. Þau
telja ekki mikla hættu á sam-
drætti milli Kina og Sovétrikj-
anna i náinni framtið. Kin-
verjar leggi lika meiri áherzlu
á aukna verzlun og tæknilegar
upplýsingar en stjórnmála-
samband, sem sé raunar ekki
annað en formsatriði. Hins
vegar sé það formsatriöi, sem
skipti stjórnina á Taiwan
miklu, að Bandarikin sliti ekki
stjórnmálasambandi við
hana. Þess beri aö gæta, að
óviða i Asiu sé nú blómlegra
athafnalif og meiri velmegun
en á Taiwan. Það væri þvi
skyssa af Bandarlkjunum
undir þessum kringumstæð-
um, að eiga þátt i þvi, að
Taiwan innlimaðist i
kommúniskt Kinaveldi. Þá
væri það ekki með öllu útilok-
að, að Taiwan leitaði sam-
vinnu við Sovétrikin og myndi
það bæði auka spennu og
breyta valdahlutföllum i þess-
um heimshluta Bandarikjun-
um i óhag.
Þannig munu halda áfram
bollaleggingar um þessi mál,
unz það skýrist nánar hverjir
verða stjórnendur Kina i ná-
inni framtið.
Þ.Þ.