Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 25. júní 1976 Agúsf Jónsson: Misskilningur leiðréttur varðandi nútíma súgþurrkunaraðferð Bjarni Guömundsson, kennari á Hvanneyri, ritar grein i Tlmann 1. júnl s.l., þar sem hann andmæl- ir upplýsingum, sem ég haföi lát- iö Timanum i té, og birtust i blaö- inu 25. mai s.l. Ég þakka Bjarna vinsamleg orö I minn garö, en vil um leiö leyfa mér aö gera nokkr- ar athugasemdir. Reynsla min og notenda Teagle-blásarans kemur heim viö það, sem segir I upplýsingum frá Teagle, sem ég fékk birtar I Tim- anum. Þar var stiklað á stóru, en þeir, sem hafa frekari áhuga á málinu, geta'fengið upplýsingar hjá mér. Ég get ennfremur full- yrt, aö Teagle-blásarinn er ekki einungis góöur fyrir ,,Teagle-aö- ferðina”, eða „lágmarksblást- urs” aöferöina („the system of Minimum Blow”). Hann hefur enn fremur eftirtalda kosti: 1. Hann er kraftmesti blásarinn, sem nú er á markaöinum til hey- þurrkunar. Hann getur blásiö á móti 18 3/4 þumlunga vatnssúlu mótþrýstingi I heyi, miöaö viö, I flestum tilfellum, 4 þumlunga eöa I mesta lagi 6 þumlunga mót- þrýsting hjá öörum blásurum. Mótþrýstingur i heyi i hlöðum á Islandi hefur komizt I 12 tommur meö Teagle blásara, en i 14 þumlunga vatnssúlu I Bretlandi. Heyið „lokast” þá oft, og venju- legir blásarar verða þá vindvana („Wind Bound”) með ófyrirsjá- anlegum afleiöingum, ikveikju o.fl. 2. A Teagle-blásaranum er bæði mótþrýsti- og loftmagnsmælir, og þvi er auövelt að fylgjast meö gangi blástursins. 3. Teagle-blásarinn er ódýr, og mun ódýrari en aðrir blásarar. 4. Teagle-blásarinn hefur lika reynzt sérlega vel til aö blása heyi inn I turna og hlöður, meö þar tilgeröum stokk, sem bændur gea auöveldlega smiöaö sjálfir meö litlum tilkostnaði. 5. Teagle-blásarinn hefur lika veriö notaöur, meö góöum ár- angri, til aö blása saman heyi á velli. Fjöldi ánægöra notenda Teagle- blásarans eru nú á íslandi, og vii ég leyfa mér aö birta hér nokkur sýnishorn þvi til sönnunar. Ennfremur er hér birt afrit af bréfi frá landbúnaöar- og sjávar- útvegsráöuneytinu brezka. Þetta bréf sýnir niöurstööur efnagrein- inga á heyi, sem verkað var meö Teagle-blásara og „lágmarks- blásturs ’ ’-aðferöinni. Súgþurrkunar blásari af gerö- inni Teagle TMF/Bl hefur verið notaöur I þrjú sumur á Gunnars- holtsbúinu á Rangárvöllum. Blásarinn er mjög auðtengdur viö hvaöa dráttarvél sem er, og þar af leiðandi auöfluttur á milli staða. Engin bilun hefur átt sér stað og blásarinn hefur reynzt sérstaklega vel, og er mjög af- kastamikill, jafnvel i hlööum sem eru allt aö 4000 rúmmetrar aö stærð. 15. mai 1973 Sveinn Runólfsson. Undirritaður hefur notað Súg- þurrkunarblásarann af Teagle- gerö, sem er sérstaklega til þess að verja hey frá ofhitun. Eins og kunnugt er þá hefur gnýbláarinn, sem er fyrst og fremst ætlaöur til innblásturs á heyi verið notaöur til súgþurrk- unar I smærri hlöður. Þar sem súþurrkunarblásarinn af gerðinni Teagle, hefur verið reyndur I Gunnarsholti meö mjög góöum árangri og sérstaklega i stærri hlöðum, mæli ég eindregiö með honum — og hann er tvi- mælalaust langbezti blásarinn sem hér hefur veriö notaöur til súgþurrkunar. Páll Sveinsson Blessaöur og sæll, ég ætla aö pára nokkrarlinur um blásarann, mér likar vel viö hann og heyin koma vel út I hlöðunum, ég hirti mikið hey I eitt skipti af 3 hektur- um svona á að gizka háif þurrt og er það gott hey, ég lét ekki hitna I þvi yfir 4 stig, það er nauðsynlegt fyrir þá sem hey verka að eiga mæli til að fylgjast með hitanum, Blásarinn er gott tæki, gott aö fara meö hann á milli hiaða.létt- ur i notkun og blæs mikið og fylgir vindinum vel eftir, er léttur i vinnslu. Ég notaði Allas Chalmers 1946 til aö snúa honum og var það létt fyrir hann. 7. marz 1971. Kristinn Siggeirsson, Hörgslandi Munnlegt vottorö frá merkum bónda I Rangárvallasýslu 1972, bónda, sem á Teagle-blásara: „Teagle-blásarinn minn var notaður til aö blása hita úr heyi i hlööu hjá bónda, sem reynt haföi aö nota „kanónu” til verksins i 2 sólarhringa, án árangurs. Hitinn I heyinu hafði sifellt hækkaö, og heyiö var komiö á ikveikjustig, enda þótt blásið væri stööugt meö „kanónunni”. Það tók aðeins tvær klst. að blása hitanum úr heyinu með Teagle-blásaranum. (í þessu tilviki, sem er dæmi- gert um þaö, hvernig Teagle- blásarinn bjargar heyi frá bruna I hlöðu, sem reynt var aö púa I meö „kanónu”, er Teagle-blásarinn notaður sem „eldvarnartæki”). Loks birti ég hér afrit af bréfi frá landbúnaöar- og sjávarút- vegsráöuneytinu brezka. Þetta bréf sýnir niöurstööu efnagrein- inga á heyi, sem verkað var meö Teagle-blásara og aöferð þeirri, sem kennd er viö „lágmarks- blástur”: Hér meö staðfesti ég niöurstöö- ur efnagreininga á tveim sýnum af heyi, sem gefnar voru upp sim- leiöis. Niðurstööurnar eru, sem hér segir: % þurrefni % hrá eggjahvita i þurrefni % tréni I þurrefni Akvaröaö sterkjugildi Akvörðuö meltanleg hrá eggja- hvita Sýni A Sýni B NC/3/464 NC/3/465 86.8 87.1 16.6 16.4 34.4 33.5 41 42 10.1 10.0 Bæöi sýnin eru mjög lik hvort ööru, og er I þeim minna af tréni og meira af eggjahvitu en I meðal heyi. Eftirfarandi upplýsingar frá Teagle tel ég rétt aö komi fram: „Margar tegundir myglu- sveppa eru til, en i heyi myndast mygla venjulega á fimm dögum i raka, hita og þar, sem vantar loftræstingu. Ef rignir eftir að heyiö hefir veriö baggaö (litlu skiptir þótt baggarnir séu blautir I gegn eða aðeins rakir), þá er rétt að hirða baggana strax (meðan þeir eru ferskir), blása I þá svo fljótt, sem auðið er, og inn- an fimm daga, og mun þá erfitt aö sjá, að baggarnir voru nokkurn timann blautir. Óskynsamlegt er talið að láta baggana liggja á vellinum til þurrkunar, þvi aö I góöu veöri léttist bagginn ekki um nema 1/4-1/2 kg. á dag. og miklu meiri llkur eru á þvi, aö baggarn- ir safni meira vatni en þeir losna viö. Jafnvel þótt „lágmarks blást- urs” aöferðin sé oft misnotuö og oft naumlega notuð, hefir fengizt betra hey meö Teagle blásara en venjulega verkaö hey. Þeir, sem ekki nota þessa aðferð ná ekki góöum árangri. Meö blásara, sem ekki blæs nægilegu magni lofts I gegnum heyiö, þarf að blása stöö- ugt daga og jafnvel nætur, en meö Teagle blásara er þaö óraunhæft á sama máta og að bjarga ónýtu heyi. „Lágmarks blásturs”aöferðin getur þó jafnvel bjargaö 18-20 daga gömlu heyi, ef ekki hafa skolazt úr þvi næringarefni. Astæöur fyrir slælegum árangri með „lágmarks blásturs” aöferð- inni eru: 1. Aö nota blásarann of mikiö (mjög slæmt). 2. Aö reyna að nýta ónýtt hey. ". \ö nota of litinn loftgang fyrir baggastæöur, eöa loftgangur („tunnel”) fellur saman (kemur stundum fyrir). 4. Að slá grasið of snemma og bagga það of fljótt og of þétt (kemur sjaldan fyrir). Auðvelt er að forðast þessi mis- tök. Ekki má nota aðra blásara en Teagle blásara fyrir „lágmarks- blásturs-aðferðina, þar sem oft má búast við 14 tommu vatnssúlu mótþrýstingi. Bjarni Guðmundsson telur að- ferð þá, sem ég hefi nú kynnt bændum og kalla mætti „lág- marks blásturs” aðferðina en hún er nú notuð i Bretlandi meö góö- um árangri, forkastanlega, valda fóðurtjóni og myglu og i raun á- kaflega litiö skylda súgþurrkun heys. Þvi miöur þarf ég aö svara þessum fullyröingum og alvarlegu ásökunum i minn garö, en um er að ræða eitthvert þýðingarmesta vandamál þjóöarinnar, heyverk- un, sem ekki ber að hafa í flimt- ingum, allra sizt af þeim, sem leiðbeina eiga bændum i vanda þeirra. Mun ég hér reyna að fræöa hinn unga mann á sama máta og ég hefi reynt að fræöa bændur um súgþurrkun á heyi allt frá þvi 1944 að ég kynnti þeim fyrst súg- þurrkunaraðferð bandarikja- manna. Gleymum ekki aðalatrið- inu I meðferð þessa máls, en þaö ætti aö vera: Aö bjarga grasi og gera það aö sem beztu heyi. Til þess að „lágmarks blást- urs”-aðferðin komi aö notum þarf öflugan blásara. Teagle blásarinn er eini blásarinn, sem ég þekki, sem er nógu kraftmikill fyrir þessa aöferö. Ef blásiö er I óbund- iö hey I hlöðu, þarf aö vera I henni súgþurrkunarkerfi, ef nota á nefnda aðferð. Þess vegna kalla Bretar aðferðina nútima súg- þurrkunaraöferö. Aöferöin er, aö minu mati súgþurrkunarað- ferö. Þar sem B.G. hefir enn ekki gert tilraunir meö Teagle blásara og notað hina eiginlegu „lágmarks blásturs”-aðferö get- ur hann ekki staðhæft að þurr- efnistap I heyi verði meir en við stanzlausan blástur með venju- legum blásurum. Efnistap það, sem hann bendir á I niðurstöðum tilraunar, sem hér hefir verið gerð, bendir til þess, aö um of- hitnun hafi verið aö ræða og aö ekki hafi verið notaöur nægilega kraftmikill blásari hvorutveggja rangt, ef reyna átti umrædda að- ferð. Ekki getur Bjarni þess, að myglu hafi oröiö vart i heyinu, sem blásiö var hita úr við netnda tilraun, en væntanlega hefir hita- stigið I heyinu farið upp fyrir kjörhitastig myglusveppsins, þ.e. 55 gr. C. og skýrir þaö efnistapiö. Prófessor S.J. Watson og M.J. Nash I Skotlandi telja, að hey sé vel verkað, ef hitinn i þvi fer ekki yfir 49 gr. C. Þar sem hey, sem þurrkað er meö „lágmarks blást urs”-aðferðinni verkast viö kröftugan blástur, sem er for- senda fyrir notkun aöferöarinnar, hefir ekki komið fram mygla I heyi, sem verkaö er meö þurrkunaraöferö þessari I Bret- landi. Sé loftræstingin I heyinu nægilega kröftug, en það veröur aðeins tryggt meö góöu súg- þurrkunarkerfi, ætti aö fást vel verkaö og þvi myglulaust hey meö „lágmarks blásturs” aöferð- inni. Bjarni dæmir umrædda aöferö forkastanlega án sannana, en gefur sér þær forsendur, aö hey verkaö með aðferð Breta brenni og mygli. Hvers vegna eru þá ekki aðferöir þær, sem hér eru nú notaðar dæmdar forkastanlegar. Við votheysverkun tapast allt að 50%, og heyrzt hefur 70% þurr- efnistap nefnt. Þetta bendir til þess að votheyið hafi hitnaö mjög mikið. Við vallþurrkun telja Bret- ar þurrefnistap geta oröið 20% og allt að þvi 50%. Við kögglun á heyi verður og efnistap, og við þurrk- un verður efnistap, sem fer eftir lengd þurrktima og hitastigi (vex i beinu hlutfalli við þessa þætti). Við heyverkun ber einnig að lita á gæöi heysins, sem úr grasinu fæst. Einnig ber að meta gæöi grassins hverju sinni. Um gæðin ræðir Bjarni ekki neitt. Þar til ég kynntist Teagle blás- urunum og „lágmarks blásturs”- aðferð Breta, var ég andvigur þvi, að bændur létu hitna i heyi, og ekki af ófyrirsynju. Hins vegar var mælt meö blæstri hita úr heyi á Hvanneyri, hér áöur fyrr. Nú er öldin önnur: Ég hef kynnzt blásara, sem gerir þetta mögu- legt, en þá er aðferðin orðin for- kastanleg. Samanburðarreikningar Bjarna Guðmundssonar á kostn- aði við notkun blásturs hita úr heyi og notkun oliu til þurrkunar eru vart svaraverðar. Þar er lagt að jöfnu efnistap við verkun heys- ins og það, aö heyinu væri full- verkuðu, hreinlega brennt, svo sem gert er viö oliu. Annarsvegar metur Bjarni kostnaö hitaeininga i einu kg af oliu og hins vegar I jafnhitagildi þess I fullverkuðu heyi. Hvað um kostnaö viö oliu- brennsluna? Og hvers vegna er verið að verka hey á Islandi án oliu, ef ekkert af grasinu má rýrna við verkunina? Ég er hins- vegar ósammála Bjarna um það að efnistap viö notkun aðferðar Breta sé nærri svo mikið, sem Bjarni telur. Ef leggja ætti kapp á að tapa sem minnstu þurrefni heysins þyrfti að hraöþurrka hey- ið viö lágt hitastig. Þetta er ekki auðvelt að gera á hverjum bæ á Islandi, og ekk-i hagkvæmt nema við sérstök skilyrði. Þess ber að geta, að Teagle fyr- irtækið selur lofthitara, sem tengja má við Teagle blásarana, en verð hitarans er um þriðjung- ur af verði blásarans. Reynsla Breta er þó sú, að hagkvæmara reynist að nota „lágmarks blást- urs,”-aðferðina en að nota oliu til hitunar við súgþurrkun á heyi. Við hitun á lofti um 10-15 gr. C við súgþurrkun við jarðvarma hefir þurrktiminn verið styttur úr vik- um i daga hér á landi. Þurrkun við vægan hita er þvi auðveldur möguleiki með Teagle tækjum, ef aukakostnaðurinn við það er við- ráðanlegur, en meta verður all- an aukakostnað, þegar borið er saman við súgþurrkun án hitunar með oliu hvort sem blásiö er i heyið stanzlaust eða ekki. Um notkun súgþurrkunar á Is- landi er það að segja, að allt of viöa hefur verið vikið frá þeim að ferðum, sem ég mælti með og ráðlagði I upphafi. Viða er nú not- uð rimlagólf og margvisleg af- brigði upprunalegu súgþurrkun- artækjanna, og allt of viða eru notaðir vindvana blásarar, svo nefndar „kanónur”, með hörmu- legum afleiðingum, sem, að von- um, eru harðlega gagnrýndar. Þess má og geta, að Bretar telja, að fá megi betra hey með Teagle blásara og „lágmarks- blásturs”-aðferðinni, en með stöðugum blæstri með lélegum blásara, sem getur orðið vind- vana. Einnig er talið, að við vall- þurrkun á heyi I Bretlandi tapi heyið A-fjörefni, karótini, blað- grænu og leysanlegum næringar- efnum, eða allt að 20-50% þurr- efnis. Þá ber að leggja áherzlu á það, að við notkun „lágmarks blást- urs”-aðferðarinnar á að nota hitamæla og rakamæla til að fylgjast með hitun heysins. Niðurlag Ég hef ekki neina löngun til að deila persónulega við Bjarna Guðmundsson, en þar sem hann segir að ég hafi „villzt af hinni réttu braut’,’, langar mig að benda honum á, að það sem Tim- inn birti um súgþurrkun þriðju- daginn 25. mai s.l. voru ekki einkaskoðanir minar, heldur bein þýðing á upplýsingum, sem Teaglehefur sentfrá sér. Ég vildi aðeins gefa bændum og öðrum, sem áhuga kynnu að hafa á þessu máli, kost á upplýsingum frá fyrstu hendi (frá framleiðandan- um sjálfum), án þess að leggja neinn dóm á það sjálfur. En eins og ég hef lýst hér að framan, þá styður reynsla min þær niður- stöður, sem Teagle hefur sent frá sér, ogbirtust iTimanum 25. mai. Agúst Jónsson. BILA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Taunus 17M 1966 módel. Taunus 17M 1968 og 1969 módel. Saab. Peugeot 404. Chevrolet 1965. Benz sendiferðabil 319. Willys 1954 og 1955. Gipsy jeppa á fjöðrum. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.