Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. júnl 1976 TÍMINN 13 Barnaleikvöllur er á lóðinni auk annarra útivistarsvæða og fjölda góðra gönguleiða. Ýmislegt annað getur fólk gert sér til afþreyingar, t.d. horft á sjónvarp, sem er I sérstöku sjónvarpsherbergi, þannig að það truflar ekki aðra en þá, sem i þaö sækja, eins og hóteistjórinn orðaði það. Hreðavatn er skammt frá Bifröst. M«ð smá fyrirhyggju ættu orlofs- gestjr að geta fengið veiðileyfi i vatninu, en þessar þrjár ungu stúlkur sinntu ekki svoleiðis formsatriðum og veiddu sin sili átölulaust. Fólk tekur á leiguherbergi á fyr- irfram ákveönum orlofstima, en skuldbindur sig ekki til neinna frekari peningaútláta. Orlofsdvölin er seld á tveggja manna herbergjum með hand- laug og þriggja manna herbergj- um meö snyrtingu og steypibaði. Orlofeverð á tveggja manna her- bergjunum kostar kr. 1800, en kr. 2700 á sólarhring I þriggja manna herbergjum. Fyrir einn kostar þvl dvölin 6300 krónur I eina viku. Börn undir 8 ára aldrifá ókeyp- is uppihald og mat i fylgd með foreldrum sinum, en börn á aldr- inum 8-12 ára greiða hálft fæðis- gjald oglOOOkrónur fyrir aðstöðu á herbergjum foreldra sinna. Matstofan að Bifröst er þjón- ustuaöili fyrir orlofsgestina og býöur þeim sérstök aflsáttarkjör á fæði.sem er um 40% ódýrara en ella. A boðstólum er ódýrt heim- ilisfæöi, en sérstök afsláttar- fæðiskort eru seld, þar sem ávis- aö er á 7 heitar máltiðir og sið- degiskaffi og brauð eða morgun- mat I 10 skipti. Tveir kaffimiðar gilda jafnframt fyrir heita máltið. Sjálfsafgreiðsla er á öll- um mat og matstofan hefur að- eins einn rétt á boðstólum, eins og tiðkast á heimilum. Hvert fæöis- kort kostar núna 6000 krónur. Reynsla sumarsins 1975 sýndi, að orlofsfyrirkomulagiðátti rikan hljómgrunn meðal almennings og i sumar er að verða fullbókað á öll orlofstimabil, en auk vikudvalar er einnig hægtaö dveljast frá ein- um og upp i fjóra daga á sérstök- um timabilum. Guðmundur Arnaldsson, sem Talsvert er um fallegar berg myndanir I Grábrókarhrauninu, sem umlykur Bifröst. skipulagt hefur starf sumarheim- ilisins að Bifröst og sér um rekst- urinn en er jafnframt félags- málakennari við Samvinnúskól- ann á vetrum, sagðist vera þeirr- ar skoðunar, að meö þessum rekstri væri i raun unnið að þjöð- þrifamáliogað með fullri nýtingu staðarins væri á ári hverju sköp- uð aðstaöa fyrir um400 islenzkar fjölskyldur að njóta ódýrrar inn- lendrar orlofsdvalar á einum feg- ursta staö landsins. Engar vinveitingar eru aö Bif- röst og ekki er boðið upp á nein sérstök „prógrömm” til skemmt- unar fólki. Hins vegar geta hópar fengið fyrirgreiðslu við útvegun langferðabila, ef fólk vill skoða sig um i héraðinu i kring, sem þekkt er fyrir marga fræga sögu- staði. Ennfremur er hægt að fá veiðileyfi i Hreðavatni, en án milligöngu sumarheimilisins. Hafi gestir fengiö nægju sina af umhverfisskoðun, sem er tæpast mögulegt, er hægt að gera margt sér til afþreyingar. A staönum eru boltavellir, barnaleikvöllur, sjónvarp og útvarp, iþróttasalur og setustofa, þar sem upplagt er að taka i spil eða tefla. Bókasafn er opið stuttan tima hvern dag. þar sem gestir geta fengið lánað- ar bækur. Dagblöðin koma sam- dægurs, gufubað er opið alla daga svo og sturtur og ekki er nema um 20 minútna akstursleiö að Varmalandi, þar sem er sund- laug. Eins og áður hefur komið fram, er reynslan af þessu starfi að Bif- röst stutt, en mjög góð. Starfið er ennþá i mótun og liklegt er, að innan skamms verði fleira fólki til afþreyingar, en upp hefur ver- ið taliðhérá undan. Astæðan fyr- ir þvi að unnt er að gera dvöl á staðnum svona ódýra er sú, að fólk þjónustar sig að nokkru leyti sjálft þ.e. býr um rúmin ogheldur herbergjum sinum hreinum, og ýtrustu hagkvæmni er gætt i rekstri matstofunnar. Meðan Bif- röst var rekin sem fint hótel með aliri þjónustu störfuðu þar um 40 manns, en nú starfa við rekstur- inn 15 manns. Það er fræösludeild Sambands- ins sem er rekstraraðili sumar- heimilisins aö Bifröst. Þess mis- skilnings hefur gætt, aö Bifröst væri aðeins fyrir starfsfólk Sam- vinnuhreyfingarinnar. Svo er ekki og getur aliur almenningur fengiö þar orlofsdvöl, en sam- vinnumenn fá hins vegar eins mánaðar lengri pöntunarfrest. Þess má að lokum geta, að ekki þurfa menn'aö búa á sumarheim- ilinu til að njóta orlofskjara mat- stofunnar. Þeir sem búa i tjöldum eöa hjólhýsum i nágrenninu geta fengiö að njóta hins ódýra en góða matar, sem þar er fram- reiddur. Glanni heitir hann þessi foss, sem er I Noröurá og er I um 15 mlnútna gönguferð frá Bifröst. Mjög fallegt er I nágrenni hans og má t.d. nefna Paradlsarlaut og oft má sjá lax stökkva I fossinum úr Htilli fjarlægö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.