Tíminn - 25.06.1976, Page 8

Tíminn - 25.06.1976, Page 8
8 TÍMINN Föstudagur 25. júnl 1976 Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrimsson. hinn mergjaða texta, hvort sem það nú annars var I grobbsögum frá þvl i gamla daga, þegar torf- ur af ungum og efnuðum herra- mönnum sveimuðu kringum hana, eða þegar hún selur auglýsingar fyrir timarit, eða þá þegar allt var að sökkva i myrkan lög kreppunnar og allra vonbrigðanna. Margir hafa hugsað sér frú Wingfield fingerðari en þetta — en það verður að segjast eins og er, að það er langt siðan við hér höfum séð jafngóð tilþrif i leik. Vafalaust á leikstjórinn Gisli Haildórsson sinn þátt I þvi hvernig þarna var gripið á hlut- unum, og sú mynd er Sigurveig Jónsdóttir dregur upp af þessari harmþrungnu, en baráttuglöðu manneskju er sannfærandi i bezta lagi. Það sem einna helzt mátti finna að, var sparikjóll frúarinnar, sem varðveittur var frá hinum gömlu góðu dögum. Hann var of spaugilegur til þess að svara til þess þunga undir- straums, sem náðst hafði i verkiö fram til þess tima. Saga Jónsdóttir fór með hlut- verk ógiftu stúlkunnar Láru. Hún er fötluð og fær enga menn I heimsókn. Lára leikur sér að'glerdýrum, sem eru skáldamál eða likinga- mál höfundarins, og hún spilar ónýtar grammófónplötur, sem lika eru stllbragð fremur en músik. Hlutverk Láru býður ekki upp á jafnstórbrotinn leik og hlut- verk móðurinnar. Lára býr við mikla einangrun, tilbúinn heim með glerdýrum, heim sem er mjög ólikur þeim er móðir hennar telur eftirsóknarveröari en flest annaö, en er þó ef til vill ekki minni tilbúningur en gler- dýrin þegar á allt er litið. Mann- lýsing er ef til vill inntakið I túlkun Sögu Jónsdóttur á þessu hlutverki. Hin endanlega út- koma verður áhrifamikil við skoðun á leik hennar i hlutverk- inu. Lára er vandasamt hlut- verk og Saga Jónsdóttir gerði þvi nærfærin skil. Aðalsteinn Bergdallék soninn Tom, sem er sögumaður um leið. Ég hefi áður séð Aðalstein I hlutverki og brást hann ekki vonum minum nú. Hinn bókmenntalegi texti sögumanns gefur óvenjulegt tækifæri til framsagnar. Má vera að notalegur rabbstlll henti ekki alveg nógu vel þarna það þarf arnsúg af vængjum þessa texta, sem vinnur I öðrum kraft- fleti en sjálft leikverkið, en myndin af Tom sýnir okkur að þarna er leikaraefni á ferð. Þórir Steingrlmsson fór meö hlutverk unga mannsins, sem kom og fór. Hann hefur rétt út- lit, og ég er ekki viss um að það hefði haft meiri áhrif, ef leik- stjórinn heföi „mýkt” hann meira. Þetta er „amerlsk týpa” I bak og fyrir. Glsli Halldórsson leikstýrði þessu verki, en hann hefur sem kunnugt er starfað með Leikfél- agi Akureyrar I vetur. „Sér- fræðingar” munu eitt og annað geta fundið að þessari sýningu. GIsli hefur tekið sér stöðu bók- menntamegin við skilgreiningu þessa verks, og er ég honum sammála um það. Meira „blues”, Alabama, eða Mississ- ippi hefði ekki hjálpað þessu neitt, þvi að næringin er úr textanum fyrst og fremst I þessu verki. Þýðing Glsla Asmundssonar féll vel-að anda verksins. Leikmynd gerði Jónas Þór Pálssonfrá Sauðárkróki og var hún ágæt og nýttist sviðið vel. Það er ekki neinn vafi á þvl, að Leikfélag Akureyrar eykur hróður sinn I höfuðstaðnum mikið með þessari vönduðu sýn- ingu á Glerdýrunum, og hún segir okkur eitt og annað lika um leiklistina sem slika, að það er t.d. viðar guð en I Görðunum. Jónas Guðmundsson LEIKFÉLAG AKUREYRAR Glerdýrin eftir Tennessee Williams. Þýðandi: Gisli Asmundsson. Leikstjóri: Gisli Halldórsson Leikmynd: Jónas Þór Pálsson GESTALEIKUR A LISTAHATÍIÐ Cr Glerdýrunum. Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þórir Steingrlmsson I hlutverkum sinum. Leiksigur á listahátíð GLERDÝRIN í seinustu viku frumsýndi Leikfélag Akureyrar Glerdýrin eftir Tennessee Williams I Reykjavlk, en þetta var einn áhugaverðasti atburður lista- hátlðarinnar sælu, hvað varðar leikhúsfólk. Það er ekki á hverjum degi sem virðulegt leikfélag utan af landi kemur I bæinn með sýningu. Til Akureyrar er tæplega klukkustundar flug frá okkur, en leikhúslega séð gæti hún allt eins verið hinum megin á hnettinum — frá sjónarmiði okkar hér fyrir sunnan. Það, sem einkum gerir það áhugavert að fá Akureyringa hingað, var það, að þörfin fyrir að sjá ný andlit á sviðinu var orðin brýn. Ekki svo að skilja, að verið sé að lasta heima- menn, öðru nær, en það er nú einu sinni svo, að kringum leik- húsin starfar fámennur kjarni, sem ber hita og þunga dagsins, og þar sem leikhúsin I höfuð- borginni eru aðeins tvö, þá verður veturinn dálitið dapur- legur og tilbreytingarlltill þegar fer að liða á. — Svo var það hitt, aö umbrotasamir timar hafa veriö hjá Leikfélagi Akureyrar, en það hafði á slðasta ári klofn aö, frá leiklistarsjónarmiðinu a.m.k., klofnað I Alþýðuleikhús og Leikfélag Akureyrar. Bæöi þessi félög virðast þó hafa dafnað bærilega, annað fer með Bronkó um landið og hoss ast með pólitik yfir fjallaskörð og holótta vegi, og vegnar vel að margra sögn, og hitt félagið, sjálft Leikfélag Akureyrar starfar með miklum blóma. Leikfélag Akureyrar varð atvinnuleikhús fyrir rúmlega tveim árum. Fastráðið starfs- fólk er þó aðeins átta manns, en á siðasta leikári fóru 38 leikarar þó með 80 hlutverk á vegum félagsins. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika, fámenni i heimabyggðinni, auk annars, er Leikfélag Akureyrar um margt vel i stakk búið. Það byggir á gamalli hefð og langri sögu, og hefur á að skipa mikil- hæfum leikhússtjóra og vel menntuðum, en það er Eyvind- ur Erlendsson, en auk þess hafa GIsli Halldórsson leikari og fleiri gestir unnið með félaginu að undanförnu, og á það vafa- laust sinn þátt i velgengni félagsins. Gisii Halldórsson setti m.a. upp Glerdýrin, sem nú verður fjallað ofurlitið um. sonurinn vinnur fyrir þeim I vöruhúsinu, en undirbýr I leyni svipuð ferðalög og faðir hans gerði aö veruleika. , Margir telja, að Glerdýrin séu ekki I hópi beztu verka Tennessee Williams, svona frá leikhússjónarmiði séö, en hvað um það, þetta verk, þótt ekki sé það agnúalaust, er ritaö af kunnáttu sem mjög fáir rithöf- undar hafa á valdi sinu. Guðs- neistinn er nefnilega ekki öllum gefinn. Þannig ber texti meistarans uppi það sem veikast er frá hinu leiklega sjónarmiði, sum sé sögumann, en sá er talinn meðal neyðarúrræða rithöfunda — næst á eftir heildarútgáfum I dýru bandi. Glerdýrin minna um margt á Sporvagninn Girnd, sem Þjóð- leikhúsið sýndi I vetur. Þetta er stilleg hliðstæða fremur en bein endurtekning, en sannar þó regluna, að leikskáld séu I raun- inni alltaf að segja sömu hlut- ina, —að skrifa sama verkið, en nóg um það. Hlutverk I Glerdýrunum eru fá, aðeins fjögur. Frú Wingfield, Lára dóttir hennar og sonurinn Tom, og að lokum kemur ungur maður i heimsókn, Jim. Sigurveig Jónsdóttir fer með hlutverk frú Amöndu, sem telja verður mesta hlutverk þessa leiks. Sigurveig er aðdáunaverð leikkona og naut sin vel i þessu hlutverki og hefur greinilega gefið sér tima til þess að móta Glerdýrin Glerdýrin er sjónleikur eftir Tennessee Williams, en leikinn samdi hann árið 1945 og var þetta fyrsta leikrit hans, sem sló i gegn. Leikurinn gerist á „sérsviði” hans, ef svo mætti orða þaö, I suðurrikjum Bandarikjanna og segir frá einstæðri konu og tveim börnum hennar. Það eru erfiðir timar og frúin reynir að halda I horfinu. Eigin- maðurinn hafði áður fengiö sig fullsaddan af þeim skömmtum, sem frúin gefur nú börnunum, í og er flúinn til Suður-Ameriku, eða guð veit hvað. Frú Amanda i Wingfield tregar liðna daga, biðla og gósseigendur, reisn og leiki auðstéttanna og hefur íj mestar áhyggjur af fatiaðri ; dóttur sinni, sem aldrei fær unga menn i heimsókn. | Það eru erfiðir timar og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.